Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1973, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1973, Blaðsíða 6
Fimmtíu þúsund km. leit að varpstöðvum blágæsarinnar Foringi leitarinnar aö varpstöðvum biágæsarinnar, J. Sewey Dapes. Hvertvor flaug ameriska blágæsin i norðurátt og hverfur út fyrir Hudson- flóann, en hvert hún fór vissi enginn fyrr en ameriska stjórnin sendi einn af visindamönnum sinum til að rannsaka þetta. Hann kom aftur eftir 6 ár og hafði þá farið 50.000 km. leið til að leysa þessa gátu. Lýsingin af þessu ferðalagi er eftir blaðamann i Toronto, James Montagner. Ekki alls fyrir löngu, höfðu amerisk- ir náttúrufræðingar óleysta spurningu við aö glima. Spurningin var: Hvert flugu þær þúsundir af blágæsum, sem ár hvert tóku sig upp af ströndum Louisiana og hurfu burt? Vor hvert fóru þessir fuglar burt frá Missisippi- fljótinu og hinum mexikönsku mýrar- flóum til að verpa eggjum sinum. Þær flugu i norðurátt yfir staðina Missisippi, Kentucky, Tennessee, Ohio og rétt inn yfir landamæri Kanada, siðan þvert yfir Jamesflóann og Hudsonflóann. Þar hurfu þær, og enginn vissi hvert. Til Hudsonflóans gátu menn fylgt flugi þeirra, en hvert þær fóru svo var gátan, sem enginn gat ráðið. Engir landkönnuðir eða ferðamenn, sem fóru yfir þessi lönd, vissu neitt, hvorki loðdýraveiðimenn, Indiánar, eða Eskimóar, sem hvitir menn komust i kynni við. Frá þvi augnabliki að blágæsirnar hurfu út á Hudsonflóann, var eins og tjald leyndardómanna væri dregið yfir ferðalag þeirra. Menn gátu rakið spor allra annarra fuglategunda i Norður- Ameriku til hreiðurstöðva þeirra, svo þetta var enn þá dularfyllra með blágæsina. Hér var fugl, sem hafði ásett sér að halda hreiðurstöðvum sinum leynd- um. Aratug eftir áratug höfðu náttúru- fræðingar og aðrir vísindamenn, reynt að leysa þessa gátu. Allt benti til, að þegar biágæsin færi frá Louisiana, þá stefndi hún á einn eða anna annan stað i hinum austlægu heimskautahéruð- um. Kanadastjórnin tók að sér að leysa þessa gátu. Menn reiknuðu út, að fuglinn mundi finnast i hinum stóru landsvæðum milli norðurodda Quebecs og hins allra nyrzta lands, norðurhlutans af Ellesmereeyjunni, um 600 km frá norðurheimskautinu. Til þessarar ferðar var bent á einn af þeim visindamönnum, sem stjórnin hafði i sinni þjónustu, J. Dewey Saper, ungan, duglegan og ákveðinn mann. Hann ferðaðist svo i 6 ár nærri 50.000 km i leit sinni að blágæsarhreiðrunum. Það eru ekki margir byggðir staðir i hinum austlægu heimskautahéröðum, og þeir liggja langt hver frá öðrum. Sumarið er stutt. Eskimóarnir, sem búa þarna, eru á eilifu flakki og lifa á þeim veiðum og fiskirii, sem augna- blikið gefur. Það er mjög hættulegt að ferðast þarna á bátum vegna hins mikla isreks, sem kemur frá heimskauta- svæðinu. 366 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.