Morgunblaðið - 25.04.2004, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 21
Fæst í apótekum
og lyfjaverslunum
ER NEFIÐ STÍFLAÐ?
STERIMAR
Skemmir ekki slímhimnu
er náttúrulegur
nefúði sem losar stíflur
og léttir öndun.
Fyrir 0-99 ára.
leiðir að alls ekki er augljóst að þær
gætu átt við, m.a. af viðskiptalegum
ástæðum. Sé litið til aðstæðna á
markaði á Íslandi er ljóst að mark-
miðum beinna reglna um takmarkað
eignarhald eða útbreiðslu yrði ekki
náð að öllu leyti nema þær yrðu aft-
urvirkar. með afturvirkni er hér átt
við að í þeim þyrfti að gera ráð fyrir
að heimilt yrði samkvæmt reglunum
að gefa fyrirmæli um að uppbygg-
ingu á íslenskum fjölmiðlamarkaði
yrði brotin upp og fyrirtækjum gert
að laga sig að þeim takmörkunum
sem beinar reglur um takmarkanir
á eignarhaldi kynnu að fela í sér.
Slíkt fæli augljóslega í sér inngrip
hins opinbera í ríkjandi markaðs-
aðstæður, sem gæti orðið fyrirtækj-
um þungbært og kostnaðarsamt,
auk þess sem álitamál gætu risið
um þær skorður sem ákvæði stjórn-
arskrár um vernd eignaréttar og at-
vinnufrelsi kynnu að setja í þessu
efni. Af þessum ástæðum yrði því
fyrst og fremst að horfa til áhrifa
þeirra til framtíðar. Nefndin bendir
þó á að sömu markmiðum má ná
með því að leita leiða til að hafa
áhrif á þróun og uppbyggingu
markaðarins í framtíðinni í gegnum
leyfisveitingar til útvarpsrekstrar
og þannig stuðla að heppilegri upp-
byggingu hans til lengri tíma.“
Takmarkanir á láréttu
og lóðréttu eignarhaldi
Fram kemur að í sumum löndum
gilda takmarkanir að því er varðar
svonefnt lárétt eignarhald, þ.e. þeg-
ar sami aðili á fleiri en eina tegund
fjölmiðla eða hlut í fyrirtækjum sem
reka aðra miðla. slíkar reglur geti
falið í sér bann við því að sami aðili
eigi fleiri en eina tegund fjölmiðla
eða sett skorður við beinum eigna-
tengslum milli aðila á ólíkum sviðum
fjölmiðlunar. „Um reglur af þessu
tagi eiga við sambærileg sjónarmið
og rakin eru hér að framan og þess
er ekki að vænta að viðunandi ár-
angur næðist nema í þeim fælust
heimildir til beinna afskipta af nú-
verandi aðstæðum á markaði með
það að markmiði að breyta þeim og
brjóta upp eignatengsl. Þótt setja
mætti sérstakar reglur um eignar-
hald að þessu leyti telur nefndin að
sömu markmiðum mætti ná með því
að freista þess að hafa áhrif á þróun
og uppbyggingu markaðarins að
þessu leyti í framtíðinni í gegnum
leyfisveitingar til útvarpsrekstrar,“
segir í greinargerðinni.
Bent er á að þekkt séu dæmi þess
í öðrum löndum að þess sé freistað
að setja skorður við svonefndum
lóðréttum eignatengslum, þ.e. þegar
sami aðili framleiðir efni, miðlar því
og dreifir. Er bent á að dæmi um
slík eignatengsl sé rekstur Árvak-
urs hf. á prentsmiðju, sem m.a.
prentar Morgunblaðið eða sú staða
þegar sami aðili ræður yfir ljós-
vakamiðlum og dreifikerfi. Komi
einnig til greina að setja reglur sem
að þessu lúta.
Hliðstæð dæmi virðast
óþekkt í öðrum löndum
Þá segir að í löggjöf einstakra
landa virðist sjaldgæft að beinar
takmarkanir séu á því að eigna-
tengsl séu milli fjölmiðlafyrirtækja
og fyrirtækja í öðrum rekstri. „Á
hinn bóginn verður ekki ráðið af
þeim gögnum sem nefndin hefur afl-
að að það sé þekkt í öðrum löndum
að aðili sem hefur hliðstæð umsvif í
viðskiptalífi annarra landa og Baug-
ur Group hf. hefur á Íslandi, fari
jafnframt með ráðandi hlut í jafn-
öflugu fjölmiðlafyrirtæki og Norð-
urljósum hf. Þó gildir sú regla í
Danmörku að fyrirtæki í rekstri
óskyldum fjölmiðlarekstri megi ekki
eiga ráðandi hlut í félagi sem hefur
leyfi til að reka útvarp. Þá er það
skilyrði að aðili sem er handhafi út-
varpsleyfis hafi eingöngu þann
rekstur með höndum. Þótt mögu-
legt sé að setja reglur sem að þessu
lúta er þó ljóst, sé miðað við að-
stæður á Íslandi eins og þær eru nú,
að markmiðum slíkra reglna til
skemmri tíma yrði ekki náð nema
þær yrðu afturvirkar í þeim skiln-
ingi sem rakinn er að framan.
Nefndin telur því haganlegt að leit-
að verði leiða til að stýra slíkri þró-
un til lengri tíma í gegnum úthlutun
leyfa til útvarpsrekstrar,“ segir í
greinargerð nefndarinnar.
Fjölmiðlar skyldaðir til að
setja sér innri reglur
Nefndin leggur einnig til að hug-
að verði að setningu reglna sem
setji skorður við eignarhaldi útlend-
inga frá löndum utan EES-svæð-
isins á fjölmiðlafyrirtækjum hér á
landi.
Jafnframt er lagt til að sett verði
í lög um prentrétt ákvæði sem
skyldi fyrirtæki í dagblaðaútgáfu að
setja sér innri reglur sem miði að
því að tryggja sjálfstæði blaða-
manna og ritstjóra gagnvart eig-
endum og ennfremur reglur um
stöðu blaðamanna gagnvart rit-
stjórn. Sambærileg ákvæði verði
sett í útvarpslög til að tryggja sjálf-
stæði frétta- og dagskrárgerðar-
manna gagnvart eigendum. Er gert
ráð fyrir að menntamálaráðherra
semji leiðbeiningareglur sem að
þessu lúta og að ráðherrann stað-
festi reglur sem fjölmiðlafyrirtæki
vilji setja sér.
Loks ræðir nefndin hvort fýsilegt
sé að setja á fót sérstaka fjölmiðla-
stofnun. Kemst hún að þeirri nið-
urstöðu að ekki sé rétt á þessu stigi
að leggja það beinlínis til, þrátt fyr-
ir að það gæti haft ýmsa kosti í för
með sér frá faglegu sjónarmiði, að
því er segir í greinargerðinni.
Menntamálaráðherra skipaði
nefndina 19. desember sl. og er
greinargerðin dagsett 2. apríl. Í
nefndinni eru Davíð Þór Björgvins-
son lagaprófessor við Háskólann í
Reykjavík, og er hann formaður,
Guðmundur Heiðar Frímannsson,
deildarstjóri kennaradeildar Há-
skólans á Akureyri, Karl Axelsson
hæstaréttarlögmaður og lektor við
lagadeild Háskóla Íslands og Pétur
Gunnarsson, skrifstofustjóri þing-
flokks Framsóknarflokksins.
Viltu fara í nám í alþjóðlegri
markaðshagfræði, samskiptum/
margmiðlun eða ker sþróun/forritun?
Viltu fara í framhaldsnám sem tekur
aðeins tvö ár en veitir þér samt sem
áður góða fræðilega undirstöðu?
Í Business Academy West
skólanum bjóðum við upp á 2ja ára
framhaldsnám. Námið býr þig undir
stjórnunarstörf í viðskiptalí nu en
gefur þér einnig tækifæri á að bæta
við námið og fá háskólagráðu/BS-
gráðu.
Markaðshagfræði
Ef þú vilt vinna við alþjóðlega
markaðsfræði
Margmiðlunarhönnun
Ef þú vilt vinna á sviði samskipta og
margmiðlunar
Framhaldstölvufræði
Ef þú vilt vinna við ker sþróun,
forritun og netumsjón
Við bjóðum einnig upp á
nám í Fjármálahagfræði,
Stjórnunarhagfræði,
Framleiðslutæknifræði,
Meinatækni og Byggingaiðnfræði.
Námið fer fram á ensku eða dönsku
og íslenskir ríkisborgarar þurfa ekki
að greiða námsgjöld.
Auðvelt er að fá húsnæði í Esbjerg,
hvort heldur er fyrir einstaklinga eða
fjölskyldur.
Fyrirspurnir á ensku eða dönsku
sendist til Lise Lotte, lka@eavest.dk
eða í síma +45 7613 3200 eða fax
+45 7613 3201 Einnig er hægt
að senda fyrirspurnir á íslensku á
netfangið sb2085@eavest.dk
Business Academy West skólinn er í Esbjerg, mmtu stærstu borg Danmerkur með um
85.000 íbúa. Esbjerg er stundum nefnd “hliðið til vesturs” í Danmörku, vegna legu sinnar að
Norðursjónum og margra innlendra sem erlendra iðnfyrirtækja þar í kring. Esbjerg býður upp á
alla nauðsynlega þjónustu og starfsemi fyrir innlenda og erlenda námsmenn, svo sem bókasöfn,
stúdentaheimili. íþróttaaðstöðu, menningarstarfsemi, klúbba og kaf hús, kvikmyndahús, leikhús
og strandir sem eru með þeim bestu í Danmörku. www.esbjerg.dk
Alþjóðlegt nám
Sp. Kirkevej 103, DK-6700 Esbjerg. Tel +45 7613 3200, eavest@eavest.dk
Read more at www.eavest.dk
AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111