Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1973, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1973, Blaðsíða 11
islendingar eru sagðir dýra- vinir og þeir kunna að meta frásagnir af dýrum. Sunnu- dagsbiað Tímans vill gjarnan birta dýrasögur — sögur af vitrum dýrum, af samskiptum manna og dýra, villtra og taminna, ein- kennilegri og afbrigðilegri hegðun dýra og dæmum um vitsmuni þeirra og skilning — Hér segir íslenzkur bóndi frá kynlegri lífshegðun nokkurra áa sinna, og kennir hann þennan sérkennilega f járstofn við ættmóðurina og brautryðjanda hinna nýju lífshátta. I næsta blaði segir Aðalsteinn Hjartarson frá smalahundi sinum. Vilja ekki einhverjir fylgja dæmi hans og segja lesendum Sunnudagsblaðsins dýra- sögu? aðrar hafi verið komnar skemmra á leið og þvi sést yfir það. Þar að auki má svo gjöra ráð fyrir, að flestar eða allar vetrarfæddu gimbrarnar hafi verið með lömbum, þó engar fregnir færu um það. Sérfræðingar á sviði landbúnaðar stóðu rökþrota frammi fyrir þessu, og liklega er svo enn. bað má segja að þetta uppátæki ánna fengi heldur raunalegan endi og yllu miklu tjóni, en aftur á móti var oft ánægjulegt að umgangast þennan sér- stæða hóp, einkum lömbin, sem eru yndislegt ungviði. Það er nærri vist, að hefði þetta fengiö að halda áfram eitt ár enn, hefði tæpast nokkur ær borið aö vorinu. Heiti þessa þátta hefði sjálfsagt mátt vera annað en yfirskriftin er t.d.: Þegar ærnar gerðu uppreisn og fóur að bera um hávetur, eða eitthvað þvi um likt. En það bar hæst i vitund okkar, semnæstir þessu stóðum, að það væri Móhyrna, sem gjörbreytti eðli og venjum sins amfélags, svo fá- gætt mun vera. Mér fannst miður, að það sem hér hefur verið greint frá, félli i algjöra gleymsku, og þess vegna færði ég þessar minningar i búning ritaðs máls. Aðalsteinn Hjartarson, frá Gjóteyri. Björn hreppstj á Búlandsnesi 1 tveim siðustu heftum Sunnu- dagsblaðsins hefur verið rakinn nokkuð þáttur af Sölva Helgasyni á Austfjörðum, flakki hans og hnupli, sem leiddi af sér rekistefnu eigi alllitla. bar kom mjög við sögu Björn Gislason hreppstjóri á Búlandsnesi, en hann var sveitar- stólpi mikill, og hafa þeir báðir skrifað af honum þætti Pétur prestur Guðmundsson i Grimsey og Eirikur Sigurðsson skólastjóri. Björn og Páll Ólafsson skáld voru aldavinir, og gisti skáldiö oft vin sinn. Var þá fast drukkið og margt spjallað. Sagt er, að Páll hafi út- vegaö Birni siðari konu hans, Þórunni. Henni mun þó hafa þótt gjaforðið ófýsilegt, en foreldrar mjög hvetjandi. Pétur prestur lýsir þessari hjúskaparhamingju Björns fagurlega, er hann fékk unga eiginkonu i ellinni, enda voru fjörutiu ár á milli þeirra. Hjóna- bandið mun þó hafa verið þurrlegt af hennar hálfu. Þórunn var sögð glæsileg friðleikskona, há vexti, hæglát og prúð. Vegur var um hlað á Búlandsnesi og gestanauð mikil, og gestrisni ágæt. Sölva var lika vel tekið, eins og fram kom i þætt- inum, og þreyttu þeir Björn hreppsstjóri samdrykkju, sem varö hreppsstjóranum nokkuö dýr. — Hér birtist mynd af Birni, og heföi hún raunar átt að fylgja þætt- inum af Sölva. Sunnudagsblað Tímans 371

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.