Morgunblaðið - 03.05.2004, Side 10

Morgunblaðið - 03.05.2004, Side 10
FRÉTTIR 10 MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ …með allt á einum stað ÍS LE N SK A A U G L SI N G A ST O FA N /S IA .I S K RI 2 39 07 04 /2 00 4 UM þrjú þúsund manns tóku þátt í kröfugöngu og útifundi í Reykjavík hinn 1. maí, á bar- áttudegi verkalýðshreyfing- arinnar, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Reykjavík. Kröfugangan hófst á Skóla- vörðuholtinu, rétt eftir hádegi, og var gengið niður Njarðargötu, Sóleyjargötu, Fríkirkjuveg, vest- ur Vonarstræti, norður Suð- urgötu og Aðalstræti inn á Ing- ólfstorg. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur fóru fyrir göngunni. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins fóru þó einhverjir á mis við gönguna, því margir töldu að gengið yrði niður Skóla- vörðustíginn, í stað Njarðargöt- unnar. Eftir gönguna fór fram úti- fundur á Ingólfstorgi, þar sem Finnbjörn A. Hermansson, for- maður Samiðnar, og Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM, fluttu m.a. ræður. Morgunblaðið/Júlíus Þrjú þúsund manns í kröfugöngu ÖGMUNDUR Jónasson, formaður BSRB, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, sagði í ræðu sem hann flutti á Höfn í Hornafirði í tilefni af 1. maí, baráttudegi verkalýðshreyfingarinn- ar, að ríkisstjórnin hefði sýnt með verkum sínum að hún hugsaði meira um hag fjármálamanna en almenn- ings. Bæði Ögmundur og Halldóra Friðjónsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna, BHM, gagnrýndu frumvarp um réttindi og skyldur op- inberra starfsmanna, sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Ögmundur Jónasson hvatti til sam- stöðu innan verkalýðshreyfingarinn- ar og varðstöðu um hag öryrkja og at- vinnulausra. „Við skulum standa vörð um húsnæðiskerfið, menntakerfið og heilbrigðisþjónustuna,“ sagði Ög- mundur. „Við skulum aldrei sofna á verðinum gagnvart öryrkjanum, hin- um atvinnulausa og öllum þeim sem búa við bág kjör. Ríkisstjórnin slær sér á brjóst og segist hafa bætt kjör atvinnulausra. Ráðherrar verða meira að segja reiðir þegar sagt er að ekki sé nóg að gert, sömu menn og ætluðu að skerða kjör atvinnulausra fyrir aðeins fáeinum mánuðum. Þeirri árás var hrundið með samein- uðu átaki verkalýðshreyfingar og fé- lagslega sinnaðs fólks á Alþingi.“ Ögmundur sagði að það væri hægt að hrinda árásum á kjörin og snúa vörn í sókn. „Það er hægt að hefja að nýju að húni baráttufána fyrir fé- lagslegum jöfnuði, þar sem sú regla er við lýði, að sá fær aðhlynningu sem er hjálpar þurfi án þess að hafa tryggingakort upp á vasann. Þér er hjálpað vegna þess að þú ert veikur, en ekki vegna þess að þú ert með tryggingakort. Þannig hugsar ís- lenska verkalýðshreyfingin og þann- ig hugsar verkalýðshreyfing allra landa.“ Ögmundur gerði frumvarp fjár- málaráðherra, Geirs H. Haarde, um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, einnig að umtalsefni. Frumvarpið, sem er til meðferðar á Alþingi, kveður m.a. á um að felld verði niður sú skylda að áminna starfsmann formlega vegna brots í starfi. Ögmundur sagði að með samþykkt frumvarpsins væri verið að veita stjórnendum rétt til að reka fólk úr starfi án skýringa. „Halda menn að þetta verði ekki fínt á fréttastofu Ríkisútvarpsins, til dæmis ef menn verða með óþægilegar fréttir? Eða hjá ríkislögreglustjóra, þar verður hægur vandinn að reka menn, sem eru gefnir fyrir óþægilegar rann- sóknir. Þá má fýra fyrirvaralaust og án skýringa, það er að segja, ef rík- isstjórnin fær sínu framgengt með makalausu lagafrumvarpi sínu.“ Ekkert samráð við samtök opinberra starfsmanna Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM, gagnrýndi sama frumvarp í ræðu sem hún flutti á útifundi á Ing- ólfstorgi hinn 1. maí. Sagði hún að frumvarpið hefði verið lagt fram án nokkurs samráðs við samtök opin- berra starfsmanna. „Í rökstuðningi með frumvarpinu er sagt að með því sé verið að auka sveigjanleika og færa opinbera mark- aðinn nær þeim almenna. Öll samtök opinberra starfsmanna hafa lýst sig andvíg þessari breytingu enda er nægt svigrúm til uppsagna í lögunum eins og þau eru,“ sagði hún. Halldóra gerði fæðingarorlofslögin og launamun kynjanna einnig að um- talsefni. Um fæðingarorlofslögin sagði hún að þau hefðu verið stórt skref í átt til jafnréttis. Hún átaldi hins vegar þau áform ríkisstjórnar- innar að setja þak á greiðslur úr sjóðnum. „Ef okkur þykir forsvaran- legt og siðferðilega rétt að greiða ákveðnum einstaklingum há laun þá verðum við einfaldlega að sætta okk- ur við að greiðslur úr sjóðum eins og fæðingarorlofssjóði séu í samræmi við það. Raunverulegu jafnrétti verð- ur ekki náð fyrr en foreldrar deila ábyrgð á heimili og barnauppeldi og það eitt og sér er besta tryggingin fyrir jafnri stöðu kynjanna á vinnu- markaði.“ Kvennastörfin ekki metin til jafns við karlastörfin Um launamun kynjanna sagði Halldóra að það væri vandamál, sem alltof hægt gengi að útrýma. „Launa- munurinn er enn til staðar og er ekki síst fólginn í því að kynin velja sér ólíkan náms- og starfsvettvang. Störf sem konur velja sér eru ekki metin til jafns við karlastörfin og ábyrgð á barnauppeldinu er enn að mestu á herðum kvenna þótt atvinnuþátttaka þeirra sé meiri hér en víðast annars staðar. Þess vegna er auðveldara fyr- ir karlana að vinna lengri vinnudag auk þess sem okkur gengur illa að losna við þann gamla þankagang að það sé karlinn sem er fyrirvinnan og trúlega er það ein helsta ástæða þess að karlar fá mun frekar alls kyns aukagreiðslur og hlunnindi eins og allar launakannanir síðustu ára stað- festa. Það er enginn kynjamismunun í kjarasamningum og verkalýðs- hreyfingin reynir til hins ítrasta að koma í veg fyrir að launafólki sé mis- munað á grundvelli kynferðis. Þess vegna er afar mikilvægt að launakerfi séu gagnsæ og aðgengi stéttarfélaga að upplýsingum um kjör félags- manna sinna er ekki síður mikil- vægt.“ Formenn BSRB og BHM í ræðum á baráttudegi verkalýðsins Gagnrýndu starfs- mannafrumvarp Halldóra Friðjónsdóttir Ögmundur Jónasson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.