Morgunblaðið - 25.04.2004, Síða 42
MINNINGAR
42 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Elskuleg sambýliskona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÚN GUÐBJÖRNSDÓTTIR
Dúa,
Sörlaskjóli 60,
sem lést á Landspítalanum Fossvogi laugar-
daginn 17. apríl, verður jarðsungin frá Áskirkju
mánudaginn 26. apríl kl. 15.00.
Guðbjörn Guðjónsson,
Margrét Valdimarsdóttir, Sigurjón Yngvason,
Steinunn Valdimarsdóttir, Steingrímur Dagbjartsson,
Þorbjörg Valdimarsdóttir, Þorsteinn Þorvaldsson,
Unnur Valdimarsdóttir, Eyþór Benediktsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar-
hug við andlát og útför elskulegs eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og lang-
afa,
ERLENDAR Ó. JÓNSSONAR
skipstjóra,
Austurströnd 8.
Sérstakar þakkir færum við hjúkrunarþjónustu
Karitasar og starfsfólki líknardeildar Landakotsspítala fyrir einstaka alúð
og góða umönnun.
Ásta M. Jensdóttir,
Edda Erlendsdóttir,
Ólína Erlendsdóttir, Guðmundur Örn Ragnarsson,
Erlendur Jón Einarsson,
Steingrímur Óli Einarsson, Birna Dís Björnsdóttir,
Margrét Ásta Guðmundsdóttir, Grétar Magnús Grétarsson,
Ragnar Örn Guðmundsson,
Styrmir Örn Guðmundsson
og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð, vináttu og hlýhug við fráfall og
útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
RAGNARS BJÖRNSSONAR
húsgagnabólstrara,
Ölduslóð 26,
Hafnarfirði.
Ólafía Helgadóttir,
Helga Þóra Ragnarsdóttir, Magnús Pálsson,
Birna Katrín Ragnarsdóttir, Björn I. Hilmarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar
og sonur,
EINAR ARNALDS
rithöfundur,
Bugðulæk 6,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn
27. apríl kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag Íslands og
Slysavarnafélagið Landsbjörg.
Sigrún Jóhannsdóttir
Dagný E. Arnalds,
Ólöf Helga Arnalds,
Klara Jóhanna Arnalds,
Ásdís Arnalds.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför hjartkærrar eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
KRISTÍNAR JENSDÓTTUR,
Víðilundi 24,
Akureyri.
Einnig sérstakar þakkir til starfsfólks lyflæknis-
deildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.
Guð blessi ykkur öll.
Kristján Stefánsson,
Guðrún Kristjánsdóttir, Antonío Orpínell,
Kristján Kristjánsson, Sigrún Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝ Jón Frímanns-son fæddist í
Reykjavík 21. maí
1940. Hann lést á
heimili sínu 8. apríl
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Guðríður Hreins-
dóttir húsmóðir, f.
22.12. 1902 í Kvíar-
holti í Rangárvalla-
sýslu, d. 4.4. 1995,
og Frímann Jónsson
verkamaður, f. 14.7.
1903 á Bakka í
Svarfaðardal, d. 4.9.
1993. Bróðir Jóns er
Hreinn Frímannsson, kvæntur
Birgit Helland og eiga þau fjög-
ur uppkomin börn og fjögur
barnabörn.
Hinn 13. júlí 1963 kvæntist
Jón eftirlifandi eiginkonu sinni,
Aðalheiði Jónsdóttur, f. 28.7.
1944. Foreldrar hennar voru
Jón Bjarnason bifvélavirki og
Aðalheiður Eggertsdóttir hús-
móðir. Börn Jóns og Aðalheiðar
eru: 1) Þóra, f. 18.1. 1964. Börn
hennar eru Jón Frímann, Að-
alheiður Ásdís, Guðrún Ósk og
Jóhanna Sigurrós. 2) Ásdís, f.
10.3. 1967, gift
Halldóri Ármanns-
syni. Börn þeirra
eru Guðríður Eva,
Ármann Ævar og
Íris Ósk.
Jón ólst upp í for-
eldrahúsum. Hann
stundaði vélvirkja-
nám í vélsmiðju
Jóns Sigurðssonar í
Reykjavík á árun-
um 1959–63 og lauk
sveinsprófi við Iðn-
skólann í Reykjavík
árið 1963. Hann
fluttist ásamt eigin-
konu sinni til Sandgerðis árið
1965 og sinnti þar ýmsum trún-
aðarstörfum fyrir sveitarfélag-
ið. Þá vann hann við viðgerðir
hjá fiskvinnslustöðvum og í bát-
um, lengst af hjá Útgerðarstöð
Guðmundar Jónassonar. Jón hóf
störf hjá Varnarliðinu 1976 og
gegndi þar m.a aðstoðarverk-
stjórastöðu til æviloka. Árið
1991 fluttust Jón og Alla til
Keflavíkur og hafa búið þar síð-
an.
Útför Jóns fór fram frá Kefla-
víkurkirkju 20. apríl.
Elsku pabbi minn, hetjan mín
sem varðst að láta undan þessum
illvíga sjúkdómi en það var ekki
baráttulaust, því hugsunin var svo
sterk að halda áfram enda varstu
að vinna fram á síðasta dag. Allt
líkamlegt þrek var nýtt þótt lítið
væri eftir, því aðgerðarleysi var
ekki til í þínum huga.
Elsku pabbi minn, mikið á ég
eftir að sakna þín að geta ekki leit-
að til þín, til hlýju þinnar og
styrks, fengið ráðleggingar um
hvað sem var eða hjálp, því alltaf
hafðir þú svör á reiðum höndum,
enda varstu víðlesinn og kunnir til
svo margra verka.
Stundirnar sem við áttum saman
eru mér ómetanlegar og gleymast
ei. Ég veit þú varst ekkert að
hreykja sjálfum þér en þú átt svo
sannarlega hrós skilið.
Afabörnin eiga eftir að sakna
þín því alltaf þótti þér vænt um
þau og tókst vel á móti þeim með
glettni þinni og hlýju.
Ég vona samt elsku pabbi að þér
líði vel núna hjá afa og ömmu og
þínum áskæru vinum. Guð blessi
þig og gefi mömmu styrk í sorg-
inni.
Þú hraða tíð, er flýgur fljótt
og fyrr en varir hverfur skjótt,
en kemur eitt sinn aftur,
oss kenn, hve ótt að ævin þver,
en eilíft líf í skauti ber
Guðs sterki kærleikskraftur.
(V. Briem.)
Þín dóttir
Ásdís Erla.
Elsku pabbi. Það er ótrúlegt að
þú sért búinn að kveðja þennan
heim, þín verður sárt saknað. Ég
held að ég megi vera stolt af því að
eiga þig sem föður og afa því börn-
in, Jón Frímann, Aðalheiður, Guð-
rún Ósk og Jóhanna Sigurrós
sakna þín sárt, að þurfa að horfa á
eftir besta afa í heimi. Ég fékk
gott uppeldi og ég held að ég sé að
endurspegla það í mínu uppeldi á
börnunum. Þú varst ótrúlega þol-
inmóður maður, það skemmtu sér
allir vel í kringum þig, þú varst oft
hrókur alls fagnaðar, þú varst allra
handa smiður, það var alveg sama
hvað þú tókst þér fyrir hendur, þú
gerðir allt vel enda oft beðinn um
hjálp hvort sem það var bílavið-
gerðir, smíði, pípulögn eða hvað
sem var, þú gast allt. Einnig víð-
lesinn mjög, það var alveg sama
hvað þú varst spurður um, þú viss-
ir hvað það hét eða var.
Þið ferðuðust mikið í gegnum
tíðina alveg frá því ég man eftir
mér, alltaf var farið í ferðalög um
hverja helgi eða við hvert tækifæri
og börnin mín fengu að kynnast
því. Þau ferðuðust mikið með afa
og ömmu bæði hérlendis og er-
lendis. Enda lifir í minningunum
hvað það var þeim ómetanlegt, þau
eiga eftir að sakna þín sárt ásamt
mér. Þau geta ekki til þess hugsað
að þú sért farinn. Þau leituðu til
þín eftir hjálp við hverju sem er.
Ég sagði þeim að hringja í afa og
spyrja hann ef þau vantaði að vita
eitthvað og alltaf varstu með svar.
Það var afskaplega fátt sem þú
vissir ekki eða gast ekki. Oft fékk
ég leiðbeiningar frá þér sem ég
sótti eftir en fór því miður ekki
alltaf eftir þeim enda hafðir þú líka
alltaf rétt fyrir þér. Þú bjóst yfir
ótrúlegum styrk. Meðan á veikind-
unum stóð þurftir þú oft á spítala
en alltaf reist þú upp, fórst til
vinnu, smíðaðir heima, varst alltaf
að gera eitthvað, það var aðeins
þrem vikum fyrir andlátið þitt að
þú reistir upp vegg og smíðaðir
fársjúkur. Þegar þú varst orðinn
alveg rúmliggjandi óskaði maður
sér að þú myndir rísa upp aftur.
Jón Frímann sagði rétt áður en þú
kvaddir þennan heim: „Nú missi
ég mömmu, pabba og afa,“ og það
var satt, þú varst honum allt enda
saknar hann þín sárt eins og við
hin.
Þú hafðir gaman af því að
ferðast jafnt hérlendis sem erlend-
is, þú og mamma ferðuðust tals-
vert þá erlendis með vinafólki
enda treysti fólk þér vel bæði að
keyra erlendis og tala erlend
tungumál. Þú varst vel að þér í
nokkrum tungumálum, fólk lagði
allt traust á þig og var öruggt með
þig sem ferðafélaga enda tek ég
undir það ég var aldrei hrædd þeg-
ar þú varst nálægt. Eins og hjarta
mitt var lítið þá tókst þér að róa
það niður.
Elsku mamma, megi guð styrkja
þig í þessari miklu sorg. Þú ert bú-
in að standa þig eins og hetja við
hliðina á honum.
Elsku pabbi, ég er stolt af því að
hafa átt þig sem föður og þakka
þér fyrir allt. Ég á eftir að sakna
þín sárt, þetta er eiginlega ótrú-
legt. Það verður mjög tómlegt án
þín. En ég hugsa til þín á hverjum
degi og bið fyrir þér og mömmu.
Maður huggar sig við það að þú
þarft ekki að líða þessa kvalir meir
og það hefur verið tekið vel á móti
þér, og ég hugga mig við minning-
arnar.
Kveðja frá afabörnunum Jóni
Frímanni, Aðalheiði Ásdísi, Guð-
rúnu Ósk og Jóhönnu Sigurrós.
Þín dóttir
Þóra.
Það er orðið langt síðan ég sá
Jón fyrst. Það er öll mín ævi, því
hann var minn trausti stóri bróðir.
JÓN FRÍMANNSSON
✝ Ásbjörn Pálssonfæddist á bænum
Hærukollsnesi í Geit-
hellnahreppi í Suður-
Múlasýslu 7. janúar
1914. Hann lést á
Hrafnistu í Reykja-
vík 11. apríl síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Sigríður Ing-
veldur Ásmundsdótt-
ir frá Flugustöðum í
Álftafirði í S-Múl., f.
14. janúar l886, d. 1.
febrúar 1929, og Páll
Þorsteinsson frá
Geithellum, f. 14.
apríl 1891, d. 2. maí 1977. Systkini
Ásbjarnar eru: 1) Kristín, f. 10.
nóvember 1912. 2) Þorbjörg, f. 24.
ágúst 1915. 3) Þórir, f. 7. nóvem-
ber 1916, d. 20. maí 1953. 4) Aðal-
björg, f. 24. maí 1914. 5) Dagný, f.
18. maí 1920, d. 22. desember
1936. 6) Ragnheiður, f. 6. nóvem-
ber 1922. 7) Haukur, f. 9. janúar
1928.
Ásbjörn kvæntist hinn 31. des-
ember 1951 Hallfríði Önnu Tóm-
asdóttur frá Hofsósi, f. 19. janúar
1919, d. 16. desember 1999. Hjá
þeim hjónum ólust upp: 1) Sigur-
lína Ásta Antonsdóttir, f. 1. sept-
ember 1948, maki Arnar Daðason,
f. 7. febrúar 1948. Börn þeirra: a)
Ásbjörn, í sambúð með Erlu Birg-
isdóttur. Þau eiga dótturina
Hrund. b) Daði, í sambúð með Sól-
eyju Guðgeirsdóttur. Þau eiga
soninn Arnar Dag. c) Hallur
Freyr. Hann á soninn Aron Svein.
2) Ottó Sveinn Hreinsson, f. 17.
apríl 1959, maki Jóhanna Ploder,
f. 28. febrúar 1966.
Börn þeirra: a) Aldís
b) Dagmar. c) Franz.
d) Egill. Fyrir átti
Ásbjörn dótturina
Sigfríði Védísi, f. 28.
apríl 1950, maki
Kristinn Jónsson, f.
21. janúar 1953, d.
26. október 1995.
Börn þeirra: a) Jón
Gunnar, í sambúð
með Bryndísi Jóns-
dóttur. Þau eiga son-
inn Kristin. b) Svav-
ar Knútur, í sambúð
með Pálínu Snorra-
dóttur. Þau eiga dótturina Dag-
björtu Lilju. c) Vilmundur Torfi.
Ásbjörn ólst upp á bænum Star-
mýri í Álftafirði, hjá hjónunum
Kristínu Jónsdóttur og Guðmundi
Einarssyni. Hann fór til náms í
Reykholt í Borgarfirði og síðar í
Iðnskólann í Reykjavík og útskrif-
aðist þaðan 1949. Meistararéttindi
í húsasmíðum hlaut hann 1953 og
starfaði lengst af sem húsasmiður
í Reykjavík.
Ásbjörn var gjaldkeri stjórnar
Trésmiðafélags Reykjavíkur um
skeið og í stjórn lífeyrissjóðs tré-
smiða um árabil og gegndi auk
þess fleiri trúnaðarstörfum fyrir
félagið.
Hann var einnig virkur í starfi
Framsóknarflokksins í Reykjavík
og tók sæti á framboðslistum.
Síðustu starfsárin starfaði hann
sem húsvörður við Menntaskól-
ann við Sund.
Útför Ásbjörns var gerð frá Há-
teigskirkju 21. apríl.
Nú er afi á Kambsvegi kominn til
hennar ömmu og við erum viss um að
hún tekur á móti honum með kaffi og
molasykri.
Við ætlum að muna hvernig allt var
á Kambsveginum, þegar þú sast í eld-
húsinu í horninu með kaffibollann
þinn eða borðaðir grautinn. Okkur
fannst erfitt að sjá þig eins og þú
varst orðinn á elliheimilinu þegar þú
mundir ekkert eftir okkur né þekktir.
En nú ertu kominn á betri stað.
Hvíl í friði, elsku afi.
Aldís, Dagmar, Franz og Egill.
ÁSBJÖRN
PÁLSSON