Morgunblaðið - 06.05.2004, Side 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 39
Kársnesbraut 98 • Kópavogi
564 4566 • www.solsteinar.is
Helluhrauni 10, 220 Hfj.
Sími 565 2566
Englasteinar
Legsteinar
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
ANNA ELINÓRSDÓTTIR,
Björk,
Mývatnssveit,
lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga mánu-
daginn 3. maí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Hermann Kristjánsson,
Elín Kristjánsdóttir, Helgi Kristjánsson,
Þórhallur Kristjánsson, Þuríður Helgadóttir,
Jóhann Friðrik Kristjánsson, Ingunn Ásta Egilsdóttir.
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
INGIBJÖRG SIGRÍÐUR
HALLGRÍMSDÓTTIR,
Fjallalind 121,
andaðist á öldrunardeild Landspítala háskóla-
sjúkrahúsi Fossvogi miðvikudaginn 28. apríl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Við þökkum auðsýnda samúð.
Fyrir hönd aðstandenda,
Helgi John Fortescue, Kristjana Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
ina, þó svo að stundum liðu nokkur
ár á milli. Ég man eftir einni heim-
sókninni sérstaklega, en þá bjóstu í
Gunnarsholti og hafðir komið reglu á
líf þitt og sagðir mér stoltur frá því
að nú værir þú orðinn bókasafns-
vörður í Gunnarsholti.
Síðasta samverustund okkar var
fyrir þremur árum á BSÍ þegar þú
komst í bæinn frá Búðardal, og við
borðuðum saman og áttum góða
stund. Takk fyrir mig, kæri Jonni.
Blessuð sé minning þín.
Herdís Björnsdóttir.
Fallinn er Jónas E. Svafár
útileguskáld Reykjavíkur á tuttug-
ustu öldinni. Ekki man ég fyrir víst
hvar ég hitti hann fyrst, en trúlega
var það á Tjarnargötu 20 þar sem
ungir sósíalistar höfðu aðstöðu í ris-
inu, og kannski var það á upplestr-
arkvöldinu þegar Jóhann Hjálmars-
son skáld skrifaði okkur Þorstein frá
Hamri ásamt fleirum inní Æskulýðs-
fylkinguna. Þarna var opið hús á
kvöldin og þar eins og víðar voru
gestirnir ungir menn á uppleið að
leggja drög að frama sínum í bland
við fátæka menn með hugsjónir en
litlar gáfur til veraldarhyggju. Þann-
ig hefur þetta lengi verið og er enn
og þeir fyrrnefndu gjarnir á að
reyna að nota þá síðarnefndu. Annar
staður í höndum sósíalista hét Mið-
garður til húsa að Þórsgötu 1, en af
sumum kallaður Kommakaffi.
Mogginn skrifaði stundum um þjóð-
ina á Þórsgötu 1 og þeir héldu víst að
þar væri bruggstöð launráða, en í
reynd var þetta vanalegt kaffihús er
seldi mat á tilteknum tímum en
þessutan kaffi og með því. Þarna sat
Jónas langan daginn yfir molakaffi
með pappíra sína, blýant og strok-
leður. Hann sat þarna árum saman
og skrifaði og teiknaði. Alltaf með
sömu ljóðin og sömu myndirnar.
Bækur hans urðu alls þrjár. Það er
margra ára vinna fólgin í hverri bók.
Fáir hafa lagt aðra eins vinnu í list
sína og Jónas Svafár.
Jónas átti sér engan samastað en
fékk að liggja þar sem pláss var hjá
kunningjum, eða skreið ofan í tóman
kjallara. Um skeið svaf hann í svefn-
poka á trébekk í þvottahúsinu í
Þverholti 5 en þar var önnur systir
hans húsráðandi og hjá henni var
hann skráður með lögheimili í mörg
ár. Hann átti tvær systur og eflaust
viku þær ýmsu að honum og sumar
þjónustur á Miðgarði einnig, einkum
Gréta Sveinsdóttir er þar starfaði
um skeið. Annars var hann vegalaus,
heimilislaus og matarlaus oft og tíð-
um. Hann stundaði ekki aðra vinnu
en listsköpun sína og fékk hana víst
aldrei borgaða. Húsnæðisstefnan
var ekki fremur en nú sniðin að þörf-
um Jónasar E. Svafárs og hans líka
og sósíalistarnir í Tjarnargötu og á
Þórsgötu höfðu um annað að hugsa
en húsnæðismálin í Reykjavík. Kerf-
ið er og hefur alltaf verið einsog í
sveitinni. Eingöngu lánakerfi og þeir
sem gátu bjuggu á eigin jörðum, hin-
ir voru leiguliðar á kotbýlunum og
þeir sem minnst máttu sín voru nið-
ursetningar. Þannig er þetta enn hér
í höfuðstaðnum. Nú eru um þúsund
manns á vergangi í Reykjavík sam-
kvæmt skýrslum og telst varla til
tíðinda! Ríkisstjórnin sýnist ákveðin
í að drekkja skuldugum heimilum
með hærri lánum og bankarnir
græða 5 milljónir á mínútu.
Jónas Svafár var í hærra meðal-
lagi á vöxt og grannur. Hann gekk
hér um þorpsgöturnar í þykkum
frakka gömlum og svaf trúlega oft í
honum á nóttum. Hann barst aldrei
á og var alla tíð alþýðumaður og
reyndi aldrei að vera neitt annað.
Æðrulaus gekk hann sína leið, tók
aldrei þátt í deilum og hækkaði ekki
róminn þótt að honum væri veist, en
gat sent viðkomandi eitraðar setn-
ingar sem dugðu. Hann var greindur
og orðheppinn og lék sér að orðum
einsog ljóð hans bera vott um. Eft-
irað þjóðin hvarf af Þórsgötu 1 og af
Tjarnargötunni breyttist lífsregla
Jónasar og varð að óreglu. Að lok-
inni langri dvöl á Gunnarsholti kom
hann endurnærður í bæinn en fljótt
sótti í sama horf. Ég hitti hann síðast
fyrir fáeinum árum á leið í Búðardal
og þaðan var hann svo fluttur að
Kumbaravogi þar sem hann lést.
Jónas hlaut litla viðurkenningu
fyrir verk sín meðan hann lifði og
sóttist ekki eftir hégóma. En hann
varð snemma þjóðsagnapersóna og
sögur af honum munu lengi lifa
ámóta sannar og vant er. Ljóð hans
og myndir munu einnig lifa og verða
dregin fram til umræðu eða sýnis,
löngu eftir að flest er gleymt sem nú
er í hávegum haft. Með þökk fyrir
áratuga samleið.
Jón frá Pálmholti.
Látinn er nú skólabróðir minn og
félagi Jónas Svafár. Jónas var um
margt sérkennilegur maður og skáld
í hugsun og hátterni. Hann hóf í
fyrstu verslunarstörf sem úngur
maður, en fékk svo uppúr 1948 köll-
un, og gerðist atómskáld og mynd-
listarmaður og þá var oft þröngt í
búi hjá honum, og bjó hann við skort
þau árin sem hann orti og stundaði
myndlist. Mér var það mikil ánægja
er skáldið kom í heimsókn til mín á
Siglufjörð sumarið1948 og hélt ég
honum uppi í mat og húsnæði, og
hafði af skáldinu mikla skemmtun í
tvær vikur þegar ég starfaði á Siglu-
firði sem tollgæslumaður um sum-
arið. Matast var á Hótel Hvanneyri.
Jónas var vandaður maður og góð-
menni hið mesta; í hvívetna. Blessuð
sé minning hans.
Páll G. Hannesson.
kreppuárunum og ólst þar upp. Hún
fór snemma að vinna fyrir sér og
réðst sem unglingur að heiman í vist.
Eftir að Obba giftist varð hún sjó-
mannskona, sem sá um allt sem sjá
þurfti um í löngum fjarvistum eigin-
mannsins. Jafnframt stundaði hún
vinnu utan heimilis eftir að börnin
urðu sjálfbjarga. Á síldarárunum
dvaldist hún á sumrin á æskuslóðun-
um með börnin, þar sem hún ýmist
vann í síldinni eða sá um mannmargt
heimilið. Vinnudagurinn hjá henni
var því oft býsna langur og aldrei
hlífði hún sér.
Kynni okkar hófust fyrir tæpum
þrjátíu árum þegar ég átján ára
skólastelpan fór að venja komur mín-
ar í Vanabyggðina að finna yngri son-
inn. Ári síðar fluttist ég inn á heimilið
um tíma eða þar til við Viðar hófum
búskap. Alla tíð bar hún mig á hönd-
um sér. Þegar við síðar fórum að
koma í heimsókn með börnin okkar
fannst henni sjálfsagt að ég ætti frí til
að lesa eða prjóna og hún sinnti börn-
unum. Obba var einstaklega gestrisin
og greiðvikin enda var gestagangur
mikill á heimilinu. Málshátturinn
„Sælla er að gefa en þiggja“ átti afar
vel við hana. Oft gekk hún úr rúmi
fyrir gesti og að mótmæla því þýddi
lítið. Innan veggja eigin heimilis
kunni hún því betur að hafa stjórnina
og henti sjálf oft góðlátlegt grín að
stjórnsemi sinni.
Obba var mikil fjölskyldumann-
eskja. Í hennar huga var enginn vafi á
því að afkomendurnir væru það dýr-
mætasta í lífinu og hún var líka afar
stolt af þeim. Hún kunni vel að um-
gangast börnin. Ég dáðist alltaf að
því hve lagið henni var að draga at-
hyglina að öðru ef eitthvað bjátaði á
hjá smáfólkinu og fá það til að gleyma
raunum sínum. Uppeldisaðferðir
hennar byggðust ekki á skömmum
eða hótunum. Til vitnis um það eru
minningar Viðars um eina af sínum
fyrstu sendiferðum. Hann freistaðist
til að kaupa ís í stað þess sem hann
var sendur til að kaupa. Þegar hann
kom með ísinn heim hafði frú Þor-
björg ekki mörg orð um athæfið, en
lét drenginn horfa á ísinn leka niður.
Síðan sendi hún hann út að leika sér.
Þetta reyndist syninum nægileg lexía
til að láta sér ekki detta viðlíka í hug
aftur.
Tengdamóðir mín hafði mikið yndi
af hannyrðum. Munir úr smiðju henn-
ar prýða heimili þeirra hjóna sem og
afkomendanna. Börnin mín eiga
vönduð jólaveggteppi sem munu
vekja minningar um yndislega ömmu
í hvert sinn sem þau verða tekin fram.
Aldrei þurfti ég að hafa áhyggjur af
því að ég ætti ekki vettlinga eða leista
á börnin, Obba sá um það.
Ferðalög voru sameiginlegt áhuga-
mál tengdaforeldra minna og í nokk-
ur ár ferðuðust þau árlega til útlanda,
ekki til að sleikja sólina heldur til að
fræðast um lönd og þjóðir. Síðustu ár-
in nutu þau þess að ferðast innan-
lands með Félagi aldraðra á Akur-
eyri.
Þegar Obba greindist með krabba-
mein í lok janúar sl. tók hún því af
miklu æðruleysi og sagðist hafa lifað
góð áttatíu ár og spurði hvað væri
hægt að biðja um meira en henni
hafði hlotnast í lífinu. Þess vegna trúi
ég því að hún hverfi sátt úr þessum
heimi og bið henni guðs blessunar.
Hafðu þökk fyrir allt.
Þín tengdadóttir,
Dóróþea.
Það var alltaf gaman að koma til
afa og ömmu í Vanabyggðina, algjör
spariferð. Amma var alltaf boðin og
búin að sinna manni og ég var eins og
prinsessa heima hjá þeim. Þar fannst
mér ég vera aðeins fullorðnari en ég
var í raun og veru, sérstaklega þegar
ég rabbaði við ömmu í eldhúsinu eða í
göngutúrum. Mér fannst amma alltaf
vera svo fín og það fannst mér flottast
að hún skyldi nota regnhlíf eins og
fólk í útlöndum. Í barnshuganum
fékk því Akureyri yfirbragð heims-
borgar.
Eftir að Guðmundur sonur minn
kom í heiminn áttum við amma oft
símafundi meðan ég var heimavinn-
andi. Þegar við fórum norður í heim-
sókn var hún jafn reiðubúin að leika
við Guðmund á gólfinu eins og við mig
30 árum áður. Amma átti einstaklega
auðvelt með að tala við alla og börn
hændust að henni. Hlýrri konu er
varla hægt að hugsa sér. Hennar mun
verða sárt saknað en ég get huggað
mig við minningarnar um einstaka
konu.
Bryndís Guðmundsdóttir.
Elskuleg föðursystir okkar, hún
Obba, er látin. Hún var okkur mjög
kær, allur hennar hlýleiki og vænt-
umþykja í okkar garð var mikill. Þó
hún væri ekki há í loftinu var faðm-
lagið stórt og hlýtt. Minningarnar eru
margar því Obba tengdist okkur
sterkum böndum.
Gestrisni þeirra hjóna voru engin
takmörk sett. Það var gengið úr rúmi
og öll herbergi nýtt og matarborðið
svignaði undan kræsingum hvenær
sem við ættingjarnir að sunnan kom-
um til Akureyrar. Oft var spurt í
gamni hvort „hótelið“ væri fullt, en
alltaf var pláss þó margt væri um
manninn.
Gaman var að ræða við Obbu.
Margar samræður áttum við saman
hvort sem það var í eldhúsinu hjá
henni eða í gegnum síma. Þegar rætt
var um menn og málefni hafði hún
ákveðnar skoðanir og stóð föst á sínu.
Stórfjölskyldan var henni hugleikin
og fylgdist hún vel með henni.
Obba var mikil hannyrðakona og
sat aldrei auðum höndum. Fengum
við og börn okkar að njóta þess í hlýj-
um ullarsokkum á köldum vetrardög-
um.
Okkar síðustu stund saman áttum
við á pálmasunnudag. Úthaldið var
farið að minnka en kímnigáfan og hlý-
leikinn voru á sínum stað. Á þessum
tíma vissum við hvert stefndi. Við
spurðum þig um líðan þína og þú
sagðir að þér liði bara vel, þú hefðir
átt 80 mjög góð ár og tækir því sem
fyrir þig væri lagt. Með þetta æðru-
leysi hélst þú af stað í lokahlutann.
Elsku Obba, við kveðjum þig með
söknuði og þökkum samfylgdina. Við
vottum Kristmundi, Bjössa, Vidda,
Fanneyju og fjölskyldum þeirra okk-
ar dýpstu samúð.
Ingibjörg S. Maríusdóttir,
Guðmundur St. Maríusson,
Guðrún Rós Maríusdóttir.
Mig langar til að minnast Þor-
bjargar Guðmundsdóttur með nokkr-
um orðum. Obbu kynntist ég fyrir
hart nær 30 árum er systir mín varð
tengdadóttir hennar og Kristmundar.
Haustið 1976 flutti ég svo í Vana-
byggðina, á heimili þeirra hjóna.
Þetta var þegar ég hóf nám á öðru ári
við MA og bjó ég hjá þeim þar til ég
lauk þaðan námi.
Ég hugsaði oft um það á þessum
tíma hvað þau væru samhent hjón og
virtist líða vel saman. Þetta held ég að
hafi, auk umhyggjusemi þeirra, haft
áhrif á hversu gott var að vera hjá
þeim. Ég mun ætíð minnast þessa
tíma með miklu þakklæti. Sérstak-
lega minnist ég kvöldmatartímanna
sem oft drógust á langinn. Þá var
mikið spjallað og Obba og Mummi
höfðu frá mörgu að segja. Bæði því
sem var að gerast þá og ýmsu frá
þeirra yngri árum og naut ég þessara
stunda í ríkum mæli.
Obba var vinamörg og var æði oft
gestkvæmt á heimilinu. Vinir og ná-
grannar litu oft inn. Hún lét sér annt
um aðra en vildi ekki láta hafa mikið
fyrir sér.
Samverustundirnar hefðu gjarnan
mátt vera fleiri seinustu árin. Við
Kristinn, maðurinn minn, reyndum
þó alltaf að líta inn hjá þeim þegar við
áttum leið norður og einnig hittumst
við af og til í fjölskylduboðum.
Við hjónin náðum að kveðja Obbu
24. apríl sl. þegar við heimsóttum
hana á FSA. Það leyndi sér ekki að
hún var orðin mjög veik og að hún
gerði sér grein fyrir hvert stefndi.
Hún klappaði mér og sagði: „Ég á
ekki eftir að fara aftur heim, nema þá
í stutta heimsókn.“
Við Kristinn vottum Kristmundi,
Fanneyju, Viðari, Guðmundi og fjöl-
skyldum okkar innilegustu samúð.
Megi minningin um góða konu lifa
og hafi hún þökk fyrir allt.
Anna Lilja.
Árið 1964 fluttu fimm barnafjöl-
skyldur í nýtt raðhús við Vanabyggð,
Þetta voru reyndar nær 30 manns,
svo mörg voru börnin. Ekki þekktist
þessi hópur neitt að ráði en þegar far-
ið var að innrétta íbúðirnar, sem
keyptar voru fokheldar, byrjuðu
fyrstu kynnin. Síðan bjó þessi hópur á
annan áratug í húsinu og sumt fólkið
lengur, þar á meðal Obba og Krist-
mundur.
Lífsbaráttan var býsna hörð fyrir
stórar fjölskyldur á þessum árum, en
líflegt var í kringum húsið og oft há-
vaðasamt. Við konurnar vorum að
mestu leyti heimavinnandi og önnuð-
umst börnin okkar og heimili. Því
voru íbúðirnar oftast kallaðar hjá:
Obbu, Fríðu, Sillu, Diddu og Villu.
Þarna mynduðust eins konar fjöl-
skyldutengsl. Nú er öldin önnur. Fólk
á ekki eins mörg börn og báðir for-
eldrar vinna utan heimilis en börnin
eyða deginum á dagheimili og skól-
um. Hugur minn leitar til þessara ára.
Þrjú smáhögg í eldhúsgluggann. Ég
veit hvað þetta þýðir. Obba er ný búin
að hella á könnuna, hún þarf ekki
nema að skreppa út á tröppurnar til
að ná sambandi við mig og ég hleyp
strax, jafnvel þó að ég sé í miðju
verki. Það er svo notalegt að setjast
og rabba við hana Obbu, mér líður
betur þegar ég kem heim. Hún Obba
var einstaklega góð húsmóðir, reynd-
ar var hún bæði húsfeyjan og bóndinn
því Kristmundur var mesta starfsævi
sína sjómaður.
Heimilið var líka hlýlegt og hreint
og bar þess glöggt vitni að frúin var
mikil handavinnukona. En mestu
skipti þó Obba sjálf, hún var óvenju
hlý og góð manneskja, sem ekkert
aumt mátti sjá án þess að reyna að
hjálpa.
Nú hefur Þorbjörg Guðmundsdótt-
ir kvatt þennan heim. Aðstæður eru
slíkar að hvorki ég né börnin mín
fimm geta fylgt henni hinsta spölinn.
Um leið og ég votta
minningu hennar virðingu og inni-
legar þakkir, sendi ég Kristmundi og
börnum þeirra kærar samúðarkveðj-
ur og þökk fyrir gamlar og góðar
samverustundir.
Hólmfríður Jónsdóttir.