Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1973, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1973, Blaðsíða 22
Miðkvísl Framhald af bls. 532 eins og snjóflóð á skafli. Háspennulinan i sundur fór. á símann rifnaði gloppa stór. En allt var það fyrir Eysteins vörn að ekki sakaði mcnn né börn. Sortna tók hjá hól og núp og haustmyrkur lagðist yfir djúp. Hún Maria, sem flest heyrir og sér, hljóp fákla-dd upp i Gljúfurver, hafði tal af Jóni Har... og honum tjáði fréttirnar. Jón er maður skarpur og skýr og spýtti á i fimmta gir. Ætlaði að kveikja á ljósunum svo unnt væri að gera i fjósunum, en komst viö stífluna i kvennager og karlinn hreinlega gleymdi sér. Rataði þó á rétta leið rétt fyrir hálfnað óttuskeið. Sáust þá úti i ánni i einhverjar kvinnur I blánni, bregða á leik með bröndum og busla meðfram löndum, leika sér með löxunum. og labba á ölduföxunum. Þær urðu fyrir flaumnum ferðuðust niöur með straumnuin og langt úti Laxárdalinn, sem lá nú I vatni faiinn, Jón Jónasar var þar á veiðum véstur á Þverárbreiðum og ííulii bóndi I Kasthvammi á kaviergulum skutprammi. Þar kom líka Grimur i Garði á gnenlenzkum húðkeip áður en varöi. Vigfús og Hermóður voru á ferð á varðskipi. af beztu gerð. Varla reyndist vandi að venda kvinnum að landi og klæða úr votum klæðum Kasthvamms á efstu hæðum. En siðan þetta skeði er á Sandsbæjum blönduð gleði, allt er á floti út að sjó og í hrauni væta nóg. Allur heyskapur er fyrir bý, tog að veiöiskap sneri mér þvi. Með ástundun, iðni og baxi ögn fá af silung og laxi. Skrið s.vo á fjórum fótum fram með’skonsuin og gjótum. Háfurinn reyn^t mér hefur bezt i hann aflað einna mest. Góð er oft veiði í gjánum en gatslitnar buxur á hnjánum. Erfitt er þetta á ýmsa lund, á ég þar marga kalda stund. Tækninni áfram fleygir ört, er nú framtið að verða björt. Svo ven ég nú fallcga fiskinn og fæ hann beint upp á diskinn. Þá er að fjölga fæðingum hér fyrir norðan I sveitunum eftir þvi, scm ég bezt veit einkanlega i Mývatnssveit. Gjört á 9. mánuði eftir lát Miðkvislarstiflu. Gjört á 9. inánuði eftir lát Mið- kvislarstiflu. Vísnaþáttur Frainhald af bls. 548. Ingibjörg er iðniskind. — öllu má nú hrósa — í sólskini og sunnanvind segist hún ætla að frjósa. Þrir ungir menn voru á ferð i Stafholtstungum á leið til Borgar- ness. Fréttu þeir þá, að Steinunn Þorsteinsdóttir frá Húsafelli væri trúlofuð. Einum þeirra varð þá að orði: Hjartað titrar helsært mitt, hniga tár að velli. Nú ei lengur stund fær stytt Steinka á Húsafelli. Næstur þeirra þremenninga orti Andrés Eyjólfsson i Siðumúla: Guðbjörn sárið sárt mér bjó, sá er knár að striða. Máski tárin þorni þó þegar árin liða. Sá þriðji, Eyjólfur frændi Andrésar, kvað: Suma vermir sunnanblær, sorgin öðrum þrengist nær. Andrés grætur, Guðbjörn hlær. Gleðin rennur ofan i tær. Og skal þá lokið visnaþætti i dag. Gnúpur Stór stúlka Framhald af bls. 533. Hrafn, ..en segðu mér. er golsótta gimbrin þin hyrnd. Gréta”. ,,Já, hún er með skinandi falleg svört horn, og nú er vist rétt að kalla hana gemling, þvi að það er komið fram i janúar, er það ekki Hrafn?" „Jú. svaraði Hrafn og nú ætla ég að sýna þér hvolpinn minn. Hann er skozkur að kyni og verður áreiðanlega góður fjárhundur”. ,,Áttu virkilega hund, Hrafn?", sagði Gréta, og varð öll að augum. Já, ekki var þvi að leyna, að Hrafn var ný- orðinn hundeigandi og hafði vaxið ekkí litið i eigin augum við það. Börnin hröðuðu sér nú heim að bæn- um, en snjókornin héldu áfram að sáldrast úr vetrargráum himni yfir þau, spor þeirra utan úr garðinum og sveitina þeirra, harðbýla sveit við langan fjörð, fjörð, sem nú var lygn og kyrr eins og hann vildi taka þátt i sorg þeirra, sem misst höfðu góðan föður, ástrikan eiginmann og dugandi bónda. „Fjörðurinn er vinur okkar”, hugsaði Hrafn um leið og þau Gréta gengu inn i dimm bæjargöngin, en þar I skoti við baðstofupailinn var stolt Hrafns, litill hvolpur i gömlum trékassa. ■ywwwwrwwwrrwvw^ii Sunnudagsblað Tímans óskar gjarnan eftir vel rituðum frósögnum frá liðinni tíð um minnisverða og sérstæða atburði. Handrit þurfa að vera vélrituð Lausn á 21. hana* 'O 5 '/ N K F A L fi I £ N A T A h( A L fA UN A u z c, i n H o I L E I K U R J N N A N i K i&NARA"AOH S N Ú 5 /\N N i Ö C, R A R N N T AN N AR L'O U R J JA'A A N Cx A N A MA U R 't\R A R A GAGN L A K 'AR G fiRR AN N A S Ö L 'o Aí> I K i 'O R I T 5 / N S A fA A HA I D U T /€ KA N[UH N . * A R l GA NnO R 'A n Ai> * S TA R F ! A S 5 krossgátu 550 Sunnudagsblaö Timans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.