Morgunblaðið - 25.04.2004, Side 6

Morgunblaðið - 25.04.2004, Side 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ edda.is Bókaverðlaun barnanna 2004 Besta íslenska barnabókin að mati 6-12 ára krakka á bóka- söfnum landsins. Kristín Helga Gunnarsdóttir Nú komin út í kilju. Tilvalin sumarbók fyrir alla fjölskylduna. Leikskáld stendur á tröppum Iðnó með blóm og bros. Það er aðhefjast frumsýning á leiksýningunni The Secret Face. Þaðheyrist fuglasöngur og merlar á gosbrunn í Tjörninni. Eða erþetta foss? Að minnsta kosti er leikkonan foss og dynurinn endurómar: – Love is a sad thing. Þarf ekki að koma neinum á óvart, því það eru fjórar jarðarfarir meðan á sýningunni stendur og alltaf verið að jarða sömu konuna. Morguninn eftir rennur upp sumardagurinn fyrsti. Pínulítil stúlka fer á stjá. Hún gengur að rúminu til afa og ömmu og segir: – Nóttin er búin. Nú er vor. Þau verða svo hissa að þau vakna. Á Sólvallagötu er fólk farið að haga lífi sínu í sam- ræmi við árstíðina. Í garðinum er stórorrusta í gangi hjá strákunum úr hverfinu; vígvöllurinn vatni drifinn. Margrét Vilhjálmsdóttir verkleg í bláum vinnugalla úti á svölum; verkfærið sem hún notar farsími. Val- garð Egilsson klofvega uppi í tré með sögina á lofti. Ekki alveg greinilegt hvort hann stendur á greininni sem hann er að saga af. Fyrir utan Borgarbókasafnið hefur safnast hópur af ljóðelsku fólki. Það er að hefjast ljóðaganga á heiðskírum sólardegi, en samt eru flestir vel búnir og margir í regnstakki. Íslendingar treysta ekki veðrinu sum- ardaginn fyrsta. Leiðin liggur fyrst að höfninni og lesið er upp úr kvæði Tómasar Guð- mundssonar: Tjöruangan, asfalt og sólskin og iðandi mannaferð. Sumri í Reykjavík verður ekki betur lýst. Því næst liggur leiðin að Vesturgötu, þar sem lesið er upp ljóð sem heyrist ekki fyrir loftpressu og ískri í kalltækinu. Minnir á rapp. Þá er gengið um garðinn við Unuhús. Skáldin eru ekki heima. Þau eru stödd í öðrum tíma. Í næstu göngu er Guðjón Friðriksson að uppfræða almenning um sögu Reykjavíkur. Hann er líka staddur í öðrum tíma og segir frá því að Kaffi Reykjavík hafi áður verið nefnt Bryggjuhúsið. Bakvið það er gamli hafn- arkanturinn raunar enn sýnilegur frá því fyrir landfyllingu. Bryggjuhúsið var einlyft og byggt árið 1863. – Bjórkútarnir eru eitthvað nýrri, hvíslar borgarstjórinn að blaðamanni með glettnissvip. Guðjón ljóstrar því upp að í hugmyndasamkeppni Landsbankans hafi borist tillaga um að gömlu spennustöðvarnar, sem setja nokkurn svip á miðbæinn, verði gerðar að salernum. – Ég mótmæli, heyrist kallað úr hópnum. Honum er ekki mál. Pétur Pétursson sagnaþulur er á göngu við Fischersundið. Hann rifjar upp að Margrét langamma blaðamanns hafi búið í Litlu Glasgow og þarna hafi tvíburarnir Gunnar og Björn leikið sér. – Þeir voru ótrúlega líkir. Eini munurinn á þeim var sá að annar hélt í tána á sér, segir hann. Ef til vill hafa þeir þá verið á svipuðum aldri og litla stúlkan sem heldur í höndina á pabba sínum. Hún sér kisu tilsýndar og spyr: – Hver á þessa kisu? Hún þykist búin að læra að allt í heiminum sé fært debet-megin í efna- hagsreikninginn hjá einhverjum. Það gildir þó ekki um fólkið í sal- arkynnum Ásatrúarfélagsins. – Hér eru allir frjálsir, í alvöru, svona eins og þjóðfélagið leyfir, segir goðinn og býður gestum að safnast í hring á sumarblótinu. – Við ættum að geta stækkað hringinn aðeins; heimurinn er óend- anlegur, bætir hann við og brosir. Eftir stutta athöfn er drykkjarhorn lát- ið ganga. Hver og einn lyftir því og mælir heill. – Heill valkyrjum! – Heill Freyju og frjósemi! – Heill Loka! – Heill allsherjargoða af því hann er svo góður. – Heill Braga, guði skáldskapar. – Heill minningu Sveinbjörns Beinteinssonar. Enginn hugsar til fanganna í söngleiknum Chicago á stóra sviði Borg- arleikhússins, enda kunna þeir að bjarga sér sjálfir. Eins og til að fagna sumrinu dansa þeir á nærfötunum, fara á handahlaupum um sviðið og láta sig ekki muna um að fara í splitt. Ekki er laust við að blaðamaður labbi út af sýningunni svolítið feitari en hann kom þangað. Þar er lögfræðingurinn Billy B. kynntur til sögunnar, „sérfræðingur í hafrétti, Evrópurétti og alþjóðlegum kvennarétti“. Lögfræðingarnir í salnum skella upp úr; þetta finnst þeim fyndið. Lítilli stúlku heima er ekki skemmt. Hún fær ekki að fara með á sýn- inguna, – bara stóra systir. Hún horfir á eftir foreldrum sínum og grætur: – En ég er stór! Ég er stór! Leikhús og ljóðaganga SKISSA Pétur Blöndal fylgdist með sumarkomunni Morgunblaðið/ÞÖK ÞAÐ ERU einkum aukin samvinna, samgöngu- og umhverfismál sem brenna á íbúum Fjarðabyggðar þessa dagana. Þetta kom í ljós á íbúaþingi, sem haldið var í Fjarðabyggð um liðna helgi. Þingið fór fram í Kirkju- og menn- ingarmiðstöðinni á Eskifirði og stóð allan laugardaginn. Yfirskrift þings- ins var „Mótum framtíðina saman“ og var þemað málefni fjölskyldunnar, sem var rætt frá mörgum mismun- andi sjónarhornum. M.a. var rætt um umhverfi fjölskyldunnar, skólamál, málefni ungs fólks, breytingar með tilkomu álvers og hvernig hægt væri að viðhalda kostum þess að búa í Fjarðabyggð á breyttum tímum. Auk þingsins þar sem öllum var velkomið að taka þátt var unnið sér- staklega með grunnskólanemum og nýbúum dagana fyrir þingið og þeirra niðurstöður kynntar á þinginu. 5% íbúa tóku þátt Þingið var ágætlega sótt og telja menn að allt að 5% íbúa hafi komið að því með einum eða öðrum hætti. Morgunblaðið ræddi við Guðnýju Björgu Hauksdóttur, formann upp- lýsinga- og kynningarnefndar Fjarðabyggðar. „Ég er tiltölulega sátt við þátttök- una, en mér fannst þó að fleiri hefðu mátt koma af almennum íbúum, auk þess sem aldursdreifingin hefði mátt vera betri. Þrátt fyrir að yfirskrift þingsins væri málefni fjölskyldunnar var þátttaka íbúa á aldrinum 20-35 ára ekki nógu og góð. Það var mikið reynt til að laða þennan aldurshóp á þingið, m.a. með því að bjóða ókeypis mat og barnagæslu allan tímann sem þingið stóð yfir. Ég veit ekki hvernig á að útskýra lélega þátttöku þessa aldurshóps. Kannski er þetta sá hóp- ur sem lætur sig minnst um málin varða, eða er ánægðastur,“ sagði Guðný Björg ennfremur. Samvinna, samgöngur og umhverfismál íbúum hugleikin Á þriðjudagskvöld voru niðurstöð- ur þingsins kynntar íbúum í Kirkju- og menningarmiðstöðinni og er ljóst að samgöngumál og umhverfismál eru íbúum Fjarðabyggðar hugleikin um þessar mundir. Mikil áhersla var lögð á auknar almenningssamgöngur milli byggðakjarnanna þriggja, þann- ig að íbúar eigi auðveldara með að notfæra sér þá þjónustu sem finna má í mismunandi kjörnum. Einnig komu fram mjög skýrar óskir um göng, bæði á milli Norðfjarðar og Eskifjarð- ar og Eskifjarðar og Reyðarfjarðar. Fyrir liggur eftir þingið að íbúar vilja styrkja kosti þess fjölskyldu- væna samfélags sem þegar er til stað- ar í Fjarðabyggð, m.a. með því að við- halda lágum þjónustugjöldum, t.d. í leik- og tónskólum sveitarfélagsins. Hvað fyrirsjáanlega fjölgun í sveit- arfélaginu varðar sáu íbúar kosti þess að búa áfram í tiltölulega litlum, fjöl- skylduvænum byggðakjörnum í ann- ars stóru sveitarfélagi. Almenn ánægja var með grunnskólana en kallað var eftir fjölgun faglærðra starfsmanna í leik- og tónskólum. Í umhverfismálum var ásýnd bæj- anna íbúum nokkuð hugleikin og var kallað eftir úrbótum strax á komandi sumri. Íbúar vilja halda í þær fjörur sem eftir eru, gera úrbætur í frá- rennslismálum og hressa upp á mið- bæina. Þá lítur út fyrir að íbúar sveitarfé- lagsins vilji sameinast enn frekar, því óskir og væntingar um samþjöppun og aukið samstarf milli byggðakjarna var áberandi á þinginu. Meðvitaðir um möguleg neikvæð áhrif álvers „Niðurstöðurnar komu ekki svo mjög á óvart, en þó vakti athygli hversu mikið af óskum íbúa eru kostnaðarlítið og byggist fremur á hagræði og upplýsingagjöf en miklum fjárútlátum,“ segir Guðný Björg. „Það kom mér á óvart að í umræðunni um álverið, sem ég taldi fólk vera tals- vert blint af, var það líka að velta fyrir sér ýmsum neikvæðum atriðum sem gætu komið upp í kjölfarið og hvað væri hægt að gera til að koma í veg fyrir neikvæða þróun. Fólk hefur t.d. áhyggjur af breyttum kynjahlutföll- um sem verða óhjákvæmilega mikil, sérstaklega á byggingatíma álvers- ins, þ.e. að stærstur hluti þeirra sem koma til að byggja álverið verður karlar. Auk þessa kom fram á þinginu að fólki þykir brýnt að vel takist til við að kynna störfin í álverinu sem jafn- gott atvinnutækifæri fyrir karla og konur.“ Niðurstöður þingins verða nýttar á margvíslegan hátt, t.d. til að útbúa fjölskyldustefnu og endurskoða stefnumótun sem áður hefur farið fram í sveitarfélaginu, m.a. Framtíð- arsýn 2010 og Staðardagskrá 2. Það var ráðgjafarfyrirtækið Alta sem sá um skipulag og framkvæmd þingsins, en Alta hefur stýrt íbúa- þingum víða um land undanfarið. Þau byggjast á aðferðafræði sem kölluð hefur verið samráðsskipulag. Þannig er íbúalýðræði virkjað með því að bjóða íbúum og hagsmunaðilum í sveitarfélaginu að hafa áhrif á stefnu- mótun og ákvarðanatöku í samfélagi sínu. Líflegar umræður urðu á íbúaþingi í Fjarðabyggð Gott að búa í litlum kjörn- um í stórri Fjarðabyggð Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Þingmenn unnu í hópum að hugmyndum um það sem verða mætti Fjarða- byggð til heilla á komandi tímum, en miklir möguleikar eru í framtíðinni. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Nýir íbúar og gamlir tóku þátt í þingstörfum. Á myndinni eru Smári Geirs- son, formaður bæjarráðs, og Tómas Már Sigurðarson, forstjóri Fjarðaáls.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.