Morgunblaðið - 25.04.2004, Page 57

Morgunblaðið - 25.04.2004, Page 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 57 Ísla nds ban ki v eitir á þe ssu ári sex félö gum í ná msm ann aþjó nus tu Ísla nds ban ka 2 00.0 00 k r. n ám ssty rk. Þ að e ina sem þú þ arft að ger a er að s ækj a um fyrir 10. ma í nk . og þú g æti r hl otið styr k. Sæ ktu um nún a á isb .is/ nam sst yrk ur 200 .000 kr. Í Ameríku In America Drama Írland 2003. Skífan VHS/DVD. Bönnuð innan 12 ára. (107 mín.) Leikstjórn Jim Sheridan. Aðalhlutverk Paddy Considine, Samantha Morton, Djimon Hounsou, Sarah Bolger, Emma Bolger. „ÞAÐ gerist samt ekkert í mynd- inni.“ Tvisvar sinnum hefur þessu verið haldið fram um Í Ameríku við mig og því er ekki að neita, það gerist ósköp fátt. Ung írsk bláfátæk hjón og dætur þeirra tvær setjast að í Bandaríkjun- um án dvalarleyfis. Stundin er árið 1982 (ártalið er nið- urnjörvað með því að láta fjölskylduna fara á E.T.) og stað- urinn fátækrahverfi New York-borgar. Hann er leikari og ætlar að freista gæfunnar í þessari miklu borg leiklist- arinnar en hún er kennari sem fær ekkert annað að gera en að þjóna á matstofu. Þau eiga í mesta basli með að ná endum saman og ekki bætir úr skák að þau eru enn í sárum eftir að hafa misst son, tveggja ára gamlan. Þetta er nú næstum öll sagan, að því viðbættu að þau kynnast afrískum listamanni og faðirinn fer að keyra leigubíla á næturnar þegar hann fær engin hlutverk. Sem sagt lítið sem gerist. Ekkert miklu meira heldur en í lífinu sjálfu. En það er einmitt málið. Myndin er lauslega byggð á lífinu sjálfu, rekur daglegt amstur ósköp venjulegs fólks, sem þarf að takast á við raunir sem við öll getum lent í; söknuð, brostnar vonir og peningaleysi. Jim Sheridan (My Left Foot, In The Name Of The Father) skrifaði handritið ásamt tveimur dætrum sínum og eru þau sögð hafa byggt það að hluta á eigin reynslu er Sheridan-fjölskyldan bjó vestanhafs. Þetta er því afar raunsæ, trúverð- ug og mannleg mynd. Fremur tíð- indalítil en þó hvorki langdregin né leiðinleg. Reyndar angrar mann hversu þau Sheridan-feðgin hreinlega rembast við að hreyfa við áhorfendum með ofurtragískri sögufléttunni en frábær frammistaða leikara vegur á móti þeim galla. Samantha Morton og Djimon Hounsou fengu óskarstilnefn- ingu fyrir sína frammistöðu en fyrir mína parta er það Paddy Considine sem er senuþjófurinn. Hann er í erf- iðasta hlutverkinu, leikur fjölskyldu- föðurinn, og skilar því fullkomlega; af yfirvegun, djúpum skilningi og gríð- arlegum þrótti. Frábær leikari sem vonandi á eftir að fá miklu fleiri bita- stæð hlutverk.  Írski draumurinn Myndbönd Skarphéðinn Guðmundsson Stjörnukerfi myndbanda- og diskadóma hefur verið breytt. Framvegis verða stjörnur gefnar á skalanum ein upp í fimm stjörnur og ekki notast lengur við hálfar stjörnur. Skilnaðurinn (Le Divorce) Spennumynd Bandaríkin 2003. Skífan. VHS (115 mín.) Ekki við hæfi mjög ungra barna. Leikstjóri: James Ivory. Aðalleikarar: Naomi Watts, Kate Hudson, Leslie Car- on, Glenn Close. MYNDIN sem dregin er upp af frönskum karlmönnum í handritinu hennar Ruth Prawer Jhabvala er ekki ýkja merkileg en kunnugleg klisja. Isabel (Hudson), bandarísk blómarós, er komin til Parísar að heilsa upp á listaspíruna Roxy systur sína (Watts) sem gengur með annað barn sitt. Isa- bel hittir illa á því að Charles-Henri (Melvil Poupaud) mágur hennar er að fara frá Roxy. Isabel lætur ekki ótryggð hins snoppufríða mömmu- drengs Charles- Henri sér að kenn- ingu verða því hún fleygir sér ótrauð í fang Edgars móð- urbróður hans. Sá er mjúkmáll flagari á sextugsaldri sem smjaðrar sig inn á konur með flamb- eruðu lambakjöti, Hermés-töskum og fagurgala. Átök kynjanna og árekstrar nýja og gamla heimsins verða aldrei sér- staklega grípandi né fyndnir þó ágætt hráefni sé til staðar. Bókin sem Jhab- vala byggir á er sögð fyndin og skemmtileg aflestrar en þetta fræga þríeyki, Jhabvala, Merchant og Ivory, er greinilega tekið að dala umtalsvert og fátt bendir á forna frægð. Það eru vissulega léttir sprettir inn á milli, myndin er vönduð útlitslega og leik- kvennahópurinn er ekki amalegur. Hudson, Watts, Leslie Caron og Glenn Close skila sínu prýðilega, ekki síst Caron sem er einkar ánægjulegt að sjá bregða fyrir eftir langa fjar- veru úr sviðsljósinu. Þá er Thierry Lhermitte fæddur í hlutverk flagar- ans Edgars en Marrhew Modine er utangátta í vondu hlutverki afbrýði- sams eiginmanns. Fleiri gæðaleikar- ar, eins og Stephen Fry, stytta áhorf- andanum stundir en hliðarsaga af verðmætu málverki og foreldrum systranna (Sam Waterston og óvenju bragðdauf Stockard Channing), vaknar aldrei til lífsins. Útkoman er fágað bland drama og farsa í huggu- legum poka.  Sæbjörn Valdimarsson Frakkir Frakkar Sendum til fyrirtækja í hádeginu • Magnafsláttur Upplýsingar í síma 552 2028 og 552 2607 www.graennkostur.is DILBERT mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.