Morgunblaðið - 03.05.2004, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 03.05.2004, Qupperneq 25
efnisstjórnar og Snjólaug verkefnis- stjóri. Áætluninni var markaður fimm ára starfstími og markmiðið var að ná þjóðarsamstöðu um hið metn- aðarfulla takmark sem í heiti áætl- unarinnar felst. Snjólaug bar hitann og þungann af hinu daglega starfi og var framan af eini starfsmaðurinn. Hún var vakin og sofin yfir verkefninu og sinnti því af áhuga og kostgæfni. Hún var þægi- legur samstarfsmaður og lá aldrei á skoðunum sínum um hvernig standa bæri að málum. Hún náði vel til fólks og gekk skipulega til verks. Á vegum áætlunarinnar var stutt við rann- sóknir, samstarfi við samtök foreldra var komið á og unglingar voru virkj- aðir í forvarnastarfi. Komið var á samstarfi við fjölmarga aðila, opin- bera jafnt sem grasrótarsamtök sem vinna að forvarnarstarfi á þessu sviði. Í allri þessari vinnu nutu sín mann- kostir Snjólaugar og brennandi áhugi hennar á málefninu. Þegar verkefnið var metið af hlutlausum aðila kom í ljós kom að flest markmiðin höfðu náðst. Hátt í 86% aðspurðra þekktu verkefnið og 60% töldu verkefnið hafa náð árangri. Ég hygg að á engan sé hallað þótt sagt sé að Snjólaug átti snarastan þátt í því að svo vel tókst til. Sumarið 2001 tóku einkenni veik- inda að gera vart við sig hjá Snjó- laugu. Engan óraði fyrir hversu mikil alvara var hér á ferð. Kom það ekki í ljós fyrr en í lok ársins þegar rétt greining fékkst loks á veikindum hennar. Við tók erfið læknismeðferð sem Snjólaug gekkst undir af æðru- leysi og kjarki. Hún var knúin áfram af óbilandi lífsvilja því hjá dætrunum Brynju og Líneyju ætlaði hún að vera sem lengst. Hetjulegri baráttu er lokið. Að leiðarlokum þakka ég Snjólaugu samfylgdina, frábært samstarf og gefandi kynni. Megi góður Guð vaka yfir dætrum hennar og öðrum ástvin- um. Blessuð sé minning Snjólaugar Stefánsdóttur. Dögg Pálsdóttir. Kveðja og þakkir frá Fé- lagsþjónustunni í Reykjavík Snjólaug Stefándóttir er látin fyrir aldur fram, öllum harmdauði sem hana þekktu. Hún var starfsmaður Félagsþjónustunnar í Reykjavík um 15 ára skeið til ársins 1995. Eftir það var hún náinn samstarfsmaður okkar innan Reykjavíkurborgar til dauða- dags. Snjólaug helgaði mestan starfs- aldur sinn málefnum barna og ung- menna og sá málaflokkur var einmitt starfsvettvangur hennar innan Fé- lagsþjónustunnar. Í fyrstu veitti hún forstöðu unglingaathvarfi en um tíu ára skeið stýrði hún þeirri deild sem á þeim tíma fór með öll málefni ung- linga innan Félagsþjónustunnar. Í þessum störfum sínum var hún gjarnan frumkvöðull og óþreytandi að leita nýrra leiða til þess að ná ár- angri í starfi og þá alltaf með það að leiðarljósi að bæta aðstæður og líf barnanna sem í hlut áttu. Snjólaug var mikil hugsjónakona og eldhugi og var vakin og sofin í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. Henni nægði ekki að ganga inn í verkefni og lausn- ir sem aðrir höfðu ákveðið fyrirfram heldur hafði hún þörf fyrir að vera bæði leiðandi og skapandi í starfi sínu. Þannig fékk hún líka miklu áorkað og hafði gífurleg áhrif á bæði á málaflokkinn í heild sinni og ekki síður á líf fjölmargra barna í Reykja- vík og fjölskyldur þeirra. Það sem einkenndi Snjólaugu umfram marga aðra var að henni tókst bæði að vera góður stjórnandi og stefnumótandi en á sama tíma missti hún aldrei sjón- ar á hagsmunum hvers og eins barns eða ungmennis. Hún virtist eiga auð- velt með að setja sig í spor unglinga og þeirra hugarheim enda hafði hún frá unga aldri unnið með unglingum í vanda. Þessi góði og mikilvægi eig- inleiki hennar kom þó ekki í veg fyrir gott samstarf og samstöðu með for- eldrum og fjölskyldum barnanna. Það er þó ekki sjálfgefið né öllum gef- ið. Þegar ákveðið var að breyta skipu- lagi og vinnslu unglingamála innan Félagsþjónustunnar árið 1995 kaus Snjólaug, sannfæringu sinni trú, að breyta um starfsvettvang og róa á önnur mið. Það var mikil eftirsjá í henni en sem betur fer fór hún ekki langt, aðeins niður í Ráðhús. Þar voru henni falin margvísleg mikilvæg verkefni fyrir Reykjavíkurborg, verkefni sem öll á einn eða annan hátt gengu þvert á allar fjölskyldustofn- anir borgarinnar. Það er þyngra en tárum taki að horfa á bak þessari kraftmiklu konu og móður í blóma lífsins. Það er þó huggun harmi gegn hversu miklu Snjólaug kom til leiðar á ævi sinni, bæði í starfi og einkalífi. Eitt af því mikilvægasta í lífi hennar var þó að fá að ala upp og koma til manns tveimur efnilegum dætrum og gefa þeim veganesti sem duga mun þeim um ókomna tíð. Fyrir hönd Félagsþjón- ustunnar í Reykjavík færi ég Snjó- laugu Stefánsdóttur þakkir fyrir ein- stök störf í þágu barna og unglinga í Reykjavík og bið henni blessunar á nýjum lendum. Dætrum Snjólaugar, þeim Líneyju og Brynju, foreldrum hennar, bræðrum og fjölskyldum þeirra færi ég innilegar samúðar- kveðjur og bið Guð að styrkja þau öll. Lára Björnsdóttir. Á hjólinu ögrar mér hressandi vindur, hann eins og þú, eins og þú, að baki er ókleifur teinréttur tindur, traustur sem þú, eins og þú. Elsku Brynja, Líney, Margrét og fjölskyldan öll, ykkur vottum við okk- ar dýpstu samúð. Unnur Sólrún og Jenný. Anna María og fjölskylda. Hún Snjólaug vinkona okkar var einstök kona sem erfitt er að lýsa þannig að þeir sem ekki þekktu til hennar fái rétta mynd af henni. Hún var víðsýn, umburðarlynd, hispurs- laus, ráðagóð og einstaklega jákvæð og skemmtileg. En hún var líka bar- áttukona fram í andlátið og margir áttu skjól í hennar faðmi. Það eru margir sem sakna Snjólaugar. Vinátta okkar hófst fyrir næstum tíu árum. Vettvangurinn var gömlu ritstjórnarskrifstofur Morgunblaðs- ins í Aðalstræti en þar höfðu aðstöðu ýmsir starfsmenn Reykjavíkurborg- ar, sem voru að fást við margvísleg verkefni. Snjólaug kom og kynnti sig, settist við litla kringlótta borðið í kaffistofunni og uppfrá þeim degi hófst heilmikið ævintýri hjá okkur „Stelpunum í Strætinu“. Við kringl- ótta borðið urðu til margar góðar hugmyndir og ýmsir hlutir leystir en síðast en ekki síst þá tókst með þess- um hópi sterk vinátta sem aldrei hef- ur borið skugga á. Snjólaug varð sjálfskipaður „formaður“ hópsins og hélt því virðulega embætti til dauða- dags. Þrátt fyrir veikindi sín hélt Snjólaug sínum andlega styrk og samverustundir okkar voru alltaf jafn skemmtilegar og gefandi. Með óbilandi jákvæðni og þakklæti fyrir það sem lífið hafði gefið henni opnaði hún augu okkar fyrir þeim verðmæt- um sem hvorki mölur né ryð fá grandað. Vinkona mín sem brosir stór og falleg hjá sólinni í apríl Þú ert sú sem horfir í fegurðarátt meðan hlýjan læðist í augu þín og hár Vinkona mín á himninum á morgun springur sólin í maí út og gægist um endalaust hnappagatið á blússunni þinni vinkona mín (Steinunn Sigurðardóttir.) Nú þegar komið er að leiðarlokum drúpum við höfði og þökkum fyrir að hafa átt vináttu Snjólaugar Stefáns- dóttur. Dætrum hennar, móður, bræðrum, mágkonum og öðrum aðstandendum sendum við innilegar samúðarkveðj- ur. Anna Margrét, Halldóra, Þórhildur og Agla.  Fleiri minningargreinar um Snjólaugu Stefánsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2004 25 ✝ Einar Guðmund-ur Baldvinsson var fæddur í Reykja- vík 8. desember 1919. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 21. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Baldvin Einarsson, söðla- og aktygjasmiður, f. 8. okt. 1875 að Fjósum í Leiru, d. 5. apríl 1961 í Reykjavík, og kona hans Kristine Karoline Einarsson, f. Heggem 21. nóv. 1883 í Molde í Noregi, d. 15. apríl 1947 í Reykjavík. Þau kynntust í Noregi þar sem Baldvin var við nám í iðn sinni. Þau fluttust til Ís- lands árið 1905 og settust að í Reykjavík og bjuggu þar síðan. Einar var yngstur níu barna þeirra. Þau voru: Sveinbarn, f. 1. júní 1905 (dó nýfætt í Noregi), Gunnar, f. 6. ágúst 1906, Erlend- ur, f. 11. júlí 1907, Jóhann Krist- inn, f. 17. des. 1908, Herríður Unnur, f. 5. nóv. 1910, Ingrid Kjærstine, f. 7. nóv. 1911, Am- anda Ingibjörg, f. 18. mars 1916, og Baldvin, f. 21. apríl 1917. Öll eru systk- ini Einars látin. Einar lærði mynd- list í Handíða- og myndlistaskólanum árin 1942–45 og í Kunstakademiet í Kaupmannahöfn 1946–50. Hann starfaði sem listmál- ari í Reykjavík og kenndi einnig teikn- ingu í skólum. Einar fór í námsferðir til Frakklands, Ítalíu, Hollands, Belgíu, Noregs, Grikk lands og Svíþjóðar. Hann hélt fjölda mál- verkasýninga og tók einnig þátt í samsýningum Félags íslenskra myndlistarmanna. Hann hélt sína fyrstu einkasýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins árið 1958. Ein- ar hlaut starfslaun listamanna ár- ið 1983. Útför Einars G. Baldvinssonar fer fram frá kirkju Óháða safn- aðarins í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Í mörg ár bjó Einar afabróðir minn á Kaplaskjólsvegi 9 í Vestur- bænum. Ég var enn á unglingsaldri er ég fór að venja komur mínar til hans. Það voru ekki margir sem komu til hans og ekki veit ég hvað honum fannst í byrjun um þennan unga frænda sinn sem tók upp á því að heimsækja hann óboðinn! En með tímanum fann ég að honum þótti vænt um þessar heimsóknir og með okkur tókust góð kynni. Á Kaplaskjólsveginum var hvorki hátt til lofts né vítt til veggja en þangað var notalegt að koma. Þar réð fábreytnin ríkjum enda var Ein- ar með eindæmum nægjusamur maður. Ég sé hann fyrir mér sitja á rúminu sínu, reykjandi pípuna og spjalla í rólegheitunum. Ef ég kom til hans að kvöldi dags bauð frændi upp á te í þykku vatns- glasi og fékk sér sjálfur mér til sam- lætis. Hann drakk aldrei kaffi heima, það gerði hann á Kaffi París. Þangað mætti hann snemma á morgnana og þar gat maður gengið að honum vís- um, ávallt sitjandi við sama borðið. Hann var mjög vanafastur og stund- aði sömu kaffihúsin í miðbænum um árabil. Einar hafði vinnustofu sína heima og ævinlega var mynd á trönunum. Stundum var hægt að tala við lista- manninn um verkið sem hann var að vinna að. Oftast var það látið duga, en ef vel lá á Einari gat hann átt það til að sýna myndirnar sínar, sem annars sneru upp að vegg og hann flíkaði lítið. Einar var fæddur í Reykjavík og bjó þar alla ævi, fyrir utan námsárin á fimmta áratugnum er hann dvaldi í Kaupmannahöfn. Gaman var að hlusta á hann rifja upp gamla daga og varð ég margs vísari um lífið í Reykjavík á ungdómsárum hans. Reykjavík var honum mjög hugleik- in, sérstaklega höfnin og nágrenni hennar eins og sjá má í mörgum mynda hans. Einnig fræddi hann mig mikið um fjölskylduna, sérstaklega föður sinn Baldvin Einarsson söðla- og aktygja- smið og móður sína Kristine Karol- ine sem var norsk, fædd í Molde. Kunni hann nokkuð að segja frá frændgarði sínum þar enda fór hann til Molde með föður sínum eftir lát móður sinnar og heimsótti m.a. syst- ur hennar og fleiri skyldmenni. Oft ræddum við um listir og það sem efst var á baugi í þjóðfélaginu hverju sinni, enda fylgdist Einar vel með fréttum meðan heilsan leyfði og hafði sínar skoðanir á mönnum og málefnum. Einar var rólyndur maður að eðl- isfari en geðlaus var hann ekki og sagði sína skoðun hiklaust ef honum mislíkaði eitthvað. Hann var ekki allra, en þá sem hann tók batt hann tryggð við. Ég er þakklátur fyrir kynni mín af Einari frænda, allan fróðleikinn sem ég nam af honum og þær stundir sem við áttum saman. Blessuð sé minning hans. Ingimar F. Jóhannsson. Einar frændi er látinn. Hann er væntanlega hvíldinni feginn, því honum líkaði ákaflega illa að vita til þess að heilsan væri farin að gefa sig. Andleg heilsa hans var lengst af mjög góð, en fyrir tveimur árum tók henni að hraka mjög hratt. Það var svo á síðasta degi vetrar, 21. apríl sl. að líkaminn gafst upp, eftir að hafa þjónað honum í meira en 84 ár. Þótt hann eigi ekki afkomendur, mun minning hans lifa lengi gegnum hin fallegu listaverk hans sem prýða heimili og stofnanir víða, auk þess sem minningin um góðan mann mun búa í hjarta þeirra sem til hans þekku. Þótt ég hafi þekkt til Einars allt frá barnæsku, kynntist ég mannin- um sem hann hefur að geyma ekki fyrr er fyrir u.þ.b. 10–12 árum, þeg- ar samgangur hans við foreldra mína fór að aukast. Það var svo árið 2000 sem hann fór að heimsækja okkur fjölskylduna nokkuð reglulega. Það voru mikil forréttindi að fá að hlýða á hann rifja upp gamla tíma sem hann mundi ákaflega vel. Rakti hann ýmsa fróðlega hluti og brá t.a.m. upp ljós- lifandi mynd af foreldrum sínum, langafa og langömmu minni. Einnig rifjaði hann gjarnan upp námsárin sín í Kaupmannahöfn í kring um seinna stríð. Einar var listamaður og endurspeglaðist það oft í sýn hans á lífið. Hann vildi hampa hinu fallega og greindi umhverfi sitt með augum listamannsins. Þegar hann kom í heimsóknir sínar lét hann gjarnan í ljós skoðanir á hvort ný hús í vaxandi hverfi væru falleg eða ekki. Hann furðaði sig oft hve borgin stækkaði ört og rifjaði upp gamla tíð þegar ekki sást til Reykjavíkur frá Elliða- ám. Einar var vanafastur og reyndi að halda hinu daglega lífi í föstum skorðum eins lengi og hann gat. Einn af föstum punktum var að fá sér kaffi á Café París á morgnana með félögum sínum. Þegar heyrnin var farin að gefa sig og honum fannst hann eiga orðið erfitt með að taka þátt í samræðum, sat hann einn til borðs og fylgdist með. Þessi elli- merki tóku á þolinmæði hans og gátu farið í skapið á honum. Þannig gat hann komið fólki fyrir sjónir sem skapmaður þótt hann í reynd væri hinn mesti ljúflingur, ekki síst gagn- vart börnum og dýrum. Hann fylgd- ist vel með þroska barna okkar og hafði um það orð hvað þau stækkuðu ört og gantaðist með að sonur okkar myndi fljótlega ná honum í hæð þar sem hann var ekki hár maður. Eitt skiptið er við fórum í sumarleyfi tók hann að sér að gæta páfagauks fyrir okkur. Tókust með þeim svo góð kynni að hann hóf allar heimsóknir þaðan í frá með að kanna heilsufar gauksa, og var sannfærður að gauksi þekkti nú vel hann Einsa Bald. Einar var listmálari af lífi og sál. Hann málaði eins lengi og heilsa hans leyfði og jafnvel lengur. Eftir hann liggja fjölmörg mikilfengleg verk og hann hlaut verðskuldaða við- urkenningu frá listunnendum sem birtust með skýrum hætti þegar hann hélt sýningar. Má með sanni segja að listin hafi verið líf hans. Við munum sakna Einars og varð- veita minningu hans með okkur. Eyjólfur, Ingunn og börn. Nú eru leiðarlok hjá frænda okkar Einari G. Baldvinssyni og erum við fyrir hans hönd þakklátar fyrir það að hann skuli hafa fengið friðinn mikla. Hann hefur nú tækifæri til þess að hitta það fólk sem stóð hon- um næst og var honum kærast, en þau eru því miður öll farin frá okkur hinum sem eftir lifum. Við munum eftir Einari vegna þess að við dvöld- um mikið hjá afa og ömmu, en hann var bróðir afa okkar. Í minningunum er hann hæglátur og hljóður maður sem lítið fór fyrir, en þegar við kynntumst honum betur seinna, þá fór það ekki á milli mála að mikið skap var í Einari. Eftir daga afa og ömmu þá fórum við að hafa meira samband við Einar, því að mamma bauð honum að borða með okkur á jólum, páskum og öðrum stórhátíð- um. Við hittumst oftar og meira sam- band myndaðist á milli hans og okk- ar systkinanna. Síðan breyttust aðstæður Einars, hann hætti að mála og vera hæfur um að sjá um sig sjálf- ur og að lokum fluttist hann inn á stofnanir. Fyrst var það Borgarspít- alinn, þá Landakot og að síðustu Skjól. Þegar mamma fór í ferðalög þá sinntum við systur frænkuhlut- verkinu og heimsóttum Einar, sem ekki alltaf var gleðiefni því að eftir að veikindin dundu yfir þá var hann stundum mjög reiður og lét alla í kringum sig finna fyrir því. Samt sem áður var hann suma daga mjög glaður og leið greinilega vel og var mun skemmtilegra að heimsækja hann á þessum dögum. Við viljum þakka öllum þeim sem sáu um að- hlynningu hans fyrir frábær störf, því að auðséð var að vel var um hann hugsað. Einar frændi gaf okkur systrum meira en nokkur getur gert, því að við fengum það tækifæri að vera hjá honum síðustu andartök lífs hans og fyrir það erum við þakklátar og enn samrýndari systur eftir. Í minning- unum verður Einar enn nátengdari fyrir vikið og okkur finnst við hafa verið meiri þátttakendur í lífi hans og lífsstriti. Elsku Einar, þakka þér fyrir allt það jarðneska líf sem við áttum sam- an, hittumst aftur seinna og skilaðu kveðju til allra hinna sem við sökn- um. Elísabet og Hulda Karen Eyjólfsdætur. Elsku Einar. Við systur nutum ekki þeirra forréttinda að eiga lang- afa en þú sem langafabróðir gekkst inn í það hlutverk. Öll jólin, páskarn- ir og fleiri hátíðisdagar sem við höf- um átt saman eru ómetanlegir fyrir okkur. Málverkin þín eru yndisleg og koma til með að lifa um aldur og ævi. Takk fyrir allt saman, elsku Einar. Berglind og Sandra Sif. EINAR G. BALDVINSSON Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 Englasteinar Legsteinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.