Morgunblaðið - 25.04.2004, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 25.04.2004, Qupperneq 28
LISTIR 28 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í LISTASAFNI Íslands gefst nú tækifæri til að sjá yfirlit verka frá fyrstu áratugum síðustu aldar á sýningunni Íslensk myndlist 1900– 1930. „Markmið sýningarinnar er að gefa yfirlit um þetta mikilvæga og spennandi tímabil í íslenskri lista- sögu, en alls eiga 26 listamenn verk á sýningunni. Þetta tímabil markast annars vegar af þeirri ný- sköpun sem átti sér stað í íslenskri myndlist um aldamótin og hins vegar þeim þáttaskilum sem verða um 1930 þegar fram kemur kyn- slóð með nýja listsýn og öðru frem- ur hafnar landslaginu sem merk- ingarríku viðfangsefni. Í íslenskri listasögu er þetta fyrst og fremst blómaskeið hinnar upphöfnu róm- antísku afstöðu til náttúrunnar þegar listamenn leituðu til listar 19. aldar til að tjá hughrif sín af ís- lenskri náttúru, en einnig það tímabil þegar það gerist í fyrsta sinn að róttæk evrópsk sam- tímalist verður hluti af íslenskri listasögu,“ segir Lára Aðalsteins- dóttir kynningarfulltrúi safnsins. Á sýningunni eru verk eftir eft- irtalda listamenn: Ásgrím Jónsson, Ásmund Sveinsson, Baldvin Björnsson, Brynjólf Þórðarson, Eggert Guðmundsson, Eggert Laxdal, Einar Jónsson, Einar Jóns- son frá Fossi, Emil Thoroddsen, Eyjólf Eyfells, Finn Jónsson, Frey- móð Jóhannsson, Guðmund Ein- arsson frá Miðdal, Mugg, Gunn- laug Blöndal, Jóhannes Kjarval, Jón Stefánsson, Jón Þorleifsson, Júlíönu Sveinsdóttur, Kristin Pét- ursson, Kristínu Jónsdóttur, Krist- ján H. Magnússon, Nínu Sæmunds- son, Ríkarð Jónsson, Svein Þórarinsson og Þórarinn B. Þor- láksson. Sýningunni lýkur 2. maí. Brautryðjendur í íslenskri myndlist Freymóður Jóhannsson, Snæfell, 1926. NOKKRAR kirkjur bjóða upp á svokall- aðar kyrrðarstundir í hádeginu. Þar er hægt að hugleiða til- gang eða tilgangsleysi lífsins, tilbiðja Al- mættið og fá sér rækjusamloku á eftir. Þetta er ágætt til að brjóta upp vinnudag- inn; hvað er betra en að hverfa um stund frá annríkinu á skrif- stofunni, heimsækja aðra vídd og koma endurnærður til baka? Fyrir þá sem þrá andlegar upplifanir í hádeginu, en finna sig ekki í kirkju, er tilvalið að fara á annars konar samkomu þar sem andaktin svífur líka yfir vötnunum, þ.e. tónleika. Talsvert hefur verið um stutta hádegistón- leika í Norræna húsinu í vetur og svo hafa einnig verið haldnir nokkrir tónleikar í Íslensku óp- erunni. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki farið í Óperuna í há- deginu fyrr en á þriðjudaginn, en þá var flutt svonefnd Vínartónlist eftir Johann Strauss, Lehár, Kálmán og fleiri. Tónleikarnir tóku um hálftíma og á eftir var hægt að kaupa sér samloku í and- dyri hússins. Flytjendur voru þau Hulda Björk Garðarsdóttir, Snorri Wium, Ólafur Kjartan Sigurðarson og Davíð Ólafsson ásamt Kurt Kop- ecky píanóleikara. Efnisskráin var í léttari kantinum eins og þeir vita sem sótt hafa Vínar- tónleika Sinfóníunnar. Söngvararnir voru all- ir í toppformi nema kannski Ólafur Kjart- an, sem virtist örlítið rámur. Það kom lítið að sök; túlkun og leik- ræn tjáning allra söngvaranna var til fyrirmyndar og var útkoman oft hrífandi. Þau Hulda Björk og Snorri dönsuðu vals í einu atriðinu og voru ótrúlega blátt áfram, meira að segja þegar þau kysstust í lokin. Einnig verður að nefna frammistöðu Davíðs, en hann var sérlega sannfærandi sem fullur karl, enda skellihlógu áheyr- endur að honum. Kurt Kopecky stóð sig prýðilega við slaghörpuna, leikur hans var glitrandi tær og öruggur allan tím- ann. Þetta voru sérlega skemmti- legir tónleikar með fallegri tónlist og fögrum söng – frábær veru- leikaflótti sem óhætt er að mæla með. Veruleikaflótti í hádeginu TÓNLIST Íslenska óperan „Vínarkvöld“ í hádeginu, tónlist eftir Leh- ár, Strauss, Stoltz, Kálmán og Nicolai. Hulda Björk Garðarsdóttir (sópran), Snorri Wium (tenór), Ólafur Kjartan Sig- urðarson (bassi) og Davíð Ólafsson (bassi). Píanóleikur: Kurt Kopecky. Þriðjudagur 20. apríl. SÖNGTÓNLEIKAR Jónas Sen Davíð Ólafsson  Ársalir- fasteignamiðlun  Ársalir- fasteignamiðlun  Nýttu þér áratuga reynslu okkar og traust í fasteignaviðskiptum Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200 Kynntu þér tilboð okkar á bílaleigubílum Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað Það borgar sig – Hringdu til AVIS í síma 591-4000 Við erum í 170 löndum 5000 stöðum T.d. Reykjavík, London, Kaupmannahöfn, Frankfurt, Milano, Alicante ... AVIS Knarrarvogi 2 – 104 Reykjavík – Sími 591 4000 – Fax 591 4040 – Netfang avis@avis.is – Heimasíða www.avis.is Minnum á Visa afsláttinn Nemendaþjónustan sf. Álfabakka 12, Mjódd Innritun í síma 557 9233 frá kl. 17-19 virka daga NÁMSAÐSTOÐ á lokasprettinum fyrir vorprófin Lithimnulestur Með David Calvillo fimmtudag og föstudag Lithimnulestur er gömul fræðigrein þar sem upplýsingar um heilsufar, mataræði og bætiefni eru lesnar úr lithimnu augans. Á fimmtudag og föstudag mun David Calvillo vera með lithimnulestur í Heilsubúðinni, Góð heilsa gulli betri. Njálsgötu 1, uppl. og tímapantanir í s:561-5250.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.