Morgunblaðið - 25.04.2004, Side 41

Morgunblaðið - 25.04.2004, Side 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 41 Hjartans þakkir fyrir auðsýndan hlýhug og samúð í veikindum og við and- lát ástkærrar móður okkar, stjúpmóður, tengdamóður og ömmu, frú JÓNU BÁRÐARDÓTTUR. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki og hjúkrunarfólki á deild 11E Landspítala Hringbraut og á líknardeild Landspítala í Kópavogi fyrir ómetanlegan stuðning og umönnun. Fjölskylda hinnar látnu. Eiginmaður minn og faðir okkar, ANDRÉS SVERRISSON frá Hvammi, Fannborg 8, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju mánu- daginn 26. apríl kl. 13.30. Þórunn Erna Þórðardóttir, Þórhildur Andrésdóttir, Sigurlaug Andrésdóttir. Okkar ástkæri, EINAR G. BALDVINSSON listmálari, lést miðvikudaginn 21. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Sólveig Gunnarsdóttir, Jóhann Kr. Gunnarsson. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ÞRÚÐUR (Dúa) GUÐMUNDSDÓTTIR, Hjalla, Ölfusi, lést föstudaginn 16. apríl. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 27. apríl kl. 13:30. Finnbogi G. Vikar, Guðmundur K. Vikar, Guðný Snorradóttir, Lilja Vikar, Þorsteinn Hauksson, Erna Vikar, Unnur Vikar, Friðrik Kjartansson, Sigrún Vikar, Benedikt Sigurjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY SIGURRÓS JÓNSDÓTTIR, Mávahlíð 11, lést á Landakoti miðvikudaginn 21. apríl sl. Sólrún Ólafsdóttir, Þórhallur Bjarnason, Örn Ólafsson, Sigurbjörg Ólafsdóttir, Finnur Ellertsson, Gústaf Adólf Ólafsson, Sigríður Jóna Ólafsdóttir, Þorbjörn Gunnarsson, Guðfinnur Ólafsson, Jóhanna Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Látinn er Haraldur Blöndal, langt fyrir ald- ur fram. Haraldi kynntist ég fyrst í kringum 1970, þegar auglýst var til leshóps um Frelsið eftir John Stuart Mill, á vegum Ungra sjálfstæðis- manna. Vorum við þá tveir skóla- félagar í Menntaskólanum við Hamrahlíð; ég og Bolli Héðinsson; síðar hagfræðingur; sem svöruðum kallinu. Áttum við svo saman nokkur skemmtileg og þroskandi umræðu- kvöld með þessum háa, granna og skíreyga lögfræðinema. Á níunda áratuginum, heimkominn frá mannfræðinámi, kynntist ég svo hinum fullorðna Haraldi óbeint, af kjallaragreinum hans í DV; en í þá daga stunduðum við báðir mjög þá tegund bókmenntaskrifa. Einkennd- ust hans skrif þá mjög af djörfung og kappræðufjöri. Var hann og áberandi í bæjarlífinu, eins og ég varð eitt sinn var við er ég sat á áheyrnarpöllum í Alþingishús- inu, og var að hlusta á hvern kappann af öðrum koma í ræðustól. Þá neydd- ist einn þjóðfrægur maðurinn til að gera hlé á máli sínu þegar háreysti mikil barst frá einum hliðarsalnum. Sagði þá einhver að þar væri kominn Haraldur Blöndal að ræða við vini sína. Kímdu þá hinir og létu sér það vel líka. Einnig hitti ég hann þá á fundum hjá Varðbergi – S.V.S. En það var ekki fyrr en ég fór á tíunda áratug- inum að sitja mikið með stóra spjall- hópnum sem var á kaffi Hressó, og síðan á Kaffi París, að það rann upp fyrir mér að þessi breiðleiti maður væri einn og hinn sami og hinn grann- vaxni kennari forðum daga. Haraldi voru kristin málefni hug- leikin í seinni tíð. Vil ég því kveðja hann með því að vitna í hluta af þýð- ingu minni á helgileiknum Morð í dómkirkjunni, eftir T.S. Eliot. En hann fjallar um baráttu Tómasar Becket, erkibiskups í Kantaraborg á Englandi, á tólftu öld. --- ,,Hvað aðhafast nú erkibiskup vor og okkar réttborni herra páfinn með kónginum þrjóska og franska kónginum? í endalausu ráðabruggi, leikfléttum, í samkundum, með samþykktum fundum eða afboðuðum. Á óloknum fundum eða endalausum hér og hvar í Frans? Ég sé ekkert endanlegt í stjórnsýslulist heimsins nema ofbeldi, tvískinnungshátt og spillingu oft og tíðum. Konungurinn ríkir eða barónar ríkja: sá sterki með valdi og hinn með slægð. þeir virða aðeins ein lög, að ná völdum og halda þeim, og hinir veiku eru étnir af eigin fylgifiskum. Skulu þessir hlutir engan endi hafa fyrr en hinir snauðu við hliðið hafa gleymt sínum vini, föðurnum í Guði, hafa gleymt að þeir áttu sér vin?“ --- Haraldar Blöndal er sárt saknað, af okkur spjallfélögum hans við hring- borðið, á Kaffi París við Austurvöll. Tryggvi V. Líndal. Haraldur fyrir meira en aldarfjórð- ungi. Hann kom með þys og guss frá hægri, það var eins og að lenda í kald- norðan hvassviðri að ræða við hann. Við vorum pólitískir fjendur. Á þeim tímapunkti voru víðáttur milli manna af minna tilefni en pólitískri lífsskoð- un. Svo liðu árin. Sól skein. Vinda stillti. Á undanförnum árum höfum HARALDUR BLÖNDAL ✝ Haraldur Blön-dal hæstaréttar- lögmaður var fædd- ur í Reykjavík 6. júlí 1946. Hann lést 14. apríl síðastliðinn og var honum sungin sálumessa í Krists- kirkju í Landakoti 23. apríl. við nokkrir félagslega þenkjandi íhaldsmenn úr öllum flokkum hist í hádeginu á laugardög- um, sopið kaffi saman og spjallað um heim og geim, upphaf og endi. Undur var gaman að kynnast honum upp á nýtt. Glettinn og ögr- andi samræðumaður. Lögmaðurinn vísaði í orðræðu sinni til ís- lenskra bókmennta, hafði Evrópusögu 19. aldar á hraðbergi, lýsti upp öngstræti lögfræð- innar, vitnaði jöfnum höndum í Hall- grím, Jónas og Halldór, mundi vísur og ljóðabrot fyrri tíðar og stakk sér til sunds í Sturlungu eftir þörfum. Stundum höfðum við hinir á tilfinn- ingunni að Haraldur væri húmanist- inn mesti í fagstétt sinni, svo víðfeðm- ur gat hann verið. Og var hann ekki á flestum sviðum í fremstu röð, vænlegt efni til höfðingja? Hann hefði vísast orðið lýðforingi ef hann hefði ekki verið sleginn þeim horna-galdri sem krenkir alltof margan mætan mann, – en þroskar samt. Hann bar ekki manngæsku sína á torg en reyndist mörgum hjálparhella, alltaf reiðubú- inn að aðstoða þar sem þörf knúði dyra. Í ýmsu var hann ekki af þeim ærandi nútíma sem þrengir stundum að mennskunni í samskiptum fólks , – svo var hann jafnvel dálítill nítjándu- aldarmaður – af evrópskum aðli. Har- aldur fyrir nokkrum vikum; hann lýsti með bliki í augum barndómi sín- um, hófaskellum hesta við Laugaveg og Hverfisgötu, foreldrum sínum og fóstru, frændum sínum og áum, ól- seigum Engeyingum, bókelskum og tónvísum Blöndælum, stundum dálít- ið breyskum, sveitadvöl í Borgarfirði. Bernskuna sá hann lifandi fyrir sér og nokkurra kynslóða basl og betrum- bætur. Hann var heitfengur maður. Við íhaldssamir félagshyggjumenn, gamlir anarkistar og fornir danne- brogsmenn kveðjum ógleymanlegan vin og samferðamann með þakklæti. Óskar Guðmundsson. Látinn er í Reykjavík, langt um aldur fram, góðvinur minn, Haraldur Blöndal, hæstaréttarlögmaður, 57 ára að aldri. Ég kynntist Haraldi fljótlega eftir að báðir hófu nám í lögfræði við Há- skóla Íslands og við lukum námi á svipuðum tíma; hann vorið 1972, ég það haust. Með okkur Haraldi tókst á náms- árunum vinátta sem stóð alltaf síðan og aldrei féll skuggi á. Við vorum alla tíð mjög samstiga í skoðunum að því er varðaði helstu áhugamál okkar, ís- lenskan skáldskap og stjórnmál, ekki síst fyrri tíma en í þeim efnum var Haraldur vel heima eins og í mörgum öðrum efnum. Saga Íslands og raunar Evrópu allrar var Haraldi mjög hugleikin og hans ær og kýr var að rifja upp stjórnmálaatburði fyrri tíma, ekki síst þá sem vörðuðu landsréttindi Íslend- inga allt frá Gamla sáttmála til vorra tíma. Haraldur var gríðarlega vel les- inn í þessum efnum og einstaklega fróður um íslenska ljóðagerð og kunni góð skil á flestu í íslenskum bók- menntum sem að hans mati skipti máli. Ég hef stundum í seinni tíð leitt að því hugann hvort áhugi okkar Har- alds á sögu og bókmenntum megi að einhverju leyti rekja til þess að feður okkar beggja lögðu fyrir sig í háskóla íslensk fræði og að því leyti ólumst við upp við svipuð viðhorf sem mótuðu barnshugann til aðdáunar á menning- arafrekum Íslendinga allt frá ritun fornsagnanna til ljóðagerðar nú- tímans. Lögmannsstörf áttu vel við Harald; hann var baráttujaxl í réttarsal og einstakur að því leyti að hirða sjaldan eða aldrei um hvort þóknun fyrir störf hans væri trygg. Hann tók iðulega að sér verkefni fyrir hina efnaminni jafnt sem þá sem ætla mátti að væru borgunarmenn fyrir lögmannsstörfin. Reyndin varð iðulega sú að hinir efnaminni lögðu sig alla fram við að borga fyrir veitta þjónustu og voru þakklátir viðskiptamenn. Ýmsir hinna betur stæðu komu sér undan greiðslum fyrir lögmannsstörfin hvort sem árangur náðist eða ekki. Má með litlum vafa leiða að því líkur að fjárhagur Haralds hafi oft verið erfiður af þessum sökum. Ýmiss konar félagsstörf áttu hug Haralds allan.Hann gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir Sjálfstæðisflokk- inn um árabil og tók virkan þátt í starfsemi flokksins alla tíð. Haraldur lagði sitt af mörkum í umræðu um þjóðfélagsmál, skrifaði fjölda skemmtilegra blaðagreina sem hann fól mér stundum til yfirlestrar einkum ef hann hafði hugboð um að ég væri sammála skoðunum hans í það skiptið. Aðrar greinar sem fjöll- uðu um efni þar sem Haraldur vissi að ég var honum ósammála, sá ég fyrst þegar þær birtust í Morgunblaðinu. Eitt sameiginlegt áhugamál okkar Haralds var stangveiði. Margs er að minnast úr sameiginlegum veiðiferð- um sem ekki verður tíundað hér, enda er það svo að margt af því sem vinir til margra áratuga hafa upplifað á langri leið er einhvern veginn of náið til þess að vera rifjað upp í minningargrein eins og þessari. Minningin um góðan dreng og hjartahlýjan lifir hjá þeim sem þekktu Harald best og vissu hvað í hann var spunnið. Megi algóður Guð vera sálu hans nálægur um alla eilífð. Einhvern tíma fyrir fjölda ára sýndi Haraldur mér grein sem hann hafði í smíðum um kvæði Jónasar Hallgrímssonar, Alsnjóa. Þetta litla kvæði hefur að efni til orðið mönnum nokkur ráðgáta. Nú veit ég ekki hvort Haraldur lauk nokkurn tíma við greinina eða hvort hún var birt meðan hann lifði en ég man að yrkisefnið var Haraldi hug- leikið. Þar í er þetta erindi: Dauðinn er hreinn og hvítur snjór, hjartavörðurinn gengur rór og stendur sig á blæju breiðri, býr þar nú undir jörð í heiðri. (J. H.) Við fráfall Haralds sendum við Heiðrún börnum hans og barna– börnum, systkinum og öðrum ástvin- um hugheilar samúðarkveðjur og biðjum þeim huggunar almættisins. Sigurður Georgsson. Árum saman hringdi Haraldur Blöndal reglulega í undirritaðan laust eftir miðnætti til að gera landsins gögnum og nauðsynjum skil og vör- uðu símtölin fram undir morgun ef blikur voru á lofti. Forvitnin var einn af eðalkostum Haraldar og hann mundi allt sem hann las og sá og heyrði. Fyrir bragðið var hann af- bragðs blaðamaður og fróður sögu- maður sem aldrei varð svarafátt á málþingum eða í blaðapistlum enda hugsunin óvenju skýr. Haraldur hafði líka náðargáfuna að geta talað við hvern sem var um hvað sem var og hvernig sem var. Lífið brosti við Haraldi og vinkonu minni Sveindísi með litlu börnin sín og fallegt heimilið var umvafið hlýju og menningu hvar giftingin var gæfan hálf. Haraldur stefndi hátt bæði í lög- um og stjórnmálum og átti vísan frama í báðum heimum. En sitthvað er gæfa og gjörvileiki. Rótleysið var hans erkifjandi og næturlíf tók við af fjölskyldulífi. Fjölskyldulaus maður er munaðarlaus maður og Haraldi mínum entist því miður ekki ævin til að ljúka sínum útigangi. Glaumurinn á kránni er kaldur arineldur. Í dag er borinn til moldar einlægur Reykvíkingur sem lét að sér kveða og gott af sér leiða. Prýddur höfuðkost- um sinna ættmenna en haldinn ljóð- um þeirra líka. Hann kom víða við og verður víða minnst. Hlýjan og hlát- urinn voru hans aðalstign. Vinirnir þakka Haraldi Blöndal glaðværa við- mótið og göfuga hjartalagið. Krakk- arnir hans geta borið höfuðið hátt við vistaskiptin og fá hér hjartans kveðju frá gömlum æskuvini sem í söknuði drúpir höfði. Ásgeir Hannes.  Fleiri minningargreinar um Harald Blöndal bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elskuleg systir mín, SIGRÍÐUR E. HARRIS, andaðist á heimli sínu Camp Spring, Mary- land, USA, þriðjudaginn 6. apríl. Ólöf K. Erlendsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.