Morgunblaðið - 06.05.2004, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 06.05.2004, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 35 malaust bréf forseta Hæstaréttar til for- a Alþingis í öryrkjamálinu, sem virtist nlínis sent til að liðsinna ríkisstjórn sem min var í pólitískar ógöngur, markaði eðin kaflaskil. Eftir stóðu hjá mörgum gbærar spurningar um óhæði réttarins. íðasta skipan dómsmálaráðherra í Hæsta- undirstrikar betur en allt annað þörfina á abreytingum um skipun í Hæstarétt. Jafn- isráð taldi að með henni hefði dóms- aráðherra brotið jafnréttislög. Nú hefur boðsmaður Alþingis sent frá sér álit þar komist er að þeirri niðurstöðu að ráð- rann hafi líka brotið rannsóknarreglu rnsýsluréttar og ekki heldur fullnægt öll- kröfum dómstólalaga um málsmeðferð. Sú pan var því augljóslega ekki byggð á ustum málefnalegum forsendum. ögin fela umboðsmanni Alþingis mikilvægt verk. Hann á í umboði Alþingis að hafa í rlit með stjórnsýslu hins opinbera, gæta s að jafnræði sé haft í heiðri og að stjórn- an fari fram í samræmi við lög og vandaða rnsýsluhætti. Álit umboðsmanns er því i hægt að afgreiða líkt og það séu fræði- ar vangaveltur júrista úti í bæ eins og msmálaráðherra gerði í hádegisfréttum vikudags. Það er lítilsvirðing jafnt við bætti hans og Alþingi. að vekur mikla athygli að í áliti umboðs- nns komu líka fram skýrar ábendingar til ingis um að skoða hvort ekki sé rétt að ga breytingar á þeirri aðferð sem nú er uð til að velja menn í æðsta dómstól þjóð- nar. Leiðari Morgunblaðsins á miðviku- vekur réttilega athygli á þessari ábend- u og undirstrikar þannig að blaðið telur þetta tímabært. Auðvitað verða menn að læra af álitamálum sem upp koma. Deilur um Hæstarétt og álit umboðsmanns eiga því að leiða til þess að löggjafinn skoði út í hörgul hvernig bæta megi aðferðir við að val dómara þannig að auknar líkur séu á sátt og friði um þá og Hæstarétt almennt. Tillögur Samfylkingarinnar Samfylkingin hefur fyrir sitt leyti skýrar hug- myndir um hvaða leiðir eru bestar til að ná þessu marki. Í frv. sem Lúðvík Bergvinsson alþingismaður er fyrsti flutningsmaður að fyr- ir hönd Samfylkingarinnar eru þessar tillögur skýrðar. Þar er lagt til að forsætisráðherra hverju sinni verði falið að velja þann sem hann telur hæfastan til að taka sæti í Hæstarétti skv. forsendum laga. Dómaraefnið verði síðan lagt fyrir Alþingi þar sem 2/3 hlutar alþing- ismanna þurfa að samþykkja tilnefninguna áð- ur en dómaraefnið fær endanlega skipun í Hæstarétt. Þessi aðferð leggur á forsætisráð- herra þá skyldu að velja dómaraefni sem lík- legt er að muni sakir þekkingar, fræðistarfa og reynslu vera óumdeilt og njóti því breiðs stuðnings á Alþingi. Krafan um aukinn meiri- hluta við dómaraefnið felur í sér að viðkom- andi einstaklingur verður að hafa víðtæka skírskotun og mikla tiltrú. Tillaga Samfylkingarinnar er okkar framlag í þessa þörfu umræðu. Hún er ekki heilög kýr. Skylda löggjafans er að ná breiðri samstöðu um jafn dýrmæta stofnun og Hæstiréttur er. Samfylkingin er reiðubúin til að leggja sitt af mörkum til þess. Í samræmi við það viðhorf varpaði ég fram þeirri hugmynd á Alþingi á miðvikudag að í sumar myndu þingflokkarnir setja á stofn starfsnefnd sem ynni að því að ná víðtækri samstöðu um farsæla breytingu á skipan manna í Hæstarétt. Þverpólitísk starfsnefnd er góð leið til að verða við ábend- ingum umboðsmanns Alþingis og til að skapa frið um Hæstarétt. amfylkingin hefur fyrir sitt yti skýrar hugmyndir um aða leiðir eru bestar til að ná ssu marki. ‘ Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. itthvað sé til í þessu sjónarmiði, en vara við era of mikið úr því. Menn eru sjaldnast kir viðtakendur boða, heldur gera þeir upp á i þeirra, jafnvel þegar þau koma öll úr einni Einokun kommúnista á fjölmiðlum í Austur- ópu áratugum saman breytti almenningi sara landa síður en svo í kommúnista. Hitt nnað mál, að maður, sem á blað, hefur vit- ga betri skilyrði til að hafa áhrif á skoð- myndun almennings en maður, sem ekki á . Það heyrist líka betur í manni með sterkan ðnema í hendi en manni, sem talar veikri du. En þetta sjónarmið ræður ekki úrslitum ga mér, þótt það hljóti að skipta máli. , sem úrslitum ræður, er, að stærð íslenska miðlamarkaðarins er lítt eða ekki breyt- g, svo að vandinn leysist ekki með frjálsum óðaviðskiptum og varla heldur með niþróuninni. Nú stöndum við Íslendingar mmi fyrir þeirri spurningu, hvort við viljum, slenskur auðjöfur, Jón Ásgeir Jóhannesson, ræður yfir mikilvægum mörkuðum öðrum r sem hefðbundin rök frjálshyggjumanna a vonandi, svo að vandinn leysist þar af sjálf- sér), leggi líka undir sig fjölmiðlamarkaðinn ðlist þannig veruleg áhrif á skoðanamyndun ennings. Það er auðvitað aukaatriði í því bandi, að þessi auðjöfur sætir nú bæði lög- urannsókn og skattrannsókn og hefur dig- arkalega í hótunum við þá, sem hann telur i sína. En svarið við spurningunni blasir við: si þess, að samkeppnin á íslenska fjölmiðla- kaðnum takmarkast af stærð hans, er eðli- að setja um það reglur, að einn aðili eigi i marga og því síður alla þeirra 4–6 fjölmiðla, komast sennilega fyrir á þessum markaði. þessu viðfangi verður að benda á einn mun, er á dagblöðum annars vegar og útvarps- jónvarpsstöðvum hins vegar. Hann er, að vakamiðlarnir verða að notast við rásir, sem ð úthlutar. Ég er sjálfur þeirrar skoðunar, tvarps- og sjónvarpsrásir ættu að vera í sér- n og geta gengið kaupum og sölum eins og ur auðskilgreinanleg verðmæti, sem skortur er á. En sú skoðun mín breytir ekki þeirri stað- reynd, að ríkið hefur slegið eign sinni á rásir ljósvakans. Ætlast verður til þess af ríkinu, að enginn einn aðili fái þessar rásir flestar eða allar til afnota, heldur óskyldir aðilar í samkeppni hver við annan. Og jafnvel þótt ljósvakinn væri einkavæddur, eins og hægðarleikur er að gera, væri skynsamlegt vegna eðlislægrar smæðar markaðarins að setja um það reglur, að enginn einn aðili geti eignast margar eða allar rásirnar. Ég hef þó grun um, að tækniþróunin geri síðar meir þessa sérstöku takmörkun um ljós- vakamiðla að engu, alveg eins og einokun járn- brautarkónganna hvarf, þegar bíllinn kom til sögu. V. Frjálshyggjumenn eru tortryggnir á löggjöf til lausnar öllum vanda. En allir aðrir en stækustu stjórnleysingjar hljóta að viðurkenna, að lög geta verið nauðsynleg til að greiða fyrir við- skiptum og samkeppni. Mér er enn í fersku minni, þegar ég sótti 1984 málstofu í Oxford- háskóla með Robert Nozick, sem þá var pró- fessor í Harvard-háskóla og hafði tíu árum áður skrifað bráðsnjallt heimspekirit til varnar frjálshyggju, Stjórnleysi, ríki og staðleysur (An- archy, State, and Utopia). Hann sagðist koma auga á þann annmarka á frjálshyggju okkar, að hún gæti breyst í sérhyggju, en það gerðist, þegar séreignarréttinum væri beitt gegn frels- inu. (Nozick notaði orðin „libertarianism“ og „propertarianism“ um frjálshyggju og sér- hyggju.) Það gæti komið fyrir, þótt það væri hvorki algengt eða líklegt, að handhafar eigna- réttinda beittu þeim til að þrengja að mönnum, sem þeir teldu óvini sína. Hvað yrði til dæmis um mann, spurði Nozick, þar sem allt land væri í eigu fárra manna, ef þessir fáu landeigendur byndust samtökum um að meina honum að ganga á landinu? Þá hlyti séreignarrétturinn að víkja fyrir frelsinu. Frjálshyggjan mætti ekki verða sérhyggja. Frelsið er orðið tómt, ef það felur ekki í sér áfrýjunarmöguleika. Frelsið er umfram allt frelsi til að standa upp, taka hatt sinn og staf og fara eitthvert annað. Frelsið er jafnan frelsi andófsmannsins, eins og Rósa Lúxemborg benti á í frægri gagnrýni á kenningu Valdimars Len- íns. Frelsið er dreifing valdsins. Það er val um marga kosti. Ef Jón Ásgeir Jóhannesson á alla fjölmiðlana íslensku, hvar á þá sá að taka til máls opinberlega, sem vill gagnrýna hann eða fyrirtæki hans, Baug? Auðvitað ber að fara var- lega í að leysa með löggjöf vanda einokunar, fá- keppni og hringamyndunar. En eðlilegt hlýtur að vera að dómi frjálshyggjumanna að setja um það reglur, að á hinum smáa og lítt stækkanlega íslenska fjölmiðlamarkaði geti einn aðili ekki átt flesta eða alla fjölmiðlana og að ríkið skuli út- hluta takmörkuðum rásum ljósvakans á þann veg, að einn aðili fái þær ekki flestar eða allar til afnota. Frjálshyggjumenn styðja frjálsa sam- keppni, og slíkar reglur stuðla að henni. Frjáls- hyggjan er ekki sérhyggja. ppni og um Eðlilegt hlýtur að vera að mi frjálshyggjumanna að tja um það reglur, að á hin- m smáa og lítt stækkanlega enska fjölmiðlamarkaði geti nn aðili ekki átt flesta eða a fjölmiðlana.‘ Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. FÁTT bendir til annars, en að á næstu vikum verði heimsmark- aðsverð á olíu mjög hátt þar til afdráttarlausar upplýsingar eða yfirlýsingar koma fram frá OPEC, samtökum olíufram- leiðsluríkja, að olíuframleiðslan verði aukin, að sögn Magnúsar Ásgeirssonar hjá Olíufélaginu hf. Eins og fram hefur komið hækkaði markaðsverð á olíu skyndilega fyrir nokkrum dög- um og fór verðið í 38,21 dollar fatið og hefur ekki verið hærra í 14 ár. Verðið er nánast farið úr böndum „Því miður sýnist mér að verðið verði mjög hátt a.m.k. fram eftir þessum mánuði. OPEC-fundur verður haldinn í byrjun júní og það þarf að koma mjög afdráttarlaus yfirlýsing frá OPEC um að þeir ætli að auka olíuframleiðsluna, til þess að verðið fari niður,“ segir Magnús. Hann bendir á að Norðmenn og Rússar vilji ekki fylgja OPEC í að minnka framboð á ol- íunni en staðan sé mjög slæm. „Verðið er nánast farið úr bönd- unum,“ segir hann. Þegar heimsmarkaðsverð var síðast jafnhátt og það er nú, höfðu Írakar nýlega gert innrás í Kúveit, þ.e. í september og október árið 1990. Magnús bendir á að síðan þá hefur verð- ið aldrei orðið jafnhátt og það er nú, jafnvel ekki árið 2003 þegar það hækkaði verulega í kringum innrásina í Írak. Meginskýring- arnar eru, að sögn hans, þær að ekki er nægilegt framboð af olíu á heimsmarkaði miðað við eft- irspurn og stöðugar skærur og stríðsástand í Mið-Austurlönd- um veki stanslaust ótta um að aðdrættir olíu muni hugsanlega truflast. Hann bendir á að eftir miklar sprengingar vegna sjálfsmorðs- árása fyrir rúmri viku við olíu- framleiðslumannvirki í Írak hafi olíuverðið tekið kipp og hið sama gerðist eftir árásirnar í Madríd í mars. Magnús segir skýringar á því að olíu vantar inn á heimsmark- að vegna ónógs framboðs m.a. felast í því að olíu vanti inn á stærsta olíumarkað í heimi, Bandaríkjamarkað en þar sé nú verið að byggja upp bensín- og dísilbirgðir fyrir sumarið vegna ferðalaga. Eftirspurn eftir bens- íni þar er nú 5,3% meiri en á sl. ári. Magnús segir að svar við þeirri spurningu á því af hverju ekki sé framleitt nóg bensín vestra sé að leita í þeirri stað- reynd, að í Bandaríkjunum hafi engin ný olíuhreinsunarstöð ver- ið byggð síðan árið 1976 og blöndunarstöðvum hefur fækkað úr 300 í um 140. Önnur stór ástæða aukinnar eftirspurnar sé sú staðreynd, að hagvöxtur í Kína er nú nálægt 10% og þykir mörgum þar á meðal þarlendum stjórnvöldum meira en nóg um. Talið sé að á næstu 20 árum muni aukning eftirspurnar eftir olíu í Bandaríkjunum verða um 1,5% á ári, en í Kína 5,3%. Verðið yfir 30 dollurum á tunnu í sex mánuði Á árunum 2002 og 2001 var meðalverðið á hráolíu um 25 dollarar á tunnu en undanfarna sex mánuði hefur verðið verið yfir 30 dollurum og mjög oft á bilinu 33–34 dollarar. Magnús kveðst ekki hafa trú á að verðið fari upp í 40 dollara á tunnu en margir nota það viðmið þegar rætt er um hvort kreppu- ástand sé yfirvofandi. „En þetta er ekki góð staða,“ segir hann. Spurður hvort verulegar líkur megi telja á að OPEC-ríkin ákveði í næsta mánuði að auka framleiðsluna segist Magnús ekki trúa öðru en svo muni verða en þau muni áreiðanlega draga þá ákvörðun í lengstu lög. Reuters Hugsanlegt er að OPEC-ríkin ákveði að auka framboðið í júní. Heimsmarkaðsverð á olíu ekki verið hærra frá 1990 Allt útlit fyrir að hátt verð haldist áfram HLUTFALL eigna á móti skuldbindingum hækkaði í öll- um deildum hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) og Lífeyrissjóði hjúkrunarfræð- inga (LH) á síðasta ári. Tryggingafræðileg úttekt á sjóðunum miðað við árslok 2003 leiðir þetta í ljós. Í árslok 2003 námu eignir B-deildar sjóðanna tveggja 281,2 milljörðum króna eða sem nemur 83,2% af skuld- bindingum þeirra. Það sem á vantar er á ábyrgð ríkissjóðs. Í frétt á vefsvæði LRS, www.lsr.is, kemur fram að nið- urstaða úttektarinnar leiði í ljós bætta tryggingafræðilega stöðu sjóðanna. Hana megi rekja til góðrar ávöxtunar sem og inn- borgana frá ríkissjóði upp í skuldbindingar sínar gagnvart B-deild LSR og LH. Hækkuðu um milljarð umfram skuldbindingar Áfallin skuldbinding A-deild- ar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins hækkaði um 30,4% og var í árslok 2003 metin 28,1 milljarð króna. A-deild LSR er stigasjóður og sjálfur ábyrgur fyrir skuldbindingum. Samkvæmt úttektinni jukust núvirtar eignir A-deildar um 6,5 milljarða króna á seinasta ári, námu 37,9 í lok ársins. Eignir voru 34,8% umfram skuldbind- ingu í lok 2003. Heildarstaða A- deildar LSR er neikvæð um 4,1 milljarð króna. Eignir hennar eru 2,8% lægri en heildarskuld- binding. Skuldbindingar B-deildar Líf- eyrissjóðs starfsmanna ríkisins hækkuðu um 17,6 milljarða króna á síðasta ári og núvirtar eignir hækkuðu um 18,7 millj- arða. Eignirnar hækkuðu því um 1,1 milljarð umfram skuld- bindingar á árinu 2003. Hlutfall eigna á móti skuldbindingu hækkaði einnig, eða um 4,1%, og var 38,8% í árslok. Skuldbindingar sjóðs þingmanna hækkuðu Áfallin skuldbinding B-deild- ar LSR nam alls 304,1 millj- örðum í árslok 2003 og hækkaði um 6,2%. Það er minnsta hækk- un á skuldbindingum deildar- innar í sjö ár, en á árinu 1997 hækkuðu skuldbindingar deild- arinnar einungis um 3,9%, að því er fram kemur á vefsvæði LSR. Þingmenn og ráðherrar hafa frá áramótum greitt iðgjald til A-deildar LSR en í kjölfar laga- breytingar voru Lífeyrissjóður alþingismanna og Lífeyrissjóð- ur ráðherra lagðir niður. Skuld- bindingar sjóðanna hækkuðu um í kringum þriðjung á síðasta ári. Nemur áfallin skuldbinding Lífeyrissjóðs Alþingismanna 5,5 milljörðum króna, eða 32,3% meiru en í lok árs 2002. Áfallin skuldbinding Lífeyrissjóðs ráð- herra var 1,1 milljarður í árslok 2003 og hækkaði um 28,3% á árinu. Áfallin skuldbinding Lífeyris- sjóðs hjúkrunarfræðinga var í árslok 2003 metin 33,8 millj- arðar króna og hækkaði um 13,5% milli ára. Núvirtar eignir sjóðsins samkvæmt trygginga- fræðilegri úttekt námu 13,9 milljörðum og hækkuðu um 21,6% milli ára. Hlutfall eigna á móti skuldbindingu hækkaði um 2,7% á árinu 2003 og var 41,2% í árslok. Sá hluti af skuldbindingum lífeyrissjóðanna sem launa- greiðendur eiga að standa undir samkvæmt ákvæðum laga um sjóðina var metinn 149,2 millj- arðar króna í árslok 2003 eða um 44,2% af skuldbindingu. Tryggingafræðileg úttekt gerð á stöðu LSR og LH Hlutfall eigna á móti skuldbindingum hækkar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.