Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1973, Síða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1973, Síða 18
Bóndi: Hún Sigriður sagði mér, i sama veðri gætuð þér, fram á leiðir feröum stýrt, fylgt mér heim og barniö skirt. Prestur: bagnaðu með þetta raus, þú ert eins og hún, vitlaus, elskiö lygi og ljótan sið Láttu mig nú hafa frið. Taktu af mér tiu ær til að ala á fóðri þær. öll meðgjöfin er svo kvitt, ef ég skiri barnið þitt. Barið furðu fast nú er. Farðu og sjáðu hver það er. Sinni mitt er sizt umbreytt. Segðu ég fari ekki neitt. Gestur: Hér sé friöur, höfðinginn. Heilir og sælir, prestur minn. Nú er kalt á kappa þjóð, klökuð jörð, en færðin góð. Prestur: Heldur má nú heita það. Hvaðan núna ber þig aö? Gestur: Yzt af Nesi, alla leið öldum klár ég hingaö reið. Prestur: t kulda þessum kalla ég að kominn sértu langan veg Tftvort er þaðan nokkuð nýlt? Nú um stundir frétta litt. Gestur: Eftir gomlum alda sið Ýmislegt þar ber nú við Nú þó fyrst ég nefna skal: Nýlega þar dreif upp hval. Prestur: Hvar þar rekinn hvalur er, hvers á fjöru? Seg þú mer. Gestur: Þar, sem kirkjan yðar á itak, þarna vestur frá. Prestur: Hvalreki, það happ ég tel. Hér er staup. Gjörðu svo vel. Ég og kirkjan eigum þann. Ég fer strax að skoða hann. Siggi, Mangi, Sveinn, Guðrún, sækið þið hann Stóra-Brún, Imba, finndu fötin min, flýttu þér nú stelpan þin. Gestur: Ég held varla að þolið þér, þvi að kuldinn bitur er, alla þessa óra leið út á Nes, að þreyta reið. Prestur: Hvaða fjas, ég fer á stað, fá munt þú að reyna það hvort sig enginn illa ber undan kulda.fyrir mér. Bóndi: Það kætir mig að kyrr ég beið, kotið stendur rétt i leið, svomá skira .semég bað, Sigriður vill hafa það. Prestur: Kemur þú með krakkann enn, kjaftinn á þér gef ég senn. Skyldirðu ekki þagna þá þessu fjandans rausi á? Gestur: Koma þarf ég kotið i, kannski tefja ögn i þvi. Barnið skira á meðan má, missist litill timi þá. Er það fyrir æfðan klerk ekki langrar stundar verk. Prestur: Jæja, nú, nú.ég veit þá jögun sinni þagnar á, Brúnn er kominn heim i hlað, Halda skulum við á stað. Hvað er langur hvalurinn? Gestur: Hundrað álnir, prestur minn. Prestur: Förum greitt, þvi gott er hjarn. Grefill hafi þetta barn. Hvernig til er hagað þar hvalurinn sem rekinn var? Gestur: Raunar ei sem allra bezt, ef illa væri happi fest. Slæmt með allan burtu burð, brattur melur, stórgrýtt urð. Prestur: Um skirnina ég skeyti trautt. Skyldi það ekki vera dautt? I urðarskratta, undir mel. Ætli hann sé festur vel? Gestur: Jafn fullviss ég um það er, að hann þaðan varla fer, úfinn sig þó yggli mar, eins og það hann rekinn var. Prestur: Hana, þar er þetta frá, þér ég skirnartollinn hjá heimti, aftur heim þá fer og hvalnum undan bjargað er Gestur: Heim strax megið halda þér, hvalur enginn rekinn er, utan blessuð barnkind sú, sem böivandi þér skirðuð nú. Veðmál hef ég unnið, að yður myndi koma á stað Skal nú gjalda skilum i skirnartollinn hans af þvi. Prestur: Hvergi rekinn hvalur er? Hann var þá að ljúga að mér. Þetta er skrýtið skollans pakk. Skrattinn hengi það á klakk. Jón Mýrdal 546 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.