Morgunblaðið - 06.05.2004, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
DÓMAR Hæstaréttar sem snúa að grund-
vallaratriðum í samfélaginu eru alltaf líklegir
til að vekja pólitíska umræðu. Það er eðlilegt í
lýðræðissamfélagi. Réttur allra er að viðra
með afdráttarlausum hætti skoðanir sínar,
líka þær sem kunna að fela í sér
harða gagnrýni á Hæstarétt.
Þess vegna er ólíklegt að nokkru
sinni verði hægt að breyta fyr-
irkomulagi á skipan réttarins
með þeim hætti að hann komist
með öllu hjá því að lenda af og til
í ölduróti. Flestir hljóta hins
vegar að vera sammála um að
æskilegt sé að skapa aðstæður
þar sem Hæstiréttur er í sem
ríkustum mæli hafinn yfir póli-
tískar deilur. Sérstaklega er
brýnt að búa svo um hnúta að
engin ástæða sé til að grunsemd-
ir vakni um að skipan dómara
byggist á ómálefnalegum forsendum. Í ljósi
nýjustu atburða liggur í augum uppi að það er
tímabært að taka upp nýja hætti við skipan
hæstaréttardómara þannig að sem minnstar
líkur séu á að deilur rísi um réttinn.
Flokkspólitísk skipunarhönd
Sagan sýnir að Hæstiréttur hefur stundum
orðið leiksoppur í hráskinnaleik stjórnmála-
manna. Frægasta dæmið er þegar Jónas frá
Hriflu ruddi dóminn fyrir miðja síðustu öld og
skipaði í réttinn menn sem voru honum þókn-
anlegir. Þegar skipan hæstaréttardómara síð-
ustu áratugina er svo skoðuð kemur í ljós að
dómsmálaráðherrar hafa mjög skýra tilhneig-
ingu til að skipa dómara sem þeir rekja til
pólitískan skyldleika við sinn flokk. Í þessu
felst ekki vantraust á hæfi dómara síðustu
áratuga sem allir hafa verið vandaðir menn og
starfað af virðingu fyrir stjórnarskrá, lögum
og eftir sannfæringu. Ekki kemur
mér til hugar að síðasti hæstarétt-
ardómarinn, Ólafur Börkur Þor-
valdsson, sem illu heilli hefur dreg-
ist inn í harðar pólitískar umræður,
muni láta nokkuð annað ráða af-
stöðu sinni í Hæstarétti. Eftir
stendur hins vegar sá skuggi sem
um langa hríð hefur fallið af hinni
flokkspólitísku skipunarhönd.
Hann minnkar síst í núverandi um-
hverfi landsstjórnarinnar sem ein-
kennist af því að harðpólitísku
valdi er ítrekað beitt af óvana-
legum þunga. Í þessu sambandi er
óhjákvæmilegt að vekja eftirtekt á
að Ríkisútvarpið hefur greint frá að innan
dómsmálaráðuneytis hafa menn velt fyrir sér í
fullri alvöru að dómsmálaráðherra skipi for-
seta Hæstaréttar. Það er svo öldungis fráleit
hugmynd, og svo illa til þess fallin að skapa
frið um réttinn, að ég tel hana aldrei koma til
greina.
Álit umboðsmanns Alþingis
Á allra síðustu árum hefur Hæstiréttur sjálfur
veitt vatni á myllur gagnrýnenda sinna.
Dæm
seta
bein
kom
ákve
þung
Sí
rétt
laga
rétti
mála
umb
sem
herr
stjór
um k
skip
trau
Lö
hlutv
eftir
þess
sýsla
stjór
ekki
lega
dóm
miðv
emb
Þa
man
Alþi
íhug
notu
arin
dag
ingu
Alþingi samþykki
hæstaréttardómara
Össur Skarphéðinsson
skrifar um veitingu
hæstaréttardómaraembætta
’Sley
hva
þes
Össur Skarphéðinsson
I.
Fyrir réttum sextíu árum kom út í Bretlandi hin
kunna bók Friðriks von Hayeks, Leiðin til
ánauðar (The Road to Serfdom), þar sem hann
varaði við víðtækum ríkisafskiptum og sósíal-
isma. Geir Hallgrímsson, sem þá sá um æsku-
lýðssíðu í Morgunblaðinu, fékk Ólaf Björnsson
hagfræðiprófessor til að snúa á íslensku út-
drætti úr bókinni, og birtist hann í nokkrum
hlutum sumarið 1945. Þetta vakti
mikla athygli og olli raunar
fjaðrafoki í málgögnum sósíalista,
Alþýðublaðinu og Þjóðviljanum.
Ungir hagfræðingar og spreng-
lærðir, nýkomnir frá prófborðinu,
skrifuðu í Þjóðviljann um, að dag-
ar frjálsrar samkeppni væru tald-
ir. Stórar rekstrareiningar væru
af tæknilegum ástæðum hag-
kvæmari en litlar. Fákeppni og
jafnvel einokun væri óhjá-
kvæmileg, en úrlausnarefnið að
stjórna henni skynsamlega, og til
þess þyrfti að sjálfsögðu að
kveðja til unga og sprenglærða
hagfræðinga.
Ólafur Björnsson svaraði í Morgunblaðinu.
Hann benti á þrennt. Í fyrsta lagi gæti tæknin
alveg eins auðveldað samkeppni og torveldað.
Menn hefðu um aldamótin 1900 haft áhyggjur
af einokun járnbrautarkónganna, en síðan hefði
bíllinn komið til sögu. Í öðru lagi þrifist einokun
oft í skjóli ríkisafskipta fremur en að hún væri
sjálfsprottin. Hún væri stundum ekki nein af-
leiðing markaðsviðskipta, heldur beinlínis sköp-
uð með ríkisvaldi. Dæmi um þetta væru ýmsar
opinberar hömlur á aðgangi fólks, fjármagns og
vöru að mörkuðum, svo sem tollmúrar. Í þriðja
lagi væri rétta úrræðið, þegar samkeppni tak-
markaðist einhvers staðar af stærð markaðar-
ins, að stækka hann með því að tengja hann öðr-
um stærri mörkuðum. Stórt fyrirtæki á Íslandi
er lítið fyrirtæki á Evrópumarkaði og þar venju-
lega í harðri samkeppni.
II.
Rök Ólafs Björnssonar eru enn í fullu gildi.
Besta ráðið við frelsinu er meira frelsi. Ef fyr-
irtæki þykir of stórt á Íslandi, er jafnvel eitt á
markaðnum, þá er sjaldnast heppilegt, að ríkið
setji lög gegn því, heldur að það tryggi hvort
tveggja, öðrum fyrirtækjum lágan þröskuld eða
engan inn á þennan markað og tengingu hins ís-
lenska markaðar við alþjóðamarkaðinn. Þá
þurfa íslensk skipafélög, flugfélög, trygginga-
félög, olíufélög, bankar og önnur stórfyrirtæki
að glíma við hvort tveggja, yfirvofandi sam-
keppni annarra íslenskra fyrirtækja, þótt
óstofnuð séu, og beina samkeppni erlendra fyr-
irtækja. Þá getur markaðurinn sagt við ríkið
eins og Díógenes tunnubúi forðum við Alexand-
er mikla: Færðu þig frá og leyfðu sólinni að
skína á mig!
Ég hef oft haft tækifæri til að ræða um frjálsa
samkeppni og einokun við tvo merka frjálslynda
hugsuði tuttugustu aldar, þá von Hayek og
Milton Friedman. Báðir sögðust hafa litlar
áhyggjur af fákeppni og hringamyndun á venju-
legum mörkuðum, ef ríkið hamlar
þar ekki beinlínis samkeppni. Vand-
inn leystist oftast af sjálfum sér. Sá
markaður, sem helst gæti verið
áhyggjuefni, væri vinnumarkaður-
inn, þar sem verkalýðsfélög kæmu
ósjaldan með ofbeldi (svokallaðri
verkfallsvörslu) í veg fyrir sam-
keppni. En þeir Hayek og Friedman
bentu á tvö úrræði löggjafans til að
hindra ofvöxt einstakra fyrirtækja
og tryggja, að þau væru rekin með
hag eigenda í huga. Annað væri að
kveða á um, að fyrirtæki yrði ætíð
að bera það undir hluthafa sér-
staklega, hvort það greiddi þeim út
arð eða notaði hann til að vaxa. Hitt
væri að leyfa fyrirtækjum að vísu að eiga hverju
í öðru, en án atkvæðisréttar, svo að fjárfesting
eins fyrirtækis í öðru yrði aðeins gerð í arðsem-
isskyni, en ekki vegna valdabaráttu.
III.
Hin sterku rök frjálshyggjumanna eins og Ólafs
Björnssonar, von Hayeks og Friedmans eiga
því miður ekki við á íslenska fjölmiðlamark-
aðnum. Þar verður vandinn ekki leystur með
því að tengja íslenska markaðinn við hinn al-
þjóðlega, því að íslenski markaðurinn er sér-
stakrar gerðar. Hann er í eðli sínu smár og lítt
stækkanlegur. Fjölmiðlarnir eru íslenskir ólíkt
olíu, flugsætum, flutningagámum og ýmissi
annarri vöru. Í fjölmiðlunum er töluð íslenska
og skírskotað til þarfa þrjú hundruð þúsund
manna þjóðar fyrir fréttir, upplýsingar og
skemmtanir. Því verður ekki breytt. Sam-
keppnin takmarkast af stærð markaðarins, og
hann stækkar aðeins með því, að fólkinu fjölgi.
Sennilega ber íslenski fjölmiðlamarkaðurinn
ekki nema 2–3 sjónvarpsstöðvar og 2–3 dagblöð,
jafnvel minna.
Margir telja enn fremur, að það sé ólíkt með
fjölmiðlum annars vegar og vöru eins og olíu,
flugsætum og flutningagámum hins vegar, að
fjölmiðlar hafi sérstök áhrif á fólk. Það sé því
eins eðlilegt að setja sérstök lög um þá og til
dæmis geislavirk efni eða smitnæm. Ég hygg,
að ei
að ge
óvirk
milli
átt. E
Evró
þess
er an
anle
anam
blað
hljóð
rödd
í hug
IV.
Það,
fjölm
anle
alþjó
tækn
fram
að ís
sem
(þar
gilda
um s
og öð
alme
samb
reglu
urba
óvin
Í ljós
mark
legt
ekki
sem
Í þ
sem
og sj
ljósv
ríkið
að út
eign
önnu
Frjálshyggja, samkep
eignarhald á fjölmiðlu
Eftir Hannes Hólmstein
Gissurarson ’Edóm
set
um
ísle
ein
alla
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson
MERKING BARNA
Tæplega 6% íslenskra barna und-ir 18 ára aldri hafa fengið svo-kallað umönnunarmat hjá
Tryggingastofnun ríkisins vegna fötl-
unar, langvinnra veikinda, þroska- eða
hegðunarraskana að því er fram kom í
frétt í Morgunblaðinu á þriðjudag.
Mat þetta er hluti af flóknu kerfi, sem
snýst um niðurgreiðslu lyfja vegna
meðferðar á t.d. hegðunarröskun. Þar
segir að samkvæmt gögnum Trygg-
ingastofnunar hafi 4.400 börn verið á
skrá hjá stofnuninni við lok síðasta árs
og hafi fjöldinn nánast tvöfaldast frá
árinu 1997.
Fram kemur að mjög rækilegar
heilsufarsupplýsingar eru gefnar upp
um börn þegar sótt er um umönnunar-
mat til Tryggingastofnunar. Að auki
þurfi foreldrar í flestum tilvikum að
sækja um lyfjaskírteini fyrir börn sín
þar sem einnig séu gefnar upp upplýs-
ingar um heilsu barnsins. Í fréttinni er
vitnað í Ingibjörgu Georgsdóttur,
barnalækni hjá Tryggingastofnun,
sem segir að sér hrjósi hugur við
merkingum á börnum með þessum
hætti, sem geti hæglega orðið þeim til
trafala síðar á lífsleiðinni.
„Mér finnst að það eigi að skoða aðr-
ar leiðir til að koma til móts við þenn-
an lyfjakostnað heldur en að setja all-
ar þessar merkingar á börnin,“ segir
hún. „Þau er skráð í miðlægan gagna-
grunn heilbrigðiskerfisins og færð inn
í miðlægan gagnagrunn Trygginga-
stofnunar. Þetta eru upplýsingar sem
eyðast aldrei. Þó að við hjá Trygginga-
stofnun gefum aldrei neinar upplýs-
ingar um sjúklinga þá verður barni
með svona greiningu gert sjálfu að
skila þessum upplýsingum seinna
meir þegar það sækir um eitthvað.“
Allar upplýsingar um einstaklinga
eru viðkvæmt mál og grundvallarat-
riði að varúðar sé gætt við meðferð
þeirra. Það á sérstaklega við um upp-
lýsingar um heilsufar, að ekki sé talað
um þegar börn eiga í hlut. Einstak-
lingar, sem leita til heilbrigðiskerfis-
ins, eiga von á fullum trúnaði. Verði
trúnaðarbrestur er hætt við því að fólk
veigri sér við því að sækjast eftir þjón-
ustunni. Það getur verið mikið mál
fyrir foreldra að fara með börn sín í
greiningu og það verður ekki gert auð-
veldara ef matið mun síðan fylgja
barninu eins og sakaskrá það sem eftir
er ævinnar og orðið því til trafala síðar
á lífsleiðinni, svo notuð séu orð Ingi-
bjargar. Það er ekki síst alvarlegt ef
vandinn er löngu úr sögunni, en eftir
situr merkingin.
Jón Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra segir í Morgunblaðinu í dag að
hann muni biðja Tryggingastofnun
ríkisins um greinargerð í tilefni af um-
mælum Ingibjargar og fara fram á til-
lögur til úrbóta. Það þarf að gerast
fljótt.
FRAM OG AFTUR BLINDGÖTUNA
Það virðist æ hæpnara að tala umfriðarhorfur og Mið-Austurlönd í
sömu andránni. Öll spjót standa nú á
Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísr-
aels, sem varð fyrir pólitísku áfalli
þegar flokkur hans hafnaði áætlun
hans um að leggja niður svokallaðar
landnemabyggðir, draga til baka ísr-
aelska herinn frá Gaza og hluta Vest-
urbakkans, í atkvæðagreiðslu á
sunnudag. George Bush Bandaríkja-
forseti sagði í viðtali við sjónvarps-
stöðina Al-Hurra, sem sjónvarpar á
arabísku og er kostuð af Bandaríkja-
mönnum, að nú væri söguleg stund til
að stíga fram og stuðla að friði. Um-
mæli þessi lét hann falla eftir að fjór-
eyki Evrópusambandsins, Rússlands,
Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkj-
anna hafði lýst yfir stuðningi með fyr-
irvara við áætlun Sharons
Skoðanakannanir höfðu sýnt að um
60% Ísraela væru hlynnt áætlun
Sharons, en í atkvæðagreiðslu, sem
náði til félaga í Likud-flokknum,
greiddu um 60% atkvæði gegn áætl-
uninni. Íbúar landnemabyggðanna
lögðust hart gegn áætlun Sharons og
málflutningur þeirra virtist hafa mik-
ið að segja. Rúmlega 90 þúsund
manns tóku þátt í atkvæðagreiðslunni
og gætu því atkvæði þeirra rúmlega
50 þúsunda, sem felldu áætlunina orð-
ið afdrifarík.
Fjölmiðlar í Ísrael sögðu að Sharon
hefði verið auðmýktur í atkvæða-
greiðslunni, en hann kvaðst ekki ætla
að leggja árar í bát og myndi halda sig
við áætlunina með einhverjum breyt-
ingum.
Áætlun Sharons hefur verið um-
deild og var fordæmd víða um heim.
Hins vegar kom á óvart að George
Bush Bandaríkjaforseti skyldi lýsa
yfir fullum stuðningi við hana þegar
Sharon heimsótti hann í Hvíta húsið í
apríl. Samkvæmt síðustu fréttum
hugðist Sharon reyna að bjarga því,
sem bjargað yrði af áætlun sinni, með
því að leggja aðeins niður þrjár land-
nemabyggðir á Gaza í staðinn fyrir
allar 21 og tvær í stað fjögurra á Vest-
urbakkanum. Ekki er einu sinni víst
að honum takist að fá tillögur sínar
samþykktar í flokknum í þeirri mynd.
Það er sennilega lýsandi fyrir
ástandið að Sharon skuli kominn í
öngstræti með áætlun, sem í upphafi
orkaði mjög tvímælis. Með tillögum
sínum hugðist Sharon koma einhliða
hreyfingu á málin í stað þess að ganga
til samninga við Palestínumenn. Deila
Ísraela og Palestínumanna verður
hins vegar ekki leyst með einhliða
ákvörðunum þess sterkari. Stuðning-
ur Bandaríkjamanna við Sharon
breytir engu þar um. Hann dregur að-
eins úr trúverðugleika ráðamanna í
Washington í arabaheiminum og var
ekki af miklu að taka. Niðurstaða at-
kvæðagreiðslunnar á sunnudag kann
að hafa verið áfall fyrir Sharon, en
hún var ekki áfall fyrir friðarferlið.
Það áfall kom þegar Sharon lagði
áætlun sína fram og aftur þegar Bush
lýsti yfir stuðningi við þær. Vegvís-
irinn til friðar, sem Bandaríkjamenn
áttu stóran þátt í að setja saman, á nú
undir högg að sækja, þrátt fyrir yf-
irlýsingu áðurnefnds fjóreykis um að
allar framtíðarákvarðanir um landa-
mæri Ísraels og stöðu palestínskra
flóttamanna, sem snúa vilji aftur til
Ísraels, þurfi að vera afrakstur „sam-
eiginlegrar niðurstöðu Ísraela og Pal-
estínumanna“. Málefni Mið-Austur-
landa eru í blindgötu og fara fram og
aftur hana án þess að komast út.