Morgunblaðið - 06.05.2004, Side 30

Morgunblaðið - 06.05.2004, Side 30
DAGLEGT LÍF 30 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ SKÁLHOLT var höfuðstaður ís- lands í 700 ár, þar hafa staðið tíu kirkjur, allar á sama stað. Þar er einnig fræðslusetur sem á rætur að rekja til 11. aldar. Skálholtsskóli er nú mennta- og menningarsetur þjóðkirkjunnar. Hann starfar á grunni skólahefðar í Skálholti og norrænnar lýðhá- skólahefðar. „Hann var einn helsti og elsti skóli landsins,“ segir sr. Bernharður Guðmundsson rektor Skálholtsskóla, „hingað komu pilt- ar af öllum landshornum og dvöldu í sex ár.“ Fornleifauppgröftur sem nú stendur yfir í Skálholti hefur varp- að nýju ljósi á lífið í Skálholti. Í skólanum er nú sýning þar sem hægt að fræðast um rannsóknina, sjá gripi sem komið hafa í ljós við uppgröftinn og lesa sér til um dag- legt líf skólapilta þar fyrr á öldum. Eftir siðbreytingu voru þar yf- irleitt 30–40 piltar. Skálholtsskóli var fluttur til Reykjavíkur og varð Bessastaða- skóli sem síðar varð Mennta- skólinn í Reykjavík. Gisting fyrir u.þ.b. 70 manns Skólinn var endurreistur í Skál- holti sem lýðskóli árið 1973. Lýð- skólinn var starfræktur til ársins 1992 en var þá breytt í mennta- og menningarsetur kirkjunnar. „Núna er skólinn ekki með bekkjarkerfi, heldur eru hér hald- in námskeið,“ segir Bernharður og er aðallega um að ræða kirkjulegt starf, fermingarfræðslu, kóra- námskeið, kyrrðardaga, tónlistar- æfingar og -viðburðir, ráðstefnur og fleira. „Við höldum ráðstefnur hér í samvinnu við aðra t.d. Sið- fræðistofnun, og standa þær 2–3 daga í senn,“ segir Bernharður. Hann nefnir einnig samræðudaga fyrir eldri borgara, einir slíkir voru um áhrif fjölmiðla á sjálfs- mynd aldraðra. Stofnanir og félög hafa gjarnan nýtt sér þá góðu aðstöðu sem er í Skálholtsskóla. Í skólanum eru fræðslu og ráðstefnusalir sem rúma um 80 manns en má skipta í þrjá minni sali, matsalurinn með bókakaffi rúmar 120 manns, vist- leg setustofa er með arin og sjón- varpi. Í skólanum eru 36 gistirými auk gistiaðstöðu fyrir 35 í öðrum húsakynnum staðarins. Áhrif sögunnar á umræður Bernharður segir gesti iðulega lofa kyrrðina í Skálholti og einnig hina sögulegu vídd sem þar sé að finna. „Það virðist hjálpa mörgum til að greina að aðalatriði og auka- atriði. „Þá geta fundagestir sótt hinar fornu tíðagjörðir í Skálholts- kirkju og skynjað tengsl sögunnar og samtímans,“ segir hann. Bernharður vitnar í eina ráð- stefnu. Honum er minnisstætt að þegar lokaorðin voru flutt að varp- að var upp mynd af ísjaka til að leggja áherslu á röksemd um að ennþá sæju menn aðeins 10% af heildarmyndinni, líkt og sæist af ísjaka í hafi. „Þá sagði einn fund- armanna: „En tókuð þið eftir því að við þurftum á kyrrðinni hér í Skálholti að halda til að skilja þetta.“ hefur Bernharður eftir. Skálholt er einnig vinsælt meðal ferðamanna, erlendra sem inn- lendra. Skálholtsskóli er opinn allt árið og þar er hægt að fá gistingu og veitingar. Bernharður segir að listamenn og fræðimenn fái þar gjarnan inni til að skrifa verk sín. Þá eru sífelldar sýningar í skól- anum á verkum myndlistarmanna. Allar helgar bókaðar Markmið starfseminnar er m.a. að efla kristna trú í samfélaginu með fræðslu. Starfið gengur vel. Nær allar helgar þetta árið eru bókaðar, enda fer vel um fólk og staðurinn hefur spurst vel út. Skálholtsskóli getur boðið upp á ýmislegt sem ekki er á hverju strái, t.d. miðaldakvöldverð í anda Þorláks biskups helga. Hann er gerður eftir elsta matreiðsluriti sem þekkt er á norðanverðri evr- ópu. Einnig er þar haldið kaffiboð að hætti Valgerðar biskupsfrúar með uppskriftum sem eru frá lok- um 18. aldar. Nytjajurtir og tónleikar Annað sem nefna má er sýn- isgarður nytjajurta sem talið er að hafi verið ræktaðar í Skálholti á liðnum öldum. Einnig eru í garð- inum algengar íslenskrar villijurtir sem safnað var til nytja fyrrum. Ingólfur Guðnason garðyrkjubóndi hefur umsjón með garðinum. Sumartónleikar í Skálholts- kirkju hafa verið haldnir óslitið frá árinu 1975. Tónlistarhátíðin stend- ur yfir um 5 vikur á hverju sumri. „Flytjendur koma á mánudögum, oft með fjölskyldum sínum, og eru að æfa alla vikuna og spila svo á laugar- og sunnudögum,“ segir Bernharður. Helga Ingólfsdóttir hefur verið listrænn stjórnandi tónleikanna öll árin þrjátíu. Bernharður Guðmundson hefur verið rektor skólans frá 1. ágúst 2001, en rektor er ráðinn í fimm ár. Starfið er margþætt og segir hann alla velkomna. „Ég vil að fólk finni sig hér heima og geti notið þess að vera hér,“ segir hann og bendir á Skálholt sé ekki nema í 90 km fjarlægð frá Reykjavík.  MENNTUN Að efla trú með fræðslu Morgunblaðið/Árni Torfason Elsti skólinn: Fornleifauppgröftur sem nú stendur yfir í Skálholti hefur varpað nýju ljósi á skólalífið í Skálholti. Miðaldakvöldverður og kaffiboð frá 18. öld eru vinsæl í Skálholtsskóla ásamt margvíslegum námskeiðum og ráð- stefnum í sögulegu um- hverfi og samhengi. Námskeið: „Við höldum t.d. ráð- stefnur og námskeið hér í samvinnu við aðra,“ segir Bernharður. AFI OG amma hafa nú bæst í hóp brosandi barbífjölskyldunnar frá leikfangaframleiðandanum Mattel. Það nýjasta á markaðnum frá Matt- el er serían „Happy family“ undir merkjum Barbie. Mamman Midge og pabbinn Allan eiga von á öðru barni sínu en Nikki fæddist í fyrra. Í tengslum við ársafmæli hennar var ömmu og afa nú bætt í hópinn. Að því er fram kemur á vef Berl- ingske Tidende taka raunverulegar ömmur og afar brúðunum opnum örmum og kaupa þær til gjafa. Nic- olai Lindhardt, yfirmaður Mattel í Danmörku, segir að mömmuleikur sé vinsælasti leikurinn hjá yngstu stelpunum og að afi og amma geti nú líka verið með í leiknum. Barbíamma og -afi  LEIKFÖNG  Að standa fyrir námskeiðum fyrir starfsfólk kirkjunnar, í sam- vinnu við guðfræðideild, fræðsludeild, söngmálastjóra, prestaköll og prófastsdæmi. Að veita aðstöðu fyrir námskeið á vegum ýmissa aðila. Að hýsa ráðstefnur og málþing um kirkjuleg og trúarleg efni (og um önnur efni eftir því sem pláss leyfir). Að standa fyrir opnum fyr- irlestrum og námskeiðum fyrir almenning um ýmis efni. Að standa fyrir ráðstefnum um málefni sem brenna á kirkju og samfélagi hverju sinni.  Að standa fyrir kyrrðardögum og öðrum samverum til hvíldar, endurnæringar og trúarlegrar uppbyggingar.  Að þjóna gestum Skálholtsstaðar eftir því sem þurfa þykir og pláss leyfir með sölu veitinga og gistingar.  Að taka þátt í menntun presta í sambandi við starfsþjálfun kandí- data og með endurmenntunarnámskeiðum fyrir presta í starfi. Stefna Skálholtsskóla TENGLAR .............................................. http://www.skalholt.is/skoli/ index.htm guhe@mbl.is UMHVERFISSTOFNUN segir að ein- staklingum sem eru með glútenóþol eða fæðuofnæmi sé „ekki óhætt“ að borða mat- vöru með speltmjöli. „Einstaklingum sem eru með glútenóþol eða hveitiofnæmi er ekki óhætt að borða speldi (spelt) Speldi er forn hveititegund (triticum spelta) og hefur notið nokkurra vinsælda undanfarið sem heilsufæði. Í kjölfarið hefur sá misskilningur komist á kreik að speldi henti fólki sem þarf að forðast glúten. Glútenóþol (Celiac-sjúkdómur) er þarma- sjúkdómur og veldur ævilöngu óþoli gegn próteini sem kallað er glúten. Þetta prótein er að finna í hveiti, speldi, rúgi, byggi og höfrum. Eins og áður segir er speldi forn hveiti- tegund sem inniheldur sömu prótein og finnast í venjulegu hveiti. Einstaklingar með glútenóþol geta oft borðað matvæli sem innihalda glúten án þess að verða varir við einkenni sjúkdómsins og getur liðið langur tími áður en neysla á korni sem inni- heldur glúten veldur einkennum glúten- óþols. Sjúkdómurinn getur birst fólki á öllum aldri og einkenni hans eru oft ólík eftir því á hvaða aldri fólk fær sjúkdóminn. Ein- kennin geta verið loftgangur, þunnar hægð- ir og vannæring (getur hamlað vexti hjá börnum). Önnur einkenni geta verið hægða- tregða, blóðleysi, liðverkir og þyngdartap. Glútenóþol er staðfest með blóðprufu og vefsýni frá þörmum,“ segir Umhverf- isstofnun. Ensk og dönsk heiti yfir korntegundir sem innihalda glúten hveiti (danska: hvede, enska: wheat) speldi (danska: spelt, enska: spelt) rúgur (danska: rug, enska: rye) bygg (danska: byg, enska: barley) hafrar (danska: havre, enska: oats) Nánari upplýsingar: http://www.foede- vareallergi.dk/Fakta_om_foedevareallergi/ Glutenintolerans_Coliaki/Spelt_coeliaki.htm Speltmjöl ekki undanþegið glútenóþoli  HEILSA Morgunblaðið/Kristinn ÞEIR sem eru tímabundnir ættu að geta glaðst yfir nýjung sem ætlað er að sameina tvö tímafrek verkefni sem margir neyðast til að sinna nokkrum sinnum í viku: líkamsrækt og innkaupaferð í stórmarkaðinn. Þýskt fyrirtæki hefur hannað inn- kaupakerru sem getur jafnframt þjónað sem æfingatæki. Unnt er að stilla hve erfitt skuli vera að ýta kerrunni áfram og reyna þannig á vöðva í fótleggjum, handleggjum og maga. Í handfangi kerrunnar er einnig búnaður til að mæla tíma, vegalengd, hjartslátt og fjölda hita- eininga sem eytt er við áreynsluna. Prufueintak af hinni heilsu- samlegu innkaupakerru var nýlega tekið í notkun í verslun Tesco- keðjunnar í Kensington í Lund- únum. Blaðamaður Evening Stand- ard eyddi að sögn blaðsins 280 hita- einingum í dæmigerðri innkaupa- ferð þar sem hann gekk um 800 metra eftir göngum verslunarinnar. Að sögn talsmanns Tesco verður leitast við að hafa þrjár til fimm slík- ar kerrur í hverri verslun ef við- brögð viðskiptavina verða jákvæð. Líkamsrækt við innkaupin  HEILSA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.