Morgunblaðið - 06.05.2004, Qupperneq 2
FRÉTTIR
2 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
SAMNINGSDRÖG
Samninganefnd Launanefndar
sveitarfélaganna lagði fram ítarlegt
tilboð í formi heildstæðs kjarasamn-
ings á fundi með Kennarasambandi
Íslands vegna grunnskólans í húsa-
kynnum ríkissáttasemjara í gær.
Næsti fundur viðsemjenda er
áformaður á föstudag.
Bush heitir refsingum
George W. Bush Bandaríkja-
forseti sagði í viðtölum við arab-
ískar sjónvarpsstöðvar í gær, að
þeim bandarísku hermönnum sem
bæru ábyrgð á „hryllilegum“ pynt-
ingum á íröskum föngum í fangelsi í
Bagdad yrði refsað. Fréttaskýr-
endur sögðu Bush hafa talað fyrir
daufum eyrum í flestum arabaríkj-
um.
Barnabótum breytt?
Hugsanlega mætti breyta barna-
bótakerfinu til að koma til móts við
tekjulágt fólk og niðurgreiða leik-
skóla og tómstundastarf í sama til-
gangi. Þetta er meðal hugmynda
starfshóps sem skilað hefur skýrslu
um fátækt sem dreift var á Alþingi í
gær.
Fjöldamorð í Nígeríu
Yfir tvö hundruð múslímar hafa
verið myrtir og um 120 er saknað
eftir árás herflokka kristinna
manna á bæ í Mið-Nígeríu. Sagði
einn leiðtoga nígerískra múslíma í
gær að fjöldamorð hefði verið fram-
ið. Talið er að morðin megi rekja til
deilna þjóðflokka um landayfirráð.
Metseta Berlusconis
Frá og með deginum í gær varð
Silvio Berlusconi forsætisráðherra
þeirrar ríkisstjórnar Ítalíu sem
lengst hefur setið frá því að síðari
heimsstyrjöldinni lauk. Stjórnin
hefur verið við völd í 1.060 daga.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Þjónusta 37
Erlent 14/16 Viðhorf 38
Minn staður 18 Minningar 38/43
Höfuðborgin 20/21 Umræðan 44/47
Akureyri 22 Kirkjustarf 48
Suðurnes 23 Bréf 52
Austurland 24 Dagbók 54/55
Landið 26 Íþróttir 56/59
Listir 26/29 Fólk 60/65
Daglegt líf 30/31 Bíó 62/65
Neytendur 32/33 Ljósvakamiðlar 66
Forystugrein 34 Veður 67
* * *
Kynningar – Morgunblaðinu í dag
fylgir auglýsingablað, Sumarið 2004.
Með blaðinu í dag er prentað auglýs-
ingablað frá NETTÓ.
www.netto.is
Verð birt með fyrirvara um prentvillur.
Tilboðin gilda frá 6. maí til 12. maí (nema annað sé tekið fram) eða meðan birgðir endast.
Nettó Akureyri - Akranesi - Mjódd - Salahverfi Kópavogi
99
Pepsi og Pepsi Max 2ltr
Tilboðið gildir
fimmtudag - sunnudags
299
199
Grísabógur
Tilboðsverð kr. 299 kg.
Merkt verð kr. 441 kg
Grísahnakki úrbein.
Tilboðsverð kr. 699 kg.
Merkt verð kr. 1398 kg
32%
afsl.
40%
afsl.
50%
afsl.
25%
afsl.
Grísasíða
Tilboðsverð kr. 239 kg.
Merkt verð kr. 399 kg
Grísaveisla
Nettó samlokubrauð
Tilboðið gildir
fimmtudag - sunnudags
Grísahryggur m.pöru
Tilboðsverð kr. 509 kg.
Merkt verð kr 849 kg
Grísahakk
Tilboðsverð kr. 358 kg.
Merkt verð kr. 477 69
40%
afsl. Ódýrt og gott
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir
sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
„ÉG hef nú aldrei notið trausts þeirra í stjórnmálum og
aldrei vitað til þess að Ingibjörg Sólrún hafi treyst mér
til nokkurra verka í stjórnmálum þannig að það kemur
mér ekki á óvart að hún vilji nota þetta sem átyllu til að
heimta að ég hætti sem ráðherra. Það er ekkert nýtt.
En mér finnst nú að fólk verði að gæta sín hvað það
gengur langt í kröfum og verði að hafa málefnalegar
ástæður fyrir sínum kröfum. [Ingibjörg Sólrún] sem
aðrir,“ segir Björn Bjarnason um þau ummæli Ingi-
bjargar Sólrúnar Gísladóttur og Magnúsar Þórs Haf-
steinssonar að Birni beri að segja af sér í kjölfar álits
umboðsmanns Alþingis.
„Magnús Þór hefur nú skrifað sjálfur og beðist afsök-
unar á árásum á mig og forseta þingsins þess efnis að
það ætti að sprengja okkur í loft upp. Þannig að hann
hefur aldrei verið neinn sérstakur stuðningsmaður
minn og notar núna þessa átyllu enn og aftur til þess að
heimta að ég hætti.“
Björn segir því viðbrögð þingmannanna tveggja ekki
koma sér á óvart. „Mér finnst þau í samræmi við þeirra
afstöðu og hvað þau ganga yfirleitt langt í dómum sín-
um og miklu lengra en efni standa til. Miðað við þetta,
þetta er spurning um lögfræðileg álitaefni, ég veit ekki
hvaða þekkingu þau hafa á því yfirleitt.“
Ummælin koma ekki á óvart
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir,
varaþingmaður Samfylkingar, lýsti
því yfir á Alþingi í gær að Björn
Bjarnason dómsmálaráðherra ætti að
sjá sóma sinn í því að segja af sér
embætti dómsmálaráðherra.
Hún sagði álit umboðsmanns Al-
þingis áfellisdóm yfir embættisfærslu
dómsmálaráðherra.
„Hann hefur kastað til höndum við
mat á hæfni og hann hefur brugðist
almannahagsmunum,“ sagði hún og
bætti því við að ráðherra hefði jafn-
framt orðið ber að því að beita geð-
þóttavaldi.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra blandaði sér í umræðuna og
sagði fráleitt að hún skyldi fara fram
að dómsmálaráðherra fjarstöddum.
Magnús Þór Hafsteinsson, þing-
flokksformaður Frjálslynda flokks-
ins, sagði af sama tilefni: „Ég er alveg
sammála því að það er fyllilega kom-
inn tími til að hæstvirtur dómsmála-
ráðherra fari nú að athuga stöðu sína
og leita sér að nýrri vinnu; hann ætti
að segja af sér.“ Össur Skarphéðins-
son, formaður Samfylkingar, sagði að
dómsmálaráðherra hlyti að taka
stöðu sína til alvarlegrar athugunar í
kjölfar álits umboðsmanns.
Sögðu tíma til kominn að
ráðherra segði af sér
Ráðherra/10
SNJÓRINN sem lét á sér standa í vetur, þegar skíðafólkið
beið með óþreyju við brekkurnar, virðist loks vera kom-
inn, í það minnsta norðanlands, þar sem snjóað hefur und-
anfarna daga. Kalt hefur verið víða um land og við Mý-
vatn var í gær mjög vetrarlegt um að litast eins og
myndin ber með sér.
Höfuðborgarbúar hafa ekki sloppið, frekar en aðrir
landsmenn, við vind og kulda og samkvæmt upplýsingum
frá Veðurstofu eru litlar líkur á að vindinn lægi næsta sól-
arhring. Áfram verður hvöss norðanátt og leiðindaveður
um land allt, eins og veðurfræðingur Veðurstofunnar orð-
aði það í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Búast má
við slyddu eða rigningu þegar líða tekur á daginn norðan-
og austanlands. Ekkert dregur þó úr vindi að heitið geti.
Á morgun, föstudag, má þó búast við því að vind taki að
lægja og heldur fari að hlýna.
Morgunblaðið/BFH
Víða vetrarlegt enn
RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI, fyrir
hönd lögreglunnar í landinu, og Sam-
band íslenskra sveitarfélaga undirrit-
uðu nýlega viljayfirlýsingu um að efla
samstarf lögreglu og sveitarfélaga.
Átti ríkislögreglustjóri, Haraldur Jo-
hannessen, frumkvæði að því að koma
þessu samstarfi formlega á í upphafi
og fékk hann góð viðbrögð frá stjórn
Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Meðal markmiða viljayfirlýsingar-
innar er að koma á fót virkum sam-
starfsnefndum í öllum lögregluum-
dæmum, vinna sameiginlega að
fækkun afbrota og slysa, öruggara
samfélagi og velferð barna og ung-
menna. Einnig er ætlunin að styrkja
hverfis- og grenndarlöggæslu og
auka tengsl lögreglu og almennings.
Í samstarfsnefndirnar á að skipa
fulltrúa lögreglu og sveitarfélaga í
hverju umdæmi fyrir sig. Síðan eiga
ríkislögreglustjóri og Samband ís-
lenskra sveitarfélaga að skipa sam-
ráðshóp, sem til að byrja með á að
starfa til ársloka 2007. Samráðshóp-
urinn á að vera vettvangur fyrir störf
samstarfsnefnda og fara m.a. yfir töl-
ur og aðrar upplýsingar um afbrot,
stöðu þeirra og þróun í landinu öllu og
hverju sveitarfélagi fyrir sig.
Miklir hagsmunir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for-
maður Sambands íslenskra sveitarfé-
laga, sagðist í samtali við Morgun-
blaðið binda miklar vonir við þetta
verkefni, það væri mjög jákvætt að
efla samstarf lögreglu og sveitarfé-
laga í landinu. Sveitarfélögin og íbúar
þeirra hefðu mikla hagsmuni af því að
vel væri staðið að grenndarlöggæslu
og almennri löggæslu.
Vilhjálmur sagði mörg dæmi vera
um gott samstarf lögreglu og sveitar-
félaga á ýmsum sviðum, t.d. í Graf-
arvogi þar sem lögreglan er í sam-
starfi við félagsmiðstöðina í Miðgarði.
Grafarvogsbúar væru ánægðir með
samstarfið og nefndi Vilhjálmur þann
möguleika að þetta gæti verið viss
fyrirmynd á fleiri stöðum. Með vilja-
yfirlýsingunni væri verið að gefa
þessu samstarfi formlegan vettvang
og skipulag.
„Lögreglan er að gera marga góða
hluti sem ekki fer hátt um. Hún gerir
meira en að eltast við afbrota- og mis-
indismenn. Við viljum vekja athygli á
þessu og auðvelda samstarf lögreglu
við sveitarfélögin og íbúa þeirra,“
sagði Vilhjálmur.
Viljayfirlýsing undirrituð um aukið samstarf lögreglu og sveitarfélaga
Vinna saman að
fækkun afbrota og
öruggara samfélagi
Morgunblaðið/Júlíus
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for-
maður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Þórður Skúlason, framkvæmda-
stjóri sambandsins, og Guðmundur Guðjónsson yfirlögregluþjónn.
INGVAR Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri Íslandsmarkaðar,
vonast til að hægt verði að stækka
kaupendahópinn á hérlendum fisk-
mörkuðum með því að auðvelda er-
lendum fiskkaupendum að taka þátt
í uppboðum þar, en Íslandsmarkað-
ur hefur gert samstarfssamning við
franska þjónustufyrirtækið Oojee í
þessum tilgangi.
Ingvar vonast til að með þessu
megi ná fram hærra en um leið jafn-
ara fiskverði.
„Undanfarið hefur verið mikið
framboð á fiski á mörkuðunum og
verð lækkað. Með því að stækka
kaupendahópinn vonumst við til að
verð hækki á ný og verði jafnframt
stöðugra í framtíðinni,“ segir Ingvar
Guðjónsson.
Vilja erlenda
kaupendur
á fisk-
markaðina
Erlendir/D1
GERA má ráð fyrir því að kaupend-
ur fyndust að ljósvakamiðlum Norð-
urljósa ef til þess kæmi að skipta
þyrfti félaginu upp og Baugur þyrfti
að selja ljósavakahluta Norðurljósa.
Þetta segir Gunnar Jóhann Birg-
isson, stjórnarformaður Íslenska
sjónvarpsfélagsins, sem rekur Skjá
einn.
Hugmyndin var að sameina
rekstur Skjás 1 og Norðurljósa
Gunnar minnir á að á sínum tíma
hafi viðskiptabanki félaganna beggja
haft milligöngu um að stuðla að sam-
einingu fyrirtækjanna og stuðla að
stofnun öflugs fjölmiðlafyrirtækis á
Íslandi í dreifðri eignaraðild. Hafi
viðskiptahugmyndin gengið út á að
sameina rekstur Skjás 1 og Norður-
ljósa. Kaup Baugs á Norðurljósum
hafi hins vegar slegið þessar hug-
myndir út af borðinu. Með hliðsjón af
þessu segist Gunnar ætla að kaup-
andi fyndist að hluta Baugs í Norð-
urljósum ef eftir því yrði leitað.
Stjórnarformaður Ís-
lenska sjónvarpsfélagsins
Kaupandi
myndi
finnast
♦♦♦