Morgunblaðið - 06.05.2004, Síða 61
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 61
Fræbblarnir, pönkhljómsveitineina og sanna, vinnur núhörðum höndum að nýrri
hljóðversplötu, sem yrði sú fyrsta
síðan fjögurra laga platan Warkweld
in the West kom út í desember 1982.
Útgáfa er áætluð í september kom-
andi.
Tónleikagestir íslenskir vita
reyndar mætavel að þrátt fyrir út-
gáfuþurrð hafa Fræbbblarnir sem
hljómsveit síður en svo legið undir
grænni torfu og hefur sveitin haldið
tónleika reglulega, allar götur síðan
1996. Árið 2000 kom reyndar út ný
plata, Dásamleg sönnun um fram-
haldslíf. Hún er tekin upp á tón-
leikum en innihélt þó að megninu til
nýtt efni.
Spenna
„Þetta er búið að vera á dagskrá í
meira en ár,“ segir Valgarður Guð-
jónsson, söngvari sveitarinnar um til-
urð plötunnar. „Við tókum upp
„demó“ í kringum jólin en fórum í
hljóðver Thule núna í byrjun apríl.
Við erum búin með alla grunna og
eigum eftir að skreyta þá eitthvað,
bæta við söng og svo hljóðblanda.
Þetta eru fimmtán lög eins og er en
ég veit ekki hvort þau enda öll á plöt-
unni. Þetta hljómar rosalega vel og
ég er ofboðslega spenntur. Ég hef
ekki verið svona spenntur í fjölda
ára. Öll lögin eru frumsamin fyrir ut-
an eitt tökulag. Svo á Halli Reynis
trúbadúr eitt lag sem hann mun
syngja með mér. Svo samdi gítarleik-
ari Palindrome, sonur minn, eitt lag
með okkur.“
Valgarður segir það í raun dálítið
skondið að vera að vinna í hljóðveri í
dag, síðast þegar hann sinnti því að af
einhverju viti var þegar Mamma var
Rússi, sem innihélt meðlimi Fræbb-
blana, fóru í hljóðver árið 1987.
„Ég hef alltaf unnið við tölvur og
hugbúnaðarkerfi en hingað til hef ég
ekki tengt þau tól við tónlist. Nú er
maður að upplifa nýja tækni og nýja
möguleika. Það er gaman að fást við
þetta og þetta er allt önnur hugsun
núna. Það þarf ekki lengur að spóla
til baka og leita að sama staðnum í
laginu og svoleiðis!“
Valgarður segir að sveitin hafi tek-
ið upp átján grunna á átta tímum sem
þykir býsna snöggt. En eins og áður
segir eru Fræbbblar vel æfðir og
ekkert ryð sem þurfti að fjarlægja.
Og tónlistin er hrein og bein
Fræbbblatónlist. „Það er bara ómiss-
andi tilbreyting að hafa þetta sem
áhugamál,“ segir Valgarður, spurður
um ástæðu þess að Fræbbblar lifi
jafngóðu lífi og raun ber vitni.
„Mér finnst rosaleg gaman að
semja og vinna lög, aðrar skýringar
kann ég ekki.“
Það er Zonet (áður Sonet) sem gef-
ur út.
Fræbbblarnir vinna að nýrri hljóðversplötu
Sú fyrsta síðan 1982
Ljósmynd/Finnbogi Marinósson
www.kuggur.is/fraebbblarnir
arnart@mbl.is
Fræbbblar, 2004.
Skylmingagyðjurnar
(Gladiatress)
Gamanmynd
Bretland 2003. Skífan VHS. (90 mín.)
MIKIL óskapleg sóun er þessi
mynd á góðu hæfileikafólki. Hér er
nefnilega á ferð kvikmynd með
stúlkunum þremur sem kætt hafa
landann undanfarið með fersku
„kvennagríni“ í bresku sjónvarps-
þáttunum Smack The Pony.
Fyrsta sem fékk mann til að
staldra við var að
ekkert hafði til
þessarar myndar
spurst, en maður
hefði nú haldið að
kvikmynd með
þeim kvensum
myndi vekja meiri
athygli en þessi
hefur gert. Þá var
eitthvað bogið við
það að þær koma ekki nálægt hand-
ritsgerðinni, eiga m.ö.o. ekki brand-
arana í myndinni. Sem er líka alveg
greinilegt því það er varla hægt að
brosa út í annað, hvað þá hafa gaman
af öllu ruglinu. Og ef ekki er hægt að
hafa gaman af ruglaðri gamanmynd,
nú þá er hún bara rugluð og ekkert
annað.
Ekki fær maður skilið hversvegna
í ósköpunum þær féllust á að leika í
þessari sögu sem á að gerast árið 55
og fjalla um þrjár keltneskar prins-
essur sem þurfa að verja land sitt
fyrir árásum Sesars og rómverska
heimsveldisins. Hvað fær góðan
grínista til að taka þátt í einhverju
svona ófyndnu? Spurning sem
greinilega erfitt er að svara því þetta
er alltaf að gerast.
Ef þið eruð að vonast eftir ein-
hverju Smack The Pony-gríni þegar
þið sjáið hverjar leika í henni – þá
bregðast þær vonir algjörlega og þið
væruð að leigja köttinn í sekknum.
Skarphéðinn Guðmundsson
Myndbönd
Algjör sóun
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Konunglegi drengjakórinn
í Kaupmannahöfn
Tónleikar í Hallgrímskirkju
föstudaginn 7. maí kl. 20
Trompetleikari Palle Mikkelborg
Hörpuleikari Helen Davies
Stjórnandi Ebbe Munk
Verk eftir Grieg, Nysted, Mikkelborg,
Nielsen og dönsk vor- og sumarlög.
Verð kr. 2.000/1.000.
Miðasala í Hallgrímskirkju
sími 510 1000
Listvinafélag Hallgrímskirkju