Morgunblaðið - 06.05.2004, Side 40

Morgunblaðið - 06.05.2004, Side 40
MINNINGAR 40 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Haraldur Blöndalhæstaréttarlög- maður var fæddur í Reykjavík 6. júlí 1946. Hann lést 14. apríl síðastliðinn og var honum sungin sálumessa í Krists- kirkju í Landakoti 23. apríl. Vorið 2000 vorum við Guðrún í Róm um fjög- urra mánaða skeið að störfum fyrir FAO – Matvæla og landbúnað- arstofnun Sameinuðu þjóðanna. Eins og nærri má geta var þá mik- ið um að vera í Vatíkaninu. Ekki að- eins þúsaldarskipti heldur og mikið fyrirgefningarár hjá kaþólsku kirkj- unni og Jóhannes Páll páfi baðst fyr- irgefningar í bak og fyrir á öllum liðnum misgjörðum hennar og fannst mörgum sanntrúuðum kaþólikkan- um nóg um játningar hans. Meðal annarra bað hann gyðinga fyrirgefn- ingar – gott ef hann bað ekki Islam afsökunar á krossferðunum. Sjálfur stýrði hann miklum messum á Pét- urstorginu þar sem tugir þúsunda manna voru samankomnir. Okkur fjölskyldunni varð tíðförult í Vatíkanið þetta vor og áttum þar góðar stundir í Péturskirkjunni. Fljótlega komumst við á snoðir um að við Péturstorgið voru til sölu af- látsbréf, sem veittu mönnum lausn frá öllum sínum syndum, drýgðum jafnt sem ódrýgðum. Nú datt okkur í hug, að það gæti komið sér vel fyrir Halla Blöndal, vin okkar og náfrænda Guðrúnar, að eignast svonalagað. Ekki reyndist það þó auðsótt fyrir mótmælendur að komast yfir slíkt skjal. Fyrir þurfti að liggja að viðkomandi synd- ari væri góður kaþólikki. En kardín- álarnir tóku þó að sér að sannreyna þetta. Þremur vikum seinna lá fyrir vottorð um að Halli væri sanntrúað- ur, í góðu standi í söfnuði sínum og í fullri sátt við guð og menn. Eftir heimkomuna færði ég Halla aflátsbréfið við hátíðlega athöfn í „old boys“ klúbbi okkar sem um ára- bil hefur komið saman reglulega yfir góðum mat og einni kollu af öli – eða tveimur kannski. Þetta var skraut- ritað skjal á klassískri latínu vafið upp á kefli eins og sæmir skjölum af guðlegum uppruna. Er svo ekki að orðlengja það að Halli sendi okkur skeyti í haust til Ástralíu um að hann hefði greinst með krabbamein en hefði góðar von- ir um að geta með aðstoð læknavís- indanna átt lengra líf fyrir höndum. Eftir heimkomuna bar hann undir mig í síma síðustu greinina sem hann skrifaði í Morgunblaðið og fjallaði um ríkisráðið í stjórnskipaninni. Skörp athugasemd eins og hans var jafnan von og vísa. Við ráðgerðum að hittast og ræða saman um heima- stjórnartímabilið og hlutverk Land- varnarmanna í stjórnmálum þess tíma, en um það var hann margfróð- ur og lumaði á ýmsum atvikasögum, sem og um samtíma okkar, eins og allir kunningjar hans vita. Krabbinn varð þó fljótvirkari en hann hélt og ég náði aðeins að eiga með honum stutta stund á Landspítalanum áður en hann var allur og var þá Bleik brugðið. Þessi snöggu umskipti urðu til þess að mér varð tregt tungu að hræra til að mæla eftir hann, eins og ég hefði viljað, og stílvopn laust í höndum. Athöfnin í kirkju Krists í Landa- koti er og verður mér og öðrum minnisstæð, svo og erfidrykkjan í gamla Sjálfstæðishúsinu við Austur- völl. Ég veit að Halla mundi hafa lík- að að sjá þar gamla komma bergja á kaffi úr bollum merktum fálka Flokksins og saman sitja við borð dómara hæstaréttar og ýmsa skjól- stæðinga Halla sem honum hafði gengið misvel að forða frá Hrauninu. Svo mikið er víst að einlægir syrgj- endur Halla voru gott þversnið þess samfélags sem hann lifði og hrærðist í og þekkti flestum mönnum betur. En svo gerðist atvik sem varð til þess að rit- stífla mín brast og varð kveikja að þessum lín- um. Ég vaknaði að morgni hins 30. apríl syngjandi sæll og glað- ur og raulandi fyrir munni mér „Bjössi, ó Bjössi, því ertu svona breyttur?“, texta, sem Halli hafði með vinum sínum ort á skólaárun- um fyrir norðan og vís- aði til sameiginlegs vinar okkar Björns Jónssonar alþingismanns og forseta ASÍ, við alkunnugt dægurlag frá seinni hluta 19. aldar. Nýdreymdur draumur stóð mér ferskur fyrir hug- skotssjónum. Mig hafði dreymt Halla í fullu fjöri, unglegan með snyrt yfirvararskeggið í snjóhvítri, nýstraujaðri skyrtu; þverslaufan á sínum stað, glampi í augum. Hann segir: „Viltu ekki líta á nýju húsa- kynnin mín?“ Ég var nú aldeilis til í það. Leiðir hann mig svo í þakhýsi nokkurt, sem byggt var úr gleri og álprófílum og minnti mig nokkuð á turninn á fyrrum höfuðstöðvum SÍS á Kirkjusandi, sem nú hýsa aðal- stöðvar Íslandsbanka og Sjóvá-al- mennra. Það var portbyggt og geysi- hátt til lofts og vítt til veggja. Húsið sjálft gnæfði yfir mikla borg og sást víðs vegar yfir rauð þök lágreistra húsa frá liðnum öldum. Handan endimarka borgarinnar tóku við grösugar og búsældarlegar sveitir, þar sem bleikir hveitiakrar bylgjuð- ust í vorgolunni. (Eftir á að hyggja ekki svo ólíkt útsýninu af kúplinum á Péturskirkjunni í Róm). „Þegar ég kom hingað,“ sagði Halli, „átti ég kost á að fá ókeypis heimavist. En þegar ég sá þessa íbúð kaus ég hana miklu frekar heldur en að kúldrast í þrengslum á heimavist- inni og verða að hlíta einhverjum smásmugulegum reglum um inni- veru og hegðun, enda hafði ég þénað vel í hvalskurðinum á síðustu vertíð og hafði vel efni á þessu.“ Að þessu mæltu hellti hann í glas af bjór fyrir okkur og með stríðnisbrosið sitt á vör hóf hann upp raustina: „Ó Bjössi, ó Bjössi“; og við það vaknaði ég raul- andi. - Nú er ég alinn upp við það, að góðum mótmælendasið, að því lægsta af allri lágkúru kaþólsku kirkjunnar hafi verið náð á sínum tíma með braski á fyrirgefningu guðs sem Lúther fordæmdi hart. En ég verð að segja, að ég er ekki lengur jafn sannfærður og þegar mér var talin trú um þetta barni. Í því eina tilfelli sem ég þekki persónulega virðist þetta svínvirka. Ekki man ég til þess að Halli bæði mig í draumi þessum fyrir neinar kveðjur, en með því að birta draum- inn hér, vil ég segja aðstandendum hans, að fyrir því finnst mér fjall- grimm vissa að vistaskiptin hafi orð- ið honum góð. Meira þori ég ekki að fullyrða. Pax vobiscum. Ólafur Hannibalsson. Menn eru ekki miklir bógar þegar þeir fara að heiman sextán ára gaml- ir og byrja í nýjum skóla á nýjum stað. Við skólasetningu Menntaskól- ans á Akureyri gekk ég einn að dyr- um skólans en á tröppunum ávarpaði mig mjósleginn strákur, álíka dökk- ur og ég þá var. Hann spurði með hálfgerðum þjósti hvort ég væri ekki örugglega hernámsandstæðingur. Þegar ég hafði fullvissað spyrjand- ann um að svo væri, tókum við hvor um axlir annars og gengum saman inn ganginn á sal og höfðum þar með stuðning hvor af öðrum á leiðinni inn í nýtt umhverfi og ókunnar aðstæð- ur. Þetta var Haraldur Blöndal og næstu fjóra veturna leið ekki sá dag- ur að við hittumst ekki. Að stúdents- prófi loknu lá leið okkar beggja í lög- fræðideild Háskóla Íslands en þangað hafði hann fyrir löngu ákveð- ið að fara. Síðan höfum við starfað á sama vettvangi í áratugi og samband okkar haldist alla tíð. Ungt fólk sem er fjarri fjölskyldu sinni og býr á heimavist til lengri eða skemmri tíma kynnist ótrúlega vel og myndar oft mikil tengsl sín á milli. Það þarf ekki endilega að vera vin- átta í þröngum skilningi þess orðs heldur einskonar óskilgreint sam- band sem fremur má jafna til bræðralags. Þannig var farið um okkur Harald Blöndal. Þau tengsl sem mynduðust á tröppum MA haustið 1962 rofnuðu aldrei og við vissum báðir að við gátum leitað hvor til annars með öll mál, bæði persónu- leg og af öðrum toga. Starfsvettvangur okkar var sá sami og mér sýnist eftir fljótlega talningu að Haraldur hafi flutt vel á annað hundrað mál fyrir Hæstarétti Íslands. Við hittumst ekki oft í rétt- arsal en áttum þó ýmis samskipti í okkar starfi. Eitt sinn tókumst við hressilega á í máli er varðaði sovéskt flutningaskip, sem tók niðri í höfn- inni í Siglufirði og siglfirskt skip dró á flot. Haraldur var fyrir Siglfirð- ingana, sem vildu björgunarlaun, en ég fyrir Sovétríkin, sem ekkert vildu borga og fannst Haraldi hálf öf- ugsnúið að ég tæki málsvari sovéts- ins gegn minni eigin heimabyggð. Hann gat þó sætt sig við þá skýringu mína að hér áður og fyrr hefði stór hluti Siglfirðinga haft Sovétríkin sem sitt föðurland. Málinu lauk með sátt sem átti að greiða innan mán- aðar frá undirskrift. Á þeim mánuði hrundu Sovétríkin og eigum við því báðir enn inni fé hjá þessu fyrrver- andi stórveldi. Seinast vorum við fyr- ir nokkrum misserum samherjar í Hæstarétti í vörn fyrir stráka sem höfðu kastað bensínsprengju í amer- íska sendiráðið. Haraldur flutti það mál vel og var rækilega undirbúinn. Móðir Haraldar var af hinni vold- ugu Engeyjarætt og hann var stoltur af þeirri ætt og fylgdi Sjálfstæðis- flokknum að málum eins og frænd- garður hans. Samt togaði það í hann að faðir hans var einn af fyrstu fé- lögum Kommúnistaflokks Íslands og samherji og vinur Einars Olgeirs- sonar. Ég held að sú fortíð hafi ráðið því að Haraldur var, a.m.k. um sinn, hernámsandstæðingur, andstæðing- ur Kanasjónvarpsins og studdi ýmis sjónarmið vinstri manna, aðallega þau sem voru með þjóðlega ívafinu og hann vildi helst ekki vera í fé- lagsskap annarra en vinstri manna og pólitískra andstæðinga. Hann hafði líka áhyggjur af uppgangi svo- nefndra frjálshyggjumanna í Sjálf- stæðisflokknum og taldi þá spilla fyrir flokknum. Haraldur var mikil félagsvera, skemmtilegur og fundvísari á aðra fleti á málunum en flestir aðrir. Hann lét mikið að sér kveða í sam- tölum og skoðanaskiptum á ýmsum stöðum í 101 Reykjavík þar sem ég veit að hans er sárt saknað. Hann var aldrei leiðinlegur með víni. Ég votta ástvinum Haraldar mína dýpstu samúð. Farðu vel, kollega og skólabróðir. Sigurmar Albertsson. Við Haraldur Blöndal áttum sam- starf um mörg ár. Fyrst í Hvalstöð- inni, síðan sem fulltrúar á málflutn- ingsskrifstofu föður míns, Ágústar Fjeldsted, bróður Haraldar, Bene- dikts Blöndal, og Hákonar Árnason- ar, og rákum síðan skrifstofu saman um árabil. Mér hefur fundist það frekar kostur, að lífið þurfi ekki allt- af að ganga eftir hefðbundnum lín- um, og hafði því aldrei á móti því, að Haraldur léti það eftir listrænum þáttum í eðli sínu, að feta ekki að öllu leyti venjubundnar slóðir í starfi sínu og lífi, en allt var það innan rammans hvað mig snerti. Það mun ekki fjarri að segja, að það sé ekki allt of mikið rúm fyrir listina í hefðbundnum mál- flutningsstörfum, en Haraldi fórust þau þó vel úr hendi, og munu margir kollegar og dómarar minnast skemmtilegra tilþrifa hans á því sviði. Þjóðmálin með sögulegu ívafi var það svið, sem Haraldur hafði mestan áhuga á, og þar kom hann við sögu meira og minna alla tíð. Þó skrif hans og sjónarhorn kynnu stundum að falla utan hefðbundins, vöktu þau ætíð athygli og umræðu. Eftir að hann veiktist sagðist hann gjarna, ef úr rættist, mundu vilja snúa sér enn frekar að skrifum, en því miður verð- ur það ekki. Eftir lifa minningar um margt feikivel gert, mikilhæfan mann og góðan dreng, sem ætíð var jákvæður og falslaus í öllum sam- skiptum. Ég þakka Haraldi ánægju- lega samfylgd, sem aldrei bar skugga á, og sendi fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur. Skúli Th. Fjeldsted hrl. Bæjarlífið verður einhvern veginn tómlegra þegar maður á ekki lengur von á því að sjá Harald Blöndal ganga hnarreistan og aðsópsmikinn um götur og njóta samræðna við hann. Með fráfalli hans er stórt skarð höggvið í hóp þeirra sem lífga upp á og auðga Miðbæinn. Frá því ég man eftir mér var Har- aldur fjölskylduvinur á heimili mínu en síðar kynntumst við betur á öðr- um vettvangi. Á menntaskólaárun- um þótti okkur skólapiltum fátt skemmtilegra en að rölta niður í Miðbæ, setjast inn á kaffihús eða krá og leysa lífsins gátu. Haraldur og gaf sig oft á tal við okkur, rúmlega helm- ingi yngri skólapilta. Hispursleysið var aðalsmerki hans og beindi hann oft spurningum um hin fjölbreytileg- ustu efni til okkar alveg formála- laust. Umræðuefnið gat verið um hvað sem var; pólitík, sagnfræði, skólahald eða blanda af þessu öllu. Samtal við Halla var ætíð ávísun á skemmtun og fróðleik. Á landsfundum Sjálfstæðisflokks- ins kunni Haraldur best við sig í hópi ungra sjálfstæðismanna. Tók hann virkan þátt í umræðum og var mikill málafylgjumaður. Haraldur hafði andstyggð á allri lognmollu, var mik- ill gleðimaður og taldi hóf best í hófi. Haraldur sýndi jafnan snilldar- takta hvort sem var í ræðu eða riti. Greinar hans báru þekkingu hans og gamansemi vel vitni en undirtónninn var oft alvarlegur og vakti marga til umhugsunar. Ekki var hægt að telja hann orðvaran en þótt kaldhæðnin væri sjaldan skammt undan duldist engum að Haraldur var sannur mannvinur og bar hag þeirra, sem minna mega sín, mjög fyrir brjósti. Haraldur gegndi mörgum trúnað- arstörfum fyrir Reykjavíkurborg þar sem starfskraftar hans og mann- legt innsæi komu að góðum notum. Sat hann í framtalsnefnd Reykjavík- ur um 22 ára skeið og greiddi þar götu fjölmargra borgarbúa sem áttu um sárt að binda. Eftir að ég hóf af- skipti af borgarmálum komst ég brátt að því að ekki þurfti að hafa meiri áhyggjur ef máli skjólstæðings var vísað til Haralds. Ef neyð var fyrir hendi mátti treysta því að hann kom viðkomandi í örugga höfn. Haraldur var varaborgarfulltrúi og formaður umferðarnefndar Reykjavíkur frá 1986-1994. Góður árangur náðist í umferðaröryggis- málum á þessu tímabili og fækkaði banaslysum og öðrum alvarlegum umferðarslysum verulega. Undir stjórn Haralds var mikil áhersla lögð á að skrá slysastaði og greina orsakir umferðarslysa en þessar upplýsing- ar síðan notaðar með markvissum hætti til að draga úr slysahættu á viðkomandi stöðum með ýmsum að- gerðum. Á þessum tíma var sá grunnur lagður í umferðaröryggis- málum sem enn er byggt á hjá Reykjavíkurborg. Eftir að ég hóf störf að borgarmál- um þáði ég mörg góð ráð og hvatn- ingu frá Haraldi, ekki síst í umferð- armálum og verð ég ævinlega þakklátur fyrir það. Að leiðarlokum vil ég ásamt fjöl- skyldu minni þakka honum góð kynni og senda aðstandendum hans og ástvinum innilegar samúðar- kveðjur. Kjartan Magnússon. Góður kunningi, fyrirmyndar drengur, vinur og félagi, Haraldur Blöndal, er fallinn frá. Það varð snöggt um manninn, var í símasam- bandi við Harald fyrir stuttu. Þá sagðist hann vera á batavegi. Ég kynntist Haraldi fyrir margt löngu í Sjálfstæðisflokknum kring- um kosningar, og eftir þau kynni hafa okkar leiðir oft legið saman. Um tíma bjó Haraldur í sama húsi og ég á Skólavörðustíg. Maðurinn var afar kurteis með reisn, snillingur að segja frá, með mikla frásagnargáfu, afar skemmti- legur og allra manna gaman, fróður mjög. Og svona þessi glampandi augu, þetta sérstaka augnaráð, kæti, gleði, alltaf gaman. Stæðilegur, myndarlegur, engin horgrind, heiðarlegur, talsmaður frjáls mannlífs, en ekki öfundsjúkur, sem vill verða svo oft með frjáls- hyggjumenn. Sem lögmaður varði hann undir- ritaðan með snilld, og þegar ríkis- valdið teygði sig of langt í vasa mína var Haraldur klókur mjög að hafa rétt minn ofan á. Haraldur skipti um trúfélag eins og svo margir gera, gerðist kaþólsk- ur, séra Sæmundur tók hann upp. Þegar páfinn heimsótti Ísland, heils- aði Haraldur páfa með handabandi, Haraldur gerði ekki manna mun. Gat talað við Davíð Oddsson án þess að vera með væmni, eða blaðburðar- mann dagblaðs með reisn, var maður fólksins, gerði ekki manna mun. Hafði hreinar og beinar skoðanir á þjóðmálum og ritaði margar greinar í dagblöð um skoðanir sínar. Bridds, gaman að taka slag með Haraldi og gott spjall, hafði alltaf eitthvað nýtt fram að færa. Reykti á reyklausa daginn, var á móti boði og bönnum. Hætti reyndar að reykja fyrir mörgum árum. Um tíma var Haraldur skeggjaður og minnti mann á stórsöngvarann Pavarotti, gekk með prik, sem sagt var varla þekkjanlegur. Alltaf eins og Lord til fara, vel klæddur og snyrtilegur. Var ekki með flókinn kontór. Þeg- ar ég hitti Harald á lögmannsstofu hans á Klapparstíg snemma á þessu ári var þar ekki neinn ritari eða mót- tökustjóri, bara svona venjulegur kontór með engum íburði, málin af- greidd og ekkert pex. En svona gerist þetta, enginn veit ævina sína fyrr en öll er. Votta aðstandendum samúð mína, megi góður himnafaðir slást í góðan félagsskap Haraldar Blöndals. Ragnar Guðmundsson. Haraldur Blöndal vissi allt sem vert að vita. Ekki betur en aðrir því að það er ekki hægt. Annaðhvort veit maður eða maður veit ekki. Hann var handviss um fullkomna yfirburði sinnar skoðunar. Þess- vegna var hann listamaður í sam- ræðu og sífellt reiðubúinn að hlusta á málróf okkar hinna. Háttalag, klæðnaður, viðmót – það var eftir eigin höfði og óháð kenjum samtímans. Hentisemi annarra var heldur ekki tiltökumál. Ég var seinn að læra að meta þetta. Haraldur var höfðingi og erfði það aldrei við mig. Síðasti aristókratinn er allur. Mörður Árnason. Það var síðsumars 1997 að Har- aldur Blöndal sem formaður Rann- sóknarnefndar sjóslysa setti sig í samband við mig. Tilefnið var að koma að rannsókn ákveðinna mála hjá nefndinni. Síðar þróuðust mál á þann veg að ég kom í nefndina sem fastur nefndarmaður, þar sem staða sérfræðings á mínu sviði losnaði. Við áttum þriggja ára farsælt samstarf. Þegar ég minnist Haraldar, eða Halla eins og hann var oft nefndur meðal vina og félaga, hvarflar hug- urinn fjóra áratugi til baka, til menntaskólaáranna á Akureyri, þar sem fyrstu kynni hófust. Halli var einn af þeim sem voru í fararbroddi í félagslífi skólans, m.a. í formennsku málfundafélags og ritstjóri og í rit- stjórn tímarita. Það var ekki hægt annað en að taka eftir honum þegar hann sté í ræðustól sökum mælsku hans og ræðusnilldar. Í stuttri kveðju vil ég þó fyrst og fremst minnast Haraldar fyrir störf hans á vettvangi sjóslysarannsókna. Skipulegar rannsóknir á sjóslysum hér á landi eru einungis rétt rúmlega þriggja áratuga gamlar með lögum sem sett voru 1970. Áður höfðu til- fallandi rannsóknir verið gerðar, m.a. fyrir tilstilli Alþingis. Á þessu tímabili gegndi Haraldur for- mennsku í um þriðjungi tímans, HARALDUR BLÖNDAL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.