Morgunblaðið - 06.05.2004, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 06.05.2004, Qupperneq 23
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 23 VERÐSPRENGJA 50% AFSLÁTTUR Verðsprengja á kommóðum og náttborðum í maí, takmarkað magn Laugavegi 20b • Sími 552 2515 • OPIÐ 11.00-18.00 Auðbrekku 1 • Sími 544 4480 • OPIÐ 13.00-18.00 Verð áður kr. 15.200. Verð m/afslætti kr. 7.600. Verð áður kr. 11.800. Verð m/afslætti kr. 5.900. Verð áður kr. 11.000. Verð m/afslætti kr. 5.500. Verð áður kr. 19.500. Verð m/afslætti kr. 7.950. Verð áður kr. 29.000. Verð m/afslætti kr. 14.500. Verð áður kr. 11.800. Verð m/afslætti kr. 5.900. Verð áður kr. 10.000. Verð m/afslætti kr. 5.000. KEFLAVÍKURVERKTAKAR hafa tekið að sér byggingu húðlækn- ingastöðvar við Bláa lónið. Fyr- irtækið átti lægsta tilboð í útboði verksins. Hraunsetrið ehf., sem verður eig- andi mannvirkisins, bauð út bygg- ingu hússins og frágang og buðust Keflavíkurverktakar til að taka verkið að sér fyrir 318 milljónir kr. Grímur Sæmundsen, fram- kvæmdastjóri Bláa lónsins hf., og Kári Arngrímsson, framkvæmda- stjóri Keflavíkurverktaka, tókust í hendur að lokinni undirritun verk- samnings. Framkvæmdir við grunn hússins hafa staðið yfir frá því í árs- byrjun og Keflavíkurverktakar eru þessa dagana að hefjast handa við að byggja húsið. Húðlækn- ingastöðin á að verða tilbúin til notkunar 2. apríl 2005. Keflavíkurverktakar byggja húðlækningastöð Reykjanesbær | Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar út- hlutaði á fundi sínum í gær lóðum til byggingar 215 íbúða í hinu nýja Tjarnahverfi í Innri-Njarðvík. Svo mörgum lóðum hefur ekki áður verið úthlutað í einu. Lóðirnar voru nýlega auglýstar og varð fljótlega ljóst að mikill áhugi væri á svæðinu. Allar lóðirnar sem úthlutað var í gær fóru til bygginga- verktaka. Húsanes ehf. fékk lóðir fyrir 102 leigu- og söluíbúðir, Bygg- ingafélagið Breki í Garðabæ fékk lóðir fyrir 30 íbúðir, Meistarahús byggir 15-20 íbúðir til sölu og er auk þess aðili að umsókn húsnæðissam- vinnufélagsins Búmanna þar sem áformað er að byggja þrjátíu íbúðir. Þá fékk Toppurinn lóðir fyrir 16 íbúðir. Viðar Már Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs bæjarins, segir að umsóknir séu að bætast við, bæði frá einstaklingum og byggingaverktök- um, og verði þær teknar fyrir á næsta fundi. Unnið er að gatnagerð og verða fyrstu lóðirnar tilbúnar í haust. Í Tjarnahverfi verða 552 íbúðir í framtíðinni, þar af 357 í fjölbýli, 130 í raðhúsum og 65 í einbýlishúsum. Viðar Már segir að miðað við þennan áhuga megi búast við að hverfið byggist upp fyrr en reiknað var með, það verði fullbyggt á þremur árum. Lóðum úthlutað fyrir 215 íbúðir Stærsta lóðaúthlutun í Reykjanesbæ Reykjanesbær | Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum í vikunni samhljóða stuðning við umsókn bæjarins til heilbrigð- isráðuneytisins um framkvæmda- leyfi til byggingar hjúkrunarheim- ilis í bænum. Fram kemur í tillögu sem Björk Guðjónsdóttir, forseti bæj- arstjórnar, mælti fyrir, að mjög brýn þörf væri fyrir hjúkrunarrými á svæðinu og óviðunandi að í fimmta stærsta sveitarfélagi lands- ins væri ekkert hjúkrunarheimili. Skorað var á heilbrigðisráðherra að samþykkja framkvæmdaleyfi fyrir hjúkrunarheimili sem meðal annars væri ætlað að koma í stað hjúkrunarrýma sem upphaflega átti að nýta í D-álmu Heilbrigð- isstofnunar Suðurnesja. Jafnframt er tekið fram að á meðan á bygg- ingu hjúkrunarheimilisins standi beri Heilbrigðisstofnuninni að leysa brýnasta vandann. Samhljóða stuðningur við hjúkrunarheimili UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ Reykja- ness mun bjóða upp á sjö skoð- unarferðir um sveitarfélögin á Suð- urnesjum í vor. Fyrsta ferðin verður í dag, fimmtudag, en þá verður gengið um Vogana. Í ferðunum munu fróðir leið- sögumenn lýsa hverjum stað. Göng- urnar verða ekki erfiðar og reynt er að miða við að sem flestir geti tekið þátt í þeim. Farið verður á eigin bílum og byrjað á ákveðnum stað í hverju sveitarfélagi og endað á sama stað. Dagskrá skoðunarferðanna er hægt að nálgast á Upplýsinga- miðstöð Reykjaness í Kjarna við Hafnargötu og mun hún einnig liggja frammi á bensínstöðvum og víðar. Fyrsta ferðin verður farin í dag. Þá verður gengið um Vogana í fylgd Þorvaldar Árnasonar og Höllu Guðmundsdóttur. Lagt er af stað frá Íþróttahúsinu kl. 20. Sjö skipulagðar gönguferðir um Suðurnesin Fréttir í tölvupósti SMStónar og tákn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.