Morgunblaðið - 06.05.2004, Qupperneq 25
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 25
Ólafsvík | Það ríkti mikill eft-
irvænting hjá börnunum í leikskól-
anum Krílakoti þegar starfsfólk
leikskólans fór með þau í göngu-
túr sl. föstudag. Það hafði spurst
út meðal barnanna að fyrirhugað
væri að gefa þeim ís. Reyndist sá
orðrómur á rökum reistur og
komu börnin við í söluskála ÓK en
þar var Þórður Stefánsson rekstr-
araðili skálans á fullu að afgreiða
ís fyrir börnin. Starfsfólk leikskól-
ans varð ekki útundan og fékk
einnig ís í sólskininu.
Undanfarin ár hafa Þórður og
kona hans, Ólína Kristinsdóttir,
sem reka söluskála ÓK, gefið
börnum í leikskólanum ís í tilefni
sumarkomunnar. Um 80 börn eru
í leikskólanum, svo það hafa ófáir
lítrar af ís runnið ljúflega niður í
maga barnanna. Börnunum var
skipt í hópa til að fara í þessa ís-
ferð.
Morgunblaðið/AlfonsBörnin í leikskólanum Krílakoti fengu ís í söluskála ÓK í tilefni sumarkomunnar.
Ís í tilefni sumarkomunnar
Mývatnssveit | Finnbogi Stef-
ánsson á Geirastöðum er samofinn
náttúru Mývatnssveitar. Hér er
hann borinn og barnfæddur og þó að
örlögin hafi dæmt hann til Akureyr-
ar fyrir nærfellt 40 árum þá er hann
sami Mývetningurinn fyrir því.
Löngum stundum dvelur hann á
Geirastöðum einn með sjálfum sér
og fylgist grannt með lífríki vatnsins
og árinnar. Hann á sínar kenningar
um náttúruna og breytingar þær
sem á henni hafa orðið um hans
daga. Sögumaður er hann ágætur.
Sem ungur maður var hann af-
reksmaður í langhlaupum og skíða-
göngu. Á skíðalandsmótum máttu
flestir sæta því að ganga í slóð hans.
Þegar minkur kom í sveitina var
Bogi meðal hinna allra fyrstu til að
taka upp baráttu við þann vágest
enda mikil rjúpna- og refaskytta.
Hann stundaði minkaveiðar víða um
land með Carlsen minkabana og átti
afbragðs veiðihund. Finnbogi vann
með Sigurjóni Rist við vatnamæl-
ingar og uppsetningar mæla. Þegar
gufuraflstöð var sett upp í Bjarnar-
flagi 1969 stóð hann þar vaktina
fyrsta kastið. Á Akureyri vann hann
lengi hjá skinnaiðnaði.
Segja má því að Bogi hafi fengist
við ýmislegt um dagana þótt nú hafi
hann frekar hægt um sig. Á dög-
unum var hann að dunda sér við að
lagfæra girðingar um Geirastaða-
land, þó er hægri höndin honum
gagnslaus til margra ára. Finnbogi
gaf sér tíma til að ganga niður á
bakka Mývatns í sunnanstrekkingi
til að skoða fjöruna. Hann telur að
sandur hafi hlaðist þar undarlega
mikið upp á síðustu árum og var að
sýna mér það. Auðvitað hefur hann
skýringar á reiðum höndum.
Morgunblaðið/BFH
Finnbogi á
Geirastöðum
Hólmavík | Fermingarbörn í
Hólmavíkurhreppi fengu nýlega
afhentar veglegar fermingargjafir
frá Sparisjóði Strandamanna. Þau
Guðmundur Björgvin Magnússon
sparisjóðsstjóri og Svanhildur
Jónsdóttir, starfsmaður Spari-
sjóðsins, heimsóttu Grunnskólann
á Hólmavík á dögunum og færðu
börnunum að gjöf fullkomna vasa-
reikna sem munu koma þeim vel í
skólastarfinu og í áframhaldandi
námi. Notuðu þau einnig tækifærið
til að kynna börnunum nauðsyn
þess að spara og eiga fyrir hlut-
unum, í stað þess að taka lán með
tilheyrandi kostnaði. Rætt var um
hversu mikið hægt er að ávaxta
sparifé sitt, til dæmis fermingar-
peningana, sé skynsamlega með
það farið.
Á skólasvæði Grunnskólans á
Hólmavík eru tólf fermingarbörn
þetta árið.
Fengu vasareikna
í fermingargjöf
Morgunblaðið/Kristín Sigurrós
Guðmundur Björgvin Magnússon sparisjóðsstjóri og Svanhildur Jónsdóttir,
starfsmaður sparisjóðsins, ásamt fermingarárgangnum í Hólmavíkurhreppi.
Hrunamannahreppur | Félagsstarf
eldri borgara er víða um land öflugt
og gefandi. Þeir sem eldri eru eiga
margar góðar og skemmtilegar sam-
verustundir á sínum efri árum. Svo
er einnig í Hrunamannahreppi og
kemur fólkið saman í sínu ágæta
húsnæði á Flúðum a.m.k. einu sinni í
viku yfir vetrartímann, venjulega
um þrjátíu manns. Mánaðarlega er
einnig opið hús sem kallað er, jafnan
er þá fjölmennara og sitthvað á dag-
skrá. Margskonar föndur er afar vin-
sælt, einkum meðal kvennanna.
Tvær listrænar konur og vel mennt-
aðar annast leiðbeiningar, þær Guð-
rún Þorsteinsdóttir og Þorbjörg
Grímsdóttir. Einnig eru nokkrir sem
vinna að bókbandi undir handleiðslu
Árna Magnúsar Hannessonar og
tekið er í spil. Þá er einnig boðið
uppá ýmsar ferðir t.d. á leiksýningar
eða skoðunarferðir og félagsmenn
eldri borgara hér á Suðurlandi
skiptast á heimsóknum. Á sumrin er
farið í þriggja til fjögurra daga
ferðalag. Ætla Hrunamenn að heim-
sækja Hornafjörð nú í júnímánuði.
Á síðasta vetrardag komu góðir
gestir í heimsókn, jafnaldrar úr Blá-
skógabyggð og voru þá saman komin
um 90 manns í Félagsheimilinu. Af
því tilefni var sett upp sýning á þeim
listmunum sem eldra fólkið hefur
unnið að í vetur. Gaf þar að líta
marga eigulega muni sem bera vott
um listrænt handbragð.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmunds
Arndís Sigurðardóttir, formaður
Félags eldri borgara í Hruna-
mannahreppi, og Þorbjörg Gríms-
dóttir leiðbeinandi við uppsetningu
sýningarinnar.
Líflegt félagsstarf
eldra fólksins
www.thjodmenning.is
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111