Morgunblaðið - 06.05.2004, Síða 27
Í leikritinu Belgíska Kongósegir frá aldraðri konu, Rósa-lind, sem dvelur á elliheimili í
höfuðborginni. Dag einn kemur
barnabarn hennar, Rósar, í heim-
sókn ásamt syni sínum, Hilmari.
Erindi Rósars er að reyna að
sættast við ömmu sína, en þau
hafa ekki talast við í sjö ár vegna
leiðinlegs misskilnings í tengslum
við íbúð sem Rósalind leigði dótt-
ur Rósars. Heimsóknin leiðir síðan
í ljós hvort tímabært sé að leita
sátta eða hvort jafnóskylt fólk og
skyldmennin sem um ræðir hafi
nokkuð hvert við annað að segja.
Spurður um kveikjuna að verk-
inu segist Bragi Ólafsson hafa
orðið vitni að svipuðu vandamáli
og kemur upp í leikritinu, enda sé
kveikjan að verkum oft fengin úr
raunveruleikanum; því sem höf-
undur þekki. „Þannig var það
fyrst persóna gömlu konunnar
sem kom til mín og síðan bættust
hinar persónurnar nánast bara
sjálfkrafa við,“ segir Bragi og tek-
ur fram að hann hafi reyndar lof-
að sjálfum sér að skrifa aldrei um
eldra fólk. „Og reyndar heldur
ekki um börn,“ bætir hann við.
Spurður hvers vegna svarar
Bragi: „Kannski af því maður hef-
ur séð svo marga detta ofan í það
að fjalla um eldra fólk sem ein-
hverjar staðlaðar einingar. Af
þessum sökum tók ég einhvern
tímann þá ákvörðun að að reyna
að fjalla ekki um eldra fólk, en svo
gerðist það bara ósjálfrátt,“ segir
Bragi og brosir. „Kannski af því
ég er orðinn eldri. Og staðlaður.“
Spurður hvers vegna elliheimili
hafi orðið fyrir valinu sem sögu-
svið svarar Bragi því til að elli-
heimili hafi ávallt verið mjög sér-
stakir staðir í sínum huga.
„Elliheimili vekja alltaf sterkar
kenndir, bæði lyktin og tíminn
sem líður þar inni, því það segir
sig sjálft að hann er á einhvern
hátt hægari en sá tími sem líður
fyrir utan elliheimilið. Af þessum
sökum verður svona skemmtilega
skringilegur árekstur milli persón-
anna þegar feðgarnir heimsækja
ömmuna. Þeir eru hálfglataðir í
tímanum, vita ekkert hvar þeir
eru í tímanum og finnst hann í
raun líða allt of hægt. En fyrir
ömmunni er tíminn einfaldlega lið-
inn og um leið hefur hún allan
tímann í heiminum fyrir sér og
það notfærir hún sér gegn þeim.
Fyrir vikið verður hálfgerð bar-
átta milli persónannna.“
Gaman að sjá textann lifna
við í meðförum annarra
Belgíska Kongó er fyrsta sviðs-
verk Braga, ef frá er talinn ein-
þáttungurinn Spurning um orða-
lag sem settur var upp af
Höfundasmiðju Leikfélags
Reykjavíkur árið 1996. Auk þess
hefur Bragi skrifað þrjú útvarps-
leikrit, Augnrannsóknina, Gróið
hverfi og Sumardaginn fyrsta, en
fyrir síðastnefnda verkið hlaut
hann fyrstu verðlaun í samkeppni
Leikskáldafélagsins, RÚV og Rit-
höfundasambandsins árið 1995.
Aðspurður segist Bragi alltaf
hafa verið mjög spenntur fyrir því
að skrifa samtalstexta. „Það hefur
alltaf verið í mér að skrifa samtöl.
Ætli ég hafi ekki verið að skrifa
samtalstexta frá því ég var þrett-
án eða fjórtán ára gamall eða allt
frá því ég laumaði segulbandstæki
undir stofusófann áður en sauma-
klúbburinn hjá mömmu byrjaði.
Fyrir mér felst helsti munurinn á
því að skrifa sögur annars vegar
og leikrit hins vegar í því að leik-
texti getur í meðförum leikstjóra
og leikhóps oft orðið eitthvað allt
annað eða miklu meira en maður
sjálfur sá fyrir sér. Ég verð að
segja að eftir því sem ég skrifa
meiri leiktexta þeim mun spennt-
ari verð ég fyrir þessu formi, því
mér finnst svo gaman að sjá
hvernig textinn lifnar við í með-
förum annarra og sjá hvað þeir
gera úr verkinu. Þetta er kannski
svipað og þegar maður gefur út
bók og veit sjálfur í raun ekkert
um hvað hún fjallar. Þannig getur
maður ekki sagt „þessi bók fjallar
um þetta og merkir hitt.“ Sjálfum
finnst mér alltaf skemmtilegast
þegar aðrir, bæði lesendur og
gagnrýnendur, koma með tillögur
að því um hvað bækur mínar
fjalla.“
Aðspurður segist Bragi hvorki
geta né vilja útlista hvað hann er
að reyna að segja með nýjasta
leikverki sínu. „Vegna þess að það
er eitthvað sem kemur eftir á. Og
ég á kannski eftir að sjá um hvað
þetta leikverk er. Ég get þó sagt
að þetta er um skyldleika fólks og
hvernig fólk þarf að hegða sér í
samræmi við skyldleika sinn. Svo
má líka segja að þetta fjalli um
andlegt ofbeldi og ekki síst um
tímann, þ.e. hvernig við hegðum
okkur gagnvart honum, hvernig
tíminn strekkir á okkur og hvern-
ig hann líður mismunandi hjá ólík-
um aldursflokkum. En þar fyrir
utan fjallar verkið bara um þann
tíma sem tekur að sýna það, þ.e.
þessar 79 mínútur sem verið er að
reyna að halda sýningunni innan.“
Spurður hvort eiga megi von á
fleirum sviðsverkum frá Braga
hugsar hann sig vel um og segir
síðan: „Ætli það fari ekki pínulítið
eftir því hvernig viðtökurnar við
þessu verki verða. Annars held ég
að ég eigi eftir að skrifa fleiri leik-
rit, þ.e. ef útgefandinn minn leyfir
mér það því að hann vill bara fá
bækur,“ segir Bragi og hlær, en
þess má geta að í haust er ný
skáldsaga, Samkvæmisleikir,
væntanleg frá Braga. „Annars
held ég ekkert að ég sé að hætta
núna, því mig langar til að þróa
þetta form áfram. Þetta er orðinn
einhvern hluti af mér.“
Þess má að lokum geta að Belg-
íska Kongó er þriðja og síðasta
verkið í röð leikrita sem valið var
úr 100 innsendum hugmyndum í
leikritasamkeppni Borgarleikhúss-
ins árið 2002. Hin tvö verkin eru
Draugalest eftir Jón Atla Jón-
asson, sem frumsýnt var í febrúar,
og Sekt er kennd eftir Þorvald
Þorsteinsson, sem frumsýnt var í
mars.
Ætlaði mér aldrei að
skrifa um eldra fólk
Morgunblaðið/Jim Smart
„Ég verð að segja að eftir því sem ég skrifa meiri leiktexta þeim mun
spenntari verð ég fyrir þessu formi, því mér finnst svo gaman að sjá hvern-
ig textinn lifnar við í meðförum annarra,“ segir Bragi Ólafsson.
silja@mbl.is
Eggert Þorleifsson í hlutverki Rósalindar.
Morgunblaðið/ÞÖK
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 27
STYRKUR TIL
TÓNLISTARNÁMS
Minningarsjóður um Jean Pierre Jacquillat mun á þessu
ári veita tónlistarfólki styrk til framhaldsnáms erlendis
á næsta skólaári 2004-2005.
Veittur er styrkur að upphæð kr. 600 000.
Umsóknir, með upplýsingum um námsferil og
framtíðaráform, sendist fyrir 31. maí nk. til formanns
sjóðsins:
Arnar Jóhannssonar,
pósthólf 8620,
128 Reykjavík.
Umsóknum fylgi hljóðritanir, raddskrár frumsaminna
verka og/eða önnur gögn sem sýna hæfni umsækjenda.
Björg Atla
sýnir 39 akrýlmálverk
í HAFNARBORG,
menningar- og listastofnun
Hafnarfjarðar.
Síðasti sýningardagur
er mánudagurinn 10. maí.
Opið kl. 11-17.
FORSVARSMENN Hafnarfjarðar-
leikhússins fengu lyklavöldin að nýju
húsnæði sínu um síðustu helgi, en
húsnæðið verður formlega afhent
Hafnarfjarðarleikhúsinu í sumarlok.
Nýja húsnæðið er í gömlu vélsmiðju
Hafnarfjarðar, þar sem Byggðarsafn
bæjarins var áður til húsa, við hliðina
á Fjörukránni og Víkingahótelinu.
Um þessar mundir standa yfir um-
talsverðar breytingar á húsnæðinu,
en stefnt er að því að Hafnarfjarð-
arleikhúsið geti flutt formlega inn í
lok sumars og frumsýnt fyrstu sýn-
ingu sína, Úlfhamssögu í samvinnu
við leikfélagið Annað svið, í nýju hús-
næði mánaðamótin september/októ-
ber.
Að sögn Lúðvíks Geirssonar, bæj-
arstjóra Hafnarfjarðar, var við val á
nýju húsnæði fyrir Hafnarfjarðar-
leikhúsið lögð sérstök áhersla á að
leikfélagið yrði áfram á miðbæjar-
svæðinu. „Það hefur heilmikla þýð-
ingu fyrir okkur að vera með öfluga
menningarstarfsemi, ekki síst leik-
listarstarfsemi, hér í bænum því það
dregur mikið af fólki til bæjarins og
hvetur ýmislegt annað áfram í menn-
ingarstarfseminni hjá okkur. Þannig
hefur Hafnarfjarðarleikhúsið verið
mjög góð og mikilvæg vítamín-
sprauta fyrir menningarstarfsemina
hér í bænum og verður það vonandi
um ókomna tíð.“
Um þessar mundir er, að sögn
Lúðvíks, verið að endurhanna hús-
næðið og verður sumarið nýtt til að
innrétta það sem leikhús, en það er
Kári Eiríksson arkitekt sem hannar
allt innra skipulag þess. „Þegar er
búið að rífa allt innan úr húsnæðinu
og í framhaldinu verða fjarlægðar
nokkrar súlur og þess í stað settir bit-
ar í loftið til að þetta verði eitt opið
rými. Aðalmunurinn felst fyrst og
fremst í mun meiri lofthæð, því að-
staðan í gamla frystihúsinu, þar sem
Hafnarfjarðarleikhúsið var áður til
húsa, var náttúrlega afar þröng og
erfið þótt menn hafi nýtt hana með
snilldarlegum hætti,“ segir Lúðvík
Geirsson.
Sérhannað sem leikhús
Að sögn Hilmars Jónssonar, leik-
stjóra og leikhússtjóra Hafnarfjarð-
arleikhússins, var öllu starfsfólki
leikhússins boðið að skoða ný húsa-
kynni á dögunum. „Við hlupum þarna
inn rétt eftir að vélarnar þögnuðu.
Okkur fannst tilvalið að sýna fólki til-
vonandi húsnæði enda allir orðnir
verulega forvitnir um hvernig það liti
út. Það má segja að fólk hafi verið
gapandi af undrun yfir því hvað þetta
nýja rými er „inspírerandi“, enda er
það ótrúlega flott. Við flutninginn
hækkar umtalsvert til lofts hjá Hafn-
arfjarðarleikhúsinu og víkkar til
veggja auk þess sem salurinn breyt-
ist aðeins. Nýja húsnæðið er allt
miklu betra og traustara en það
gamla. Þannig mun öll aðstaða batna
til muna auk þess sem húsnæðið
verður sérstaklega innréttað sem
leikhús. Það er trú mín að leikhúsið
verði eftir breytingu með flottari
„black-box“ leikhúsum í Norður-Evr-
ópu,“ segir Hilmar Jónsson að lokum.
Mikilvæg vítamín-
sprauta fyrir bæinn
Morgunblaðið/Golli
Lúðvík Geirsson bæjarstjóri og Hilmar Jónsson leikhússtjóri skoða tillögur
Kára Eiríkssonar arkitekts, sem sér um hönnun hins nýja húsnæðis.
eftir: Braga Ólafsson.
Leikstjóri: Stefán Jónsson.
Lýsing: Kári Gíslason.
Búningar: Stefanía
Adolfsdóttir.
Leikgervi: Sóley Björt
Guðmundsdóttir.
Leikmynd: Snorri Freyr
Hilmarsson.
Hljóðmynd: Finnbogi
Pétursson.
Leikarar: Eggert Þorleifsson,
Ellert A. Ingimundarson,
Gunnar A. Hansson og
Ilmur Kristjánsdóttir.
Belgíska
Kongó
Belgíska Kongó, nýtt
leikverk eftir Braga
Ólafsson í leikstjórn
Stefáns Jónssonar,
verður frumsýnt á Nýja
sviði Borgarleikhússins
í kvöld. Í samtali við
Silju Björk Huldu-
dóttur ræðir Bragi
um tímann og skyldur
ættmenna.