Morgunblaðið - 06.05.2004, Qupperneq 23
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 23
VERÐSPRENGJA
50% AFSLÁTTUR
Verðsprengja á kommóðum
og náttborðum í maí,
takmarkað magn
Laugavegi 20b • Sími 552 2515 • OPIÐ 11.00-18.00
Auðbrekku 1 • Sími 544 4480 • OPIÐ 13.00-18.00
Verð áður kr. 15.200.
Verð m/afslætti kr. 7.600.
Verð áður kr. 11.800.
Verð m/afslætti kr. 5.900.
Verð áður kr. 11.000.
Verð m/afslætti kr. 5.500.
Verð áður kr. 19.500.
Verð m/afslætti kr. 7.950.
Verð áður kr. 29.000.
Verð m/afslætti
kr. 14.500.
Verð áður kr. 11.800.
Verð m/afslætti kr. 5.900.
Verð áður kr. 10.000.
Verð m/afslætti kr. 5.000.
KEFLAVÍKURVERKTAKAR hafa
tekið að sér byggingu húðlækn-
ingastöðvar við Bláa lónið. Fyr-
irtækið átti lægsta tilboð í útboði
verksins.
Hraunsetrið ehf., sem verður eig-
andi mannvirkisins, bauð út bygg-
ingu hússins og frágang og buðust
Keflavíkurverktakar til að taka
verkið að sér fyrir 318 milljónir kr.
Grímur Sæmundsen, fram-
kvæmdastjóri Bláa lónsins hf., og
Kári Arngrímsson, framkvæmda-
stjóri Keflavíkurverktaka, tókust í
hendur að lokinni undirritun verk-
samnings. Framkvæmdir við grunn
hússins hafa staðið yfir frá því í árs-
byrjun og Keflavíkurverktakar eru
þessa dagana að hefjast handa við
að byggja húsið. Húðlækn-
ingastöðin á að verða tilbúin til
notkunar 2. apríl 2005.
Keflavíkurverktakar
byggja húðlækningastöð
Reykjanesbær | Umhverfis- og
skipulagsráð Reykjanesbæjar út-
hlutaði á fundi sínum í gær lóðum til
byggingar 215 íbúða í hinu nýja
Tjarnahverfi í Innri-Njarðvík. Svo
mörgum lóðum hefur ekki áður verið
úthlutað í einu.
Lóðirnar voru nýlega auglýstar og
varð fljótlega ljóst að mikill áhugi
væri á svæðinu. Allar lóðirnar sem
úthlutað var í gær fóru til bygginga-
verktaka. Húsanes ehf. fékk lóðir
fyrir 102 leigu- og söluíbúðir, Bygg-
ingafélagið Breki í Garðabæ fékk
lóðir fyrir 30 íbúðir, Meistarahús
byggir 15-20 íbúðir til sölu og er auk
þess aðili að umsókn húsnæðissam-
vinnufélagsins Búmanna þar sem
áformað er að byggja þrjátíu íbúðir.
Þá fékk Toppurinn lóðir fyrir 16
íbúðir. Viðar Már Aðalsteinsson,
framkvæmdastjóri umhverfis- og
skipulagssviðs bæjarins, segir að
umsóknir séu að bætast við, bæði frá
einstaklingum og byggingaverktök-
um, og verði þær teknar fyrir á
næsta fundi.
Unnið er að gatnagerð og verða
fyrstu lóðirnar tilbúnar í haust.
Í Tjarnahverfi verða 552 íbúðir í
framtíðinni, þar af 357 í fjölbýli, 130 í
raðhúsum og 65 í einbýlishúsum.
Viðar Már segir að miðað við þennan
áhuga megi búast við að hverfið
byggist upp fyrr en reiknað var með,
það verði fullbyggt á þremur árum.
Lóðum úthlutað
fyrir 215 íbúðir
Stærsta lóðaúthlutun í Reykjanesbæ
Reykjanesbær | Bæjarstjórn
Reykjanesbæjar samþykkti á fundi
sínum í vikunni samhljóða stuðning
við umsókn bæjarins til heilbrigð-
isráðuneytisins um framkvæmda-
leyfi til byggingar hjúkrunarheim-
ilis í bænum.
Fram kemur í tillögu sem Björk
Guðjónsdóttir, forseti bæj-
arstjórnar, mælti fyrir, að mjög
brýn þörf væri fyrir hjúkrunarrými
á svæðinu og óviðunandi að í
fimmta stærsta sveitarfélagi lands-
ins væri ekkert hjúkrunarheimili.
Skorað var á heilbrigðisráðherra
að samþykkja framkvæmdaleyfi
fyrir hjúkrunarheimili sem meðal
annars væri ætlað að koma í stað
hjúkrunarrýma sem upphaflega
átti að nýta í D-álmu Heilbrigð-
isstofnunar Suðurnesja. Jafnframt
er tekið fram að á meðan á bygg-
ingu hjúkrunarheimilisins standi
beri Heilbrigðisstofnuninni að leysa
brýnasta vandann.
Samhljóða
stuðningur við
hjúkrunarheimili
UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ Reykja-
ness mun bjóða upp á sjö skoð-
unarferðir um sveitarfélögin á Suð-
urnesjum í vor. Fyrsta ferðin
verður í dag, fimmtudag, en þá
verður gengið um Vogana.
Í ferðunum munu fróðir leið-
sögumenn lýsa hverjum stað. Göng-
urnar verða ekki erfiðar og reynt
er að miða við að sem flestir geti
tekið þátt í þeim. Farið verður á
eigin bílum og byrjað á ákveðnum
stað í hverju sveitarfélagi og endað
á sama stað.
Dagskrá skoðunarferðanna er
hægt að nálgast á Upplýsinga-
miðstöð Reykjaness í Kjarna við
Hafnargötu og mun hún einnig
liggja frammi á bensínstöðvum og
víðar.
Fyrsta ferðin verður farin í dag.
Þá verður gengið um Vogana í
fylgd Þorvaldar Árnasonar og
Höllu Guðmundsdóttur. Lagt er af
stað frá Íþróttahúsinu kl. 20.
Sjö skipulagðar
gönguferðir
um Suðurnesin
Fréttir í tölvupósti SMStónar og tákn