Morgunblaðið - 03.05.2004, Síða 24

Morgunblaðið - 03.05.2004, Síða 24
MINNINGAR 24 MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Snjólaug frænka mín er látin langt um aldur fram. Snjólaug var nemandi minn allan sinn barnaskóla frá sjö ára til tólf ára aldurs. Okkur í bekknum, kennara og nemendum, tókst að rækta og þróa alveg sérstak- lega góðan bekkjaranda, anda sem einkenndist af hlýhug, umhyggju, hjálpsemi og kærleika. Við sýndum hvert öðru traust og vináttu, ekki að- eins okkar í milli í bekknum heldur einkenndi þessi vinátta öll samskipti nemenda innbyrðis svo og samskipti kennara, nemenda og foreldra. Margt var brallað á þessum árum sem snerti ekki lærdóminn beinlínis. Í frímínútunum vorum við oft öll sam- an í hinum ýmsu leikjum; við fórum í gönguferðir, í hjólreiðaferðir upp í Kaldársel á vorin, og svo héldum við bekkjarkvöld. Eitt bekkjarkvöldið í 7. bekk lifir sérstaklega í minningunni. Við ákváðum að hafa kökur, nokkuð sem ekki þekktist þá og við urðum ei- lítið að pukrast með þetta. Við vorum víst langt á undan samtíðinni! Og þetta urðu sko ekki neinar smákökur, aðrar eins Hnallþórur hef ég sjaldan séð, enda bökuðu mæðurnar þær. Stundum þegar Snjólaug kynnti mig fyrir einhverjum sagði hún: „Þetta er kennarinn minn, hún Helga, en hún er líka frænka mín,“ og úr augum fallegu stúlkunnar skein traust og væntumþykja. Hvað þetta hlýjaði og gladdi kennarann og frænkuna. Tuttugu árum eftir út- skrift Snjólaugar úr barnaskóla lágu leiðir okkar saman aftur að staðaldri í tvö ár. En þá höfðu hlutverkin snúist við. Nú var Snjólaug kennarinn og ég nemandinn. Ég var að læra fjöl- skylduráðgjöf og Snjólaug var einn af kennurunum. Námið reyndist mér ákaflega erfitt og ég hef oft hugsað með mér að hefði ég ekki notið kennslu og stuðnings Snjólaugar frænku hefði ég gefist upp. Nú var það ég sem sagði þegar ég kynnti Snjólaugu fyrir einhverjum: „Þetta er kennarinn minn, hún Snjólaug, en hún er líka frænka mín.“ Og ég vona að þetta hafi einnig eins og forðum glatt kennarann og frænkuna. Ég man vel veisluna sem var haldin þegar við lukum náminu í fjölskyldu- ráðgjöf. Þarna voru samankomnir nemendur og kennarar og við frænk- urnar skemmtum okkur langt fram á nótt. En minnisstæðast er mér samt frá þessu kvöldi hversu fallega hún Snjólaug talaði um móður sína. Hún trúði mér fyrir því að móðir hennar væri engum lík. Hún væri fremur gyðja en venjuleg kona, góð, sterk og falleg og að takmark sitt í lífinu væri að líkjast henni. Tæplega 30 árum eftir að bekkur- inn okkar úr barnaskóla útskrifaðist hittumst við öll og áttum yndislega dagstund saman. Við fórum í gömlu kennslustofuna okkar í barnaskólan- um og borðuðum saman á eftir. Þarna rifjuðum við upp gömlu endurminn- ingarnar úr skólastarfinu og glögg- lega mátti finna sama hlýhugann, umhyggjuna og kærleikann sem ein- kenndi bekkinn okkar forðum. Við frænkurnar töluðum mikið saman þetta kvöld, ekki bara um skólann í gamla daga heldur einnig um okkur sjálfar, fjölskyldur okkar og sameig- inlega ættmenn. Aldrei mun ég gleyma hvernig augun hennar Snjó- laugar ljómuðu þegar hún var að segja mér frá dætrunum sínum litlu, Brynju og Líneyju. Í fyrra hittist bekkurinn enn á ný og óskaplega þótti mér sárt að geta ekki tekið þátt í þeim endurfundum vegna veikinda minna. SNJÓLAUG STEFÁNSDÓTTIR ✝ Snjólaug GuðrúnStefánsdóttir, Fagrahvammi 2 B í Hafnarfirði, fæddist í Reykjavík 25. maí 1951. Hún lést á líkn- ardeild Landspítal- ans í Kópavogi 21. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hafnar- fjarðarkirkju 27. apríl. Við vorum heppin, Hreinn, maðurinn minn heitinn og ég, að fá að fagna fimmtugsafmæl- inu hennar Snjólaugar. Hún ljómaði af ham- ingju, umvafin ást og umhyggju dætra sinna, foreldra, fjölskyldu og vina. En minnisstæðust er mér þó gleðin sem þarna sveif yfir vötnum; djúp og heil gleði sem á rætur í sönnum kær- leika sem aldrei bregst. Í ágúst sl. hittumst við Snjólaug á Heilsu- hæli Náttúrulækningafélagsins í Hveragerði þar sem við vorum báðar okkur til hressingar. Þá færði Snjó- laug mér þær gleðifréttir að meinið, sem hafði hrjáð hana undanfarið, hefði látið undan síga. Við föðmuð- umst og kysstumst og þökkuðum góðum guði fyrir lækninguna. En vegir Guðs eru órannsakanlegir. Meinið tók sig upp aftur og hversu ósanngjarnt sem okkur mönnunum finnst það vera getum við víst ekkert annað gert en beygt okkur undir vilja Hans og reynt að sætta okkur við hann. Megi algóður Guð líkna og hjálpa dætrunum hennar tveimur í þeirra miklu sorg og mikla missi. Eins bið ég góðan Guð að hugga og styrkja móður hennar, föður, bræð- ur, mágkonur og alla þá sem um sárt eiga að binda vegna andláts Snjó- laugar frænku minnar. Hvíl í friði, frænka mín, og hafðu hjartans þökk fyrir yndisleg kynni. Helga Friðfinnsdóttir. Elskulegri vinkonu minni þakka ég rúma þrjátíu ára samfylgd, elsku og ævinlega vináttu sem aldrei brást. Á stundu sem þessari reikar hugurinn víða og minningarnar hrannast upp, minningar sem þrátt fyrir söknuðinn fá mig til að brosa, því hvernig er ann- að hægt? Enn sé ég fyrir mér skæl- brosandi andlit hennar, heyri dill- andi, smitandi hláturinn og enn heyri ég háværðina sem fylgdi henni ávallt hvert sem hún fór, því aldrei var logn- molla í kringum hana Snjókku mína. Í vinahópnum á gleðistundum fór aldrei framhjá neinum að Snjókka væri mætt og sat hún þá yfirleitt inn- an um karlpeninginn í líflegum rök- ræðum um pólitík og gustaði svo af minni að þeir allra hörðustu máttu hafa sig alla við eða þegja ella. Alltaf hafði hún eitthvað til málanna að leggja og sat aldrei á skoðunum sín- um. Varla að nokkrum tækist að kjafta hana í kaf. ,,Nú er Snjókka í ham,“ sögðum við hin og kímdum, því umræðurnar í pólitíska horninu voru oftar en ekki hin besta skemmtun þó oft hafi hitnað í kolunum. Þó margt hafi verið henni hugleikið var jafnrétti kynjanna mál málanna og vék hún aldrei frá þeirri sannfær- ingu sinni. Þótti karlrembum væn- legra að halda sig til hlés því þeim rúllaði hún upp með lítilli fyrirhöfn. Þvílík elja og þvílík skemmtun á að hlýða! Hennar verður sárt saknað og ekki víst að pólitíska hornið verði jafn líflegt og áður því fáir ef þá nokkur mun standa henni á sporði. Snjókka var ein sú félagslyndasta manneskja sem ég hef þekkt enda vinmörg og ávallt þar sem fjörið var mest – lét sig helst aldrei vanta á vinamót. Það sem einkenndi hana var drifkraftur og ákveðið eirðarleysi því hún var framkvæmda-manneskja með eindæmum og þurfti alltaf að vera að gera eitthvað, finna upp á nýj- ungum, gera áætlanir og vissi fátt skemmtilegra en krefjandi og ögr- andi verkefni. Þá var hún í essinu sínu. Hún var forvitin um alla skap- aða hluti og vildi vera þar sem hlut- irnir voru að gerast, var hugmynda- rík og ævintýragjörn og þótt hún væri heimakær var hún í eðli sínu hálfgerður sígauni – alltaf á ferð og flugi um heima og geima. Á Svíþjóðarárum okkar lögðum við drög að heimsreisu sem aldrei var farin, en það skipti engu máli því við fórum engu að síður í margar litlar ,,heimsreisur“. Við fórum í berja- og lautarferðir hjólandi út í skóg með son minn ungan sem hún sá ekki sól- ina fyrir, á tónleika, í leikhús, mót- mælagöngur, garðveislur, tókum þátt í götuleikhúsi bæjarins, fórum á pöbba og veitingahús, kokkuðum saman og héldum veislur, sátum sam- an yfir námsbókum í Uppsalaháskóla þar sem við stunduðum nám af kappi, kúrðum saman og ,,mýsuðum“ eins og stelpum einum er lagið með til- heyrandi stelpusnakki um allt og ekkert og vorum alltaf að gera áætl- anir fyrir framtíðina. Við létum okkur dreyma, bulluðum, hlógum og grét- um saman yfir óréttlæti heimsins. Stundum skammaði hún mig og ég hana á móti, urðum ósammála um eitthvað eins og gengur og gerist á löngu ferðalagi, höfðum hátt og fór- um í fýlu út í hvor aðra t.d. ef önnur okkar vann hina í skák, en það stóð aldrei lengi yfir. Gátum aldrei af hvor annarri séð. Þegar við sættumst skældum við þessi lifandis ósköp og hétum hvor annarri ævinlegri tryggð og vináttu og allt var gott sem fyrr, hlógum áfram mikið saman og þá einna helst að eigin fyndni. Minnist ég þess að mörgum Svíanum þótti t.a.m. ákaflega erfitt að bera nafnið hennar fram og gátu heldur ekki bor- ið Snjókkunafnið með rentu og köll- uðu hana stundum ,,Snjóka“ eða ,,Snjóku“ sem okkur fannst einum of ,,Lákalegt“. En við sáum við þessu og þýddum nafnið hennar yfir á sænsku ,,Snö-källa“ sem við notuðum oftar en ekki er vel lá á okkur, flissuðum og hlógum eins og smástelpur yfir við- brögðum Svíans sem dáðist að ,, ís- lenska indjánanafninu“. Snjókka lagði þá til að ég kynnti mig sem Rauða-fjöður, svona til að fullkomna stemmninguna og við hlógum auðvit- að sem ævinlega að eigin fyndni. En lengsta og besta heimsreisan og sú sem var farin, var samfylgdin – 35 ára löng ferð sem aldrei verður frá okkur tekin. Þó Snjókka mín hafi orð- ið á undan mér á heimsenda, held ég ferðinni áfram í fylgd þeirra sem hún bar gæfu til að eignast og unni og elskaði ofar öllu, dætrunum Líneyju og Brynju. Mikil er þeirra sorg sem kveðja ekki bara ástkæra móður sína heldur einnig sinn besta vin. En fögur minning einstakrar móður og bar- áttumanneskju sem Snjókka var til hinstu stundar mun verða þeim leið- arljós um ókomna framtíð. Björt og fögur er minning elsku- legrar vinkonu sem ég kveð að sinni með söknuði og trega og hið sama gerir sonur minn Freyr sem syrgir Snjókkuna sína í Danmörku. Hugur hans og minn er hjá ykkur, elsku Brynja og Líney, hjá þér elsku Mar- grét mín, og ykkur ástvinum Snjókku. Bláfugl Fljúgðu, minn vinur, á væng þínum blá þinn veg til vanþakkar minnar. Án hennar, syngdu, er víðáttan ekki víð. Æ, fljúgðu, minn vinur, á væng þínum blá þinn veg. (Manuel Bandeira – þýð. Þorsteinn Gylfason.) Sif Ragnhildardóttir. Undarleg er sú ráðstöfun örlag- anna að kalla ástkæra vinkonu mína, Snjólaugu Stefánsdóttur, burt úr þessum heimi svo langt um aldur fram. Hún hafði mikilvægu hlutverki að gegna, móðir tveggja ungra dætra sem hún elskaði takmarkalaust og þráði að mega leiða áfram inn í bjarta og hamingjuríka framtíð. Engum sem varð vitni að kjörkuðum við- brögðum hennar við meinsemdinni sem ógnaði lífi hennar undanfarin misseri duldist að kærleikurinn til Brynju og Líneyjar var sá heiti logi sem kynti undir þreki hennar og lífs- þorsta öllu öðru fremur. Árangurinn var oft undraverður, smáir og stórir sigrar unnust og um hríð virtist tími kraftaverkanna vera genginn í garð, varla skýhnoðri eftir á himni þrátt fyrir illviðrisspár. En sólskinsdag- arnir reyndust færri en við vonuðum og nú er sá hinsti hniginn. Enda þótt ég hafi þekkt Snjókku í um tuttugu ár varð vinátta okkar fyrst náin eftir að hún veiktist, en fram að þeim tíma höfðu fundir okkar svo til einskorðast við heimboð sam- eiginlegrar vinkonu okkar, Sifjar, þar sem við áttum oft góðar stundir í lit- ríkum vinahópi. Skömmu eftir að heilsa Snjókku bilaði fyrir tæpum þremur árum tókum við, að undirlagi Sifjar, að hittast reglulega ásamt nokkrum öðrum vinkonum og fara saman í gönguferðir. Samverustundir þessa litla hóps úti í náttúrunni urðu ófáar; Snjókka var mikil félagsvera auk þess sem hún hafði yndi af útivist og þótt stundum væri af henni dregið lét hún það ógjarnan aftra sér þegar göngu- ferðir okkar voru annars vegar – þær urðu þá bara örlítið styttri í annan endann og hraðanum stillt í hóf. Og hvort sem við röltum í rólegheitum um Hellisgerðið, villtumst um Heið- mörkina eða skálmuðum rösklega kringum Hvaleyrarvatnið var gleðin yfir samvistunum í fyrirrúmi og vin- áttan óx í hverju spori. Á þessum tíma kynntist ég Snjókku fyrir alvöru og þau kynni urðu mér afar dýrmæt. Ég dáðist að greind hennar, hugprýði og hugsjónum, styrk hennar og við- kvæmni, húmornum og lífsgleðinni, en mest af öllu mat ég þó hversu örlát hún var á hjartahlýju sína. Og hún kunni jafnframt að taka við því sem aðrir gáfu á móti. Fallega brosið hennar og faðmlögin mörgu munu fylgja mér í minningunni um ókomna tíð. Það er óendanlega sárt að sjá á bak svo vænni manneskju í blóma lífsins, en enginn má sköpum renna. Dætr- unum elskulegu, Brynju og Líneyju, sendi ég mínar einlægustu samúðar- kveðjur, sem og Margréti, móður Snjólaugar, og ástvinunum öllum sem aldrei brugðust. Olga Guðrún Árnadóttir. Snöggar hreyfingar, hlutir detta á gólfið, kaffi yfir borðið, æ fyrirgefðu, hlátur, aldrei kyrr, alltaf að og áork- aði svo miklu. Svipsterk, litrík kona sem setti mark sitt á umhverfið. Kynni okkar Snjólaugar hófust í árs- lok 1972 þegar hún kom til vinnu á Upptökuheimili ríkisins. Hugsjóna- manneskja með báða fætur á jörð- inni, sem var harla sjaldgæft á þess- um árum þegar ungt hugsjónafólk sveif um skýjum ofar við að bæta heiminn. Þegar við töldum íbúðaeign smáborgaralega keypti hún sína íbúð, þegar við töldum allt annað en blóð- uga byltingu ekki koma til greina var hún stolt af krötunum, hvort tveggja hefur reynst raundrjúgt. Á Upptöku- heimilinu hófust afskipti hennar af unglingamálum sem stóðu samfleytt í ríflega 30 ár. Öll vinna hennar var ákaflega farsæl. Menntun hennar, reynsla og hugsjónir nutu sín hvort sem hún vann beint að meðferðar- störfum eða í stjórnunarstörfum. Á þessum árum í unglingastarfinu og árunum í Uppsölum var Snjólaug mér eins og systir, við deildum vinnu, pólitík og námi saman. Hið nána sam- band sem er meðal námsmanna fjarri heimahögum styrkti tengslin. Vin- átta við okkur hjónin og ekki síður dóttur okkar var traust. Í náminu var Snjólaug framsýn og leitaði nýrra leiða í meðferðarstörfum. 1978 heill- aðist hún af Hassela-meðferðarheim- ilinu í Svíþjóð, sem tuttugu árum síð- ar varð ein af fyrirmyndum íslenskra meðferðarheimila. Eftir heimkom- una frá Svíþjóð hóf Snjólaug fljótlega störf hjá Reykjavíkurborg og leiddi farsælt starf allt til þess að hún lét af störfum fyrir stuttu vegna veikinda. Snjólaug var huguð kona í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Á árunum í Uppsölum kynntist hún Dan Hanson og mér er minnisstætt þegar þessi kjarkmanneskja sagði mér að hún hefði hitt mann sem hefði unnið hana í skák. Hún var ekki sátt við tapið og því ákveðin að tefla til sigurs í næstu skák. Eftir þá tapskák komst hún að því að andstæðingurinn var Svíþjóð- armeistarinn í skák. Þau Danni áttu góða tíma saman í framhaldinu. Þau eignuðust tvær glæsilegar stúlkur sem þau voru stolt af og ekki að ástæðulausu. Þó samverustundum okkar Snjólaugar hafi fækkað eftir að við fluttum norður slitnuðu vináttu- böndin aldrei. Við gengum saman ásamt fleiri félögum um hálendið, eft- irminnilegar ferðir. Í seinni tíð skammaði hún mig fyrir að vera ekki nógu duglegur að hafa samband en fyrirgaf mér þessa mannfælni mína. Í dag sakna ég þess að hafa ekki hlust- að betur á hana og verið duglegri að hafa samband. Við fjölskyldan þökk- um fyrir tímann sem við áttum sam- an, vináttuna og það að hafa kynnst þessari einstæðu konu. Dætrunum Brynju og Líneyju og öðrum ættingj- um vottum við okkar innilegustu samúð. Allan Morthens og Þóra Björk Jónsdóttir. Einstök kona á allan hátt, ágætt að hafa hana þekkja mátt. sungum við Snjólaugu fimmtugri og hún vissi að við meintum það af fyllstu einlægni og gerum enn. Það eru að verða 25 ár frá því við kynntumst, – þá ungar og fullar af eldmóði að vinna að unglingamálum hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur. Snjólaug forstöðumaður Unglingaat- hvarfsins, en síðan forstöðumaður Unglingadeildar, sem hún átti þátt í að skapa og gera að veruleika . Undir stjórn Snjólaugar og í samvinnu við hana urðu erfið verkefni viðráðanleg og ólíklegustu hluti var hægt að fram- kvæma. Þetta voru skemmtilegir tímar, alltaf of mikið að gera, en starfsand- inn frábær og alltaf svigrúm til að hafa það skemmtilegt. Snjólaug var ótvíræður leiðtogi, skörp, dugleg, ósérhlífin, hugmyndarík og síðast en ekki síst alveg óskaplega skemmti- leg. Hún hélt áfram að starfa að for- vörnum. „Við eigum að setja markið hátt sagði,“ Snjólaug, úr því varð þjóðarátak sem rannsóknir sýna að skilaði árangri. Fram á síðustu stund var hún vak- andi og áhugasöm, sannkölluð bar- áttukona, varðandi málefni barna og fjölskyldna. „Hvað er það mikilvæg- asta í lífi okkar?“ spurði hún og vildi fullvissa sig um að við værum á sama máli, þ.e. að það væru börnin okkar og fjölskyldan. Á kaffihúsafundum okkar síðustu misserin alltaf upptekin af einhverj- um velferðarmálum. Á okkar síðasta kráarrölti um miðjan janúar sl. var hún uppfull af hugmyndum um málefni Íslendinga af erlendum uppruna og skrifaði auð- vitað um það grein. Minningarnar hrannast upp, þær eru ljóslifandi og kalla fram tilfinn- ingar sem ekki verður reynt að setja orð á, eitthvað alveg sérstakt sem við eigum og munum eiga. Við eigum einungis góðar minning- ar um Snjólaugu, þær munu lifa með okkur og ætíð verða okkur hvatning. Þrátt fyrir veikindin var Snjólaug siðustu misserin full þakklætis, sem hún óspart lét í ljós. Það er okkur hin- um lærdómsríkt og knýr okkur til að endurskoða öll okkar viðhorf og gild- ismat. Stórfjölskyldan var henni mikils virði. Þótt hún ætti fjölda traustra vina var það fyrst og fremst til fjöl- skyldunnar sem hún sótti styrk sinn og á hana sem hún treysti. Mamma, bræðurnir og mágkonurnar stóðu eins og klettar við hlið hennar og dætranna alla tíð og í veikindunum setti hún traust sitt á þau. Tæplega þriggja ára baráttu er lokið. Snjólaug hafði sigur í margri orrustunni og æðruleysi hennar, styrkur og hvernig henni tókst að njóta lífsins og gefa af sér fram til hins síðasta gera hana að sannköll- uðum sigurvegara. Stórfjölskyldunni allri vottum við innilega samúð. Elsku Brynja og Lín- ey, missir ykkar er mestur, en verið minnugar þess að mömmu njótið þið áfram í öllu því góða og skemmtilega sem hún kenndi ykkur og innrætti, það verður aldrei frá ykkur tekið. Vertu kært kvödd og Guði falin, góða vinkona. Stefanía Sörheller, Hjördís Hjartardóttir. Leiðir okkar Snjólaugar lágu fyrst saman árið 1996 á vettvangi mála- flokks sem henni var mjög hugleik- inn, áfengis- og vímuvarna. Á þessum tíma kviknaði hugmynd um samvinnu ríkis og Reykjavíkurborgar um víð- tækt verkefni á þessu sviði. Áætlun- inni Ísland án eiturlyfja var hleypt af stokkunum. Ég var formaður verk-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.