Morgunblaðið - 25.04.2004, Side 28

Morgunblaðið - 25.04.2004, Side 28
LISTIR 28 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í LISTASAFNI Íslands gefst nú tækifæri til að sjá yfirlit verka frá fyrstu áratugum síðustu aldar á sýningunni Íslensk myndlist 1900– 1930. „Markmið sýningarinnar er að gefa yfirlit um þetta mikilvæga og spennandi tímabil í íslenskri lista- sögu, en alls eiga 26 listamenn verk á sýningunni. Þetta tímabil markast annars vegar af þeirri ný- sköpun sem átti sér stað í íslenskri myndlist um aldamótin og hins vegar þeim þáttaskilum sem verða um 1930 þegar fram kemur kyn- slóð með nýja listsýn og öðru frem- ur hafnar landslaginu sem merk- ingarríku viðfangsefni. Í íslenskri listasögu er þetta fyrst og fremst blómaskeið hinnar upphöfnu róm- antísku afstöðu til náttúrunnar þegar listamenn leituðu til listar 19. aldar til að tjá hughrif sín af ís- lenskri náttúru, en einnig það tímabil þegar það gerist í fyrsta sinn að róttæk evrópsk sam- tímalist verður hluti af íslenskri listasögu,“ segir Lára Aðalsteins- dóttir kynningarfulltrúi safnsins. Á sýningunni eru verk eftir eft- irtalda listamenn: Ásgrím Jónsson, Ásmund Sveinsson, Baldvin Björnsson, Brynjólf Þórðarson, Eggert Guðmundsson, Eggert Laxdal, Einar Jónsson, Einar Jóns- son frá Fossi, Emil Thoroddsen, Eyjólf Eyfells, Finn Jónsson, Frey- móð Jóhannsson, Guðmund Ein- arsson frá Miðdal, Mugg, Gunn- laug Blöndal, Jóhannes Kjarval, Jón Stefánsson, Jón Þorleifsson, Júlíönu Sveinsdóttur, Kristin Pét- ursson, Kristínu Jónsdóttur, Krist- ján H. Magnússon, Nínu Sæmunds- son, Ríkarð Jónsson, Svein Þórarinsson og Þórarinn B. Þor- láksson. Sýningunni lýkur 2. maí. Brautryðjendur í íslenskri myndlist Freymóður Jóhannsson, Snæfell, 1926. NOKKRAR kirkjur bjóða upp á svokall- aðar kyrrðarstundir í hádeginu. Þar er hægt að hugleiða til- gang eða tilgangsleysi lífsins, tilbiðja Al- mættið og fá sér rækjusamloku á eftir. Þetta er ágætt til að brjóta upp vinnudag- inn; hvað er betra en að hverfa um stund frá annríkinu á skrif- stofunni, heimsækja aðra vídd og koma endurnærður til baka? Fyrir þá sem þrá andlegar upplifanir í hádeginu, en finna sig ekki í kirkju, er tilvalið að fara á annars konar samkomu þar sem andaktin svífur líka yfir vötnunum, þ.e. tónleika. Talsvert hefur verið um stutta hádegistón- leika í Norræna húsinu í vetur og svo hafa einnig verið haldnir nokkrir tónleikar í Íslensku óp- erunni. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki farið í Óperuna í há- deginu fyrr en á þriðjudaginn, en þá var flutt svonefnd Vínartónlist eftir Johann Strauss, Lehár, Kálmán og fleiri. Tónleikarnir tóku um hálftíma og á eftir var hægt að kaupa sér samloku í and- dyri hússins. Flytjendur voru þau Hulda Björk Garðarsdóttir, Snorri Wium, Ólafur Kjartan Sigurðarson og Davíð Ólafsson ásamt Kurt Kop- ecky píanóleikara. Efnisskráin var í léttari kantinum eins og þeir vita sem sótt hafa Vínar- tónleika Sinfóníunnar. Söngvararnir voru all- ir í toppformi nema kannski Ólafur Kjart- an, sem virtist örlítið rámur. Það kom lítið að sök; túlkun og leik- ræn tjáning allra söngvaranna var til fyrirmyndar og var útkoman oft hrífandi. Þau Hulda Björk og Snorri dönsuðu vals í einu atriðinu og voru ótrúlega blátt áfram, meira að segja þegar þau kysstust í lokin. Einnig verður að nefna frammistöðu Davíðs, en hann var sérlega sannfærandi sem fullur karl, enda skellihlógu áheyr- endur að honum. Kurt Kopecky stóð sig prýðilega við slaghörpuna, leikur hans var glitrandi tær og öruggur allan tím- ann. Þetta voru sérlega skemmti- legir tónleikar með fallegri tónlist og fögrum söng – frábær veru- leikaflótti sem óhætt er að mæla með. Veruleikaflótti í hádeginu TÓNLIST Íslenska óperan „Vínarkvöld“ í hádeginu, tónlist eftir Leh- ár, Strauss, Stoltz, Kálmán og Nicolai. Hulda Björk Garðarsdóttir (sópran), Snorri Wium (tenór), Ólafur Kjartan Sig- urðarson (bassi) og Davíð Ólafsson (bassi). Píanóleikur: Kurt Kopecky. Þriðjudagur 20. apríl. SÖNGTÓNLEIKAR Jónas Sen Davíð Ólafsson  Ársalir- fasteignamiðlun  Ársalir- fasteignamiðlun  Nýttu þér áratuga reynslu okkar og traust í fasteignaviðskiptum Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200 Kynntu þér tilboð okkar á bílaleigubílum Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað Það borgar sig – Hringdu til AVIS í síma 591-4000 Við erum í 170 löndum 5000 stöðum T.d. Reykjavík, London, Kaupmannahöfn, Frankfurt, Milano, Alicante ... AVIS Knarrarvogi 2 – 104 Reykjavík – Sími 591 4000 – Fax 591 4040 – Netfang avis@avis.is – Heimasíða www.avis.is Minnum á Visa afsláttinn Nemendaþjónustan sf. Álfabakka 12, Mjódd Innritun í síma 557 9233 frá kl. 17-19 virka daga NÁMSAÐSTOÐ á lokasprettinum fyrir vorprófin Lithimnulestur Með David Calvillo fimmtudag og föstudag Lithimnulestur er gömul fræðigrein þar sem upplýsingar um heilsufar, mataræði og bætiefni eru lesnar úr lithimnu augans. Á fimmtudag og föstudag mun David Calvillo vera með lithimnulestur í Heilsubúðinni, Góð heilsa gulli betri. Njálsgötu 1, uppl. og tímapantanir í s:561-5250.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.