Morgunblaðið - 25.04.2004, Side 27

Morgunblaðið - 25.04.2004, Side 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 27 E nn gefst tækifæri til að sjá yfirlitssýningu Sir Nicholas Serota, for- stöðumanns Tate- safnanna, á verkum Donalds Judds (1928– 94) í salarkynnum Tate Modern, þótt langt sé liðið á sýn- inguna. Þetta er fyrsta stóra yf- irlitssýningin á verkum lista- mannsins bandaríska í Lundúnum síðan 1988, en það árið tók Serota einmitt við stjórn Tate. Judd var þá enn í fullu fjöri og lét sig varða allt sem viðkom list sinni, haldinn eins fölskva- lausri full- komnunar- áráttu og hugsast gat. Það var fleygt að meðan hann starfaði sem listrýnir – en heimspekimenntaður fékkst hann við þá iðju til 1965 – sagði hann starfinu lausu hvað eft- ir annað fyrir þá sök eina að við- komandi dagblað eða tímarit sýndi grein hans ekki næga virðingu og setti hana of nærri auglýsingadálk- unum. Judd átti erfitt með að þola að listin væri sett afsíðis, eða pakkað í staðalumbúðir einhverra stefnuheita. Hann hafnaði nafn- giftinni minimalisti, skilgreiningu sem hann mátti þó upplifa að spyrt væri við nafn hans þar sem hann var talinn ókrýndur konungur þeirra listamanna sem um miðjan 7. áratuginn létu formmótun lönd og leið fyrir einföldustu grunn- gerðir úr iðnaðarefni, kassa, ten- inga, plötur og múrsteina. Hversu oft var honumekki legið á hálsi fyrirað vera ópersónulegur,kaldranalegur og fjar- lægur í listsköpun sinni. Sjálfur sagði hann verk sín vera einfalda tjáningu á flóknum hugmyndum. „Ég vildi skapa raunveruleik en ekki bara eftirmynd af honum,“ sagði hann eitt sinn. Ef marka má undirtektir almennings á sýning- unni í Tate Modern virðist boð- skapur hans hafa náð í gegn hvað sem öðru líður. Heyra má undrun- aróp þegar áhorfendur nálgast það sem við fyrstu sýn virðast stálgráir kassar, en búa svo ef til vill yfir botni úr perspexi og lituðu plexi sem endurkastar ljósinu eins og skíragull. Þótt verk Judds búi ekki yfir neinum leyndardómum – eins raunsær og hann var skyldi allt í verkum hans vera klárt og augljóst – koma þau aldrei eins fyrir sjónir áhorfandans. Þegar hann nálgast þau breyta þau allt í einu um svip og opna sig gagnvart honum. Innra byrðið getur verið fag- urblátt eða kadmíumrautt þótt það sjáist ekki úr fjarlægð. Það er auðvelt að gleyma sér í smáatriðum eins og mismunandi áferð á málmbitum, nokkru sem Judd hugaði að eins og sjáaldri auga síns. Það rennur upp fyrir manni að hvar sem á verk hans er litið, framanfrá, á hlið eða bakvið, finnast þar hvergi veik sjónarhorn. Að standa við enda langrar lág- myndar og horfa þvert gegnum hana er eins ævintýralegt og hitt að sjá hana í lengd sinni frá venju- legum stað. Í fyrstu mætti ætla að sýn-ingin væri ögn rislítil, eneftir á að hyggja er það mis-skilningur. Sir Nicholas hef- ur einmitt tekist að koma verk- unum þannig fyrir að jafnræði ríkir meðal þeirra, nokkuð sem án efa hefði kætt jafnræðislega þenkj- andi höfund þeirra. Án þess að kæfa þau hefur sýningarstjóranum tekist að raða þeim allþétt og um- búðalaust svo að stöðluð einkenni verða augljós í þeim tilvikum þar sem það á við. Á því er enginn vafi að þessi margslungna yfirlitssýning á verk- um eins atkvæðamesta listamanns eftirstríðsáranna á eftir að hafa víðtæk áhrif á yngstu kynslóð listamanna og listunnenda, hvaðan sem þeir koma, því hún er hrein- asta upplifun. Sýningunni í Tate Modern lýkur 25. apríl. Donald Judd í Tate Modern Upplifun. Verk eftir Donald Judd í Tate Modern. AF LISTUM Eftir Halldór Björn Runólfsson Banki allra landsmanna Vinningshafar í þjónustukönnun Landsbankans Vinningsnúmerin 1. vinningur 0001412 2. vinningur 0006117 3. vinningur 0006529 www.li.is | Sími 560 6000 Dregið var úr þátttökuseðlum þann 20. apríl. Handhafar vinningsnúmera eru beðnir um að hafa samband við þjónustuver Landsbankans í síma 560 6000. Starfsfólk Landsbankans færir viðskiptavinum bestu þakkir fyrir þátttökuna. Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 44 39 0 4/ 20 04 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 44 39 0 4/ 20 04 Hættulaus viðarvörn hjá BYKO Hreint land – fagurt land með gagnvörðu timbri frá BYKO BYKO hefur ávallt gætt þess að nota ekki hættuleg efnasambönd eins og arsen til gagnvarnar timbri og mun áfram standa vörð um verndun íslenskrar náttúru. i Einnig er rétt að það komi fram að græni liturinn á gagnvörðu timbri tengist ekki arseninnihaldi gagnvarnarefnisins. BYGGIR MEÐ ÞÉR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.