Morgunblaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 53 LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að árekstri og afstungu mánudaginn 4. maí þegar ekið var utan í vinstri hlið mannlausrar bif- reiðar á bifreiðastæði við Blóðbank- ann á Barónsstíg. Bifreiðin er fólks- bifreið af tegundinni Suzuki Baleno, rauð að lit. Tjónvaldur, hugsanlega ökumaður hvítrar Benz-sendibif- reiðar, fór af vettvangi. Þeir sem geta gefið upplýsingar um málið eru beðnir að hafa samband við lögregl- una í Reykjavík. Lýst eftir vitnum BANDALAG íslenskra listamanna bendir í ályktun á að í greinargerð nefndarinnar um eignarhald á fjöl- miðlum sé felldur áfellisdómur yfir íslensku sjónvarpi og innlendri dag- skrárgerð. Vitnað er í eftirfarandi ummæli í greinargerðinni: „Í alþjóðlegum samanburði hefur íslenskt sjónvarp í gegnum árin þráfaldlega vermt svo gott sem botnsætið hvað varðar hlutdeild innlends efnis af dagskrá og gildir þá einu hvort um er að ræða samanburð á efni stöðva í al- mannaþjónustu eða einkarekinna stöðva.“ „Bandalagið vill í þessu sambandi vekja athygli ráðamanna á að víða um heim tíðkast að í skilyrðum fyrir veitingu rekstrarleyfa til ljósvaka- miðla, er skýrt kveðið á um ákveðna lágmarkshlutdeild innlends efnis af útsendingartíma,“ segir í ályktun Bandalags íslenskra listamanna. „Í íslenskum lögum er ekki slíkt ákvæði, aðeins tilgreint að sjón- varpsstöðvar skulu „kosta kapps um að meirihluta útsendingartíma sé varið í íslenskt dagskrárefni og ann- að dagskrárefni frá Evrópu“. Eina beina ákvæðið er snertir innihald dagskrárefnis tengist aðild okkar að evrópska efnahagssvæð- inu, en í útvarpslögum segir að 10% af árlegum dagskrártíma og 10% af dagskrárfé skuli varið til evrópskra verka sem framleidd eru af sjálf- stæðum framleiðendum. Samkvæmt skýrslum eftirlits- stofnunar EFTA, hefur RÚV yfir- leitt staðið við þetta ákvæði, en Stöð tvö ekki. Bandalagið mælist til þess að leit- að verði leiða til að bæta úr því ófremdarástandi sem ríkir á sviði innlendrar dagskrárgerðar og aukn- ar og skýrari kröfur gerðar af hálfu löggjafans um innihald dagskrárefn- is ljósvakamiðla almennt, án tillits til eignarhalds. Bandalagið lítur svo á að brýnt sé að huga að þessum þætti í þeirri umræðu sem nú fer fram um út- arpslögin og breytingar á þeim, vegna þess mikilvæga hlutverks sem fjölmiðlar gegna í íslensku lista- og menningarlífi.“ Bandalag íslenskra listamanna um fjölmiðlaskýrsluna Áfellisdómur yfir inn- lendri dagskrárgerð Rangt nafn og röng fyrirsögn Í frétt um miðbæjarhús í Sandgerði á Suðurnesjasíðu blaðsins í gær var farið rangt með nafn annars smiðsins. Hann heitir Rushit Derti. Einar sem vinnur með honum er Gunnarsson. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Röng fyrirsögn birtist með frétt um bláklukkur á bls. 21 í Morgunblaðinu í gær 5. maí. Fyrirsögnin átti að vera svona: Fylltar bláklukkur, nýjung í blómarækt. LEIÐRÉTT STJÓRN Fornleifasjóðs hefur lokið úthlutun úr sjóðnum á þessu ári. Honum voru í ár ætlaðar fimm millj- ónir króna til styrkveitinga. Fornleifastofnun Íslands hlaut styrk að upphæð kr. 1.135.000 til fornleifarannsókna í Kúvíkum í Strandasýslu. Hún fékk einnig kr. 520.000 til uppgraftar í kirkjugarð- inum að Hofsstöðum í Mývatnssveit. Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ var veittur styrkur að upphæð kr. 850.000 til úrvinnslu gagna úr uppgreftri kirkjugarðs og kumlateigs í Keldudal í Skagafirði. Hjörleifur Guttormsson, Náttúru- fræðistofu, Neskaupstað, fékk kr. 750.000 styrk til fornleifaskráningar á Hallormsstað. Skriðuklaustursrannsóknir, Skriðuklaustri, fengu kr. 500.000 til forvörslu gripa frá fornleifarann- sókninni á Skriðuklaustri. Loks fengu Suðurlandsskógar á Selfossi kr. 800.000 til skráningar fornminja á væntanlegum skógrækt- arjörðum, Hvammi í Landsveit og Skaftárdal í Skaftártungu. Styrkjum úthlutað úr Fornleifasjóði TUTTUGU og fimm hafa hlotið styrki frá Menningar- og styrkt- arsjóði Búnaðarbanka Íslands hf., en styrkupphæðin nam samtals tíu milljónum króna. Hlutverk sjóðsins er að styrkja íslenska menningu og listir, liðsinna líknar- og mann- úðarmálum, stuðla að menntun, vísinum og tækni auk þess sem fé úr sjóðnum er notað til að styrkja verkefni á sviði umhverfismála. Að þessu sinni hlutu eftirtaldir aðilar styrki frá sjóðnum. Hveragerðiskirkja, Listasafn Akureyrar, Svandís Egilsdóttir, Bára Baldursdóttir, Héraðs- bókasafn Dalasýslu, Eiríks- staðanefnd, Skólahljómsveit Mos- fellsbæjar, Kammerkór Suðurlands, Tónlistarfélag Hvera- gerðis og Ölfuss, Leikhópurinn Perlan, Ármann Örn Ármannsson, Tónlistarhátíðin í Reykholti, kammertónleikar á Kirkjubæj- arklaustri, Gerður Bolladóttir og Ásgeir Jónsson, Djassklúbbur Eg- ilsstaða, Tónlistarskóli Seltjarn- arness, Karlakórinn Þrestir, Skóg- ræktarfélag Hafnarfjarðar, Norðurlandsskógar, Styrktarfélag vangefinna, Samtök sykursjúkra, Húsnæðisfélag SEM, Lands- samband Gídeonfélaga, Útgáfa kvæðabókar með skáldskap Árna Helgasonar og Upplýsing, félag bókasafns- og upplýsingafræðinga. KB-banki stendur á bak við Menningar- og styrktarsjóðinn, en bankinn telur mikilvægt að styðja við góð verk sem unnin eru að frumkvæði einstaklinga og fé- lagasamtaka í landinu. Styrkþegar ásamt Hreiðari Má Sigurðssyni, forstjóra KB banka. KB banki úthlutar 10 milljónum Heimahlynning með opið hús. Heimahlynning verður með sam- verustund fyrir aðstandendur í kvöld fimmtudaginn 6. maí kl. 20– 22 í húsi Krabbameinsfélags Ís- lands, Skógarhlíð 8. Halla Þor- valdsdóttir sálfræðingur talar um „að taka á móti sumrinu“. Kaffi og meðlæti verður á boðstólum. Fræðsluganga um Elliðavatn. Fyrsta fimmtudagsganga Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur í sumar verður í kvöld fimmtudaginn 6. maí. Fyrirlesari verður Jón Krist- jánsson fiskifræðingur en hann er mjög kunnugur Elliðavatni og fiski vatnsins. Í göngunni sýnir Jón gestum helstu riðstöðvar bleikju, ræðir um hrygningu og viðkomu bleikju og urriða, vöxt þeirra og viðgang og kynnir nýjar rann- sóknir á stofnstærð og gildi vatns- ins til veiða og útivistar. Safnast verður saman við Elliðavatnsbæ- inn í Heiðmörk kl 20:00. Gengið verður meðfram vatninu og mun gangan taka um klukkustund. Opinn fundur á vegum Vinstri- hreyfingarinnar – græns fram- boðs í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði verður haldinn í nýjum húsakynnum flokksins á Suð- urgötu 3, Reykjavík, í kvöld fimmtudaginn 6. maí klukkan 20.30 undir yfirskriftinni fjölmiðlar og lýðræði. Frummælendur verða: Helga Vala Helgadóttir, útvarps- kona, Álfheiður Ingadóttir, vara- þingmaður VG, Árni Bergmann, rithöfundur, Þorgeir Ástvaldsson, útvarpsmaður. Eftir framsögu munu frummælendur sitja í pall- borði. Fundarstjóri verður Sig- ursteinn Másson formaður VG í Kópavogi. Í DAG Stofnfundur UVG á Suðurlandi Stofnfundur ungliðafélags Vinstri- grænna á Suðurlandi verður haldinn annað kvöld, föstudagskvöldið 7. maí, kl. 20.00 í Hliðskjálf á Selfossi, félagsheimili hestamannafélagsins Sleipnis í hesthúsahverfinu. Á MORGUN Vorsýning Kvöldskóla Kópavogs verður haldin sunnudaginn 9. maí nk. kl. 14–18 í Snælandsskóla við Furugrund. Á sýningunni verður aðallega sýnd- ur afrakstur af vinnu nemenda í verklegum námskeiðum frá liðnum vetri : Bókband, bútasaumur, „crazy quilt“, fatasaumur, frí- stundamálun, glerlist, haust- kransagerð, hurðarkrans úr birki, íkonagerð, leirmótun, marmorering, silfursmíði, trésmíði, útskurður, bal- dering, og þjóðbúningagerð. Skól- inn óskar þess að sem flestir sjái sér fært að líta inn og skoða sýn- inguna. Á NÆSTUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.