Morgunblaðið - 03.05.2004, Side 29

Morgunblaðið - 03.05.2004, Side 29
ALMENN DYRASÍMA- OG RAFLAGNAÞJÓNUSTA Set upp ný dyrasímakerfi og geri við eldri. Endurnýja raflagnir i eldra húsnæði ásamt viðgerðum og nýlögnum. Fljót og góð þjónusta Geymið auglýsinguna Sími 893 1733 og 562 6645 JÓN JÓNSSON löggiltur rafverktaki jon@netpostur.is Spíssar ehf. Hverfisgötu 108 101 Reykjavík Losum stíflur, hreinsum holr æsi, nýlagnir, rotþ rær, smúlum bílaplön o.fl. Stíflulosun Bíll og 2 menn 13.500 kr. klst. í dagvinnu. (10 km innif.) 35 kr. umfram km. Nonni 891 7233 Hjörtur 891 7230 Áratuga reynsla NÝTT Skolphreinsun Ásgeirs sf. s. 892 7260 og 567 0530 Losa stíflur úr salernum, vöskum, baðkörum og niðurföllum. Röramyndavél til að staðsetja skemmdir í lögnum. FJARLÆGJUM STÍFLUR VALUR HELGASON ehf. Sími 896 1100 - 568 8806 Röramyndavél til að skoða og staðsetja skemmdir í frárennslislögnum DÆLUBÍLL úr vöskum, wc-lagnir, baðkerum og niðurföllum – Við notum ný og fullkomin tæki Veislubrauð í 18 ár Búðargerði 7 Sími 581 4244 og 568 6933 OPIÐ: Virka daga frá kl. 8-15 og laugardaga frá kl. 9-13 Brauðstofa Áslaugar Brauðsneiðar fyrir hádegisfundi Snittur og brauðtertur í veisluna Pinnamatur o.fl. RAÐAUGLÝSINGAR ATVINNUHÚSNÆÐI Til leigu verslunar-, skrifstofu-, þjónustu-, lager- og iðnaðarhúsnæði á stór-Reykjavíkursvæðinu. Fasteignafélagið Kirkjuhvoll. Vefsíða okkar er www.kirkjuhvoll.com Uppl. veitir Styrmir Karlsson í síma 899 9090. I.O.O.F. 19  185538 I.O.O.F. 10  185538  Fr. ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Sölumaður fasteigna Traust fasteignasala í Reykjavík leitar að sölu- manni sem getur hafið störf fljótlega. Við leit- um að dugmiklum og heiðarlegum aðila sem getur unnið sjálfstætt. Góðir tekjumöguleikar. Áhugasamir vinsamlega sendið inn umsóknir á augl.deild Mbl. eða á box@mbl.is fyrir kl. 12 föstudaginn 7. maí 2004 merktar: „Sölumaður—15324“. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2004 29 LYF og heilsa hefur stofnsett fræðslusetur í samstarfi við Tæknihá- skóla Íslands og hófst starfsemi í því í gær. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu frá fyrirtækinu. Þar segir einnig að í vinnustaðagreiningu, sem nýverið var framkvæmd hjá Lyfjum og heilsu hafi komið í ljós eindreginn vilji starfsmanna til að njóta betri end- urmenntunar. Skoðun þorra starfs- manna hafi verið að frekari endur- menntun myndi gagnast þeim vel í starfi sem aftur myndi skila sér í betri þjónustu við viðskiptavini fyrirtækis- ins. Við skoðun kom í ljós að blanda af námskeiðahaldi og fjarkennslu myndi gagnast starfsemi Lyfja og heilsu best, einkum vegna þess að starfsemi fyrirtækisins er dreifð um land allt. Fræðslusetur Lyfja og heilsu mun byggjast upp á tveimur ítarlegum námskeiðsdögum á ári og miðlun þekkingar til starfsmanna á vefnum þess á milli. Eitt af markmiðum fræðslusetursins er að starfsemi þess muni auka hæfileika starfsfólks til að takast á við störf sín og auka mögu- leikana til að ná persónulegum mark- miðum. Þá er talið að framtakið muni styrkja fyrirtækjabrag og liðsheild. Lyf og heilsa stofnsetur fræðslusetur fyrir starfsfólk sitt Starfsfólk Lyfja og heilsu á skólabekk í fræðslusetri fyrirtækisins. Frumkvæðið kom frá starfsfólkinu HIN nýja kvennadeild á Sjúkrahúsi Akraness var formlega tekin í notk- un föstudaginn 30. apríl sl. við hátíð- lega athöfn. Gerðar hafa verið gagn- gerar endurbætur á húsnæðinu og er aðstaða nú glæsileg og öll til fyrir- myndar. Það var Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra sem formlega opnaði deildina og honum til aðstoð- ar við að klippa á „strenginn“ var Birgitta Guðnadóttir en hún var fyrsta barnið sem fæddist á sjúkra- húsinu fyrir 52 árum. Við athöfn af þessu tilefni lýsti Guðjón S. Brjánsson, framkvæmda- stjóri Sjúkrahússins, mikilvægi þess að endurnýja og viðhalda húsnæði, búnaði og tækjum og taldi að með til- komu nýendurbættrar kvennadeild- ar fjölgaði fæðingum talsvert á sjúkrahúsinu enda öll aðstaða til fyr- irmyndar. Nefndi hann í því sam- bandi nýtt og fullkomið fæðingar- rúm og sérhannaða vatnslaug og margvíslegar aðrar nýjungar í þágu fæðandi kvenna og fjölskyldna þeirra. Í máli Guðjóns kom fram að þessi framkvæmd hefði átt drjúgan aðdraganda og undirbúning og leiðin í áfangastað hefði ekki verið hindr- analaus. Víða væri kallað eftir fé til framkvæmda og eftirspurn langt umfram það sem hægt væri að svara svo allir yndu alsælir. Heilbrigðisyf- irvöld, ráðherra – bæði núverandi og sá sem gegndi embættinu á undan honum – og starfsmenn ráðuneyt- isins hefðu þó verið afar hliðholl og greitt götuna og stuðlað að því að nú væri hægt að fagna, sagði Guðjón. Fulltrúar starfsmanna og gesta fluttu einnig ávörp við þetta tæki- færi. Deildin er vel búin tækjakosti eins og fyrr er nefnt og má jafnvel sjá það nýstárlegasta á því sviði, nýjungar í búnaði sem ekki hafa sést á Íslandi fyrr, t.d. hið nýja fæðingarrúm og vatnslaug. Hvort tveggja, með mörgu öðru, er framlag úr gjafa- sjóði Sigurðar R. Péturssonar en hann gaf andvirði íbúðar sinnar hér á Akranesi til fæðingardeildarinnar og í þágu nýfæddra barna. Án hans stuðnings hefði verið erfitt að ljúka þessum framkvæmdum á þessum tíma og með þeim myndarskap sem raun varð á. Verkið hófst í mars 2003 og hefur gengið samkvæmt áætlun. Um er að ræða endurbætur álmunnar og lag- færingar utanhúss. Það var bygg- ingarfélagið Kjölur ehf. á Akranesi sem var aðalverktaki og fjöldi ann- arra iðnaðar- og tæknimanna tengd- ist því. Arkitekt breytinganna var Helgi Hjálmarsson og stofurnar Hönnun hf. og Bragi Sigurdórsson sáu um verkfræðihönnun. Eftir flutning skurðstofa úr norð- urálmu á annarri hæð losnaði þar húsnæði og var ákveðið að nýta það fyrir stækkun fæðingar- og kvenna- deildar sem orðin var brýn þörf á. Þá var einnig ákveðið að framkvæmdin næði til annarra endurbóta á álm- unni, þ.e. endurbóta eldhúss og við- gerða utanhúss. Framkvæmdin nær til þess að breyta og endurinnrétta 1. og 2. hæð norðurálmu sjúkrahússins, alls um 700 m² húsnæðis, auk end- urbóta á álmunni utanhúss. Ákveðið var að skipta framkvæmdinni í tvo áfanga. Í 1. áfanga eru fjarlægðar innrétt- ingar þar sem áður var skurðdeild og innréttað fyrir fæðingar- og kvennadeild og hún stækkuð eins og áður segir. Í öðrum áfanga eru síðan endurbætur eldhúss og er áætlað að ljúka þeim í mars 2005. Heild- arkostnaður var í mars 2003 áætl- aður 167 mkr. Ný kvennadeild tekin í notkun á Akranesi Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra opnaði deildina og honum til að- stoðar við að „klippa á strenginn“ var Birgitta Guðnadóttir en hún var fyrsta barnið sem fæddist á sjúkrahúsinu fyrir 52 árum. Akranesi. Morgunblaðið. Skáldakvöld Á morgun verður upp- lestrarkvöld á Jóni forseta á vegum Á MORGUN Vorferð Í dag kl. 19.30 verður lagt í hina árlegu vorferð Safnaðarfélags Grafarvogskirkju. Haldið verður á Þingvöll þar sem Einar Á. E. Sæ- mundsen fræðslufulltrúi tekur á móti hópnum og fer yfir sögu Þing- valla. Þá verður kvöldkaffi í Valhöll. Ferðin er til kl. 23 og kostar kr. 500. Í DAG Rithrings.is.Að venju er fólki vel- komið að taka með sér verk sín og lesa upp. Einkavæðing síma Á morgun, þriðjudag, kl. 8.15–9.45 heldur Dansk-íslenska verslunarráðið morgunverðarfund um einkavæð- ingu símafyrirtækja. Henrik Thørr- ing, framkvæmdastjóri TDC-síma- fyrirtækisins danska mun flytja erindi um reynslu Dana af einka- væðingu símans þar í landi. Að loknu erindi Thørring verða pallborðs- umræður. Á fundinn kostar kr. 2.500 og er morgunverðurinn innifalinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.