Morgunblaðið - 25.04.2004, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Við erum ung og ástfangin og viljumbara fá að vera saman,“ sagði Ey-rún Ösp Birgisdóttir, 22 ára nemi,á opnum fundi um frumvarp dóms-málaráðherra til breytinga á lög-
um um útlendinga fyrr í mánuðinum. Eyrún
sagði að ákvæði frumvarpsins um að erlendir
makar Íslendinga þyrftu að hafa náð 24 ára
aldri til að fá dvalarleyfi á grundvelli hjúskapar
ylli því að hún gæti ekki hafið sambúð með
bandarískum kærasta sínum á Íslandi fyrr en
eftir 2 ár. Dómsmálaráðherra hefur í svari við
opnu bréf frá ungum íslenskum manni í svip-
uðum sporum og Eyrún á Deiglunni.com minnt
á að áfram geti erlendir makar Íslendinga sótt
um dvalarleyfi á landinu á eigin forsendum, t.d.
segi í 11 gr. útlendingalaga að veita megi út-
lendingi dvalarleyfi ef framfærsla hans, sjúkra-
trygging og húsnæði séu tryggð. Vitaskuld yrði
litið til hjúskapar útlendingsins við Íslending
við meðferð umsóknarinnar. Á móti hefur verið
bent á að ekki eigi allir auðvelt með að sýna
fram á áðurnefnda framfærslu og í gildi séu af-
ar ströng skilyrði fyrir útgáfu atvinnuleyfa til
útlendinga. Rökræðan er ekki á enda og sýnir
glöggt hversu ólík sjónarmið mætast í um-
ræðunni um 24 ára aldurstakmarkið og fleiri
ákvæði í frumvarpinu. Þá vakti athygli að á áð-
urnefndum opnum fundi myndaðist þverpóli-
tísk samastaða milli ungliðahreyfinga stjórn-
málaflokkanna í gagnrýni á frumvarpið.
Sumt óumdeilanlega til bóta
Ekki eru öll ákvæði frumvarpsins jafn um-
deild og ákvæðið að ofan. Eitt meginmarkmið
stjórnvalda með frumvarpinu er að nýta aðlög-
unarheimildir samnings um stækkun Evrópu-
sambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins.
Samningurinn hefði að óbreyttu leitt til þess að
íbúar Eistlands, Lettlands, Litháens, Kýpur,
Möltu, Póllands, Slóvakíu, Slóveníu, Tékklands
og Ungverjalands hefðu hlotið sömu réttindi á
Íslandi og ríkisborgarar annarra EES og
EFTA-ríkja um næstu mánaðamót. Með því að
nýta aðlögunarákvæðið fresta Íslendingar full-
um aðgangi launafólks frá þessum ríkjum að
eyríkjunum Möltu og Kýpur undanskildum um
tvö ár, þ.e. til 1.maí 2006.
Gagnrýni á nýtingu aðlögunarheimildarinn-
ar hefur ekki farið hátt miðað við ýmis önnur
ákvæði frumvarpsins. Þó segjast Samtök at-
vinnulífsins í umsögn til Allsherjarnefndar um
frumvarpið hafa lýst því yfir að þau hefðu viljað
sjá borgara þessara nýju aðildarríkja EES
hljóta sömu réttindi og íbúar núverandi aðild-
arríkja njóti innan svæðisins við gildistöku
stækkunarinnar. „Í ljósi þess að nær öll núver-
andi aðildarríki EES hyggjast nýta slíka heim-
ild hafa Samtök atvinnulífsins hins vegar kosið
að setja sig ekki upp á móti því að íslensk
stjórnvöld geri slíkt hið sama,“ segir síðar í um-
sögninni. „Samtök atvinnulífsins líta hins vegar
svo á að um sé að ræða tímabundna aðgerð til
tveggja ára, en greiður aðgangur þessa fólks að
íslenskum vinnumarkaði getur skipt miklu um
framvindu íslensks efnahagslífs.“
Eins og kom fram í orðum Tatjönu Latinovic,
varaformanns Samtaka kvenna af erlendum
uppruna, á opna fundinum þykja Fjölmenning-
arráði og Samtökunum ekki öll ákvæði frum-
varpsins neikvæð. „Sumar breytingar sem
lagðar eru til í frumvarpinu teljum við vera já-
kvæðar, þ.á m. breytinguna í 1. grein laganna
sem segir að nægilegt sé að umsókn um dval-
arleyfi hafi verið samþykkt áður en útlending-
ur komi til landsins í stað þess að dvalarleyfið
hafi verið gefið út eins og það er í lögum í dag.
Önnur breytingin sem er til hins betra er í 13.
grein frumvarpsins um að börn flóttamanna
sem fæðst hafa eftir að foreldrar þeirra fengu
stöðu flóttamanna hér á landi fái sömu rétt-
arstöðu. Þriðja jákvæða breytingin er í 14 gr.
og segir að flóttamenn fái dvalarleyfi án tak-
markana í þrjú ár sem myndar grunn búsetu-
leyfis en skv. gildandi lögum er ekki heimilt að
gefa út dvalarleyfi til lengri tíma en tveggja ára
í senn.“
Ranghugmyndum hafi verið sáð
Áberandi óánægju hefur gætt með áðurnefnt
24 ára ákvæði. Eins og fleiri gagnrýnendur
frumvarpsins telur Guðrún Ögmundsdóttir,
þingmaður Samfylkingar í Allsherjarnefnd,
engan vafa leika á því að 24 ára ákvæðið brjóti
gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar um
jafnan rétt allra óháð kynferði, trúarbrögðum,
skoðunum, þjóðernisuppruna, kynþætti, litar-
hætti, efnahag, ætterni eða stöðu að öðru leyti.
„Þetta mun fyrst og fremst snerta fjöldann all-
an af ungum Íslendingum sem hafa kynnst er-
lendum mökum, t.d. í námi. Ég veit heldur ekki
betur en við séum með hjúskaparlöggjöf sem
segi að við getum verið 18 ára þegar við giftum
okkur. Á hverju ári munu réttindi tuga Íslend-
inga til að sameinast maka sínum skerðast. Það
verður fjör í ráðuneytinu þegar Íslendingar
fara að banka upp á með maka sína til að reyna
að fá einhverjar undanþágur fyrir ástinni
sinni.“
Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir
staðhæfinguna um að ákvæðið brjóti gegn jafn-
ræðisreglunni byggða á misskilningi. Löggjaf-
inn geti sett skilyrði af þessum toga án þess að
brjóta á jafnræðisreglunni.
Björn segist á alþingi hafa greint frá því að
Útlendingastofnun hafi sent mál 24 einstak-
linga til frekari rannsóknar hjá lögreglu vegna
gruns um málamyndahjónabönd á undanförn-
um árum. „Stofnunin hefur vegna slíks gruns
haft til umfjöllunar mál 50–60 einstaklinga á
seinustu þremur árum en vegna ágalla á lögum
hefur ekki þótt fært að aðhafast frekar í þeim
málum. Sem betur fer er aðeins eitt dæmi um
nauðungarhjónaband, en það sýnir, að slík
óhæfa er að stinga sér niður hér á landi. Laga-
ákvæðið á sporna við því, að mál þróist enn
frekar til þeirrar áttar. Sú fullyrðing er röng,
að þessi tillaga feli í sér, að fólk undir 24 ára
aldri megi ekki ganga í hjúskap eða búa hér á
landi. Að umræðan sé komin á það stig að snú-
ast sérstaklega um það sannar mér aðeins,
hvers konar ranghugmyndum hefur verið
reynt að sá vegna þessa frumvarps.“
Hann er spurður að því hvort eðlilegt sé að
gera ráð fyrir undanþágu við þetta ákvæði, t.d.
ef hjón (Íslendingur og útlendingur) hafi áður
búið saman í öðru landi og eigi börn saman áður
en þau ákveði að flytja til Íslands.
„Spurningin tekur ekki mið af því að 24 ára
reglan er varúðarregla, hún segir, að heimilt sé
að meta allar aðstæður en menn fái ekki sjálf-
krafa dvalarleyfi við hjúskap. Við matið verður
að sjálfsögðu tekið tillit til þeirra aðstæðna,
sem lýst er í spurningunni. Einstaklingar geta
sótt um dvalarleyfi á öðrum forsendum en hjú-
skap og allar líkur á því að einstaklingar sem
eru í þeirri stöðu sem þú lýsir fái jákvæða af-
greiðslu.“
Sárasjaldan þurfi að taka sýni
Annað umdeilt ákvæði er heimild til Útlend-
ingastofnunar til að krefjast þess að útlend-
ingur gangist undir rannsókn á erfðaefni og
töku lífsýnis til að sýna fram á skyldleika í
tengslum við veitingu dvalarleyfis á grundvelli
fjölskyldusameiningar. Bent hefur verið á að í
framhaldi af erfðasýnatöku gætu skapast al-
varlegar afleiðingar í tengslum við dæmi um
tæknifrjóvgun, ættleiðingar og nauðganir á
átakasvæðum.
Mannréttindaskrifstofa Íslands segir í um-
sögn sinn til Allsherjarnefndar afar varhuga-
vert að festa í lög svo opna heimild þar sem um
sé að ræða mjög íþyngjandi og veruleg inngrip
í persónufrelsi fólks auk þess sem lífsýni heyri
undir viðkvæmustu persónuupplýsingar sem
eigi að sæta ströngustu kröfum um töku, með-
ferð og vörslu. „Lágmarkskrafa er að tekið
verði fram, að úrræðið megi einungis nota við
alveg sérstakar kringumstæður, að fyrir hendi
sé rökstuddur grunur um meint brot á lögum
og ennfremur að ákvörðun um beitingu úrræð-
isins verði ekki á valdi Útlendingastofnunar.
Eðlilegt er að dómstólar taki ákvörðun þar um í
hverju einstöku tilviki, ef farið verður út í að
lögfesta slíkt ákvæði,“ segir í umsögninni.
Björn var í framhaldi af því spurður hvort
gert væri ráð fyrir því að ákvæðinu yrði beitt
alltaf, stundum eða aðeins í ýtrustu neyð vegna
grunnsemda um að verið væri að fara á svig við
lögin. „Þetta er heimildarákvæði og ekki gert
ráð fyrir að því verði beitt nema ef þörf krefur,“
svaraði hann. „Forstjóri útlendingastofnunar
telur, að til þessa þurfi sárasjaldan að koma.
Ákvæðið hefur fyrst og síðast fælingargildi,
ekki síst þegar til þess er litið, að slík ákvæði
eru í lögum nágrannaríkja. Ákvæði af þessum
toga er ekki síður til hagsbóta fyrir umsækj-
endur en yfirvöld, því að þessi aðferð veitir
óyggjandi upplýsingar um ættartengsl. Enn er
það til marks um rangfærslur vegna þessa
frumvarps, þegar látið er eins og slík sýnataka
verði daglegt brauð.“
Björn var spurður að því hvort ekki væri
eðlilegt að dómstólar veittu í hvert skipti heim-
ild fyrir lífsýnatöku. „Hér verður að hafa í huga
að lífsýni í þessu skyni er einungis ætlað að
varpa ljósi á tengsl umsækjanda við ættmenni
sín hér á landi ef einhver vafi kemur upp um
það, og því raunar umsækjanda ekki síður til
hagsbótar. Ef viðkomandi neitar að láta slíkt
lífsýni af hendi verður látið þar við sitja og Út-
lendingastofnun tekur ákvörðun í málinu á
grundvelli fyrirliggjandi gagna. Það er því eng-
in þörf á því að leita atbeina dómstóla í þessu
skyni eins og um sakamál sé að ræða, enda alls
ekki um það að ræða.“
Í tengslum við orð ráðherra þess efnis að 24
ára ákvæðið væri varúðarregla og sárasjaldan
þurfti að beita heimild til lífsýnatöku var hann
spurður að því hvort orðalag ákvæðanna þyrfti
að vera skýrara til að bjóða ekki upp á misskiln-
ing.
„Ég tel í sjálfu sér ekkert athugavert við
þetta orðalag, vandinn er sá, að of margir hafa
kosið að misskilja það eða rangtúlka,“ sagði
hann.
„Ömmuákvæðið“ ekki óþarft
Svokallað „ömmuákvæði“ felur í sér að for-
eldrar verði að vera orðnir 67 ára gamlir til að
sækja um dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldu-
sameiningar. Mannréttindaskrifstofa Íslands
segir í umsögn til Allsherjarnefndar að teljast
verði fullkomlega eðlilegt að innflytjendur óski
eftir því að fá til sín foreldra sína, t.d. til að
gæta barnabarna á meðan foreldrarnir vinna.
„Ber í því sambandi að taka tillit til þess, að
þeir eiga tíðast einungis völ á lágt launuðum
störfum, að ein slík laun duga ekki til fram-
færslu fjölskyldu, að barnagæsla er oft illfáan-
leg og þá svo dýr að láglaunafólk ræður ekki við
að standa undir þeim kostnaði, a.m.k. séu börn
fleiri en eitt á heimilinu. Algengast er, bæði hér
sem erlendis, að ömmur og afar séu mun yngri
en 67 ára og er ákvæðið því til þess fallið að
skerða mjög möguleika fjölskyldu á að samein-
ast í nýju landi,“ segir m.a. í umsögninni.
Ömmuákvæðið er í greinargerð með frum-
varpinu rökstutt með þeim hætti að verið sé að
stuðla að því að fólk komist ekki hjáleiðina inn á
íslenskan vinnumarkað. Gagnrýnendur hafa á
móti bent á að foreldrar þurfi að sækja sjálfir
um atvinnuleyfi – ákvæðið sé því óþarft.
Björn svarar því til að gengið sé út frá því að
fólk geti almennt framfleytt sér fram að 67 ára
aldri en brögð hafi verið að því að mun yngra
fólk hafi fengið dvalarleyfi sem aðstandandi og
þannig farið hjáleið inn á íslenskan vinnumark-
að. „Hér ber að vekja athygli á því að fram-
angreind aldursskilyrði eiga aðeins við þegar
sótt er um dvalarleyfi fyrir aðstandendur og
getur viðkomandi ætíð sótt hér um dvalarleyfi
á eigin forsendum. Mér finnst þetta ekki benda
til þess, að ákvæðið sé óþarft.“
Skírlífi fyrir hjónaband gert
tortryggilegt í greinargerð
Frumvarpið veitir lögreglu heimild til að
efna til húsleitar í tengslum við grun um mála-
mynda- eða nauðungarhjónabönd. Fjölmenn-
ingarráð og Samtök kvenna af erlendum upp-
runa telja í umsögn sinni ekki óeðlilegt að
lögregla hafi heimild til húsleitar ef um er að
ræða grun um refsivert brot. Hins vegar segi í
núgildandi lögum: „... má lögregla leita á út-
lendingnum, á heimili hans, herbergi eða
hirslum samkvæmt reglum laga um meðferð
opinberra mála, eftir því sem við á.“
„Hér er orðalagið „eftir því sem við á“ gagn-
rýnt. Lög um meðferð opinberra mála eiga að
gilda undantekningalaust enda eru þau sett til
að tryggja borgarana gagnvart rannsóknar- og
ákæruvaldi. Jafnteygjanlegt orðalag býður upp
á mismunun gagnvart útlendingum í túlkun
laganna,“ segir í umsögninni.
Í greinargerð með frumvarpinu kemur m.a.
fram að vísbendingar um að til hjúskapar hafi
verið stofnað til þess eins að sækja um dval-
arleyfi geti verið að aðilar hafi ekki búið saman
fyrir stofnun hjúskapar, hjónin skilji ekki
tungu hvors annars, mikill aldursmunur sé á
þeim, þau þekki ekki til einstakra atriða eða at-
vika úr lífi hvort annars fyrir giftingu eða fyrri
hjónabönd. Þessi lýsing hefur verið gagnrýnd
fyrir að fela í sér vanþekkingu á öðrum menn-
ingarheimum, t.d. varði í sumum löndum við
lög að fólk búi saman fyrir hjónaband.
Andlegt þjóðarráð Bahá’ía á Íslandi leggur í
umsögn sinni áherslu á að ein af meginlögum
bahá’í trúarinnar sé að hjón búi ekki saman fyr-
ir stofnun hjúskapar. „Skilaboðin með þessum
útskýringum í greinargerðinni eru að það sé
eðlilegt að fólk búi saman fyrir hjónaband en
jafnframt er það í raun gert tortryggilegt ef
fólk hefur skírlífi í heiðri fyrir hjónaband,“ seg-
ir m.a. í umsögninni.
Mannúðarsjónarmið í heiðri
Frumvarpið gerir refsivert að bera fölsuð
vegabréf eða önnur skilríki. Í því sambandi hef-
ur verið bent á 31. gr. Flóttamannasáttmála SÞ
– auk leiðbeiningareglna UNHCR þar sem að-
ildarríkjum er fyrirlagt að leggja ekki refsing-
ar við því að flóttamenn komi ólöglega til ríkja –
og skyldu aðildarríkja Palermo-samningsins
þess efnis að vernda fórnarlömb mansals.
Björn var spurður að því hverju hann svaraði
þeirri gagnrýni að áðurnefnt ákvæði í frum-
varpinu stangaðist á við þessa alþjóðlegu
samninga.
Hann svaraði því til að spurningin vekti upp
þá spurningu hvort eðlilegt þætti að unnt væri
að vera refsilaust með fölsuð vegabréf, hvernig
sem á stæði, t.d. þegar um mansal væri að
ræða. „Hér er verið að sporna við því, að menn
séu með slík skilríki undir höndum í viðskipta-
legu blekkingarskyni. Þetta á ekkert skylt við
það, ef menn eru að flýja undan ofríkisstjórn-
um og nota til þess fölsk skilríki, svo að dæmi sé
tekið, sem snertir mannúðarsjónarmið í þessu
tilliti. Dæmi eru um, að einstaklingar hafi verið
stöðvaðir af lögreglu með umtalsvert magn
falsaðra vegabréfa í fórum sínum; slíkt athæfi á
Frumvarp Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra til breytinga á lögum um útlendinga
24 ára reglan – varú
Frumvarp dómsmálaráðherra til breytinga á Lögum um útlendinga hefur hlotið talsverða gagn-
rýni á umliðnum vikum. Anna G. Ólafsdóttir fletti í gegnum umsagnir til Allsherjarnefndar um
frumvarpið og bar helstu ásteytingarsteinana undir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra auk
þessa að hlera viðhorf Guðrúnar Ögmundsdóttir, Samfylkingu, og nýjustu fréttir af gangi mála
hjá Bjarna Benediktssyni, formanni Allsherjarnefndar. Ef nýta á aðlögunarheimild ESB/EES land-
anna vegna aðgangs íbúa nýju ESB-þjóðanna að vinnumarkaði landanna verður að samþykkja
frumvarpið fyrir mánaðamót.