Morgunblaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 53
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 53
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft-
ir vitnum að árekstri og afstungu
mánudaginn 4. maí þegar ekið var
utan í vinstri hlið mannlausrar bif-
reiðar á bifreiðastæði við Blóðbank-
ann á Barónsstíg. Bifreiðin er fólks-
bifreið af tegundinni Suzuki Baleno,
rauð að lit. Tjónvaldur, hugsanlega
ökumaður hvítrar Benz-sendibif-
reiðar, fór af vettvangi. Þeir sem
geta gefið upplýsingar um málið eru
beðnir að hafa samband við lögregl-
una í Reykjavík.
Lýst eftir vitnum
BANDALAG íslenskra listamanna
bendir í ályktun á að í greinargerð
nefndarinnar um eignarhald á fjöl-
miðlum sé felldur áfellisdómur yfir
íslensku sjónvarpi og innlendri dag-
skrárgerð.
Vitnað er í eftirfarandi ummæli í
greinargerðinni: „Í alþjóðlegum
samanburði hefur íslenskt sjónvarp
í gegnum árin þráfaldlega vermt svo
gott sem botnsætið hvað varðar
hlutdeild innlends efnis af dagskrá
og gildir þá einu hvort um er að
ræða samanburð á efni stöðva í al-
mannaþjónustu eða einkarekinna
stöðva.“
„Bandalagið vill í þessu sambandi
vekja athygli ráðamanna á að víða
um heim tíðkast að í skilyrðum fyrir
veitingu rekstrarleyfa til ljósvaka-
miðla, er skýrt kveðið á um ákveðna
lágmarkshlutdeild innlends efnis af
útsendingartíma,“ segir í ályktun
Bandalags íslenskra listamanna.
„Í íslenskum lögum er ekki slíkt
ákvæði, aðeins tilgreint að sjón-
varpsstöðvar skulu „kosta kapps um
að meirihluta útsendingartíma sé
varið í íslenskt dagskrárefni og ann-
að dagskrárefni frá Evrópu“.
Eina beina ákvæðið er snertir
innihald dagskrárefnis tengist aðild
okkar að evrópska efnahagssvæð-
inu, en í útvarpslögum segir að 10%
af árlegum dagskrártíma og 10% af
dagskrárfé skuli varið til evrópskra
verka sem framleidd eru af sjálf-
stæðum framleiðendum.
Samkvæmt skýrslum eftirlits-
stofnunar EFTA, hefur RÚV yfir-
leitt staðið við þetta ákvæði, en Stöð
tvö ekki.
Bandalagið mælist til þess að leit-
að verði leiða til að bæta úr því
ófremdarástandi sem ríkir á sviði
innlendrar dagskrárgerðar og aukn-
ar og skýrari kröfur gerðar af hálfu
löggjafans um innihald dagskrárefn-
is ljósvakamiðla almennt, án tillits
til eignarhalds.
Bandalagið lítur svo á að brýnt sé
að huga að þessum þætti í þeirri
umræðu sem nú fer fram um út-
arpslögin og breytingar á þeim,
vegna þess mikilvæga hlutverks
sem fjölmiðlar gegna í íslensku lista-
og menningarlífi.“
Bandalag íslenskra listamanna um fjölmiðlaskýrsluna
Áfellisdómur yfir inn-
lendri dagskrárgerð
Rangt nafn og röng fyrirsögn
Í frétt um miðbæjarhús í Sandgerði
á Suðurnesjasíðu blaðsins í gær var
farið rangt með nafn annars smiðsins.
Hann heitir Rushit Derti. Einar sem
vinnur með honum er Gunnarsson.
Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Röng fyrirsögn birtist með frétt um
bláklukkur á bls. 21 í Morgunblaðinu í
gær 5. maí. Fyrirsögnin átti að vera
svona: Fylltar bláklukkur, nýjung í
blómarækt.
LEIÐRÉTT
STJÓRN Fornleifasjóðs hefur lokið
úthlutun úr sjóðnum á þessu ári.
Honum voru í ár ætlaðar fimm millj-
ónir króna til styrkveitinga.
Fornleifastofnun Íslands hlaut
styrk að upphæð kr. 1.135.000 til
fornleifarannsókna í Kúvíkum í
Strandasýslu. Hún fékk einnig kr.
520.000 til uppgraftar í kirkjugarð-
inum að Hofsstöðum í Mývatnssveit.
Byggðasafni Skagfirðinga í
Glaumbæ var veittur styrkur að
upphæð kr. 850.000 til úrvinnslu
gagna úr uppgreftri kirkjugarðs og
kumlateigs í Keldudal í Skagafirði.
Hjörleifur Guttormsson, Náttúru-
fræðistofu, Neskaupstað, fékk kr.
750.000 styrk til fornleifaskráningar
á Hallormsstað.
Skriðuklaustursrannsóknir,
Skriðuklaustri, fengu kr. 500.000 til
forvörslu gripa frá fornleifarann-
sókninni á Skriðuklaustri.
Loks fengu Suðurlandsskógar á
Selfossi kr. 800.000 til skráningar
fornminja á væntanlegum skógrækt-
arjörðum, Hvammi í Landsveit og
Skaftárdal í Skaftártungu.
Styrkjum úthlutað
úr Fornleifasjóði
TUTTUGU og fimm hafa hlotið
styrki frá Menningar- og styrkt-
arsjóði Búnaðarbanka Íslands hf.,
en styrkupphæðin nam samtals tíu
milljónum króna. Hlutverk sjóðsins
er að styrkja íslenska menningu
og listir, liðsinna líknar- og mann-
úðarmálum, stuðla að menntun,
vísinum og tækni auk þess sem fé
úr sjóðnum er notað til að styrkja
verkefni á sviði umhverfismála.
Að þessu sinni hlutu eftirtaldir
aðilar styrki frá sjóðnum.
Hveragerðiskirkja, Listasafn
Akureyrar, Svandís Egilsdóttir,
Bára Baldursdóttir, Héraðs-
bókasafn Dalasýslu, Eiríks-
staðanefnd, Skólahljómsveit Mos-
fellsbæjar, Kammerkór
Suðurlands, Tónlistarfélag Hvera-
gerðis og Ölfuss, Leikhópurinn
Perlan, Ármann Örn Ármannsson,
Tónlistarhátíðin í Reykholti,
kammertónleikar á Kirkjubæj-
arklaustri, Gerður Bolladóttir og
Ásgeir Jónsson, Djassklúbbur Eg-
ilsstaða, Tónlistarskóli Seltjarn-
arness, Karlakórinn Þrestir, Skóg-
ræktarfélag Hafnarfjarðar,
Norðurlandsskógar, Styrktarfélag
vangefinna, Samtök sykursjúkra,
Húsnæðisfélag SEM, Lands-
samband Gídeonfélaga, Útgáfa
kvæðabókar með skáldskap Árna
Helgasonar og Upplýsing, félag
bókasafns- og upplýsingafræðinga.
KB-banki stendur á bak við
Menningar- og styrktarsjóðinn, en
bankinn telur mikilvægt að styðja
við góð verk sem unnin eru að
frumkvæði einstaklinga og fé-
lagasamtaka í landinu.
Styrkþegar ásamt Hreiðari Má Sigurðssyni, forstjóra KB banka.
KB banki úthlutar 10 milljónum
Heimahlynning með opið hús.
Heimahlynning verður með sam-
verustund fyrir aðstandendur í
kvöld fimmtudaginn 6. maí kl. 20–
22 í húsi Krabbameinsfélags Ís-
lands, Skógarhlíð 8. Halla Þor-
valdsdóttir sálfræðingur talar um
„að taka á móti sumrinu“. Kaffi og
meðlæti verður á boðstólum.
Fræðsluganga um Elliðavatn.
Fyrsta fimmtudagsganga Skóg-
ræktarfélags Reykjavíkur í sumar
verður í kvöld fimmtudaginn 6.
maí. Fyrirlesari verður Jón Krist-
jánsson fiskifræðingur en hann er
mjög kunnugur Elliðavatni og fiski
vatnsins. Í göngunni sýnir Jón
gestum helstu riðstöðvar bleikju,
ræðir um hrygningu og viðkomu
bleikju og urriða, vöxt þeirra og
viðgang og kynnir nýjar rann-
sóknir á stofnstærð og gildi vatns-
ins til veiða og útivistar. Safnast
verður saman við Elliðavatnsbæ-
inn í Heiðmörk kl 20:00. Gengið
verður meðfram vatninu og mun
gangan taka um klukkustund.
Opinn fundur á vegum Vinstri-
hreyfingarinnar – græns fram-
boðs í Reykjavík, Kópavogi og
Hafnarfirði verður haldinn í nýjum
húsakynnum flokksins á Suð-
urgötu 3, Reykjavík, í kvöld
fimmtudaginn 6. maí klukkan 20.30
undir yfirskriftinni fjölmiðlar og
lýðræði. Frummælendur verða:
Helga Vala Helgadóttir, útvarps-
kona, Álfheiður Ingadóttir, vara-
þingmaður VG, Árni Bergmann,
rithöfundur, Þorgeir Ástvaldsson,
útvarpsmaður. Eftir framsögu
munu frummælendur sitja í pall-
borði. Fundarstjóri verður Sig-
ursteinn Másson formaður VG í
Kópavogi.
Í DAG
Stofnfundur UVG á Suðurlandi
Stofnfundur ungliðafélags Vinstri-
grænna á Suðurlandi verður haldinn
annað kvöld, föstudagskvöldið 7.
maí, kl. 20.00 í Hliðskjálf á Selfossi,
félagsheimili hestamannafélagsins
Sleipnis í hesthúsahverfinu.
Á MORGUN
Vorsýning Kvöldskóla Kópavogs
verður haldin sunnudaginn 9. maí
nk. kl. 14–18 í Snælandsskóla við
Furugrund.
Á sýningunni verður aðallega sýnd-
ur afrakstur af vinnu nemenda í
verklegum námskeiðum frá liðnum
vetri : Bókband, bútasaumur,
„crazy quilt“, fatasaumur, frí-
stundamálun, glerlist, haust-
kransagerð, hurðarkrans úr birki,
íkonagerð, leirmótun, marmorering,
silfursmíði, trésmíði, útskurður, bal-
dering, og þjóðbúningagerð. Skól-
inn óskar þess að sem flestir sjái
sér fært að líta inn og skoða sýn-
inguna.
Á NÆSTUNNI