Morgunblaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ A llt frá því að grein- arhöfundur kom fyrst til Highbury sem ungur drengur heillaðist hann af umhverfinu. Það var svipað og á Grettisgötunni á árum áður þar sem ég ólst upp og lék knattspyrnu á gamla róluvellinum – „knattspyrnuvelli hverfisins“ – á milli Klapparstígs og Frakkastígs. Já, þar var einnig knattspyrnuvöll- ur í miðju íbúðahverfi. Þó að íbúarnir í kringum High- bury vildu helst að Arsenal léki áfram á vellinum, viðurkenna þeir að það sé löngu orðið tímabært að bjóða stuðningsmönnum Arsenal upp á stærri völl sem tekur fleiri áhorfendur þannig að fleiri fái tækifæri til að mæta á völlinn og njóta leiks liðsins. Sagan hófst í Suður-London Arsenal á sér 118 ára sögu, en þetta sögufræga félag var stofnað í Suður-London 1886 – í Woolwich við Thames, sem er fyrir austan Charlton og hinum megin við Thames-ána, hafði West Ham bækistöðvar sínar, á Upton Park. Fyrst hét liðið Royal Arsenal, en síðan var nafnið Woolwich sett fyr- ir framan Arsenal í stað Royal. Liðið lék leiki sína í Plumslead. Það var erfitt fyrir fólk að komast á svæðið og áhorfendur á leikjum liðsins voru ekki margir. Það varð til þess að forráðamenn Arsenal vildu færa sig um set og 1912 voru uppi áform um að sameinast Ful- ham, en ekkert varð af því. Ákjósanlegt landsvæði fannst við guðfræðiháskólann í Highbury, ekki langt frá Gillespie Road neð- anjarðarlestarstöðinni í Islington- hverfinu í Norður-London. Braut- arstöðin var við Piccadilly-línuna, þannig að auðvelt var að komast til vallarins alls staðar úr London. Þá var hverfið íbúðahverfi, þannig að ekki skorti stuðningsmenn til að mæta á völlinn. Þó svo að Totten- ham væri með bækistöðvar nokkra kílómetra fyrir norðan var nægt rými fyrir tvö lið í Norður-London – til að etja kappi við fjölmörg lið sem höfðu hreiðrað um sig í Suð- ur-London, eins og West Ham, Chelsea, Fulham, Charlton og Millwall. Arsenal lék fyrsta leik sinn á Highbury 6. september 1913. Það var svo 1915 að Woolwich-nafnið var lagt niður, þannig að aðeins stóð eftir Arsenal. Fljótlega eftir að Arsenal hafði skotið rótum í Isl- ington-hverfinu hófst mikil keppni milli liðsins og nágrannaliðsins Tottenham og sú keppni var orðin að fjandskap upp úr 1919. Fyrir utan leikvöll Arsenal geta menn keypt bolta með ýmsum háðsglós- um um Tottenham og stuðnings- menn liðanna hafa oft klekkt hvor- ir á öðrum. Eitt frægasta atvikið upplifði bókari einn 1971 – árið sem Arsen- al vann tvöfaldan sigur, varð bæði Englands- og bikarmeistari og jafnaði afrek Tottenham frá 1961. Já, og Arsenal fagnaði Englands- meistaratitlinum á heimavelli Tott- enham, eins og liðið gæti einnig gert í dag, 33 árum síðar. Bókarinn bjó í húsi sem var mál- að í litum Tottenham, hvítum og bláum. Húsið var hvítt, þak og gluggakarmar bláir. Þegar hann gekk út fagran laugardagsmorgun í sólskinsskapi – á leið á White Hart Lane, heimavöll Tottenham – og sneri við við hliðið til að veifa til konu sinnar og barna, var ekki laust við að hann missti andlitið. Hús hans var í Arsenal-litunum. Þakið og gluggakarmar voru rauð- ir. Flokkur stuðningsmanna Ars- enal, og vinnufélagar bókarans, höfðu mætt á kranabifreið um nóttina og málað bláu fletina á framhlið hússins rauða. Það lá við að bókarinn þyrfti á áfallahjálp að halda, en vinnufélagarnir veittu honum strax stuðning – þeir voru búnir að mála hús hans í „réttum litum“ þegar hann kom aftur heim, ánægður með að hafa séð Totten- ham vinna. Chapman kom með nýja strauma Þó svo að það hafi verið mikill áfangi hjá Arsenal að byrja að leika á Highbury 1913, var breyt- ingin mest hjá félaginu 1925 þegar Herbert Chapman, sem hafði byggt upp Huddersfieldliðið sem varð Englandsmeistari þrjú ár í röð – 1924, 1925 og 1926 – kom til Arsenal og tók við starfi knatt- spyrnustjóra. Bylting varð undir hans stjórn í uppbyggingu Highbury-vallarins og Arsenal-liðsins, sem varð bik- armeistari 1930 og fyrst liða í London Englandsmeistari árið eft- ir. Síðan átti Arsenal möguleika á að vinna tvöfaldan sigur 1932, en varð að sætta sig við annað sætið 1. deild og að tapa bikarúrslitaleik. Arsenal varð síðan Englandsmeist- ari þrjú ár í röð – 1933, 1934 og 1935. Svo öflugt var liðið að 1934 léku sjö leikmenn Arsenal í enska landsliðinu – met! – sem lagði heimsmeistarana frá Ítalíu í sögu- frægum leik á Highbury, 5:3. 50 þúsund áhorfendur sáu leikinn. Arsenal varð einnig Englands- meistari 1938 og bikarmeistari 1936. Undir stjórn Chapmans, sem lést við störf á skrifstofu sinni á Highbury 1934, varð liðið ríkasta lið Englands og leikmenn þess gengu undir viðurnefninu „barón- arnir frá Highbury“. Chapman var geysilega skipulagður – bæði í uppbyggingu á liði og öllu í kring- um það. Það var hann sem eftir mikla baráttu, sem fékk nafni neð- arjarðarbrautarstöðvarinnar Gill- espie Road, við endann á sam- nefndri götu, breytt í Arsenal. Englendingar eru íhaldssamir, en borgaryfirvöld urðu að gefa eftir í baráttunni við Arsenal. Völlur í miðju íbúðahverfi Highbury-völlurinn, sem hefur fengið verðlaun ár eftir ár sem besti völlur Englands, er í miðju íbúðahverfi. Þegar menn koma frá Arsenal-brautarstöðinni upp á Highbury er í miðju íbúðahverfi. Fremst er hin friðaða Austurstúka. Trú, von og kærleikur Highbury „Highbury hefur alltaf verið hjarta okkar hér í hverfinu. Afi, amma, pabbi og mamma ólust hér upp og einnig við bræðurnir og fjölskyldur. Arsenal og Highbury er stór hluti af lífi fólksins og eins og afi sagði alltaf; Highbury verður alltaf trú, von og kærleikur okkar,“ sagði einn af minjagripasölunum á Gillespie Road við Highbury. Hann sagði við Sigmund Ó. Steinarsson að það væru blendnar tilfinningar að hugsa um að það styttist óðfluga í að Arsenal hætti að leika á Highbury – og færi að leika heimaleiki sína á nýjum velli í Ashburton Grove. „Við huggum okkur þó við það að nýi völlurinn er ekki langt frá – það eru aðeins rúmir þúsund metrar héðan á völlinn, en and- rúmsloftið verður þó ekki það sama í kringum nýja völlinn og hér í kringum Highbury sem er í miðju íbúðahverfi.“ Yfirlitsmynd sem sýnir Highbury fremst á myndinni, en fjær má sjá Ashburton Grove-svæðið, sem fram- kvæmdir eru hafnar á. Morgunblaðið/Sigmundur Ó. Steinarsson Allt í kringum Highbury eru menn að selja minjagripi. Hér er sölustaður á horni Gillespie Road og Highbury Hill.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.