Morgunblaðið - 06.05.2004, Side 28
LISTIR
28 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Flestir þekkja til söngkon-unnar Edith Piaf, kannastað minnsta kosti við nafn-ið. Í huga flestra kemur
eflaust upp lágvaxin, svarthærð
kona með mjóar augnabrúnir og al-
gjörlega ógleymanlega rödd þeim
sem á hlýða, syngjandi á frönsku um
lífið í rósrauðum bjarma við undir-
leik harmonikku. En hvað skyldi
hafa valdið því að Sigurður Pálsson
ákvað að skrifa um hana söngleik,
sem verður frumsýndur á Stóra svið-
inu í Þjóðleikhúsinu í kvöld?
„Ég er búinn að vera með Edith
Piaf á heilanum dálítið lengi. Árið
1985 leikstýrði ég bresku leikriti um
hana hjá Leikfélagi Akureyrar og
plægði þá gegnum allar heimildir
sem ég komst yfir um hennar líf. Síð-
an þá hefur mig alltaf langað til að
taka ævi hennar og list dálítið öðrum
tökum en gert var í því leikriti og er
oftast gert, þar sem goðsögnin um
Piaf er yfirleitt í fyrirrúmi. Þannig
að þegar Stefán Þjóðleikhússtjóri
gaf grænt ljós, fór ég á fulla ferð eins
og trylltur veðhlaupahestur.
Ég vildi kanna manneskjuna á
bakvið goðsögnina, hennar raun-
verulegu sögu, áföllin, mótun tilfinn-
ingaverunnar og velta upp spurning-
unni: Hvernig varð Edith Gassion,
algjörlega ómenntuð götustelpa,
heimilislaus og allslaus, að þessum
stórgáfaða listamanni?“ segir Sig-
urður og bætir við að söngleikurinn,
sem nú heitir einfaldlega Edith Piaf,
hafi í upphafi haft vinnutitilinn Edith
Gassion, kölluð Piaf. „Sá titill er að
reyna að segja að verkið fjallar líka
um Edith Gassion áður en hún varð
Piaf. Fyrri hluti verksins fjallar um
mótunarár hennar þegar hún er á
leiðinni að verða Edith Piaf. Undir
lok fyrri hlutans erum við svo komin
með alþjóðlegu söngstjörnuna sem
verður síðan stöðugt meira einmana
eftir því sem árin líða, áföllunum
fjölgar og áfengis- og lyfjanotkun fer
úr böndunum.“
Fædd til að leika og syngja Piaf
Það mæðir mikið á Brynhildi Guð-
jónsdóttur í hlutverki Edith Piaf í
útfærslu Sigurðar – hún leikur hana
frá vöggu til grafar; er nánast alla
sýninguna á sviðinu og fer með texta
sem því nemur. Þess utan syngur
hún fimmtán lög, sem ein og sér
væru í raun alveg nóg fyrir eina
manneskju á heilu kvöldi. En Bryn-
hildur ræður einstaklega vel við
þetta, að mati Sigurðar. Spurning-
unni af hverju útfærsla hans á lífi
Edith Piaf varð að leikverki en ekki
verki í bókarformi svarar Sigurður:
„Í raun eru tvær ástæður fyrir því.
Með fullri virðingu fyrir texta á bók,
þá heyrir maður Edith ekki syngja í
bók. Og hin ástæðan er sú að í leik-
hópnum í Þjóðleikhúsi Íslendinga er
manneskja sem ræður við þetta hlut-
verk. Og það er fremur sjaldgæft.
Orsökin fyrir því að þetta verk, sem
ég hafði aðeins á draumastigi, varð
að veruleika var meðal annars að
þarna var manneskja sem hefur allt
til að bera til að túlka hana. Til gam-
ans má svo geta þess að Brynhildur
er 1,57 metrar á hæð og Piaf 1,47 en
þær nota sama númer af skóm, núm-
er 35, þannig að hún fór nánast í föt-
in hennar og að minnsta kosti í skóna
hennar,“ segir Sigurður og bætir við
að ekki skemmi fyrir að Brynhildur
talar frönsku hreimlaust og syngur
lögin hennar Piaf þannig. „Það ligg-
ur við að maður haldi að hún hafi
fæðst til að leika og syngja Piaf.“
Þróaðist úr söngleikriti
í söngleik
Það að Sigurður velji sér franska
söngkonu sem viðfangsefni liggur á
vissan hátt beint við, enda eru tengsl
hans við Frakkland mikil. Nítján ára
gamall hélt hann þangað til náms og
dvaldi tíu vetur í tveimur áföngum,
sem að sögn hafði mikil og mótandi
áhrif á hann. Hann hefur verið ötull
við þýðingar úr frönsku og var
sæmdur riddaraorðu lista og bók-
mennta af menningarmálaráðherra
Frakklands árið 1990.
Sigurður hefur fengist við margt á
ritvellinum – hann hefur sent frá sér
ljóðabækur, skrifað skáldsögur,
sjónvarps- og útvarpshandrit og
samið óperutexta. Edith Piaf er tí-
unda leikritið sem hann skrifar, en
það fyrsta sem sýnt er í Þjóðleikhús-
inu. Hann segir tilfinninguna mjög
góða að sjá leikverk sitt á sviðinu
þar. „Ég er bæði mjög hrifinn af
þessu húsi og hópnum sem kemur að
sýningunni undir stjórn Hilmars
Jónssonar, Hafnarfjarðarleik-
hússtjóra. Ég þorði nú ekki að hugsa
verkið upphaflega nema sem söng-
leikrit en það hefur þróast í söngleik.
Þegar vinna við leiksýningu fer í
gang, tekur leikstjórinn auðvitað yf-
ir og verkið hefur sem sagt þróast í
söngleik með dansi og hópatriðum
og það er bara alveg prýðilegur
aukabónus fyrir áhorfendur. Svein-
björg, Þórunn María og Björn Berg-
steinn styðja þetta svo mjög vel með
sínu framlagi.“
Sé ekki eftir neinu
Þau fimmtán lög sem Brynhildur
syngur í hlutverki Piaf eru mörg af
þekktustu lögum hennar. Má þar
nefna La Vie en Rose, Mon Dieu og
Non, je ne regrette rien, en Jóhann
G. Jóhansson er tónlistarstjóri í sýn-
ingunni. Lögin eru sungin ýmist á ís-
lensku eða frönsku, eða hvoru
tveggja en Þórarinn Eldjárn og
Kristján Þórður Hrafnsson þýddu
söngtextana. „Það er einfaldlega
ekki mín deild. Í sýningunni hafa
lögin svo stundum þróast þannig, að
þau eru sungin langleiðina á ís-
lensku, en enda svo á frönsku, það er
sleginn franskur botn í þau. Mér
finnst það alveg þrælvirka,“ segir
Sigurður.
Að sögn hans reyndi hann að láta
lögin og textana passa inn í fram-
vindu leikritsins, þeir eru gjarnan
lokapunktur á dramatísku ferli eða
miðla innri veröld aðalpersónunnar.
„Ég stillti söngvunum upp í byrjun,
vitandi að miklu fleiri myndu koma
að endanlegri ákvörðun um þá,
hljómsveitarstjórinn, leikstjórinn og
söngkonan. En það breyttist lítið,
enda eru nokkrir söngvar sem buðu
sér algjörlega sjálfir í partíið og
sumir meira segja á ákveðna staði í
verkinu,“ segir hann og nefnir sem
dæmi lagið Mon Dieu, sem Piaf
syngur að elskhuga sínum, Marcel
Cerdan látnum. „Af þessum fimm-
tán söngvum er um það bil helm-
ingur sem maður hreinlega varð að
hafa með, ef ætlunin var á annað
borð að fjalla um Edith Piaf. Restina
var svo hægt að velja úr þessum
tæplega fjögurhundruð söngvum
sem hún tók upp á ferlinum.“
Rödd sem er óháð tímanum
Sigurður segist hiklaust telja síð-
asta sönginn í leikritinu, Non, je ne
regrette rien – Nei, ég iðrast ei
neins, vera lykilsönginn fyrir líf
Edith Piaf. „Í leikritinu læt ég Piaf
alltaf henda höfundi lagsins, Charles
Dumont, út, þótt það hafi ekki endi-
lega verið þannig í raun og veru.
Ástæðan er að hún finnur á sér að
hann er með lokasönginn hennar og
eftir hann muni hún ekki syngja
meir.“
Síðan skrifin á leikritinu um Edith
Piaf hófust, hefur fyrirbærið rödd
verið Sigurði hugleikið. „Öðru
hverju koma fram á sjónarsviðið
raddir sem eru óháðar tímanum –
eru alltaf algjörlega nýjar. Bessie
Smith. Billie Holiday. Janis Joplin.
Ella Fitzgerald. Ellý Vilhjálms. Það
er óútskýranlegt hvað þetta er. Þeg-
ar ég hugsa um túlkun Piaf, þá finnst
mér eins og þar sé á ferðinni ótrú-
legt sambland lífsþorsta og örvænt-
ingar. Annars vegar einsemd en
jafnframt æðisleg löngun til að lifa.
Furðuleg, rammgöldrótt blanda.“
eftir Sigurð Pálsson
Leikstjóri: Hilmar Jónsson.
Leikarar: Brynhildur Guðjóns-
dóttir, Atli Rafn Sigurðarson,
Baldur Trausti Hreinsson,
Edda Arnljótsdóttir, Elva Ósk
Ólafsdóttir, Pálmi Gestsson,
Ragnheiður Steindórsdóttir,
Sigurður Sigurjónsson, Sólveig
Arnarsdóttir, Vigdís Hrefna
Pálsdóttir, Þórunn Lárusdóttir
og Þröstur Leó Gunnarsson.
Tónlistarstjóri: Jóhann G. Jó-
hannsson.
Hljóðfærarleikarar: Jóhann G.
Jóhannsson, Birgir Bragason,
Hjörleifur Valsson, Jóel Páls-
son og Tatu Kantomaa.
Danshöfundur: Sveinbjörg
Þórhallsdóttir.
Dansarar: Sveinbjörg Þórhalls-
dóttir, Cameron Corbett og Jó-
hann Freyr Björgvinsson.
Lýsing: Björn Bergsteinn Guð-
mundssson.
Búningar: Þórunn María Jóns-
dóttir.
Leikmynd: Vytautas Narbutas.
Edith Piaf
Morgunblaðið/Ásdís
„Orsökin fyrir því að þetta verk, sem ég hafði aðeins á draumastigi, varð
að veruleika var meðal annars að þarna var manneskja sem hefur allt til að
bera til að túlka hana,“ segir Sigurður Pálsson.
Ótrúlegt sambland lífs-
þorsta og örvæntingar
ingamaria@mbl.is
Morgunblaðið/Ásdís
Edith Piaf ásamt Marlene Dietrich, sem leikin er af Þórunni Lárusdóttur.
Goðsögnin og mann-
eskjan Edith Piaf verð-
ur endursköpuð í Þjóð-
leikhúsinu í kvöld, en
þar verður frumsýndur
nýr söngleikur úr
smiðju Sigurðar Páls-
sonar sem fjallar um
ævi söngkonunnar
kunnu. Inga María
Leifsdóttir ræddi við
höfundinn um aðal-
leikkonuna Brynhildi
Guðjónsdóttur, Edith
Gassion, lögin hennar
fjögur hundruð og
fyrirbærið rödd.
ÞÝSKA söngkonan Ute Lemper
syngur með Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands á tónleikum í kvöld og annað
kvöld kl. 19.30. Fyrri hluta efnis-
skrár kvöldsins helgar Lemper að
mestum hluta tónsmíðum Kurts
Weills og má þar m.a. heyra lög á
borð við Alabama Song úr Upphaf og
endi Mahagonny-borgar, Sourabaya
Johnny úr Happy End, Moritat vom
Mackie Messer úr Túskildingsóper-
unni og The Saga of Jenny úr Lady
in the Dark. Eftir hlé kennir einnig
ýmissa grasa og þá má m.a. heyra
tangó eftir Astor Piazzolla, tónlist
Jacques Brel og lög á borð við La Vie
en Rose sem Edith Piaf gerði ódauð-
legt á sínum tíma og Lilli Marleen
sem allir ættu að þekkja úr flutningi
Marlene Dietrich, auk þess sem
Lemper mun flytja tvö frumsamin
lög.
Þar sem Lemper er hvað þekktust
fyrir flutning sinn á tónlist Kurts
Weills liggur beint við að spyrja hvað
það sé við tónlist hans sem heilli
hana. „Þegar ég, í upphafi ferils
míns, var að leita að efni sem höfðaði
til mín og ég gæti samsamað mig við
tilfinningalega var ég svo heppin að
rekast á tónlist Kurts Weills. Því þó
að ég hefði verið að syngja djassslag-
ara, popp- og rokktónlist auk klass-
ískrar tónlistar þá fann ég mig ein-
hvern veginn aldrei alveg í því.
Þegar ég síðan kynntist tónlist
Weills þá opnaðist fyrir mér alveg
nýr heimur og ég fann afar sterka
samsömun með tónlist hans, enda er
hún ung, uppreisnargjörn og nánast
stjórnlaus á sama tíma og hún er
pólitísk, djörf, óstýrilát, kynþokka-
full og jafnvel viðbjóðsleg. Kurt
Weill skrifaði aldrei um hetjur sam-
félagsins, heldur fjallar tónlist hans
um andhetjur og hetjur undirheim-
anna. Lögin fjalla um spillingu og
andhverfu alls glamúrsins, en það er
eitthvað heillandi við þennan for-
boðna heim sem þar birtist. Tónlist
hans er yndislega tjáningarrík auk
þess sem hún er svo dásamlega opin
fyrir túlkunum. Svo kann ég því líka
vel að syngja á þýsku,“ segir Lemper
og hlær.
Finnst gaman að segja
mínar eigin sögur
Á ferli sínum hefur Lemper sungið
tónlist úr afar ólíkum áttum, allt frá
Weill til kabaretttónlistar, frönsk
sönglög eftir Brell, Prévert, Edith
Piaf og fleiri. Á sama tíma hefur hún
einnig verið að syngja tangótónlist
eftir Astor Piazzolla, auk laga eftir
Elvis Costello og Nick Cave. „Und-
anfarið hef ég síðan verið að syngja
tónlist frá Mið-Austurlöndunum, þ.e.
jiddíska tónlist, hebreska og arab-
íska, enda er ég afar opin fyrir nýrri
tegund tónlistar. Auk þess hef ég
gert mikið af því að syngja eigin lög
og á tónleikunum hér mun ég syngja
tvö þeirra. Mér finnst nefnilega mjög
gaman að segja mínar eigin sögur.“
Aðspurð segist Lemper fremur
kjósa að koma fram á tónleikum
heldur en í kabarettum eða söng-
leikjum. „Mér finnst einfaldlega mun
skemmtilegra að syngja á tónleikum.
Ætli helsti munurinn felist ekki í því
að í söngleik fær maður aðeins að
takast á við eitt hlutverk en á tón-
leikum gefst manni kostur á að glíma
við mörg, því ég fer í sérstakan kar-
akter fyrir hvert lag. Á einni kvöld-
stund er hægt að sýna ótal birting-
armyndir af sjálfum sér, því allt eru
þetta jú bara ólíkir fletir á mínum
eigin karakter.“
Eitthvað heillandi við
þennan forboðna heim
Morgunblaðið/ÞÖK
Þýska söngkonan Ute Lemper kem-
ur fram á tónleikum með Sinfón-
íuhljómsveit Íslands í kvöld.