Morgunblaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 26
MINNINGAR 26 MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Pálína MagneaPálsdóttir fæddist í Reykjavík 17. apríl 1924. Hún lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi í Fossvogi 23. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Jónína Guðmundsdóttir og Páll Jónsson. Systkini Pálínu sammæðra voru Guðbjört, sem ásamt Magnúsi Jóns- syni, eiginmanni Jón- ínu, létust úr spænsku veikinni 1918; Guðmundur, Mar- grét, Sigríður, Kristín, Haraldur og Ragna. Eru þau öll látin. Yngst voru svo samfeðra Pálína og Ingv- ar sem lést á unga aldri. Pálína giftist Jóni Þorsteinssyni (f. 26. mars 1914, d. 2. júlí 1985) frá Stóru-Gröf í Skagafirði 8. des- ember 1959. Þau bjuggu yfir 50 ár í Skipholti 8 í Reykja- vík. Þau eignuðust soninn Pál Ástþór Jónsson, f. 18. nóv. 1959. Hann er kvæntur Hólmfríði Tryggvadóttur, f. 19. jan. 1967, og eiga þau þrjú börn, Hlín f. 18. nóv. 1989, Sif, f. 17. júlí 1992, og Jón Inga, f. 17. apríl 1998. Útför Pálínu verður gerð frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þegar ég átti að hitta Pöllu, eins og hún var alltaf kölluð, í fyrsta skipti var ekki laust við að það væri smá hnútur í maganum á mér. Þegar hún opnaði fyrir mér dyrnar, lítil tápmikil og glaðleg kona, hvarf þessi hnútur eins og dögg fyrir sólu. Það var eins og ég hefði alltaf þekkt hana. Þarna eignaðist ég góðan vin því hún var mikill vinur vina sinna og það var auð- velt að tala við hana um allt. Hún var mjög víðsýn og dæmdi engan, en hafði þó sínar skoðanir á málunum. Hún hafði líka sérstaklega gott minni og fylgdist vel með öllu sem var í gangi, hvort sem það var hjá unga fólkinu eða sínum jafnöldrum. Hún var líka vel að sér í allri þjóðfélags- umræðu. Barnabörnin voru henni til mikillar gleði og gerði hún allt sem í hennar valdi stóð til að styðja þau og gleðja. Þau fundu líka fljótt að amma þeirra var úrvals manneskja og með hennar lífssýn og þekkingu fara þau með gott veganesti út í lífið. Þrátt fyrir veikindi síðustu ár var hún ekki að kvarta og oft og tíðum þurfti að beita lagni til að fá að hjálpa henni. Síðustu vikurnar lá hún á deild B-6 á Landspítalanum í Fossvogi þar sem starfsfólkið reyndist henni og okkur sérstaklega vel og á það þakkir skildar. Nú hefur hún fengið hvíld og er laus við allar þrautir. Ég kveð með söknuði stolta konu með stórt hjarta og þakka henni góð kynni. Hvíl í friði, Palla mín. Þín tengdadóttir, Hólmfríður. Elsku amma Palla. Það er skrítið að hugsa um að þú sért farin frá okk- ur og komir aldrei aftur. Þú varst allt- af svo blíð og góð við okkur. Þegar við vorum litlar var svo gaman þegar við fengum að máta alla skóna þína, slæðurnar og skartið. Þú varst bara með svo fíngerða fætur að þegarvið stækkuðum urðu þeir fljótt of litlir. Þú sagðir okkur líka margar sögur frá því í gamla daga þegar þú varst ung og varst t.d. í fimleikum og stepp- dansi. Þú fylgdist líka vel með hvað við vorum að gera og hvattir okkur til að standa okkur. En fyrst og fremst hvattir þú okkur til að vera heiðarleg- ar og góðar við náungann því það fengjum við margfalt borgað. Við kveðjum þig með söknuði og vonum að þið afi haldið áfram að gæta okkar. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Guð geymi þig, elsku amma Palla. Þínar sonardætur, Hlín og Sif. Elsku amma mín, nú ert þú hætt að vera lasin og ert farin til Guðs. Þú er örugglega líka búin að hitta Jón afa. Það var gaman að koma til þín og fá að leika sér að gamla dótinu hans pabba. Þú áttir líka alltaf smá nammi handa mér. Elsku amma Palla ég sakna þín. Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: Hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin – amma finnur augasteininn sinn í nótt. (Jóhannes úr Kötlum.) Sofðu rótt, amma mín. Þinn Jón Ingi. Þá hefur hún Palla frænka mín kvatt þetta tilverustig og hefur því síðasti hlekkurinn í systkinahóp móð- ur minnar rofnað. Síðan ég man eftir mér hefur Palla frænka verið órjúfandi þáttur í lífi mínu, enda bjó hún ásamt Jónínu mömmu sinni og Guðmundi bróður sínum um tíma á loftinu hjá okkur á Njarðargötunni. Í mörg ár vann hún í móttökunni í Efnalaug Vesturbæjar og seinna meir sá hún um ræstingar, m.a. hjá heildsölum í Sundaborg og í Versl- uninni Pfaff. Áður fyrr tók hún einnig að sér saumaskap, enda var hún stór- myndarleg og er til eftir hana mikið af handavinnu, bæði saumaðri og málaðri. Í nokkur ár var hún aðstoð- arkona tengdamóður og mun sú um- hyggja sem hún sýndi henni aldrei gleymast. Hún var mjög glaðsinna og söng- elsk, mátti oft heyra hana syngja há- stöfum hvern ástarbraginn af öðrum meðan hún skrúbbaði niður stiga- ganginn á Njarðargötunni. Palla frænka var í senn vinkona, leiðbeinandi og sálusorgari. Til henn- ar leitaði maður með ólíkustu hluti, hún var t.d. ómissandi ef kaupa átti fallega flík eða eitthvað til heimilisins því hún var einstaklega smekkleg. Óþreytandi var hún við að kenna mér að sauma og gerði það af stakri þol- inmæði og vildi ekki sjá neina fljóta- skrift á saumaskapnum. Fyrstu utanlandsferðina okkar beggja, þá 18 ára fór ég t.d. með Pöllu, og fórum við í Norðurlandaferð með Heklunni og eftir að sjóveikin tók að réna áttum við mjög ánægju- lega ferð. Dýpstu leyndarmál voru vel geymd hjá henni og fóru aldrei lengra. Hún var einstaklega ráðagóð og heilsteypt manneskja enda bæði vinmörg og vinföst. Þær systur voru allar mjög samrýndar, Margrét og Sigríður létust fyrir allmörgum árum en Kristín lést í fyrra. Var Pöllu mikil eftirsjá að henni, enda höfðu þær, orðnar tvær einar, daglegt samband. Ein systirin, Ragna, lést langt um aldur fram. Palla giftist Jóni Þorsteinssyni, vélsmíðameistara og bjuggu þau alla tíð að Skipholti 8. Þeim varð ekki barna auðið, en töldu það mesta lán lífs síns að fá fósturson, nýfæddan og var hann auðskiljanlega augasteinn þeirra. Drenginn skírðu þau Pál og er hann nú kvæntur maður og þriggja barna faðir. Palla bar alla tíð mikla umhyggju fyrir fjölskyldu hans og hefur Hólmfríður tengdadóttir henn- ar reynst henni einstaklega vel, ekki síst nú í nýafstöðnum veikindum hennar. Myndir af barnabörnunum þrem voru alltaf til sýnis og fékk mað- ur að fylgjast með árangri þeirra í leik og starfi. Ekki fór á milli mála að hún var ákaflega hreykin af þeim öll- um og hvað þau voru henni kær. Palla frænka var afskaplega ung í anda og t.d. fannst henni hún eigin- lega aldrei orðin nógu gömul til að taka þátt í nokkru sem til boða stóð fyrir aldraða. Seinustu árin voru henni erfið og heilsan farin að bila. Aldrei kvartaði hún þó og tók örlög- um sínum af stakri ró. Að eigin sögn amaði aldrei neitt að henni, þó hún gæti hvorki setið né staðið með góðu móti. Þó heilsan bilaði og ýmislegt hrjáði líkamann, hélt hún sinni and- legu heilsu og eru ábyggilega fáir komnir á hennar aldur sem fylgdust jafn grannt með því sem skeði, jafnt innanlands sem utan. Hún náði því að verða áttræð og héldu sonur og tengdadóttir henni smásamsæti á spítalanum í tilefni dagsins. Ég talaði við hana í síma frá útlöndum og sagðist hún hafa notið dagsins og var þeim þakklát fyrir um- hyggjuna. Pöllu frænku minni þakka ég sam- fylgdina, sem aldrei hefur skugga á borið. Páli, Hólmfríði og börnunum sendum við hjónin okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hjördís Magnúsdóttir. Fallin er frá elsku vinkona okkar Pálína Pálsdóttir eða Palla frænka eins og við kölluðum hana gjarnan. Palla, ásamt manni sínum og syni, átti heima til margra ára að Skipholti 8 í Reykjavík, þar sem við áttum ætíð afdrep og vorum meira en velkomnar er við heimsóttum höfuðborgina. Læknisheimsóknir, kirtlataka, tann- réttingar, verslunarleiðangrar svo sem garn- og efniskaup og ekki má gleyma leikhúsferðunum. Svo ótal, ótal ferðir frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur og í allflestum tilfellum í gistingu hjá Pöllu, Nonna og Palla. Palla var alltaf hreinskilin. Hún hrósaði okkur, þegar við átti, en lét einnig í sér heyra, þegar eitthvað mátti betur fara. Palla kom stöku sinnum til Eyja, sem var mikið tilhlökkunarefni fyrir okkur, því að hún var alltaf svo glöð og þakklát, sama hversu lítið það var. Hún var snillingur með saumavélina, saumaði heilu dressin og síðkjólana úr glitrandi og glansandi efnum. Það lék allt í höndunum á henni svo nær væri að spyrja: Hvað gat hún ekki gert? Palla fylgdist vel með mönnum og málefnum og lét í raun ansi fátt fram hjá sér fara. Nú í seinni tíð vildi hún vita hvað börn okkar og barnabörn væru að bardúsa, hvað allri skóla- göngu og atvinnu liði. Hún hafði allt slíkt á hreinu. Minningarnar um elsku Pöllu okk- ar eru margar, svo margar að auð- veldlega væri hægt að skrifa bæði þykka og gerðarlega bók. Nú, þegar birtir yfir okkar góða landi, rökkvar í hjörtum okkar vegna fráfalls þessarar góðu og dýrmætu vinkonu. Við mæðgurnar viljum að endingu þakka Pöllu fyrir dásamleg kynni, ævarandi vináttu og velvilja og biðjum algóðan Guð að styrkja Palla, son hennar, Hófí konu hans og börnin þeirra þrjú, Hlín, Sif og Jón Inga. Öll- um öðrum ástvinum hennar sendum við samúðarkveðjur. Rósa Snorra, Hafdís, Sædís og fjölskyldur. Þegar komið er að kveðjustund langar okkur hjónin að minnast Pöllu okkar með fáeinum orðum. Við höfum þekkst í hálfa öld, margt hefur borið við á þeim langa tíma, gleði og sorgir. Ætíð var hægt að leita til Pöllu, hún var skynsöm og ráðholl og lagði ætíð gott til mála. Hún átti heima í Skipholti 8 í yfir 50 ár og oft var líflegt þar. Hún og maður hennar Jón voru afar gestrisin og góð heim að sækja og vinsælt að koma þar við í bæjarferðum. Palla ólst upp hjá einstæðri móður, yngst í systkinahóp sem var afar sam- heldinn og sú síðasta sem kveður. Fjölskyldan hjálpaðist öll að í lífsbar- áttu þessara erfiðu ára. Mér fannst Palla ætíð minnast æskuára sinna með gleði enda bar hún aldrei sorgir sínar á torg. Hún vann alla tíð meðan heilsan leyfði, mjög mikið, en það kom ekki í veg fyrir að hún notaði frítímann í ýmis áhugamál, handavinnu og saumaskap sem hún hafði mjög gam- an af og hún hafði gott auga fyrir lita- samsetningu og engin var betri í að raða upp húsgögnum og myndum. Oft þurfti hún að hafa mikið fyrir því sem hún gerði, eins og þegar hún saumaði stórt veggteppi án þess að hafa munstur því það var ekki fáan- legt, en þá fékk hún að koma einu sinni í viku og telja út munstrið og þar stóð hún uppi á stól og taldi sporin, fór svo heim og saumaði. Svona gekk þetta viku eftir viku. Þó líkamlega heilsan væri orðin lé- leg var hún andlega hress til síðustu stundar og fylgdist með öllu í kring- um sig, fólkinu sínu, vinunum, lands- málunum, alltaf var hún með á nót- unum. Fyrir 44 árum stofnuðum við nokkrar saumaklúbb sem hefur verið okkur mikils virði og Palla er sú sem fyrst kveður. Við söknum hennar sárt. En við erum þakklátar fyrir allar góðu skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman. Palla var trúuð kona og treysti á framhaldslíf að loknu þessu og nú er hún búin að hitta Jón sinn aftur, eins og eina úr saumaklúbbnum okkar dreymdi þau nóttina eftir andlát hennar. Innilegar samúðarkveðjur til Palla, Hólmfríðar og barnabarnanna. Sólborg Guðmundsdóttir. PÁLÍNA MAGNEA PÁLSDÓTTIR Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, NJÁLL ÞÓRARINSSON heildsali, Heiðargerði 122, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi laugar- daginn 17. apríl, verður jarðsunginn frá Fríkirkj- unni miðvikudaginn 5. maí kl. 13.30. Þórir Steindór Njálsson, Aðalbjörg Gunnarsdóttir, Jóhanna Þórisdóttir, Atli Már Guðmundsson, Guðrún Erna Þórisdóttir, Hildur María Þórisdóttir, Magnús Þór Atlason. Konan mín, BIRNA KRISTJANA BJARNADÓTTIR, Hlíðargerði 14, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 27. apríl. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 4. maí kl. 13.30. Ísleifur Jónsson. Ástkær faðir okkar og bróðir, BJARNI HANS GUNNARSSON, Teigaseli 5, Reykjavík, sem lést laugardaginn 24. apríl, verður jarðsunginn frá Seljakirkju þriðjudaginn 4. maí kl. 13.30. Börn og systkini. Faðir okkar, SIGURÐUR EGGERT SIGURÐSSON, Hvassleiti 10, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að morgni laugardagsins 1. maí. Björg, Sigurður Kristinn, Inga og Margrét Sigurðarbörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJÖRN MAGNÚSSON, Þórðarsveig 3, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 28. apríl, verður jarðsunginn frá kirkju Óháða safnaðarins þriðjudaginn 4. maí kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Ingibjörg Björnsdóttir, Ragnheiður B. Björnsdóttir, Ingólfur Ingólfsson, Snorri Björnsson, Sigríður Jakobsdóttir, Björn Björnsson, Ingibjörg Andrésdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.