Morgunblaðið - 06.05.2004, Síða 45
UMRÆÐAN | FJÖLMIÐLAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 45
MJÖG hefur verið rætt og ritað
um samkeppni á fjölmiðlamarkaði
og nauðsyn þess að markaðsöflin
fái ráðið á þeim markaði öllum til
góðs. Þar er öllu jafnað saman
rétt eins og að á þeim
markaði gildi sömu
lögmál alls staðar þ.e.
lögmál hins frjálsa
markaðar.
Það gilda hins veg-
ar mismunandi lög-
mál á fjölmiðlamark-
aði.
Lögmál hins frjálsa
markaðar segja til
um að þar eð fram-
leiðsluþættirnir eru
takmarkaðir en ekki
eftirspurnin þá eigi
framboð og eftirspurn
að ráða verðinu. Velferðarhag-
fræðin gerir ráð fyrir því að há-
marks hagkvæmni ríki þegar
framleiðsluþáttunum er þannig
varið að verðmat þeirra er þjón-
ustunnar njóta jafngildi kostnaði
þeirra sem framleiða hana. Hinn
frjálsi markaður er best fallinn til
þess að sjá um að þetta gangi eft-
ir, um þetta eru allir sammála.
Gildir þetta um ljósvakamiðil
eins og sjónvarp? Svarið er nei.
Fyrir það fyrsta þá gildir fyrir
dreifikerfi t.d. eins og Stöðvar tvö
eða RÚV að það kostar jafnmikið
að framleiða og senda út þátt
hvort heldur það er einn eða
300.000 sem horfa á hann, gjör-
ólíkt því að framleiða mjólk eða
kjöt fyrir sama fjölda. Við þessar
aðstæður verður erfitt að meta
vilja þess sem er að borga fyrir
þjónustuna og því augljóst að
markaðurinn mun
ekki geta dreift vör-
unni samkvæmt lög-
málum velferðarhag-
fræðinnar þ.e. að
finna það verð þar
sem saman fer vilji
neytanda til að borga
þannig að það jafn-
gildi verði framleið-
endanna sem þeir
treysta sér til þess að
bjóða þjónustuna á
(free rider).
Það er hér sem hið
blandaða hagkerfi
kemur til kastanna, hér reynir á
afskipti opinberra aðila til þess að
deila út almennum gæðum sem
ekki verða til án kostnaðar (kostn-
aður vegna Alþingis, utaríkisþjón-
ustu, götuljósa, landhelgisgæslu
og Ríkisútvarps svo fátt eitt sé
nefnt). Vissulega er sú hætta til
staðar að kostnaður hins op-
inberra sé hærri en nemur mati
þeirra sem þjónustunnar njóta.
Þjóðhagslegt verðmæti sjón-
varpsþáttar byggist því ekki endi-
lega á mati þeirra sem sáu þáttinn
heldur miklu fremur á mati allra
þeirra sem hefðu getað séð þátt-
inn, vegna þess að kostnaðurinn
er óháður fjöldanum.
Hlutverk stjórnvalda í velferð-
arhagfræðinni er að sjá til þess að
markaðurinn virki, það gerir hann
ekki þegar lagaskylda er meiri á
einum aðila en öðrum þannig ber
ríkissjónvarpinu að vera með
ýmsa þjónustu sem einkamiðlarnir
þurfa ekki að bjóða.
Auglýsingamálin eru einnig bit-
bein. Til eru þeir sem vita ekki að
auglýsingar eru samkvæmt kenn-
ingum markaðsfræðinnar hluti
vöru. Takmarkaður aðgangur að
auglýsingamiðlum er inngrip í
markaðslögmálin.
Öflugt almenningssjónvarp er
hvernig sem á allt litið örugg vís-
bending um það að þeir sem
stjórna landshögum vilji hámarka
gæði þegnanna. Fjölbreytni ljós-
vakamarkaðar er enginn mæli-
kvarði þar á, getur þvert á móti
leitt til hnignunar og lámenningar.
Sem er efni í aðra grein.
Hinn ófullkomni
sjónvarpsmarkaður
Bjarni P. Magnússon skrifar
um fjölmiðlafrumvarpið ’Hinn frjálsi markaðurer best fallinn til þess að
sjá um að þetta gangi
eftir, um þetta eru allir
sammála. ‘
Bjarni P. Magnússon
Höfundur er hagfræðingur.
SÍÐASTLIÐINN þriðjudag, í
sjónvarpsþættinum Ísland í dag,
mætti prófessor Hannes Hólmsteinn
Gissurarson Sigurði G.
Guðjónssyni fram-
kvæmdastjóra Norður-
ljósa. Efni þáttarins
var frumvarp forsætis-
ráðherra til breytinga á
útvarpslögum og sam-
keppnislögum.
Ég hef litið upp til
Hannesar um árabil,
enda hefur hann lengi
verið ötull talsmaður
frelsis og hefur eflaust
átt þátt í að færa þjóð-
félagið í frjálsræðisátt.
En málflutningur hans
í þessum þætti olli mér og vafalaust
mörgum öðrum miklum vonbrigðum.
Hannes notaðist við ýmis rök og
fullyrðingar sem ekki eru samrým-
anleg þeirri stefnu sem hann hefur
löngum kennt sig við. Mig langar til
að taka nokkur þeirra hér fyrir, með-
al annars til að styðja þá fullyrðingu
sem felst í titli þessarar greinar.
Rök Hannesar
Meginrök Hannesar voru eitthvað á
þá leið að á frelsinu væri brotið ef
Jón Ásgeir Jóhannesson og hans
menn mættu kaupa, eða ættu mögu-
leika á að kaupa, meginþorra ljós-
vakamiðla á Íslandi. Í slíku ástandi
ríkti ekkert frelsi þar sem menn
gætu ekki sagt skoðun sína í fjöl-
miðlum án þess að biðja Jón Ásgeir
leyfis. Því væri réttlætanlegt að setja
lög sem kæmu í veg fyrir að slíkt
ástand skapist.
Martröð Hannesar
Gefum okkur að sú staða sem Hann-
es lýsti áhyggjum yfir komi upp, að
einhver aðili eignist nánast alla fjöl-
miðla í landinu og fyrirskipi þeim að
minnast ekki einu orði á Sjálfstæð-
isflokkinn, nema þá í neikvæðri
merkingu, og banni sjálfstæð-
ismönnum að kynna sín mál eðlilega.
Það hlýtur að vera heilagur réttur
eiganda miðilsins að stýra því hvaða
skoðanir hann boðar og boðar ekki.
Það er eitt form tjáningar og hana
má ekki skerða. Sjálfstæðismönn-
unum væri heimilt að
stofna eða leita til ann-
arra fjölmiðla með mál-
efni sín og nýta tjáning-
arfrelsi sitt, og ekki
ætti stóri aðilinn heimt-
ingu á að fá umfjöllun í
þeim miðlum um
áhugamál sín.
Færa má rök fyrir
því að þessi staða yrði
ekki langlíf, kæmi hún á
annað borð upp. Fólk
lætur ekki mata sig
endalaust á ósann-
gjarnri umfjöllun, nema
það vilji það beinlínis. Fólk er fljótt
að koma auga á slíkt, tekur minna
mark á fjölmiðlinum en ella og er lík-
legt til að leita annað. Því skapast
svigrúm fyrir aðra miðla til að hasla
sér völl. Slíkt er eðli markaðarins, að
því gefnu að hann sé laus við íþyngj-
andi regluverk og tilskipanir frá mið-
stjórnarvaldinu.
Að skerða frelsið
til að vernda frelsið
Sú mótsagnakennda röksemd er not-
uð af Hannesi og stuðningsmönnum
frumvarpsins að til þess að vernda
tjáningarfrelsið þurfi að koma í veg
fyrir að ákveðnir aðilar tjái sig með
rekstri ljósvakamiðils. Oft er tekið
dæmi af risanum sem leyfir þeim
smáa ekki að tjá sig í fjölmiðli sínum,
að risinn skerði þannig tjáning-
arfrelsi þess smáa.
Í fyrsta lagi brýtur risinn ekki á
tjáningarfrelsi hins smáa með því að
meina honum að tjá sig í risamiðl-
unum. Hinn smái á ekkert tilkall til
þess að risinn auglýsi skoðanir hans,
hann hefur hinsvegar fullt frelsi til
þess á eigin vegum. Það væri brot á
tjáningarfrelsi risans að neyða hann
til að taka þátt í tjáningu hins smáa.
Hannes hefur því snúið dæminu al-
gerlega við, en það er víst algengt í
Sjálfstæðisflokknum í dag.
Í öðru lagi er skringilegt að horfa
upp á menn sem þykjast verja frelsið
tala eins og þeir hafi vit og þroska til
að ákveða hver má eiga hvað, og
hvernig menn mega nota sína fjöl-
miðla. Ef Hannesi væri raunverulega
hugað um að vernda tjáningarfrelsið
styddi hann ekki þessar takmarkanir
á því.
Tjáningarfrelsið skal virt
Frjálshyggjan byggist að mörgu
leyti á að tjáningarfrelsi manna sé
virt. Á því er brotið þegar mönnum
er óheimilt að tjá sig með því að eiga
ljósvakamiðla. Engu skiptir hvaða
ástæða liggur að baki höftum á þeirri
tjáningu, hvort farið er eftir húðlit,
skoðunum, eignum eða stöðu að öðru
leyti. Frjálshyggjumenn eru í grund-
vallaratriðum andvígir því að rík-
isvaldið skipti sér af því hver á hvað
eða hvað menn gera við eignir sínar,
sem í þessu tilviki eru notaðar til
tjáningar.
Betra að bregðast við mar-
tröðum ef frelsi er til staðar
Á það skal bent að ekki þurfa allir
fjölmiðlar að vera í eigu eins aðila til
þess að erfitt sé að tjá tiltekna skoð-
un. Fjölmiðlar geta verið hlutdrægir
og allir lagst á eitt, þótt þeir séu í
dreifðri eignaraðild. Ef sú staða
kemur upp verður auðveldara að
bregðast við henni ef frelsi ríkir, í
stað þeirra takmarkana á tjáning-
arfrelsi sem felast í fjölmiðla-
frumvarpinu. Þá verður auðveldara
að stofna fjölmiðla með þátttöku ým-
issa aðila.
Aðalatriðið er að ýmsar martraðir
eru mögulegar. Það sem máli skiptir
er að hægt sé að bregðast við og
berjast við þá sem maður er ósam-
mála. Það er erfiðara ef búið er að
takmarka rétt manns til að þiggja
fjármagn til fjölmiðlarekstrar frá
mörgum efnamiklum aðilum, t.d. að-
ilum í markaðsráðandi stöðu. Það
ástand sem Hannes kýs er þannig
miklu hættulegra frjálsum skoð-
anaskiptum.
Hannes er ekki
frjálshyggjumaður
Á meðan Hannes Hólmsteinn Giss-
urarson tekur þátt í herför sjálfstæð-
ismanna gegn tjáningarfrelsi í land-
inu getur hann ekki talist
frjálshyggjumaður. Frjáls-
hyggumenn virða tjáningarfrelsi og
eignarrétt. Ekki má takmarka frelsi
manna til eigna eða tjáningar án þess
að þeir hafi brotið gegn samborg-
urum sínum með beinum hætti. Hafi
slík brot átt sér stað eru ekki settar
almennar reglur sem takmarka frelsi
allra, þar með taldra saklausra aðila,
heldur eru brotamennirnir sóttir til
saka.
Hannes og félagar hans kunna að
hafa orðið fyrir óþægindum og ómál-
efnalegum aðdróttunum í fjölmiðlum
tengdum Baugi, en hér skal ekkert
mat lagt á það. Þessir fjölmiðlar hafa
þó ekki, svo vitað sé, brotið á Hann-
esi, forsætisráðherra eða samflokks-
mönnum þeirra, heldur hafa þeir iðk-
að frelsi sitt til tjáningar. Hannes vill
bregðast við með valdbeitingu rík-
isins. Slíkt hefur aldrei verið lausn
sem frjálshyggjumenn fella sig við.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
er ekki frjálshyggjumaður
Sævar Guðmundsson
svarar Hannesi Hólmsteini
Gissurarsyni ’Hannes notaðist viðýmis rök og fullyrðingar
sem ekki eru samrým-
anleg þeirri stefnu sem
hann hefur löngum
kennt sig við. ‘
Sævar Guðmundsson
Höfundur er stjórnarmaður
í Frjálshyggjufélaginu.
Ársalir- fasteignamiðlun Ársalir- fasteignamiðlun
Nýttu þér áratuga reynslu
okkar og traust í
fasteignaviðskiptum
Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali.
Ársalir
FASTEIGNAMIÐLUN
Engjateigi 5 105 Rvk
533 4200