Morgunblaðið - 06.05.2004, Page 58
ÍÞRÓTTIR
58 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÓLAFUR Örn Bjarnason, landsliðs-
maður í knattspyrnu, skoraði sitt
fyrsta mark í mótsleik fyrir Brann í
gær. Brann sigraði þá 3. deildar-
liðið Åkra á útivelli, 9:0, í norsku
bikarkeppnnni og skoraði Ólafur
fimmta mark liðsins með skalla. Úr-
valsdeildarliðin skoruðu samtals 77
mörk í keppninni í gær og fóru öll
áfram.
Hannes Þ. Sigurðsson skoraði
eitt marka Viking sem vann Arna-
Björnar, 5:0. Hannes kom inná sem
varamaður um miðjan síðari hálf-
leik og skoraði tíu mínútum síðar.
Veigar Páll Gunnarsson lék ekki
með Stabæk sem vann Egersund,
2:0. Veigar Páll er frá keppni vegna
meiðsla.
Gylfi Einarsson og Davíð Þór
Viðarsson voru ekki með Lilleström
sem vann Langesund, 7:0. Þeir
spiluðu með varaliði Lilleström sem
tapaði, 2:1, fyrir Eidsvold Turn í 2.
deildinni á mánudaginn og skoraði
Davíð Þór mark Lilleström.
Jóhannes Harðarson lék allan
leikinn með Start sem vann Fröy-
land, 7:0.
Harald Brattbakk skoraði sex
mörk fyrir Rosenborg sem vann
risasigur á Rissa, 15:0. Áhorfenda-
met var sett í bænum Rissa en 1.945
manns sáu leikinn við norsku meist-
arana. Áður höfðu mest mætt 1.070
manns á knattspyrnuleik í bænum,
fyrir 42 árum síðan.
Teitur Þórðarson er kominn
með lið sitt, Ull/Kisa úr 2. deild, í 2.
umferð eftir sigur á Årvoll, 1:0.
Ólafur Örn og Hannes
skoruðu í bikarkeppninni
Ólafur Örn Bjarnason
KÖRFUKNATTLEIKSDEILD
Tindastóls hélt lokahóf sitt um sl.
helgi þar sem Axel Kárason var út-
nefndur leikmaður ársins í karla-
flokki og Helga Einarsdóttir í
kvennaflokki. Helgi Rafn Viggósson
þótti hafa sýnt mestu framfarirnar í
karlaflokki og Helga Einarsdóttir
fékk sömu viðurkenningu í kvenna-
flokki.
DANSKA handknattleikskonan
Anja Nielsen sem hefur leikið með
Íslandsmeistaraliði ÍBV í vetur mun
leika í heimalandi sínu á næstu leik-
tíð. Á fréttavef dönsku sjónvarps-
stöðvarinnar TV2 er sagt frá því að
Nielsen muni leika með Randers
HK. Hún var í danska landsliðinu
sem varð Ólympíumeistari í Sydney
árið 2000 en hún sleit krossband í
hné eftir Ólympíuleikana þar sem
hún lék með Ikast-Bording.
BERND Schuster, fyrrverandi
landsliðsmaður Þjóðverja í knatt-
spyrnu – leikmaður með Köln,
Barcelona, Real Madrid og Lever-
kusen, var í gær rekinn úr starfi sem
þjálfari úkraínska liðsins Shakhtar
Donetsk. Liðinu hefur gengið illa í
upphafi tímabilsins og hefur aðeins
fengið þrjú stig út úr fyrstu fjórum
leikjunum. Schuster tók við þjálfun
hjá Shakhtar Donetsk fyrir ári.
BANDARÍSKA stúlkan Michelle
Wie hefur látið mikið að sér kveða á
golfmótum atvinnukvenna þrátt fyr-
ir að vera aðeins 14 ára gömul en hún
fær ekki að gerast atvinnumaður í
íþróttinni fyrr en hún verður 17 ára.
Wie hefur hins vegar vakið gríðar-
lega athygli og bíða stórfyrirtæki í
röðum eftir að fá tækifæri til þess að
gera samstarfssamninga við Wie en
hún mun keppa á atvinnumannamóti
um næstu helgi á Kingsmill vellinum
í Bandaríkjunum.
FAÐIR hennar hefur komist að
samkomulagið við kylfusveininn
Mike „Fluff“ Cowan um að hann
starfi með Wie á mótinu en Cowan
var áður kylfusveinn Tiger Woods,
og nú síðast hjá Jim Furyk sem sigr-
aði á opna bandaríska meistara-
mótinu á síðasta ári. Furyk er hins
vegar meiddur og er „Fluff“ því á
lausu þessa stundina.
HARRY Redknapp, knattspyrnu-
stjóri Portsmouth, sagðist í gær í
breskum fjölmiðlum vera mjög
spenntur fyrir að fá Martin Keown,
37 ára, varnarmann Arsenal til sín.
Keown, sem hefur verið lykilmaður
Lundúnaliðsins undanfarin ár, hætt-
ir að leika með Arsenal eftir þetta
keppnistímabil. „Ég myndi kaupa
hann á morgun ef ég gæti. það
myndast alltaf barátta í kringum
Keown, sem er frábær knattspyrnu-
maður,“ sagði Redknapp, sem var
ánægður með sína menn í leiknum
gegn Arsenal, 1:1 „Þeir stóðu sig vel
gegn besta liði heims.“
FÓLK
Við byrjuðum mjög vel og virt-umst vera með þetta í hendi
okkar eftir að við komumst í 2:0, en
það virðist ekki hafa átt fyrir okkur
að liggja að komast í þennan úrslita-
leik,“ sagði Scott Parker, leikmaður
Chelsea, eftir leikinn.
„Við vissum nákvæmlega hversu
hættulegir leikmenn Mónakó eru í
hraðaupphlaupum. Og þeir sönnuðu
það svo sannarlega fyrir okkur í
kvöld. Við erum mjög svekktir að
hafa ekki komist í úrslit en það kem-
ur önnur keppni á eftir þessari og á
næsta ári fáum við tækifæri til að
gera betur.
Áhorfendur studdu vel við bakið á
okkur í fyrri hálfleik og það var
virkilega gaman þegar við komumst
í 2:0. En það var mikið áfall fyrir þá
– og ekki síður okkur – að fá þetta
mark á sig á síðustu sekúndum fyrri
hálfleiks. Við áttum góða möguleika
á að sigra með nokkrum mun miðað
við hvernig við lékum lengst af í
fyrri hálfleik, ná lengra en félagið
hefur nokkru sinni gert og fæstir
leikmann okkar hafa staðið í þessum
sporum áður,“ sagði Parker.
Frábær fyrri hálfleikur
Claudio Ranieri, knattspyrnu-
stjóri Chelsea, lét ekki hafa mikið
eftir sér í gærkvöldi, en sagði þó:
„Fyrri hálfleikur hjá okkur var frá-
bær. Við réðum gjörsamlega gangi
leiksins og vorum með hann í hendi
okkar, en fengum á okkur mark rétt
fyrir leikhlé. Það hefði verið allt
annað að fara inn í hálfleik tveimur
mörkum yfir.“
Samheldnin skilar
sér inn á leikvöllinn
Albert prins af Mónakó var sér-
deilis ánægður með liðið sitt. „Þetta
er ótrúlegt. Fyrir tíu mánuðum var
allt í óvissu með liðið vegna fjár-
hagsstöðu þess og til stóð að dæma
liði niður um deild vegna þess. Okk-
ur tókst að bjarga hlutnum og í vet-
ur hafa leikmenn og stórnendur fé-
lagsins lagst á eitt um að rétta hlut
þess og ég held þessi samstaða hafi
skilað sér inn á völlinn og nú erum
við komnir í úrslit Meistaradeildar-
innar,“ sagði prinsinn.
„Ég viðurkenni að það fór um mig
þegar Chelsea komst í 2:0 en ég
vissi líka að mitt lið hefur hæfileika
til að gera vel og strákarnir hafa
yndi af því að sækja og eru duglegir
við að skora. Vörnin hjá okkur var
slök framan af leik og átti í vand-
ræðum með framherja Chelsea, en
þetta lagaðist allt í síðari hálfleikn-
um. Vonandi verður Mónakó
draugaborg 26. maí þegar allir fara
til Þýskalands á úrslitaleikinn,“
sagði Albert prins.
Góð liðsheild skilar miklu
Didier Deschamps, þjálfari Móna-
kó, sem lék eina leiktíð með
Chelsea, var að vonum heldur
ánægðari en starfsfélagi hans hjá
Chelsea.
„Þetta er mjög sérstakt, bæði fyr-
ir mig og leikmenn mína. Við erum
með ungt lið sem hefur komist
svona langt á samheldni og liðsheild.
Það er góður andi í liðinu og þó-
nokkrir hæfileikar og ef þetta er
rétt tvinnað saman er hægt að kom-
ast langt. Það höfum við gert.
Chelsea lék frábærlega í fyrri
hálfleik og komst í 2:0 og mínir leik-
menn virtust eitthvað taugatrekkt-
ir, kannski vegna lítillar reynslu. En
við lékum betur í síðari hálfleik og
það er ekki slæmt að vera með mann
eins og Morientes í liðinu. Bæði er
hann frábær leikmaður og svo er
hann mikill baráttumaður sem dríf-
ur aðra leikmenn með sér. Það var
auðvitað mikilvægt fyrir okkur að
skora fyrir hlé, það létti brúnina á
öllum í leikhléinu. Strákunum finnst
gaman að sækja og ég held að við
höfum sannað í þessari keppni að
við getum skorað á öllum stigum
leiksins, líka þegar við þyrftum í
rauninni ekki að sækja,“ sagði
Deschamps þegar hann hafði gengið
á milli leikmanna Chelsea og hug-
hreyst þá.
AP
Fernando Morientes fagnar jöfnunarmarki sínu, markinu sem gerði út um sigurvonir Chelsea.
Góður andi og
nokkrir hæfileikar
LEIKMENN Chelsea voru að vonum sárir og svekktir eftir leikinn í
gær. Í fyrri leiknum komust þeir í 1:0 og léku lengi einum fleiri en
misstu niður forystu sína og töpuðu 3:1. Í gær komst liðið í 2:0 en
missti niður forystuna og gerði 2:2 jafntefli. Draumur liðsins, að
komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar var að engu orðinn og
óvíst að félagið og leikmenn þess fái slíkt tækifæri á næstunni.
KNATTSPYRNA
Meistaradeild Evrópu
Chelsea – Mónakó.................................... 2:2
Jesper Grönkjær 22., Frank Lampard 44. –
Hugo Ibarra 45., Fernando Morientes 60. –
37.132.
Mónakó áfram, 5:3 samanlagt, og mætir
Porto í úrslitaleik í Gelsenkirchen 26. maí.
Skotland
Hibernian – Partick Thistle .................... 1:2
Danmörk
Bikarkeppnin, undanúrslit:
AaB – Bröndby ......................................... 2:1
OB – FC Köbenhavn ................................ 2:4
Svíþjóð
Bikarkeppnin, 2. umferð, helstu leikir:
Rynninge – Landskrona .......................... 1:2
Kristianstad – Sundsvall ......................... 1:3
Sleipner – Halmstad ................................ 1:3
Enskede – Öster ....................................... 0:2
Sandviken – Hammarby.......................... 1:3
Spårvägen – Norrköping......................... 0:3
Timra – Djurgården................................. 1:3
Austurríki
Rapid Vín – Kärnten ................................ 3:2
Grazer AK 68 stig, Austria Vín 65, Rapid
Vín 57, Pasching 56, Bregenz 44.
Bikarkeppnin, undanúrslit:
Sturm Graz – Austria Vín........................ 1:1
Austria Vín sigraði í vítaspyrnukeppni og
mætir Grazer AK í úrslitaleik.
TYRKLAND
Bikarúrslitaleikur:
Trabzonspor - Genclerbirligi ...................4:0
HANDKNATTLEIKUR
Þýskaland
Kiel – Gummersbach.............................31:27
KÖRFUKNATTLEIKUR
NBA-deildin
Austurdeild, 8 liða úrslit:
Miami – New Orleans ...........................85:77
Miami vann 4:3 og mætir Indiana í und-
anúrslitum.
Vesturdeild, undanúrslit:
Minnesota – Sacramento ....................98:104
Sacramento er yfir 1:0.
LEIÐRÉTTING
Kristinn Geir Friðriksson, nýráðinn þjálf-
ari og leikmaður Grindvíkinga, var sagður
hafa leikið með Njarðvík. Kristinn lék að
sjálfsögðu með Keflavík og eru viðkomandi
beðnir velvirðingar á mistökunum. Hann
lék með Keflavík á árunum 1988 til 1994,
var þá tvö ár hjá Þór á Akureyri, 1996–97
með Keflavík, þá eitt ár með Skallagrími og
síðustu fimm með Tindastóli.
ÚRSLIT
HANDKNATTLEIKUR
Úrslit kvenna, annar leikur:
Hlíðarendi: Valur – ÍBV .......................19.15
Í KVÖLD
Herrakvöld og vorfagnaður FH
Herrakvöld og vorfagnaður FH á 75 ára af-
mæli félagsins fer fram í Kaplakrika á
morgun, föstudaginn 7. maí, kl. 19.30.
Veislustjórar verða Logi Ólafsson og Her-
mann Gunnarsson.
Fulltrúaráð Víkings
Aðalfundur fulltrúaráðs Víkings verður í
Víkinni í kvöld kl. 20.
FÉLAGSLÍF
ALDREI áður hafa jafnmargir kylf-
ingar skráð sig til leiks í forkeppni
opna bandaríska meistaramótsins í
golfi en alls eru 8.726 kylfingar
skráðir til leiks. Sá yngsti er 13 ára
en sá elsti er 81 árs gamall. Allir
kylfingar í bandarískum golf-
klúbbum sem eru með lægri forgjöf
en 1,4 geta skráð sig til leiks í for-
keppni opna bandaríska meistara-
mótsins, en aðeins 92 þeirra komast
alla leið á sjálft stórmótið. Einn
þeirra sem er skráður til leiks er
David Duval sem hefur ekki keppt
á atvinnumannamótum undanfarið
hálft ár en skráning hans er tækni-
legs eðlis þar sem hann öðlaðist
keppnisrétt á opna bandaríska
meistaramótinu fimm ár í röð árið
2001 er hann sigraði á opna breska
meistaramótinu. Duval hefur hrap-
að niður heimslistann frá 2001 er
hann var efstur á listanum en hann
er ekki lengur í hópi 200 efstu.
Opna bandaríska meistaramótið
er eitt af risamótunum fjórum sem
fara fram ár hvert en að þessu sinni
fer mótið fram rétt utan við New
York, á Shinnecock Hills vellinum,
17.–20. júní. Jim Furyk mun líklega
ekki verja titil sinn á mótinu en
hann er að jafna sig á aðgerð sem
gerð var á úlnlið hans fyrir nokkr-
um vikum. Alls verða 64 kylfingar
sem öðlast sjálfkrafa keppnisrétt á
mótinu en það eru að sjálfsögðu
efstu menn á heimslistanum auk
þeirra sem hafa nú þegar öðlast
keppnisrétt með því að sigra á stór-
mótum undanfarin fimm ár.
Metaðsókn á opna
bandaríska meistaramótið