Morgunblaðið - 06.05.2004, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 06.05.2004, Qupperneq 25
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 25 Ólafsvík | Það ríkti mikill eft- irvænting hjá börnunum í leikskól- anum Krílakoti þegar starfsfólk leikskólans fór með þau í göngu- túr sl. föstudag. Það hafði spurst út meðal barnanna að fyrirhugað væri að gefa þeim ís. Reyndist sá orðrómur á rökum reistur og komu börnin við í söluskála ÓK en þar var Þórður Stefánsson rekstr- araðili skálans á fullu að afgreiða ís fyrir börnin. Starfsfólk leikskól- ans varð ekki útundan og fékk einnig ís í sólskininu. Undanfarin ár hafa Þórður og kona hans, Ólína Kristinsdóttir, sem reka söluskála ÓK, gefið börnum í leikskólanum ís í tilefni sumarkomunnar. Um 80 börn eru í leikskólanum, svo það hafa ófáir lítrar af ís runnið ljúflega niður í maga barnanna. Börnunum var skipt í hópa til að fara í þessa ís- ferð. Morgunblaðið/AlfonsBörnin í leikskólanum Krílakoti fengu ís í söluskála ÓK í tilefni sumarkomunnar. Ís í tilefni sumarkomunnar Mývatnssveit | Finnbogi Stef- ánsson á Geirastöðum er samofinn náttúru Mývatnssveitar. Hér er hann borinn og barnfæddur og þó að örlögin hafi dæmt hann til Akureyr- ar fyrir nærfellt 40 árum þá er hann sami Mývetningurinn fyrir því. Löngum stundum dvelur hann á Geirastöðum einn með sjálfum sér og fylgist grannt með lífríki vatnsins og árinnar. Hann á sínar kenningar um náttúruna og breytingar þær sem á henni hafa orðið um hans daga. Sögumaður er hann ágætur. Sem ungur maður var hann af- reksmaður í langhlaupum og skíða- göngu. Á skíðalandsmótum máttu flestir sæta því að ganga í slóð hans. Þegar minkur kom í sveitina var Bogi meðal hinna allra fyrstu til að taka upp baráttu við þann vágest enda mikil rjúpna- og refaskytta. Hann stundaði minkaveiðar víða um land með Carlsen minkabana og átti afbragðs veiðihund. Finnbogi vann með Sigurjóni Rist við vatnamæl- ingar og uppsetningar mæla. Þegar gufuraflstöð var sett upp í Bjarnar- flagi 1969 stóð hann þar vaktina fyrsta kastið. Á Akureyri vann hann lengi hjá skinnaiðnaði. Segja má því að Bogi hafi fengist við ýmislegt um dagana þótt nú hafi hann frekar hægt um sig. Á dög- unum var hann að dunda sér við að lagfæra girðingar um Geirastaða- land, þó er hægri höndin honum gagnslaus til margra ára. Finnbogi gaf sér tíma til að ganga niður á bakka Mývatns í sunnanstrekkingi til að skoða fjöruna. Hann telur að sandur hafi hlaðist þar undarlega mikið upp á síðustu árum og var að sýna mér það. Auðvitað hefur hann skýringar á reiðum höndum. Morgunblaðið/BFH Finnbogi á Geirastöðum Hólmavík | Fermingarbörn í Hólmavíkurhreppi fengu nýlega afhentar veglegar fermingargjafir frá Sparisjóði Strandamanna. Þau Guðmundur Björgvin Magnússon sparisjóðsstjóri og Svanhildur Jónsdóttir, starfsmaður Spari- sjóðsins, heimsóttu Grunnskólann á Hólmavík á dögunum og færðu börnunum að gjöf fullkomna vasa- reikna sem munu koma þeim vel í skólastarfinu og í áframhaldandi námi. Notuðu þau einnig tækifærið til að kynna börnunum nauðsyn þess að spara og eiga fyrir hlut- unum, í stað þess að taka lán með tilheyrandi kostnaði. Rætt var um hversu mikið hægt er að ávaxta sparifé sitt, til dæmis fermingar- peningana, sé skynsamlega með það farið. Á skólasvæði Grunnskólans á Hólmavík eru tólf fermingarbörn þetta árið. Fengu vasareikna í fermingargjöf Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Guðmundur Björgvin Magnússon sparisjóðsstjóri og Svanhildur Jónsdóttir, starfsmaður sparisjóðsins, ásamt fermingarárgangnum í Hólmavíkurhreppi. Hrunamannahreppur | Félagsstarf eldri borgara er víða um land öflugt og gefandi. Þeir sem eldri eru eiga margar góðar og skemmtilegar sam- verustundir á sínum efri árum. Svo er einnig í Hrunamannahreppi og kemur fólkið saman í sínu ágæta húsnæði á Flúðum a.m.k. einu sinni í viku yfir vetrartímann, venjulega um þrjátíu manns. Mánaðarlega er einnig opið hús sem kallað er, jafnan er þá fjölmennara og sitthvað á dag- skrá. Margskonar föndur er afar vin- sælt, einkum meðal kvennanna. Tvær listrænar konur og vel mennt- aðar annast leiðbeiningar, þær Guð- rún Þorsteinsdóttir og Þorbjörg Grímsdóttir. Einnig eru nokkrir sem vinna að bókbandi undir handleiðslu Árna Magnúsar Hannessonar og tekið er í spil. Þá er einnig boðið uppá ýmsar ferðir t.d. á leiksýningar eða skoðunarferðir og félagsmenn eldri borgara hér á Suðurlandi skiptast á heimsóknum. Á sumrin er farið í þriggja til fjögurra daga ferðalag. Ætla Hrunamenn að heim- sækja Hornafjörð nú í júnímánuði. Á síðasta vetrardag komu góðir gestir í heimsókn, jafnaldrar úr Blá- skógabyggð og voru þá saman komin um 90 manns í Félagsheimilinu. Af því tilefni var sett upp sýning á þeim listmunum sem eldra fólkið hefur unnið að í vetur. Gaf þar að líta marga eigulega muni sem bera vott um listrænt handbragð. Morgunblaðið/Sigurður Sigmunds Arndís Sigurðardóttir, formaður Félags eldri borgara í Hruna- mannahreppi, og Þorbjörg Gríms- dóttir leiðbeinandi við uppsetningu sýningarinnar. Líflegt félagsstarf eldra fólksins www.thjodmenning.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.