Morgunblaðið - 06.05.2004, Qupperneq 8
FRÉTTIR
8 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Þetta er orðin hrein síldarstemmning, taka poka, vantar poka, taka poka.
Kvenfélagasamband selur merki
„Gleym mér ei“
til góðs málefnis
KvenfélagasambandGullbringu- ogKjósársýslu
gengst fyrir merkjasölu
næstu tvo daga og mun
ágóðinn renna til Barna-
og unglingageðdeildar
Landspítalans. Innan vé-
banda Kvenfélagasam-
bands Gullbringu- og
Kjósársýslu eru ellefu
kvenfélög. Lögsaga félags-
ins er á Reykjanesi, í
kringum höfuðborgina og í
Kjósinni.
Katrín Eiríksdóttir er
formaður Kvenfélagasam-
bands Gullbringu- og
Kjósársýslu og segir hún
að sölustúlkur félaganna
verði mjög sýnilegar þessa
tvo daga og því ættu allir
að geta keypt sér merki til styrkt-
ar góðu málefni.
„Við göngum ekki í hús, heldur
verðum við á fjölförnum stöðum á
svæðinu og einnig ætlum við að
selja merkin í Smáralindinni,
Kringlunni og öðrum stórmörkuð-
um innan okkar svæðis og í
Reykjavík.
Á aðalfundi félagsins í vetur var
tekin ákvörðun um að fara út í
þessa merkjasölu og jafnframt að
ágóðinn myndi renna til Barna- og
unglingageðdeildar Landspítala
og teljum við því fé sem við söfn-
um vel varið þar,“ segir Katrín.
Hvernig er merkið sem þið ætl-
ið að selja?
„Merkið heitir „Gleym mér ei“
og er auga með áletruninni fyrir
ofan. Það var þannig að Kven-
félagasambandið okkar hefur einu
sinni áður staðið fyrir merkjasölu,
en það var árið 1996 og þá var
merkið hannað. Það gerði búlgar-
skur hönnuður, Marko Minchev,
sem starfar hér á landi. En þetta
er meira en merkið okkar því þeir
sem kaupa merkið fá með því
miða með texta á þar sem sagt er
fyrir hvað merkið stendur.
Textinn sem fylgir merkinu er
svohljóðandi:
„Augað er merki hreinnar sam-
visku, þekkingar, einlægni og
uppljómunar. Auk þess er augað
merki verndunar og nærgætni.
Að halda fyrir augun þýðir: Ég vil
ekki vita, mér er alveg sama.
Láttu þér ekki vera sama um
vandamál annarra, það er merki
um veikleika. Að horfast í augu við
vandamálin sýnir styrkleika,
ábyrgð og einlægni.“
Þessi orð eru í raun táknræn
fyrir það sem við erum að gera
með þessari merkjasölu; að sjá
vandann og rétta hjálparhönd.“
Hvað kostar merkið og hvað
vonist þið til að safna miklu?
„Merkið kostar aðeins 500
krónur og við erum að gera okkur
vonir um að safna álíka miklu og
við gerðum síðast þegar við gerð-
um þetta, en þá söfnuðust fjórar
og hálf milljón. Þá var ákveðið að
afraksturinn af því átaki rynni til
Barnaspítala Hringsins og við
notuðum tækifæri þegar spítalinn
var opnaður í fyrra og
afhentum honum tæki
að andvirði þeirrar
upphæðar. Við viljum
helst ná sömu fjárhæð
núna og helst meiru.“
Hvað eru margar konur innan
vébanda félaganna ellefu sem
mynda sambandið?
„Það eru um það bil 950 konur
sem standa að baki þessum ellefu
félögum. Þetta eru misstór félög,
ég held mér sé óhætt að segja að
til dæmis í félaginu í Kjósinni séu
inna við tuttugu konur en hérna
hjá okkur í Garðabænum eru 280
konur í félaginu. Þetta eru því
mjög misstór félög sem standa að
sambandinu, en þau eiga það öll
sameiginlegt að vera kraftmikil og
dugleg.
Ég á nú ekki von á að við verð-
um 900 sem sjáum um að selja
merkin í þessa daga. Þó svo félög-
in séu kraftmikil þá er talsvert um
eldri konur innan okkar vébanda
og þær eiga erfitt með að taka
þátt í svona fjáröflun. Ég veit ekki
hvað við verðum margar en við
vonumst að sjálfsögðu til að konur
verði duglegar og sjái sér fært að
sinna þessu verkefni vel.
Við verðum mjög sýnilegar
þessa daga, verðum með merkið í
barminum og ég geri ráð fyrir að
flestar okkar verði með merktan
kassa við að selja merkin og á hon-
um verður augað okkar þannig að
við ættum að sjást vel.“
Hvenær var félagsskapurinn
stofnaður?
„Það vill nú svo skemmtilega til
að það er merkisár hjá okkur í ár
því Kvenfélagasamband Gull-
bringu- og Kjósársýslu verður 75
ára í ár. Við ætlum að gera okkur
glaðan dag af því tilefni þegar
haustar.“
Hvernig gengur að halda úti
kvenfélagi nú til dags? Fjölgar fé-
lagsmönnum eða fækkar þeim?
„Það er nú erfiður róður víða og
heldur hefur dregið úr fjölda
kvenfélagskvenna. En það er
samt misjafnt eftir félögum og
það er mikil samkeppni í félögum
og það þarf því að halda vel á
spöðunum til að halda
fólki í félögum. Á sama
tíma og það fækkar
konum í sumum fé-
lögum er alveg rífandi
gangur hjá okkur í
Garðabæ og konur flæða að félag-
inu okkar. Við höfum alltaf lagt
áherslu á að til að konur haldi
áfram í félaginu þarf starfið að
vera skemmtilegt. Við höldum sjö
fundi á hverju ári og kappkostum
að hafa þá eins skemmtilega og
hægt er þannig að konurnar hafi
gaman af því að mæta og bæði vilji
koma aftur á fundi og hlakki til
þess.
Katrín Eiríksdóttir
Katrín Eiríksdóttir er fædd
árið 1946 á Þingeyri við Dýra-
fjörð og ólst þar upp fram að
fermingu. Þá flutti hún til
Reykjavíkur og varð stúdent úr
Menntaskólanum í Reykjavík
1965. Hún starfaði lengi hjá Sam-
vinnutryggingum en síðustu 18
árin hefur hún, ásamt Magnúsi
Yngvasyni, eiginmanni sínum,
unnið við sitt eigið fyrirtæki, Ak-
ron, sem hún segir lítið iðnfyr-
irtæki. Katrín hefur verið í
stjórn Kvenfélagasambands
Gullbringu- og Kjósársýslu í
nokkur ár og formaður síðustu
tvö árin.
Söfnum von-
andi meira fé
en síðast
UMHVERFISRÁÐHERRA hefur
fallist á fyrirhugaða byggingu
tveggja 150 MW vatnsaflsvirkjana
neðst í Þjórsá; annars vegar við
Núp og hins vegar við Urriðafoss.
Bætti ráðherra við ítarlegri skilyrð-
um fyrir framkvæmdunum en koma
fram í úrskurði Skipulagsstofnunar
um mat á umhverfisáhrifum. Sá úr-
skurður var kærður en hefur nú
verið staðfestur af umhverfisráð-
herra.
Umhverfisráðuneytið telur að
Urriðafossvirkjun og Núpsvirkjun
muni ekki hafa umtalsverð um-
hverfisáhrif að teknu tilliti til þeirra
skilyrða sem sett eru.
Vegna beggja virkjananna er
þeim skilyrðum bætt við að sam-
hliða hönnun mannvirkjanna skuli
framkvæmdaraðili láta gera
áhættumat fyrir virkjunina þar sem
sýnt verði fram á að árleg stað-
aráhætta fólks á svæðinu eftir
byggingu mannvirkjanna verði ekki
meiri en talið er ásættanlegt vegna
ofanflóðahættu. M.a. skal rannsaka
greppamosa á áhrifasvæði Urriða-
fossvirkjunar.
„Þetta eru vel ásættanleg skil-
yrði,“ segir Þorsteinn Hilmarsson
um niðurstöðu umhverfisráðuneyt-
isins. Staðfestur hafi verið úrskurð-
ur Skipulagsstofnunar og sumum
þeirra skilyrða sem bætt var við
hafi Landsvirkjun þegar verið að
huga að. Önnur falli að skipulagi
framkvæmdanna.
Þorsteinn segir ekki liggja fyrir
hvenær farið verði í þessar virkj-
anir. Úrskurðurinn sé í gildi í 10 ár
og fyrir liggi vilji hjá Norðuráli og
Alcan á suðvesturhorni landsins að
auka framleiðslu sína. Engar samn-
ingaviðræður séu þó í gangi og ekk-
ert liggi fyrir um þetta ennþá.
Lína frá Sultartangavirkjun
Spurður um helstu verkefni
Landsvirkjunar í sumar nefnir Þor-
steinn Kárahnjúkavirkjun sem hann
segir gríðarlega stórt og umfangs-
mikið verkefni. Einnig sé verið að
skilja flutningssvið frá öðrum
rekstri, bæði bókhald og stjórnun, í
samræmi við tilskipun ESB. Nýja
sviðið muni annast flutninga fyrir
Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitu
Reykjavíkur á raforku til Norður-
áls. Þess vegna þurfi að reisa raf-
orkulínur frá Sultartangavirkjun
niður í Þjórsá. Það sé sex milljarða
króna fjárfesting sem þurfi að klára
á árinu 2006. Að öðru leyti eru árleg
viðhaldsverkefni efst á baugi.
Ítarlegri skilyrði sett fyrir virkjunum neðst í Þjórsá
Landsvirkjun segir
skilyrðin viðunandi
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Umhverfisráðuneytið telur að Urriðafossvirkjun og Núpsvirkjun muni
ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif að teknu tilliti til settra skilyrða.