Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1973, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1973, Blaðsíða 17
Garöskaginn séöur úr lofti. Vitinn næst til vinstri, en Útskálar á miöri mynd. \ sem vigðist 10. mai en andaðist 15. júni s.á., öllum harmdauði, sem nokkuð þekktu til hans. Séra Sigurður hélt þvi áfram einn að þjóna öllum þremur kirkjunum þangað til árið 1875. Þá tók hann sér til aðstoðarprest systurson sinn, prestskólakandidat Brynjólf Gunnarsson. Átti hann fyrst um sinn að þjóna Kirkjuvogssókn, og hinum sóknum, þá er nauðsyn bæri til. Sr. Brynjólfur vigðist 28. nóvember sama 12. sunnudag eftir Trinitatis (31. ágúst) 1879 og afhenti þá aðstoðar- prestinum þá kirkju til allrar þjón- ustu. Söfnuðurinn á Útskálum kvaddi hann 1. sunnudag i jólaföstu (30. nóv. s.á.). Var það sami messudagur, er hann embættaði fyrst eftir vigslu sina 1831 i Kirkjuvogi sem aðstoðarprestur föður síns. Þó hélt hann kvöldsöng (blaðalaust) á útskálum á gamlárs- kvöld 1879. Þótt nú aðstoðarpresturinn hefði tekið að sér allar þrjár kirkjur, skiðri séra Sigurður börn og jarðsöng lik við og við eftir það, einkum mislingaárið 1882, meðan sr. Brynjólf- ur Gunnarsson lá sjúkur. Hann söng siðast yfir liki i júli 1885 og skirði siðast barn i nóvember sama ár. Mun hann þá hafa verið orðinn alblindur. Siðast hefur hann skrifað i minnisbók sina 1880, og allt þangað til ritaði hann ýmislegt. ár. Skömmu áður var farið að bera á sjóndepru sr. Sigurðar og varð hann þess var, að hann sá litið með öðru auganu, ágerðist þessi sjóndepra smám saman, en mest fór sjóninni aft- ur, ef hann fór suður i Hafnir fyrir jól árið 1878 i hörkufrosti og snjóbirtu, til þess að gefa i hjónaband aðstoðarprest sinn, sr. Brynjólf Gunnarsson. Þó hélt hann áfram að þjóna Útskála- og Hvalnessóknum næsta ár. Siðustu messugjörð sina á Hvalsnesi hélt hann Útskálakirkja eins og hún blasir viö þessi árin i miöri þéttbýlustu sveit á tslandi. Fordæmi séra Sigurðar er þar enn fylgt um myndarskap i umhiröu fyrir kirkjunni. Sunnudagsblað Timans 377

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.