Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1973, Blaðsíða 8
þvert yfir Baffinseyju, eftir hini nýju
slóð, sem hann hafði fengið um blá-
gæsina, og nú fór hann að safna saman
niðurstööunum af vinnu siðasta
sumars.
Bleytusnjór, sem þeir urðu að kafa i
hné, tafði fyrir þeim i marga daga en
svo batnaði ferðin aftur. Ný, ókönnuð
viölenda blasti við framundan. Þeir
náðu ströndinni, og þar fundu þeir
vörður, sem hlaðnar höfðu verið fyrir
10 árum af þýzka fuglafræðingnum
Hantzsec. Þeir leituðu að gröf hans, en
hana fundu þeir ekki. Ferðinni var nú
haldið áfram með Saper i fararbroddi,
fyrsta hvita manninn, sem hafði
ferðazt um Baffinseyju og komið
lifandi aftur, þvi sá þýzki hafði farizt i
leitinni eftir blágæsinni og eins og
Saper ekki fundið nein ákveðin spor
eftir þær við Nettellingsvatnið. Þetta
sást allt á skýrslum, sem hann hafði
skilið eftir i vörðunum. Allt þetta erfiði
hafði ekki gefið tilsvarandi árangur,
en ekki skyldi hvikað frá markinu og
blágæsarhreiðrin skyldu finnast.
Landsmenn höfðu heyrt um Saper og
hann spurði i þaula. Þeir kölluðu
hann Kiameats, manninn, sem leitar
eftir blágæsinni.
Ferðinni varhaldiðáfram vorið eftir
og leitað um suðurhluta eyjarinnar.
Sapes sneri þá til baka aftur, 800 km
veg yfir landið með hunda sina og
Eskimóa og i byrjun sumarsins náöi
hann Kap Dorset.
Hundarnir fengu ekki annað fóður en
frosið selaket, eins og i fyrri
leiðangrinum, en mennirnir niöur-
soðin matvæli og te. Þegar matarforða
þrauturðu þeir að svelta, þvi veiði var
ekki að hafa af nokkru tagi.
1 Kap Dorset leystiSapesfyrstahluta
spurningarinnar, þar sá hann i júni-
mánuði blágæsina i hundraðatali
fljúga i norður, i skipulögðum fylking-
um. Nú byrjaði viti vonarinnar aö lýsa»
Hinar mörgu leiðangursferðir virtust
nú ætla að bera árangur.
Aftur sneri nú Sapes til baka 7000 km
leið inn á Baffinseyjuna og eyddi þar
vetrinum og næsta sumri. Nú höfðu
þeir þó séð blágæsina. Nokkrum vik-
um siðar veiddu þeir 2 blágæsir 15 km
frá Kap Dorset-stööinni, — allt benti til
að þeir væru að færast nær markinu.
Það, sem setti kórónuna á verkið var
það, að þetta vor komu 2 Eskimóar til
Kap Dorset frá einu af þeim plássum
við ströndina, sem innfæddir menn
búa á, og þeir óskuðu eftir að tala við
Kiameate. Þeir vissu dálitið um blá-
gæsina. Eftir upplýsingum þeirra,
fékk Sapes vissu fyrir þvi, að niður-
stöður hans höfðu verið réttar og
vetrarferðir hans höföu ekki veriö
árangurslausar.
Þessir tveir Eskimóar höfðu fyrir
fáum árum verið á þeim stöðvum, sem
blágæsin ungar út og þeir gátu teiknað
kort yfir legu staðarins.
Næsta tilraun Sapes til að ráða
gátuna, fór fram tveim vetrum siðar,
þá lagði hann af stað með marga
hunda og innbyggjara af þessum slóð-
um, sem hann var á, og nú skyldi
reyna þessa leið, sem Eskimóarnir 2
höfðu sagt honum af og þeir áttu báðir
að fara með honum til hreiður-
stöðvanna. Hann tók nú stefnuna til
innri hluta landsins, en ferðin gekk
seint með hina þungu sleða. Eftir þvi
sem lengra leið á ferðina, sendi hann
mennina til baka aftur, að siðustu
sneri hann sjálfur aftur og beið fram i
miðjan mai, þá lagði hann aftur á stað
með þeim fulla ásetningi að ljúka
leiðangrinum.
1 þessa ferð tók hann með sér 5 Eski-
móa, 4 sleða og 42 hunda og einn
þungan farangurssleða. Eftir átta
daga ferð, þar sem menn og hundar
höfðu gert sitt ýtrasta, náðu þeir til
Bawmanflóans við Foxe og þar slógu
þeir tjöldum.
Allir fylgdarmennirnir, að undan-
skildum Eskimóunum tveim sem
höfðu gefið Sapes upplýsingarnar,
voru nú sendir til baka. Allt valt nú á
farangurssleðanum og matarforðan-
um, hvort þessir 3 menn kæmu
nokkurn tima atur til sið-
menningarinnar. Ef sleðinn brotnaði i
isnum, eða matarforðinn eyðilegðist,
var öll von úti, þvi enga veiðivon var
að hafa á þessum slóðum. Það var
ástæðan til að hinir þarlendu menn
þorðu ekki að leggja út á þessa eyöi-
mörk i þessu afskekkta umhverfi.
Annan júni bárust þau góðu tiðindi
með hrópi frá einum mannanna aö
gæsirnar flygju framhjá. Sjónaukan-
um var brugðið upp og allt gaumgæfi-
lega athugað. Sapes virtist
blágæsirnar fljúga i V-laga oddaflugi.
Dag hvern eftir þetta sáu þeir fleiri
gæsir. Um miðjan júni var umferðin
mest
Dag einn skall á hörkustormur með
snjókomu og veðrið stóð beint á móti
gæsunum en þær brutust áfram með
þvi að lækka flug og taka stefnuna inn
i dalina. A eftir þeim kom svo Sapes
með Eskimóa sina og sleða þeirra.
Skammt þaðan fundu þeir margar
þúsundir af gæsum, og i margar vikur
rannsakaði Sapes lifanaðarhætti
þeirra. Hann tryggði sér nokkur sýnis-
horn af fuglunum, hreiðrunum og
eggjunum og tók einnig ljósmyndir af
þessu.
Að loknu þessu starfi, sneri hann til
baka til Dorset með svo mikið á
sleðanum sem hægt var, i þeirri von aö
ná i þessa árs skip til Ottawa. Nú
skyldi kunngera heiminum það, að
blágæsin sem var yfir veturinn i
Louisiana, eyddi sumrinu við
Bowmanbay við heimskautsbaug.
En sagan er ekki öll enn þá. Þessir 3
ævintýramenn höfðu þegar þeir lögðu
á stað heimleiðis matarforða til átta
daga. Sleðinn var svinhlaðinn af sýnis-
hornum af gæsum, hreiörum o.s. frv.
Einnig höfðu þeir með sér 4 lifandi
blágæsarúnga. 1 þrjá daga gerðu þeir
allt, sem þeir gátu til að halda lifinu i
þessum litlu blágæsarungum, jafn-
hliða þvi, sem þeir börðust af alefli við
að sleðinn ekki malaðist milli hinna
brotnandi isjaka. Þeir reyndu að hlúa
að ungunum á allan hátt og breiddu
yfir þá loðfeldi og stundum létu þeir þá
inn á sig bera til að reyna að hlýja
þeim, en allt varð árngurslaust,
ungarnir dóu allir. Og nú byrjaði bar-
áttan við isinn, sem var samfellt
kapphlaup við dauðann. Dálitinn hluta
af leiðinni gátu þeir siglt á vatnini
milli isjakanna, en svo skrúfaði isinn
sig saman með braki og brestum og
lokaði þá inni og til að bjarga sjálfum
sér og farangrinum, urðu þeir að hala
allt upp á isinn.
Þetta þurftu þeir að gera ekki einu
sinni, heldur oft dag eftir dag. Þeir
þræluðu sleðanum áfram yfir isinn
með hinum dýrmæta flutningi og settu
hann svo i vatnið þess á milli, þvi að
hann var þannig gerður, að það var
lika hægt að nota sleðann fyrir bát.
Svo langt sem augað eygði var
ekkert að sjá nema ósléttan isinn.
Dagur kom og dagur leið, og alltaf
sýndist Kap Dorset liggja jafn fjarri
en það saxaðist drjúgum á matar-
forðann. Klæðin frusu og geröu þeim
stööugt erfiðara að bera sig um.
Seint og um siðir náðu þeir að ósi ár
einnar og heldur en fara kring um
Foxe skagann og berjast við alla erfið-
leikana á isnum, þá tóku þeir stefnuna
upp eftir þessu ókennda fljóti i þeirri
von, að þaö stæði i sambandi við fjölda
af vötnum, sem þeir höföu uppgötvað
veturinn áður. Hamingjan var með
þeim, þeir fundu vötnin, og nú gekk
ferðin betur. Maturinn -var á þrotum,
og þeir stóðu alltaf á veröi til að horfa
eftir einhverri veiði, sem aldrei sást.
Allt, sem þeir nú höföu af matvælum
voru nokkrar dósir af niðursoðnum
mat og litið eitt af frosnu kjöti. Atta
dagar voru liðnir frá þvi að þeir yfir-
gáfu gæsastöðvarnar, og enn þá voru
þeir ekki komnir heim.
Aftur máttu þeir draga bátinn og
aftur urðu þeir að fara i vatnið og nú
höföu þeir ekkert aö borða langur. En
til allrar hamingju höfðu þeir enn þá
368
Sunnudagsblað Timans