Morgunblaðið - 25.04.2004, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 25.04.2004, Qupperneq 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 57 Ísla nds ban ki v eitir á þe ssu ári sex félö gum í ná msm ann aþjó nus tu Ísla nds ban ka 2 00.0 00 k r. n ám ssty rk. Þ að e ina sem þú þ arft að ger a er að s ækj a um fyrir 10. ma í nk . og þú g æti r hl otið styr k. Sæ ktu um nún a á isb .is/ nam sst yrk ur 200 .000 kr. Í Ameríku In America Drama Írland 2003. Skífan VHS/DVD. Bönnuð innan 12 ára. (107 mín.) Leikstjórn Jim Sheridan. Aðalhlutverk Paddy Considine, Samantha Morton, Djimon Hounsou, Sarah Bolger, Emma Bolger. „ÞAÐ gerist samt ekkert í mynd- inni.“ Tvisvar sinnum hefur þessu verið haldið fram um Í Ameríku við mig og því er ekki að neita, það gerist ósköp fátt. Ung írsk bláfátæk hjón og dætur þeirra tvær setjast að í Bandaríkjun- um án dvalarleyfis. Stundin er árið 1982 (ártalið er nið- urnjörvað með því að láta fjölskylduna fara á E.T.) og stað- urinn fátækrahverfi New York-borgar. Hann er leikari og ætlar að freista gæfunnar í þessari miklu borg leiklist- arinnar en hún er kennari sem fær ekkert annað að gera en að þjóna á matstofu. Þau eiga í mesta basli með að ná endum saman og ekki bætir úr skák að þau eru enn í sárum eftir að hafa misst son, tveggja ára gamlan. Þetta er nú næstum öll sagan, að því viðbættu að þau kynnast afrískum listamanni og faðirinn fer að keyra leigubíla á næturnar þegar hann fær engin hlutverk. Sem sagt lítið sem gerist. Ekkert miklu meira heldur en í lífinu sjálfu. En það er einmitt málið. Myndin er lauslega byggð á lífinu sjálfu, rekur daglegt amstur ósköp venjulegs fólks, sem þarf að takast á við raunir sem við öll getum lent í; söknuð, brostnar vonir og peningaleysi. Jim Sheridan (My Left Foot, In The Name Of The Father) skrifaði handritið ásamt tveimur dætrum sínum og eru þau sögð hafa byggt það að hluta á eigin reynslu er Sheridan-fjölskyldan bjó vestanhafs. Þetta er því afar raunsæ, trúverð- ug og mannleg mynd. Fremur tíð- indalítil en þó hvorki langdregin né leiðinleg. Reyndar angrar mann hversu þau Sheridan-feðgin hreinlega rembast við að hreyfa við áhorfendum með ofurtragískri sögufléttunni en frábær frammistaða leikara vegur á móti þeim galla. Samantha Morton og Djimon Hounsou fengu óskarstilnefn- ingu fyrir sína frammistöðu en fyrir mína parta er það Paddy Considine sem er senuþjófurinn. Hann er í erf- iðasta hlutverkinu, leikur fjölskyldu- föðurinn, og skilar því fullkomlega; af yfirvegun, djúpum skilningi og gríð- arlegum þrótti. Frábær leikari sem vonandi á eftir að fá miklu fleiri bita- stæð hlutverk.  Írski draumurinn Myndbönd Skarphéðinn Guðmundsson Stjörnukerfi myndbanda- og diskadóma hefur verið breytt. Framvegis verða stjörnur gefnar á skalanum ein upp í fimm stjörnur og ekki notast lengur við hálfar stjörnur. Skilnaðurinn (Le Divorce) Spennumynd Bandaríkin 2003. Skífan. VHS (115 mín.) Ekki við hæfi mjög ungra barna. Leikstjóri: James Ivory. Aðalleikarar: Naomi Watts, Kate Hudson, Leslie Car- on, Glenn Close. MYNDIN sem dregin er upp af frönskum karlmönnum í handritinu hennar Ruth Prawer Jhabvala er ekki ýkja merkileg en kunnugleg klisja. Isabel (Hudson), bandarísk blómarós, er komin til Parísar að heilsa upp á listaspíruna Roxy systur sína (Watts) sem gengur með annað barn sitt. Isa- bel hittir illa á því að Charles-Henri (Melvil Poupaud) mágur hennar er að fara frá Roxy. Isabel lætur ekki ótryggð hins snoppufríða mömmu- drengs Charles- Henri sér að kenn- ingu verða því hún fleygir sér ótrauð í fang Edgars móð- urbróður hans. Sá er mjúkmáll flagari á sextugsaldri sem smjaðrar sig inn á konur með flamb- eruðu lambakjöti, Hermés-töskum og fagurgala. Átök kynjanna og árekstrar nýja og gamla heimsins verða aldrei sér- staklega grípandi né fyndnir þó ágætt hráefni sé til staðar. Bókin sem Jhab- vala byggir á er sögð fyndin og skemmtileg aflestrar en þetta fræga þríeyki, Jhabvala, Merchant og Ivory, er greinilega tekið að dala umtalsvert og fátt bendir á forna frægð. Það eru vissulega léttir sprettir inn á milli, myndin er vönduð útlitslega og leik- kvennahópurinn er ekki amalegur. Hudson, Watts, Leslie Caron og Glenn Close skila sínu prýðilega, ekki síst Caron sem er einkar ánægjulegt að sjá bregða fyrir eftir langa fjar- veru úr sviðsljósinu. Þá er Thierry Lhermitte fæddur í hlutverk flagar- ans Edgars en Marrhew Modine er utangátta í vondu hlutverki afbrýði- sams eiginmanns. Fleiri gæðaleikar- ar, eins og Stephen Fry, stytta áhorf- andanum stundir en hliðarsaga af verðmætu málverki og foreldrum systranna (Sam Waterston og óvenju bragðdauf Stockard Channing), vaknar aldrei til lífsins. Útkoman er fágað bland drama og farsa í huggu- legum poka.  Sæbjörn Valdimarsson Frakkir Frakkar Sendum til fyrirtækja í hádeginu • Magnafsláttur Upplýsingar í síma 552 2028 og 552 2607 www.graennkostur.is DILBERT mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.