Morgunblaðið - 06.05.2004, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 55
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
NAUT
Afmælisbörn dagsins:
Þú hefur auðugt ímyndunar-
afl og næman skilning á öðru
fólki. Þetta gerir þig að góðu
foreldri, góðum kennara eða
ráðgjafa. Næsta ár getur
orðið besta ár ævi þinnar.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Óvenjulegar hugmyndir í
heimspeki og trúarbrögðum
vekja áhuga þinn þessa dag-
ana. Þú munt hugsanlega eiga
áhugaverðar samræður við
vinkonu þína.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú þarft að gefa þér tíma til að
fara yfir fjárhagsstöðu þína.
Það þýðir ekki að slá hlut-
unum upp í kæruleysi þegar
illa árar.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Tunglið er beint á móti merk-
inu þínu og því þarftu að sýna
öðrum óvenju mikla þol-
inmæði í dag. Hlustaðu á það
sem aðrir hafa að segja.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Leggðu þig fram um að taka
til í kringum þig bæði heima
og í vinnunni. Það mun koma
þér skemmtilega á óvart
hversu miklu þú getur komið í
verk á hálftíma.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Gefðu þér tíma til að skemmta
þér í dag. Þú þarft á upplyft-
ingu að halda og munt verða
mun afkastameiri þegar þú
hefur sinnt þessari þörf þinni.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú munt að öllum líkindum
eiga mikilvægar samræður
við foreldra þína í dag. Ekki
gleyma að gefa þér tíma til
einveru þótt einhver innan
fjölskyldunnar þurfi á þér að
halda.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú hlakkar til að fara í fyr-
irhugað ferðalag eða hefja
framhaldsnám. Það standa
þér flesta dyr opnar þessa
dagana.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú munt sennilega kaupa eitt-
hvað hugvitsamlegt í dag. Þig
langar í eitthvað sem er bæði
óvenjulegt og fallegt.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Tunglið er í merkinu þínu í
dag. Þetta gerir þig óvenju til-
finninganæma/n. Á sama tíma
veitir þetta þér svolítið forskot
í öllu sem þú tekur þér fyrir
hendur.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú þarft að gefa þér svolítinn
tíma til einveru í dag. Þú þarft
á því að halda til að halda ein-
beitingunni og undirbúa
næsta skref.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þetta er góður dagur til að
ræða málin í einlægni við vin-
konu þína. Gefðu þér tíma til
þess því vináttan skiptir þig
miklu máli.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú munt á einhvern hátt vekja
athygli annara í dag. Hafðu
þetta í huga og reyndu að hafa
stjórn á skapi þínu.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
ÁRNAÐ HEILLA
VORKVEÐJA
Ég veit þú ert komin, vorsól.
Vertu ekki að fela þig.
Gægstu nú inn um gluggann.
Í guðs bænum kysstu mig.
Þeir eru svo fáir aðrir,
sem una sér hjá mér.
Já, vertu nú hlý og viðkvæm.
Þú veizt ekki, hvernig fer.
Því það er annað að óska
að eiga sér líf og vor
en hitt að geta gengið
glaður og heill sín spor.
Jóhann Gunnar Sigurðsson
LJÓÐABROT
50 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 6.
maí, er fimmtugur Kristján
Gunnarsson, formaður
Verkalýðs- og sjómanna-
félags Keflavíkur og ná-
grennis. Kristján og kona
hans, Guðrún Anna Jó-
hannsdóttir, sem varð 50
ára 5. janúar sl. taka á móti
gestum í Stapa í Njarðvík í
kvöld kl. 20.
DEMANTSBRÚÐKAUP. Í dag, fimmtudaginn 6. maí, eiga
60 ára hjúskaparafmæli hjónin Anna Jónsdóttir og Svein-
björn Markússon, Laufrima 4, Reykjavík. Þau verða að
heiman.
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7
4. e4 d6 5. Rf3 O-O 6. Be2 e5
7. O-O Rc6 8. d5 Re7 9. b4
Rh5 10. He1 f5 11. Rg5 Rf6
12. Bf3 c6 13. Hb1 Kh8 14.
b5 cxd5 15. cxd5 fxe4 16.
Rcxe4 Rf5 17.
Bg4 Re8 18. Hb3
h6 19. Hh3 Kg8
20. Re6 Bxe6 21.
dxe6 De7 22. Rg3
Hf6 23. Bxf5 gxf5
24. Rh5 Hg6 25.
Dc2 Rc7 26. Dxf5
Dxe6 27. Dd3 Rd5
28. Hg3 Re7 29.
Ba3 Hd8 30. h3
Rf5 31. Hg4 Hxg4
32. hxg4 Rd4
Staðan kom
upp á Sigeman
mótinu sem
stendur nú yfir í
Málmey í Svíþjóð.
Alexander Beljavsky (2667)
hafði hvítt gegn Jacob
Aagaard (2400). 33. Dxd4!
og svartur gafst upp enda
maður farinn fyrir borð.
Undrabarnið og stórmeist-
arinn Magnus Carlsen er á
meðal keppenda en heima-
síða mótsins er http://
www.sigeman-chess.com
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
TVÍMENNINGUR er sér-
stakt spil. Í sveitakeppni
myndi „allur salurinn“ vera
í sex spöðum í norður og
taka þar tólf slagi án þess
að blása úr nös. En í úrslit-
um Íslandsmótsins í tví-
menningi spilaði aðeins eitt
par sex spaða. Hin voru í
sex gröndum, sjö spöðum
og sjö gröndum. Allt með
misjöfnum árangri.
Suður gefur; NS á hættu.
Norður
♠KG9876
♥ÁD32
♦--
♣G97
Vestur Austur
♠1043 ♠D2
♥G5 ♥K9876
♦G1098753 ♦4
♣4 ♣86532
Suður
♠Á5
♥104
♦ÁKD62
♣ÁKD10
Sex grönd er skothelt
spil í norður, en víða varð
suður sagnhafi og fékk út
hjartagosa. Sem er and-
styggilegt útspil. Til greina
kemur að stinga upp ás og
leggja allt á spaðasvín-
inguna. Eða fórna hugs-
anlegum yfirslag í þágu
þess að geta rannsakað
spilið betur. Hróflur Hjalta-
son fór þá leið. Hann
svínaði hjartadrottningu í
fyrsta slag. Austur drap og
spilaði laufi um hæl.
Nú kannaði Hrólfur spil-
ið í rólegheitum, tók ÁKD í
tígli, slagina tvo á hjarta og
síðan laufin:
Norður
♠KG9
♥3
♦--
♣--
Vestur Austur
♠1043 ♠D2
♥-- ♥9
♦G ♦--
♣-- ♣8
Suður
♠Á5
♥--
♦6
♣D
Vestur varð að hanga á
tígulgosa og henti því spaða
í síðasta laufið. Hrólfur
vissi þá hvernig landið lá og
toppaði spaðann. Tólf slagir
og 18 stig af 22 mögu-
legum.
BRIDS
Guðmundur Páll
Arnarson
90 ÁRA afmæli. Laug-ardaginn 8. maí
verður níræð Ólafía P.
Magnúsdóttir, fyrrum hús-
freyja á Gilsfjarðarbrekku,
nú til heimilis á dval-
arheimilinu Höfða, Akra-
nesi. Í tilefni dagsins halda
afkomendur hennar henni
afmælisveislu á afmælisdag-
inn frá kl. 14 í Félagsheim-
ilinu Miðgarði, Innri-
Akraneshreppi. Allir vel-
komnir.
Tilkynni, herra hershöfð-
ingi, það er 30 stiga hiti!
Tilkynning um áunninn at-
vinnutengdan skaða, seg-
irðu. Við hvað starfar þú?
SMÆLKI
MÁLEFNI Afríkuríkja og þróun-
armál eru til umfjöllunar á þriggja
daga fundum sem Norræna Afr-
íkustofnunin, Háskóli Íslands og
Þróunarsamvinnustofnun efna til.
Fundirnir hófust í gær en þá var
umfjöllunarefnið hvert stefnir í
Simbabve og Namibíu. Yfirskrift
umræðnanna í dag, sem fram fara
í Odda stofu 101 kl. 17:15–19, er
Ímynd Afríku í skólabókum. Þar
mun m.a. Mai Palmberg stjórn-
málafræðingur við Norrænu Afr-
íkustofnunina, fjalla um rannsókn
sína á ímyndum Afríku í sænskum
skólabókum og Kristín Loftsdóttir,
lektor við HÍ segir frá rannsókn
sinni á ímyndum Afríku í íslensk-
um námsbókum.
Fundaröðinni lýkur á morgun en
þá verður fjallað um nýjar leiðir í
þróunaraðstoð. Meðal frummæl-
enda er Carlos Lopes, svæðisstjóri
Þróunarstofnunar Sameinuðu
þjóðanna í Brasilíu, en í erindi
sínu fjallar hann um nýjar aðferðir
í alþjóðlegri þróunaraðstoð. Fund-
urinn er haldinn í Odda Háskóla
Íslands og stendur yfir frá kl. 14
til 16.
Fundir um þróunarmál Afríku
Nýjar leiðir og ímynd
Afríku í skólabókum
FRÉTTIR
Til sölu rúmgóð 2ja herbergja kjallaraíbúð á Snorrabraut
36 - snýr einnig að bakgarði við Laugaveg. Algjörlega
gegnumtekin af fagmönnum, s.s. nýjar lagnir fyrir skolp,
heitt og kalt vatn, nýir ofnar, ný gólfefni, ný
eldhúsinnrétting, nýjar hurðir, nýtt á baði, rafmagn, ný
málað o.fl. o.fl. Verð 9,9 millj. Veðbandalaus. Möguleiki á
að taka bíl á uppítökuverði sem innborgun og góð lán.
Jón Egilsson hdl., sími 568 3737 og 896 3677
101 Reykjavík
Mörkinni 6, sími 588 5518.
Stuttar og síðar kápur,
sumarúlpur, heilsársúlpur,
regnkápur, bolir, peysur,
stakir jakkar og slæður
Opið sunnudag kl. 12-16
Opið virka daga kl. 10-18
laugardaga frá kl. 10-16
Sumartilboð
15-50% afsláttur