Morgunblaðið - 25.04.2004, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 25.04.2004, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 21 Fæst í apótekum og lyfjaverslunum ER NEFIÐ STÍFLAÐ? STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. leiðir að alls ekki er augljóst að þær gætu átt við, m.a. af viðskiptalegum ástæðum. Sé litið til aðstæðna á markaði á Íslandi er ljóst að mark- miðum beinna reglna um takmarkað eignarhald eða útbreiðslu yrði ekki náð að öllu leyti nema þær yrðu aft- urvirkar. með afturvirkni er hér átt við að í þeim þyrfti að gera ráð fyrir að heimilt yrði samkvæmt reglunum að gefa fyrirmæli um að uppbygg- ingu á íslenskum fjölmiðlamarkaði yrði brotin upp og fyrirtækjum gert að laga sig að þeim takmörkunum sem beinar reglur um takmarkanir á eignarhaldi kynnu að fela í sér. Slíkt fæli augljóslega í sér inngrip hins opinbera í ríkjandi markaðs- aðstæður, sem gæti orðið fyrirtækj- um þungbært og kostnaðarsamt, auk þess sem álitamál gætu risið um þær skorður sem ákvæði stjórn- arskrár um vernd eignaréttar og at- vinnufrelsi kynnu að setja í þessu efni. Af þessum ástæðum yrði því fyrst og fremst að horfa til áhrifa þeirra til framtíðar. Nefndin bendir þó á að sömu markmiðum má ná með því að leita leiða til að hafa áhrif á þróun og uppbyggingu markaðarins í framtíðinni í gegnum leyfisveitingar til útvarpsrekstrar og þannig stuðla að heppilegri upp- byggingu hans til lengri tíma.“ Takmarkanir á láréttu og lóðréttu eignarhaldi Fram kemur að í sumum löndum gilda takmarkanir að því er varðar svonefnt lárétt eignarhald, þ.e. þeg- ar sami aðili á fleiri en eina tegund fjölmiðla eða hlut í fyrirtækjum sem reka aðra miðla. slíkar reglur geti falið í sér bann við því að sami aðili eigi fleiri en eina tegund fjölmiðla eða sett skorður við beinum eigna- tengslum milli aðila á ólíkum sviðum fjölmiðlunar. „Um reglur af þessu tagi eiga við sambærileg sjónarmið og rakin eru hér að framan og þess er ekki að vænta að viðunandi ár- angur næðist nema í þeim fælust heimildir til beinna afskipta af nú- verandi aðstæðum á markaði með það að markmiði að breyta þeim og brjóta upp eignatengsl. Þótt setja mætti sérstakar reglur um eignar- hald að þessu leyti telur nefndin að sömu markmiðum mætti ná með því að freista þess að hafa áhrif á þróun og uppbyggingu markaðarins að þessu leyti í framtíðinni í gegnum leyfisveitingar til útvarpsrekstrar,“ segir í greinargerðinni. Bent er á að þekkt séu dæmi þess í öðrum löndum að þess sé freistað að setja skorður við svonefndum lóðréttum eignatengslum, þ.e. þegar sami aðili framleiðir efni, miðlar því og dreifir. Er bent á að dæmi um slík eignatengsl sé rekstur Árvak- urs hf. á prentsmiðju, sem m.a. prentar Morgunblaðið eða sú staða þegar sami aðili ræður yfir ljós- vakamiðlum og dreifikerfi. Komi einnig til greina að setja reglur sem að þessu lúta. Hliðstæð dæmi virðast óþekkt í öðrum löndum Þá segir að í löggjöf einstakra landa virðist sjaldgæft að beinar takmarkanir séu á því að eigna- tengsl séu milli fjölmiðlafyrirtækja og fyrirtækja í öðrum rekstri. „Á hinn bóginn verður ekki ráðið af þeim gögnum sem nefndin hefur afl- að að það sé þekkt í öðrum löndum að aðili sem hefur hliðstæð umsvif í viðskiptalífi annarra landa og Baug- ur Group hf. hefur á Íslandi, fari jafnframt með ráðandi hlut í jafn- öflugu fjölmiðlafyrirtæki og Norð- urljósum hf. Þó gildir sú regla í Danmörku að fyrirtæki í rekstri óskyldum fjölmiðlarekstri megi ekki eiga ráðandi hlut í félagi sem hefur leyfi til að reka útvarp. Þá er það skilyrði að aðili sem er handhafi út- varpsleyfis hafi eingöngu þann rekstur með höndum. Þótt mögu- legt sé að setja reglur sem að þessu lúta er þó ljóst, sé miðað við að- stæður á Íslandi eins og þær eru nú, að markmiðum slíkra reglna til skemmri tíma yrði ekki náð nema þær yrðu afturvirkar í þeim skiln- ingi sem rakinn er að framan. Nefndin telur því haganlegt að leit- að verði leiða til að stýra slíkri þró- un til lengri tíma í gegnum úthlutun leyfa til útvarpsrekstrar,“ segir í greinargerð nefndarinnar. Fjölmiðlar skyldaðir til að setja sér innri reglur Nefndin leggur einnig til að hug- að verði að setningu reglna sem setji skorður við eignarhaldi útlend- inga frá löndum utan EES-svæð- isins á fjölmiðlafyrirtækjum hér á landi. Jafnframt er lagt til að sett verði í lög um prentrétt ákvæði sem skyldi fyrirtæki í dagblaðaútgáfu að setja sér innri reglur sem miði að því að tryggja sjálfstæði blaða- manna og ritstjóra gagnvart eig- endum og ennfremur reglur um stöðu blaðamanna gagnvart rit- stjórn. Sambærileg ákvæði verði sett í útvarpslög til að tryggja sjálf- stæði frétta- og dagskrárgerðar- manna gagnvart eigendum. Er gert ráð fyrir að menntamálaráðherra semji leiðbeiningareglur sem að þessu lúta og að ráðherrann stað- festi reglur sem fjölmiðlafyrirtæki vilji setja sér. Loks ræðir nefndin hvort fýsilegt sé að setja á fót sérstaka fjölmiðla- stofnun. Kemst hún að þeirri nið- urstöðu að ekki sé rétt á þessu stigi að leggja það beinlínis til, þrátt fyr- ir að það gæti haft ýmsa kosti í för með sér frá faglegu sjónarmiði, að því er segir í greinargerðinni. Menntamálaráðherra skipaði nefndina 19. desember sl. og er greinargerðin dagsett 2. apríl. Í nefndinni eru Davíð Þór Björgvins- son lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, og er hann formaður, Guðmundur Heiðar Frímannsson, deildarstjóri kennaradeildar Há- skólans á Akureyri, Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður og lektor við lagadeild Háskóla Íslands og Pétur Gunnarsson, skrifstofustjóri þing- flokks Framsóknarflokksins. Viltu fara í nám í alþjóðlegri markaðshagfræði, samskiptum/ margmiðlun eða ker sþróun/forritun? Viltu fara í framhaldsnám sem tekur aðeins tvö ár en veitir þér samt sem áður góða fræðilega undirstöðu? Í Business Academy West skólanum bjóðum við upp á 2ja ára framhaldsnám. Námið býr þig undir stjórnunarstörf í viðskiptalí nu en gefur þér einnig tækifæri á að bæta við námið og fá háskólagráðu/BS- gráðu. Markaðshagfræði Ef þú vilt vinna við alþjóðlega markaðsfræði Margmiðlunarhönnun Ef þú vilt vinna á sviði samskipta og margmiðlunar Framhaldstölvufræði Ef þú vilt vinna við ker sþróun, forritun og netumsjón Við bjóðum einnig upp á nám í Fjármálahagfræði, Stjórnunarhagfræði, Framleiðslutæknifræði, Meinatækni og Byggingaiðnfræði. Námið fer fram á ensku eða dönsku og íslenskir ríkisborgarar þurfa ekki að greiða námsgjöld. Auðvelt er að fá húsnæði í Esbjerg, hvort heldur er fyrir einstaklinga eða fjölskyldur. Fyrirspurnir á ensku eða dönsku sendist til Lise Lotte, lka@eavest.dk eða í síma +45 7613 3200 eða fax +45 7613 3201 Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á íslensku á netfangið sb2085@eavest.dk Business Academy West skólinn er í Esbjerg, mmtu stærstu borg Danmerkur með um 85.000 íbúa. Esbjerg er stundum nefnd “hliðið til vesturs” í Danmörku, vegna legu sinnar að Norðursjónum og margra innlendra sem erlendra iðnfyrirtækja þar í kring. Esbjerg býður upp á alla nauðsynlega þjónustu og starfsemi fyrir innlenda og erlenda námsmenn, svo sem bókasöfn, stúdentaheimili. íþróttaaðstöðu, menningarstarfsemi, klúbba og kaf hús, kvikmyndahús, leikhús og strandir sem eru með þeim bestu í Danmörku. www.esbjerg.dk Alþjóðlegt nám Sp. Kirkevej 103, DK-6700 Esbjerg. Tel +45 7613 3200, eavest@eavest.dk Read more at www.eavest.dk AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.