Morgunblaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 9 Þetta eru aðeins örfá sýnishorn af vortilboðum Veiðihornsins. Veiðihornið býður alltaf meira úrval og alltaf betra verð. Sástu að það er opið í dag frá kl. 10-17? Ekki missa af vortilboðum Veiðihornsins! Fáðu þér sunnudagskaffi í Veiðihorninu og líttu á úrvalið. Vertu góður við veiðifélagana og segðu þeim frá Veiðihorninu. Veiðihornið - Hafnarstræti 5 - sími 551 6760 • www.veidihornid.is • Veiðihornið - Síðumúla 8 - sími 568 8410 Sendum samdægursMunið gjafabréfin HEILDARLAUSNIR Já, það er opið í dag frá kl. 10-17 Scierra Aquatex vöðlur með belti, brjóstvasa, áföstum sandhlífum og bakvasa fyrir jakka. Jakki fylgir. Fullt verð kr. 28.900. Pakkatilboð aðeins 22.900. Allur pakkinn með skóm aðeins kr. 29.900. Hvergi betra verð. Scierra MBQ öndunarvöðlur með belti, brjóstvasa og sandhlífum. Scierra Aquatex jakki, vatnsheldur með öndun. Scierra Greyhound skór. Vöðlur og skór aðeins 19.995. Bættu jakkanum við fyrir aðeins 14.995. Fullt verð á jakka kr. 19.900. Takmarkað magn af fluguveiðipökkum frá SAGE. SAGE LE stöng í hólk með lífstíðarábyrgð ásamt Okuma diskabremsuhjóli og uppsettri flotlínu með baklínu og taumatengi aðeins kr. 25.845. SAGE DS2 (grafit 2) stöng í hólk með lífstíðarábyrgð ásamt Okuma diskabremsuhjóli og uppsettri flotlínu með baklínu og taumatengi aðeins kr. 31.900. Tryggðu þér SAGE fluguveiðipakka strax í dag. Síðast þegar við buðum svona sett seldust þau upp á fáum dögum. Takmarkað magn. Sage er vinsælasta flugustöngin á Íslandi. Það er ekki tilviljun. Ótrúlegt tilboð á Scierra flugustöngum hönnuðum af Henrik Mortensen og Hywel Morgan, heimsmethafa í fluguköstum. 3ja hluta flugustöng í hólk með lífstíðarábyrgð. Okuma diskabremsuhjól í neoprenhulstri. Uppsett flotlína ásamt baklínu og taumatengi. Og verðið? Fullt verð kr. 42.790.- Pakkatilboð aðeins kr. 29.999.- Þessu er ekki hægt að sleppa! Greys „large arbour“ fluguhjól með góðri diska- bremsu, 2 aukaspólur, 3 flugulínur, flotlína, intermediate og sökklína ásamt Ron Thompson Arezzo grafit fluguveiðistöng. Pakkaverð aðeins 19.995. Uppsetning með baklínu og taumatengjum kr. 3.000. Fáanlegt fyrir línu 6, 7 og 8. Ron Thompson 4 mm Lagoon neopren vöðlur með filtbotni. Brjóstvasi, styrking á hnjám, þægileg, breið axlabönd. Mest keyptu neopren vöðlur á Íslandi. Ron Thompson Outback jakki, vatnsheldur með öndun. Mest keypti veiðijakkinn á Íslandi. Sérhönnuð vöðlutaska. Fullt verð 27.790. Pakkatilboð aðeins 19.995 fyrir allt þetta. Simms Freestone öndunarvöðlur, Simms Freestone jakki, vatnsheldur með öndun, Simms Freestone skór ásamt sandhlífum. Vöðlur, belti, sandhlífar og skór aðeins kr. 29.900. Bættu Simms jakka við fyrir aðeins 19.900. Fullt verð á jakka kr. 26.900. Málþing um samstarf kennara og foreldra Fimmtudaginn 29. apríl kl. 13:00-16:00 verður haldið málþing um samstarf heimilis og skóla, foreldra og kennara í Kennaraháskóla Íslands v/Stakkahlíð. Markmið málþingsins er að efla og styrkja samvinnu foreldra og kennara og auka skilning á mikilvægi samstarfsins um barnið. Á málþinginu verða erindi um ýmsar hliðar samastarfs kennara og foreldra, þá verður boðið upp á málstofur og örnámskeið með hagnýtum lausnum og að lokum samantekt á helstu viðfangsefnum málþingsins Þátttaka er ókeypis en skráning nauðsynleg fyrir kl. 12:00 miðvikudaginn 28. apríl á simennt@khi.is eða í síma 563 3980. Heimili og skóli, Samfok, Kennarasamband Íslands, Menntamálaráðuneytið, Símenntunarstofnun KHÍ, Sjá dagskrá á www.khi.is  RAGNHILDUR Helgadóttir, lekt- or við lagadeild Háskólans í Reykja- vík, varði hinn 29. mars dokt- orsritgerð sína í lögfræði við Virg- iníuháskóla í Bandaríkjunum. Ritgerðin ber tit- ilinn: ,,Not so in North-America, The Influence of American Theo- ries on Judicial Review in Nordic Constitutional Law“. Hún fjallar um þróun hugmynda um úrskurðarvald dómstóla um stjórnskipulegt gildi laga í Noregi, Danmörku og á Íslandi, bandarísk áhrif á þessa þróun og hvernig hugmyndirnar hafa breyst til samræmis við dómaframkvæmd og aðrar aðstæður á Norðurlöndum. Í ritgerðinni var m.a. rannsakað sam- spil bandarískra réttarhugmynda og hugmynda frá Evrópu sem eiga ræt- ur í alþjóðlegum mannréttinda- sáttmálum við mótun norræns réttar að þessu leyti. Í fyrsta hluta ritgerðarinnar er fjallað um bandarísk áhrif á umfjöll- un og rök fyrir úrskurðarvaldi dóm- stóla fyrir og um aldamótin 1900 er það kom fyrst upp á borð norrænna dómstóla og fræðimanna. Í öðrum hluta hennar er fjallað um það hvern- ig breytingar í stjórnskipunarrétti og réttarhugmyndum í Bandaríkjunum milli stríða endurómuðu í norrænum stjórnskipunarrétti áratugina eftir seinni heimsstyrjöld. Í síðasta hluta ritgerðarinnar er svo rakið hvernig bandarísk áhrif hættu að koma beint fram í norrænum stjórnskipunarrétti eftir 1970 og fjallað um hugsanlegar ástæður þess. Þar er einnig fjallað um samspil mannréttindasáttmála Evrópu og bandarísks réttar og um það hvernig mannréttindahugsun í okkar heimshluta mótast nú í sam- spili landsréttar margra landa og al- þjóðasáttmála og stofnana. Rann- sóknin, sem ritgerðin byggir á, var styrkt af Vísindasjóði árin 2000 og 2001. Ragnhildur hefur verið lektor við Háskólann í Reykjavík frá 2002, þar sem hún kennir stjórnskipunarrétt og stjórnsýslurétt. Hún lauk laga- prófi frá Háskóla Íslands 1997 og meistaraprófi í lögum frá Virginíu- háskóla , 1999. Ragnhildur er fædd 1972. Hún er gift Halldóri Eiríkssyni, arkitekt og kennara við Listaháskóla Íslands, og þau eiga tvö börn. Doktor í lögfræði hefur einnig verið í uppnámi. Ný- lega var öllum starfsmönnum þess sagt upp í sambandi við endur- skipulagningu reksturs sláturhúss- ins. Haraldur segir verð á landbún- aðarafurðum komið í óefni og telur ríkjandi kröfur markaðarins um lágt verð á kjöti óraunhæfar. „Markaðurinn er mjög neytenda- vænn þessa dagana, en það verður að vera einhvers konar jafnvægi. Það hlýtur líka að gerast einhvern tíma, en það er spurning hvenær.“ FRAMTÍÐ sláturhússins í Búðadal er enn í óvissu, en sveitarfélagið Dalabyggð vinnur nú að því að slát- urhúsið verði rekið áfram til fram- búðar. Haraldur Líndal, sveitar- stjóri Dalabyggðar, segir ýmislegt hægt að gera til stuðnings slátur- húsinu og ýmsar aðgerðir í farvatn- inu. „Við erum nú að verða búnir með allar afurðir frá síðasta hausti, þannig að við sitjum ekki uppi með neinar birgðir,“ segir Haraldur. Næsta sláturhús við Búðardal er á Hvammstanga, en rekstur þess Enn óvissa um slátur- húsið í Búðardal ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.