Morgunblaðið - 25.04.2004, Side 18
18 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
N
efnd sem mennta-
málaráðherra
skipaði til að
fjalla um hvort
tilefni sé til að
setja sérstaka
löggjöf um eign-
arhald á fjölmiðlum, leitaði víða
fanga við gerð greinargerðr sinnar
og kynnti sér m.a. löggjöf um fjöl-
miðla í öðrum löndum og alþjóð-
legar skuldbindingar um frelsi og
fjölbreytni fjölmiðla.
Kemst nefndin að þeirri niður-
stöðu að samþjöppun á íslenskum
fjölmiðlamarkaði verði að teljast
mikil. „Gildir þá einu hvort horft er
til eignarhalds eða stöðu einstakra
aðila á markaði,“ segir í greinargerð
nefndarinnar.
Óheppileg einkenni
Hugmyndir og tillögur nefndar-
innar eru settar fram í lokakafla og
segir þar m.a., að ef eingöngu sé
horft til fjölda miðla og litið framhjá
eignarhaldi hafi þróunin undanfarin
misseri verið á margan hátt jákvæð.
„Er í því sambandi bent á að haldið
er úti þremur dagblöðum á lands-
vísu sem hafa markverða útbreiðslu,
þ.e. Fréttablaðinu, Morgunblaðinu
og DV.
Þá verður að telja að skipting
markaðar fyrir sjónvarp á þá þrjá
aðila sem allir hafa marktæka stöðu
á markaði, sé viðunandi þegar höfð
er í huga smæð markaðarins.
Þegar aðeins er tekið tillit til
þeirra hljóðvarpsstöðva sem eru
mældar skiptist markaður fyrir
hljóðvarp [...] í meginatriðum milli
tveggja aðila, þ.e. Ríkisútvarpsins
og Íslenska útvarpsfélagsins ehf.
Þetta getur eftir atvikum talist við-
unandi staða á jafnlitlum markaði,
enda skiptist þetta nú á milli 15 út-
varpsstöðva. Á landsvísu er skipt-
ingin í grófum dráttum á þrjár
stöðvar, þ.e. Rás 1 (21%), Rás 2
(31%) og Bylgjuna (24%). Þótt
markaður fyrir hljóðvarp geti talist
fjölbreyttur þegar hafður er í huga
fjöldi stöðva og smæð markaðarins,
virðist þó sem fjölbreytni sé í minna
lagi ef aðeins er horft til eignar-
halds, einkum ef miðað er við þá er-
lendu og alþjóðlegu mælikvarða
sem nefndir hafa verið í þessari
greinargerð og taldir hafa verið við
hæfi í fjölmennari ríkjum. Er í því
sambandi bent á að markaðurinn á
landsvísu skiptist í meginatriðum
aðeins milli Ríkisútvarpsins og eins
einkaaðila. Samkvæmt því er ljóst
að Íslenska útvarpsfélagið ehf. hef-
ur algjöra yfirburðastöðu á einka-
markaði fyrir hljóðvarp.
Þegar litið er til eignarhalds og
eignatengsla sérstaklega er aftur á
móti ljóst að heildarmarkaður fyrir
dagblöð, sjónvarp og hljóðvarp hef-
ur ýmis þau einkenni sem talin eru
óheppileg út frá þeim alþjóðlegu
viðmiðunum sem hér er stuðst við
og taldar hafa verið eiga við í öðrum
löndum. Í því sambandi komu þessi
atriði til skoðunar.
a) Fyrirtæki/félög sem hafa sterk
ítök á mikilvægum sviðum íslensks
atvinnulífs eru einnig ráðandi á fjöl-
miðlamarkaði. Hér er einkum vísað
til sterkrar stöðu Baugs Group hf. á
matvörumarkaði, auk þess sem fé-
lagið hefur ítök á öðrum sviðum við-
skiptalífs í landinu. Þá er ennfremur
vísað [til ] eignatengsla milli Baugs
Group hf. og Norðurljósa hf., en síð-
arnefnda félagið er umfangsmikið á
fjölmiðlamarkaði í heild gegnum
100% eignarhlut sinn í Frétt ehf. og
Íslenska útvarpsfélaginu ehf. [...].
Þessar athugasemdir geta einnig að
nokkru átt við um hlut Kára Stef-
ánssonar í Norðurljósum hf. en
hann er jafnframt forstjóri Ís-
lenskrar erfðagreiningar hf. sem er
stórfyrirtæki á íslenskan mæli-
kvarða í rekstri alls óskyldum fjöl-
miðlarekstri.
b) Þá er er einnig vísað til þess að
Norðurljós hf. hafa mjög sterk ítök
bæði á dagblaðamarkaði og á mark-
aði fyrir ljósvakamiðla, sbr. tengsl
við Frétt ehf. og Íslenska útvarps-
félagið ehf. Á Íslandi er aðstaðan sú
að eitt félag Norðurljós hf. hefur yf-
ir að ráða því dagblaði landsins sem
mest er lesið, þ.e. Fréttablaðinu,
auk þess sem það ræður DV sem
hefur markverða útbreiðslu á mark-
aði. Þá ræður fyrirtækið yfir um
37% af áhorfi á [...] sjónvarp og tæp-
lega 44% af hlustun á hljóðvarp. Þá
er að geta eignarhalds Norðurljósa
hf. á Skífunni ehf., en það fyrirtæki
er umsvifamikið í útgáfu og inn-
flutningi og dreifingu hljóðrita, inn-
flutningi, útgáfu og dreifingu mynd-
banda og mynddiska, dreifingu
kvikmynda og rekstri kvikmynda-
húsa, innflutningi og dreifingu á
tölvuleikjum og leikjatölvum,
rekstri hljóðupptökuvera, auk þess
sem það rekur smásöluverslanir á
afþreyingarmiðla.
lagasetningu, einkum þannig að
settar verði reglur sem miði að því
að hamla gegn óæskilegum áhrifum
samþjöppunar á þessum markaði í
framtíðinni. Einkum á þetta við
samþjöppun á markaði fyrir einka-
rekna fjölmiðla, enda hvíla á Rík-
isútvarpinu víðtækar skyldur um
fjölbreytni í framboði dagskrárefnis
og framsetningu þess sem ekki eiga
við um einkarekna fjölmiðla,“ segir í
greinargerðinni.
Grundvöllur að pólitískri ákvörðun
um hvaða leiðir skuli farnar
Nefndin getur þess í greinargerð
sinni, að við mat á þeim úrræðum
sem til greina komi að mæla fyrir
um til að hamla gegn óæskilegum
áhrifum samþjöppunar á fjölmiðla-
markaði sé óhjákvæmilegt annað en
að líta til smæðar íslenska mark-
aðarins. „Nefndin telur að forðast
beri að reglur séu með þeim hætti
að þær setji fyrirtækjum í fjölmiðl-
un ótilhlýðilegar skorður og raski
rekstrargrundvelli þeirra.“
Í umfjöllun um þær ólíku leiðir
sem nefndin telur koma til greina,
segir að tilmæli Evrópuráðsins og
reglur einstakra landa sýni að unnt
sé að nálgast viðfangsefnið úr mis-
munandi áttum og á mismunandi
stigum fjölmiðlunar. Tekið er sér-
staklega fram að hafa beri í huga
við lestur tillagna nefndarinnar að
þær þarfnist ítarlegri tæknilegrar
útfærslu en tök hafi verið á að setja
fram í greinargerðinni. „Er við það
miðað á þessu stigi, að þær geti orð-
ið grundvöllur að pólitískri ákvörð-
un um það hvaða leiðir skuli farn-
ar,“ segir í greinargerðinni.
Nefndarmenn segjast deila því al-
menna viðhorfi að takmarka beri af-
skipti ríkisins af fyrirtækjarekstri
og atvinnustarfsemi sem einkaaðilar
geti sinnt. „Engu að síður telur
nefndin eðlilegt að leggja til að hug-
að verði að því að tryggja stöðu Rík-
isútvarpsins sem almenningsút-
varps. Ýmis rök má færa fram því
Nefnd um eignarhald á fjölmiðlum leggur fram ýmsar tillögur og valkosti til að tryggja fjölbreytni á íslenskum fjölmiðlamarkaði
Óæskileg samþjöppun
Setja þarf reglur sem hamla
gegn óæskilegri sam-
þjöppun á íslenska fjöl-
miðlamarkaðinum, að mati
nefndar menntamálaráð-
herra um eignarhald á fjöl-
miðlum. Nefndin setur
fram ýmsa valkosti og legg-
ur m.a. til að settar verði
skorður við því að fyrirtæki
í öðrum rekstri en fjöl-
miðlarekstri eignist hlut í
fjölmiðlum.
’Það er því skoðunnefndarinnar […],
að það hljóti að telj-
ast afar æskilegt að
löggjafinn bregðist
við þessu með laga-
setningu, einkum
þannig að settar
verði reglur sem miði
að því að hamla gegn
óæskilegum áhrifum
samþjöppunar á
þessum markaði í
framtíðinni.‘
Nefndin bendir á að fjölmiðlar gegna lykilhlutverki í lýðræðislegu þjóðfélagi. Þegar litið sé til eignarhalds og eignatengsla sé ljóst að heildarmarkaður fyrir dagblöð,
sjónvarp og hljóðvarp hafi ýmis einkenni sem talin séu óheppileg út frá alþjóðlegum viðmiðunum.
Hafa ber í huga að hér hefur ver-
ið lýst stöðunni á íslenskum mark-
aði eins og hún er þegar greinar-
gerð þessi er rituð, og komist að
þeirri niðurstöðu að hún hafi ýmis
einkenni samþjöppunar sem talin
eru óæskileg út frá markmiðinu um
fjölbreytni í fjölmiðlun. Er þá geng-
ið út frá því [...] að fjölmiðlar gegni
lykilhlutverki í lýðræðislegu þjóð-
félagi sem vettvangur fyrir ólík við-
horf til stjórnmála og menningar í
víðum skilningi, og sem vettvangur
fyrir öflun upplýsinga og miðlun
þeirra.
Af Mannréttindasáttmála Evr-
ópu, eins og hann hefur verið túlk-
aður af Mannréttindadómstól Evr-
ópu, leiðir að tryggja ber fjölbreytni
í fjölmiðlum. Á þeim grundvelli hef-
ur ráðherraráð Evrópuráðsins sam-
þykkt tilmæli R (99) 1 [...], þar sem
settar eru fram hugmyndir að mis-
munandi leiðum að þessu markmiði.
Á íslenska ríkinu hvílir því sú þjóð-
réttarskylda að leita leiða til að
tryggja fjölbreytni í fjölmiðlun.
Nefndin tekur þó fram að af 10.
gr. mannréttindasáttmálans og
framangreindum tilmælum verða í
sjálfu sér ekki leiddar sértækar
kröfur um það hvaða leiðir ríki skuli
fara til að tryggja fjölbreytni í fjöl-
miðlum. Sé stuðst við þá mæli-
kvarða sem koma fram í þessum
skuldbindingum og tilmælum og þá
sem notast hefur verið við í öðrum
löndum virðist eignarhaldi á fjöl-
miðlafyrirtækjum og eignatengsl
vera með þeim hætti [að] ástæða sé
til að draga megi í efa að fjölbreytni
í fjölmiðlum, í þeim skilningi sem
það hugtak er notað í greinargerð-
inni, sé nægilega tryggð hér á landi
til lengri tíma litið.
Það er því skoðun nefndarinnar
að af framangreindum viðhorfum
Evrópuráðsins og almennum við-
horfum um vernd pólitískrar og
menningarlegrar fjölbreytni leiði,
að það hljóti að teljast afar æskilegt
að löggjafinn bregðist við þessu með
Morgunblaðið/Júlíus