Morgunblaðið - 06.05.2004, Síða 47
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 47
MIKIL og afar óvægin umræða
hefur farið fram í fjölmiðlum og á
öðrum vettvangi um þá skipun í
embætti hæstaréttardómara, sem
dómsmálaráðherra kunngerði 19.
ágúst 2003. Kærunefnd jafnrétt-
ismála, sem starfar eftir lögum nr.
96/2000, hefur m.a.
gefið formlegt álit,
sem felur í sér þá
niðurstöðu, að við
skipun þess dómara,
sem embættið fékk,
hafi veitingarvalds-
hafinn brotið gegn 1.
mgr. 24. gr. nefndra
laga, þar sem segir
að atvinnurekendum
sé óheimilt að mis-
muna umsækjendum
um starf á grundvelli
kynferðis. Hafa
margir aðrir sakað
ráðherrann um að hafa misfarið
með vald sitt við þessa embætt-
isgerð og hefur hann svarað fyrir
hinar meintu ávirðingar á opinber-
um vettvangi, m.a. á Alþingi.
Vart ætti að þurfa að fara um
það mörgum orðum hversu mik-
ilvægt það er, að vel sé vandað til
vals á þeim mönnum (körlum og
konum), sem eiga að fara með
æðsta dómsvald hér á landi. Eins
og kunnugt er felst einn hinna
þriggja höfuðþátta ríkisvaldsins í
dómsvaldinu. Réttaröryggi verður
ekki tryggt nema dómstólar, bæði
héraðsdómstólar og Hæstiréttur,
séu vel mannaðir og þeim jafn-
framt búin góð starfsaðstaða og
nægilegt rekstrarfé – auk vand-
aðra laga, sem marka umgjörð
dómsvalds og meðferð dómsmála.
Við val dómara til starfa í Hæsta-
rétti verður veitingarvaldshafinn
(dómsmálaráðherra) að líta til
margra þátta, sem miklu skipta,
m.a. menntunar og starfsreynslu
umsækjenda. Verður hið end-
anlega val að sjálfsögðu að byggj-
ast á grunduðum röksemdum og
málefnalegum sjónarmiðum, þar
sem jafnræðisreglna sé m.a. gætt.
Alkunna er, að ákvarðanir um
stöðuveitingar af þessu tagi hafa
iðulega sætt gagnrýni einhverra
og valdið ágreiningi manna á með-
al – og er í rauninni ekki annars
að vænta. Þegar fleiri en einn
sækja um laust embætti má yf-
irleitt gera því skóna, að þeir, sem
ekki hljóta það, verði fyrir von-
brigðum og jafnvel sárindum, og
er það ekki nema mannlegt.
Stundum verður fjaðrafok út af
embættisveitingum af þessu tagi,
sem hjaðnar síðan með tímanum,
einnig eftir mannlegum lögmálum.
Um embættisstöðu þá, sem hér
um ræðir, sóttu allmargir vel hæf-
ir og gegnir menn, karlar og kon-
ur. Um almennt hæfi þeirra og
hæfni, allra sem eins, til að gegna
þessu vandasama embætti hefur
enginn efast svo að mér sé kunn-
ugt um. Hins vegar hafa hörð um-
mæli verið höfð um samanburð á
hæfni sumra þeirra a.m.k. og þeir,
sem mest hafa farið, látið svo að
ráðherrann hafi beitt ólögmætum
sjónarmiðum við val sitt. Hafa
sumir umsækjendanna hreyft áliti
sínu í þá veru, eins og kunnugt er,
enda höfðu þeir mikilla hagsmuna
að gæta.
Hjá umræðu af þessu tagi verð-
ur ekki komist í lýðræðisþjóðfélagi
þar sem tjáningarfrelsi er virt. Á
hinn bóginn má virðast sem op-
inber ummæli sumra þeirra, er
hafa tjáð sig um málið, hafi ein-
kennst af ómálefnalegri rökfærslu,
skammsýni og dómhörku, og er
kærunefnd jafréttismála þar ekki
undan skilin. Þá hefur aðgangs-
harka sumra þeirra fjölmiðla, er
lengst hafa gengið, verið langan
veg frá öllum eðlilegum þörfum
samfélagins fyrir góðan og heið-
arlegan fréttaflutning og verið í
andstöðu við þær hefðir, sem al-
mennt hafa verið í heiðri hafðar í
fjölmiðlun hér á landi. Margs kon-
ar flausturs og misskilnings hefur
þar gætt, sem engum er sæmandi
og getur haft skaðvænar afleið-
ingar sé litið til þess áhrifavalds,
til góðs og ills, sem fjölmiðlarnir
hafa og sem síst má misbeita.
Hvergi hafa komið
fram haldbær rök til
stuðnings þeim full-
yrðingum, sem óspart
hefur verið haldið á
loft í fjölmiðlaum-
fjöllun, að ráðherrann
hafi misbeitt valdi
sínu við þessa emb-
ættisveitingu. Þær
ástæður, er réðu vali
ráðherrans á hæfasta
umsækjandanum og
sem hann hefur lýst
skilmerkilega, verða
þvert á móti að teljast
málefnalegar og fullgildar, enda
hafði hann óumdeilanlega visst
svigrúm í þessu sambandi. Hvergi
í umsögn Hæstaréttar um hæfi og
hæfni umsækjenda var tekin af-
staða til sértækrar hæfni umsækj-
endanna (umfram almenn ummæli
um að þeir væru allir hæfir) og
felst slík afstaða ekki í þeim um-
mælum dómstólsins að tveir
þeirra væru öðrum ‘heppilegri’ í
þessu sambandi. Á þessu og sér-
tæku hæfnismati er vitaskuld reg-
inmunur. Í síðbúnu áliti kæru-
nefndar jafnréttisráðs voru heldur
ekki færð fram sannfærandi rök
fyrir því, að ráðherrann hafi beitt
beinni eða óbeinni mismunun
‘vegna kynferðis’ við val sitt, sem
þó er skilyrði þess, skv. 3. mgr.
24. gr. jafnréttislaga, að honum
verði gert að ‘sýna fram á að aðr-
ar ástæður en kynferði hafi legið
til grundvallar ákvörðun hans’.
Óhjákvæmilegt er, að hin mikla
og nærgöngula umfjöllun og
sleggjudómar, sem uppi hafa verið
vegna þessarar embættisveitingar,
hafi með vissum hætti skaðað
þann, er síst skyldi, þ.e. þann
mæta lögfræðing, sem skipaður
var í embættið, en hann hafði ekki
unnið sér annað til ‘sakar’ en vera
í hópi umsækjenda um starfið. Að
öðrum ólöstuðum verður ekki bet-
ur séð en að hann hafi verið mjög
vel að starfinu kominn, með góða
menntun og afar farsælan starfs-
feril sem héraðsdómari um árabil
og sem yfirmaður dómaraemb-
ættis, dómstjóri. Fregnir af
áhugaverðu framhaldsnámi hans
og vandasömum störfum, sem og
kynni af manninum sjálfum og
góðum persónueigindum hans,
sem laða til sátta og samstarfs,
hafa um árabil hlýjað þeim, er
þetta ritar, en hann er gamall
kennari hæstaréttardómarans.
Kennarinn treystir því, að sama
farsæld og verið hefur muni ein-
kenna embættisstörf nemandans
fyrrverandi á því mikilvæga sviði,
er hann hefur nú valist til og sem
hann mun vonandi gegna með
sæmd um langan aldur.
Um skipun og hæfni
hæstaréttardómara
Páll Sigurðsson skrifar um
skipan hæstaréttardómara ’Óhjákvæmilegt er, aðhin mikla og nærgöng-
ula umfjöllun og
sleggjudómar, sem uppi
hafa verið vegna þess-
arar embættisveitingar,
hafi með vissum hætti
skaðað þann, er síst
skyldi.‘
Páll Sigurðsson
Höfundur er prófessor í
lögfræði við Háskóla Íslands.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Þjónustu- og ábyrgðaraðili fyrir
OPTICAL STUDIO DUTY FREE STORE – LEIFSSTÖÐ
OPTICAL STUDIO
SMÁRALIND
VORTILBOÐ!
SÓLGLER*
í þínum
styrkleika
fylgja kaupum
á nýjum
gleraugum –
FRÍTT *Styrkleiki 0 til – 6.00 / 0 til + 4.00,
sjónskekkja til 1.00.
PX
Borgartúni 28, símar 520 7901/520 7900
www.ef.is
• Hagstætt verð