Morgunblaðið - 06.05.2004, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 06.05.2004, Qupperneq 52
52 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ © DARGAUD Bubbi og Billi Grettir Grettir Smáfólk HVAÐ ER GAGNIÐ Í ÞESSU? ÞAÐ KANN ENGINN AÐ META ÞAÐ SEM ÉG GERI! ÞEGIÐU HEIMSKI HUNDUR! ÞARNA SÉRÐU! KANNSKI HAFÐI ÉG RANGT FYRIR MÉR ÆI... ÞESSI ÓL ER MJÖG ÓÞÆGILEG! SAGÐI ÞAÐ! HVAÐ ER SNOOPY AÐ GERA Á LEIK- VELLINUM LEIK- VELLINUM HÉRNA GERI ÉG SÉRSTAKA VERKEFNIÐ FYRIR YFIRHUNDINN... ÉG VERÐ Á VAKT ALLA ÞESSA VIKU! ÞEGAR ÞÚ SÉRÐ HUND ÁLEIKVELLI ÞÁ VEISTU AÐ HANN ER AÐ GERA VERKEFNI FYRIR YFIRHUNDINN! NEI!? ÞARNA ER HÚSIÐ ÞAR SEM SÆTI HUNDURINN BÝR MÉR HEYRIST HANN VERA AÐ GRÁTA! ÉG VERÐ AÐ ATHUGA ÞETTA ÉG ER ALVEG AÐ KOMA KRÚTTIÐ MITT! HVAÐ ER AÐ? VAOOOUUU!! ÞETTA ER EKKERT VANDAMÁL, BARA SMÁ MELTINGARTRUFLANIR. ÉG VERÐ BARA AÐ FINNA RÉTTA MEÐALIÐ SEINNA... ÞAÐ HEFUR EINHVER KVEIKT LJÓSIN LOKSINS ERU ÞAU KOMIN HEIM! AÐ SKILJA HUNDINN SINN EFTIR EINAN ÁN EFTIRLITS ER GLÆPUR. MÉR ER SKAPI NÆST AÐ TILKYNNA YKKUR TIL LÖGREGLUNNAR! ! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í HVERT skipti sem greinarhöf- undur les eða hlýðir á órökstuddar fullyrðingar og gífuryrði um Ólaf Börk Þorvaldsson, finnst honum borið í bakkafullan lækinn. Ýmsir láta hafa eftir sér inni- haldslausa þvælu, níða þann sem hefur ekki stöðu sinnar vegna heim- ild til að svara fyrir sig á opinberum vettvangi. Greinarhöfundur endurtekur ekk- ert af persónulegum ávirðingum um Ó.B.Þ., eða í garð dómsmálaráð- herra, Björns Bjarnasonar. Það er óþarfi að endurtaka leiðinda um- mæli fólks um Ó.B.Þ. og B.B., er jafna má við hátterni „Gróu á Leiti“. Fólk sem ástundar róg og lygi í garð fyrrnefndra manna er áreið- anlega haldið minnimáttarkennd eða ofsóknarbrjálæði, nema hvort tveggja eða fleira liggi til grundvall- ar. Eitt er víst, það er eru engin vandkvæði að gagnrýna allt og alla, einnig ráðherra og hæstaréttardóm- ara. Þegar ráðherra, eða viðkom- andi embættismaður, skipar ein- hvern í stöðu, hverju nafni er nefnist, þá er það vald hans og dóm- greind sem ræður, svo augljóst er það. Hefur almenningur hugleitt ann- að varðandi stöðuveitingar? Ef einhver er frændi einhvers í landstjórninni, á hinn sami (um- sækjandi um einhverja stöðu) að vera útilokaður, sá hinn sami koma alls ekki til greina varðandi stöðu- veitinguna, vegna þess að hann er frændi einhvers? Frændi einhvers getur verið jafn vel gefinn og sömu mannkostum gæddur og aðrir umsækjendur um stöðu, sem eru ekki í ættartengslum við einhverja í opinberri þjónustu. Finnst fólkinu í landinu traust- vekjandi og trúverðugt að gera að reglu að útiloka einhvern umsækj- anda, bara af því að umsækjandinn er frændi einhvers í opinberu starfi? Jafnrétti karla og kvenna er kjarni málsins, kvenfólk hafi sama rétt og karlar, eða hið gagnstæða, um annað má endalaust deila. Hæfir einstaklingar eiga alveg eins rétt á stöðuveitingum, þó að þeir séu frændur eins eða fleiri í op- inberri þjónustu. Látum óverð- skuldaðar árásir á Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Ólaf Börk Þorvaldsson hæstaréttardómara sem vind um eyru þjóta. LÁRUS HELGASON, loftskeytamaður. Ofstæki í garð hæstaréttardómara Frá Lárusi Helgasyni: ÞEGAR ég var barn naut ég þeirra forréttinda að vera í sveit. Bærinn heitir Bersatunga og er í Dalasýslu. Sem leitandi ung- menni fannst mér eiga við að ferðast til Bessastaða og koma mér þar fyr- ir meðan ég hugs- aði hvað ég ætlaði að verða. Við tún- fótinn kom ég að manni sem lag- færði girðingu. Í þann tíma skildi fólkið mikilvægi íslenskrar tungu og fræddi börnin þar um. Það lýtti ekki mál vort með erlendum slettum eins og hæ og bæ og heilsaði ég því á okkar fagra máli. Hann tók því vel og spurði hvert ferðinni væri heitið. Þegar hann vissi að ég væri að leita mér vinnu bauð hann að fylgja mér á staðinn. Síst kom mér í hug að þarna væri fyrsti þjóðkjörni forseti þjóðarinnar einn síns liðs í viðgerðarvinnu fjarri bæjum. Sannanlega var þessi maður ekki úr tengslum við fólkið og svo má segja um þau sem á eftir komu. Um- ræðan að leggja embætti forseta nið- ur á sér pólitískan bakgrunn. Í því samhengi er íhugunarvert að forset- inn hefur nálgast alþýðuna en for- sætisráðherrann fjarlægst. Á þing vort hefur flykkst ungt reynslulaust fólk sem telur sig vita flestum betur um hvað þjóðinni er fyrir bestu. Ung- mennin aðlagast fljótt skoðunum for- ingja sinna og virðast vita að voðinn er vís og framinn fyrir bí, fari þau útaf línunni. Þau bergmála því það sem flokkar þeirra standa fyrir og eitt af því er að embætti forseta sé óþarft. Margt af þessu unga fólki virðist koma frá allsnægtum og ekki skynja um hvað lífið snýst. Þau virðast til dæmis ekki vita hvað sjálfstæð þjóð hefur umfram þjóð undir erlendu valdi. Meðan það hentar flokkum, geta ungmennin verið rós á ferli þeirra og stungið örlítið en fölna fljótt eins og rósum er eiginlegt. Sérstak- lega fölna þær skjótt sem rótlausar eru og notaðar eru til að skreyta augnablikið. Þjóðin hefur ekki þörf fyrir bergmál. Engin ung hugsjóna- manneskja er sýnileg á alþingi og greinilegt að þjóðin ræður ekki röðun á lista og er að borga þessu fólki mikið fyrir lítið. Það getur þurft kjark til að hafa skoðanir og fylgja þeim eftir. Þannig er núverandi forseti, hann þorir og gerir það sem honum finnst rétt. Háttvirtur utanríkisráðherra var næstum brjóstumkennanlegur í kastljósi 29. mars þegar hann bar saman stuðning við Kárahnjúkavirkj- un og innrásina í Írak. Eins þegar hann í lok þáttarins taldi þann forseta hættulegan lýðræði þjóðarinnar sem gæfi henni ákvörðunarrétt í umdeild- um stórmálum. Ef embætti forseta væri lagt niður, ykjust völd forsætis- ráðherra og öryggisventill sá sem for- seta er ætlað að vera, hyrfi. Forseti hefur mikilvæg völd sem ekki hefur þurft að grípa til, en enginn veit hvað þau hafa komið í veg fyrir. Forsetinn er áhrifamikið sameiningartákn og sá sem nú er hefur látið gott af sér leiða. Á erlendum vettvangi hefur hann ver- ið þjóðinni til sóma. Vonandi verða trúðar ekki til þess að þjóðin þurfi að greiða tugi milljóna í málamynda- kosningar til að fullnægja athyglis- þörf þeirra. ALBERT JENSEN, Sléttuvegi 3, 104 Reykjavík. Forsetinn og við Frá Alberti Jensen: Albert Jensen
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.