Morgunblaðið - 06.05.2004, Side 68

Morgunblaðið - 06.05.2004, Side 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Sími 588 1200 BETRI INNHEIMTUÁRANGUR Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga FORSVARSMENN Eddu útgáfu og Prentsmiðjan Oddi hf. hafa fest kaup á einni stærstu prentsmiðju Péturs- borgar í Rússlandi. Um er að ræða kaup Eignarhaldsfélagsins Eddu Printing and Publishing Limited í eigu Björgólfs Guðmundssonar, Magnúsar Þorsteinssonar, Páls Braga Kristjónssonar og Þórs Krist- jánssonar í félagi við Prentsmiðjuna Odda á rússneska félaginu MDM PECHAT LLC. Fjölmörg tækifæri Nafni prentsmiðjunnar verður breytt í kjölfar kaupanna í Edda Printing LLC. Edda Printing & Publ- ishing á 80% hlutafjárins í félaginu og Prentsmiðjan Oddi hf. 20%. Til stend- ur að fá fleiri fjárfesta að verk- efninu á síðari stigum. Um 350 manns vinna hjá fyrirtækinu og er áætluð velta í ár um 1,8 milljarðar íslenskra króna. Kaupverð er ekki uppgefið. „Rússneski prentmarkaðurinn er að stækka mjög hratt auk þess sem framundan er hagræðing á þessum markaði,“ segir Þór Kristjánsson, stjórnarformaður Eddu Printing & Publishing, um tækifæri á prent- markaðnum ytra. Breytingar eru fyr- irhugaðar á lagaumhverfi í Rússlandi og miða þær að því að styrkja stöðu innlendra prentsmiðja. „Menn sjá heilmikil tækifæri í frekari fjárfest- ingum til stækkunar,“ segir Þór en í frétt frá félaginu segir að aðstandend- ur þess hafi einsett sér að vaxa ört með öflugu markaðsstarfi og kaupum á öðrum fyrirtækjum. „Við teljum [þessi kaup] vera fyrsta skrefið, jafn- vel í þá átt að fara í útgáfustarfsemi líka.“ Prentsmiðjan prentar nú eingöngu fyrir Rússlandsmarkað en Þór segir félagið sjá tækifæri í að prenta einnig fyrir útflutningsmarkaði þegar fram í sæki. Hann segir ekki áformað að prenta bækur Eddu útgáfu í prent- smiðjunni sem í dag prenti fyrst og fremst tímarit og blöð. Festa kaup á einni stærstu prentsmiðju Pétursborgar Þór Kristjánsson ENDURSKOÐUN á barnabótakerf- inu með það fyrir augum að styðja betur við fátækar barnafjölskyldur er meðal þeirra hugmynda sem settar eru fram í skýrslu um fátækt á Íslandi sem vinnuhópur félagsmálaráðherra hefur skilað af sér og forsætisráð- herra dreifði á Alþingi í gær. Í skýrsl- unni kemur fram að samkvæmt út- tekt starfshópsins væri sú leið að hækka skerðingarmörk barnabóta ekki fýsileg. Hópurinn bendir á að tekjutengja mætti leikskólagjöld og létta þannig undir með fátæku barnafólki. Einnig er bent á að grunnskólinn hafi ætíð verið ókeypis en „leikskólinn er nú talinn fyrsta skólastigið og er ekki óeðlilegt að hugsa sér að þátttaka í því skólastigi sé ókeypis en greitt verði fyrir fæði og annað sem ekki tengist beint námi og leik“. Hópurinn bendir á að sveitarfélög gætu komið að niðurgreiðslu íþrótta- og tómstundastarfs hvort sem er beint eða með samningum við þá sem vinna með börnum. Starfshópurinn fékk það hlutverk að kanna skilgreiningar á fátækt, þá hópa sem fallið gætu undir skilgrein- ingarnar og benda á leiðir til úrbóta. Í skýrslunni er umræðunni fyrst og fremst beint að öryrkjum, atvinnu- lausum og þeim sem fá fjárhagsað- stoð frá sveitarfélögum. Þeim fjölgar sem fá aðstoð Árið 1993 fengu 4.770 heimili fjár- hagsaðstoð hjá sveitarfélögum, árið 1994 voru þau 5.400 og náði hámarki árið 1995 þegar 6.016 heimili fengu aðstoð. Síðan fór heimilum fækkandi og fengu 4.925 heimili aðstoð árið 2001. Í skýrslunni kemur fram að ekki liggi fyrir nýrri heildartölur, en milli áranna 2001 og 2002 hafa þær hækkað hjá Reykjavíkurborg og Kópavogi. Í skýrslunni kemur fram að flestir sem þiggja fjárhagsaðstoð sveitarfé- laganna gera það aðeins í skamman tíma, 1–3 mánuði á ári. Um 10–15% þeirra sem fá fjárhagsaðstoð eiga samkvæmt skýrslunni við langtíma- vanda að stríða. Sveitarfélögin bjóða flest upp á ein- hver úrræði í húsnæðismálum „en svo virðist sem eftirspurninni eftir slíku húsnæði sé ekki nægjanlega sinnt“, segir í niðurstöðum starfshópsins. Skýrsla forsætisráðherra um fátækt á Íslandi lögð fram á Alþingi í gær Leikskólagjöldin verði tekjutengd eða afnumin ÞÝSKA rafsveitin Kraftwerk hélt tónleika í íþróttahúsinu Kaplakrika í gærkvöldi. Húsfyllir var á tónleikunum, vel á þriðja þúsund manns, og stemningin gríðargóð, að sögn tónleika- gesta. Kraftwerk er brautryðjandi í gerð tón- listar með tölvum og telst til helstu áhrifavalda á sviði slíkrar tónlistar í heiminum. Þá eru tón- leikar sveitarinnar mjög áhrifamiklir þar sem ljósgeislum og tölvumyndum er óspart beitt. Yrkisefni Kraftwerk eru af ýmsu tagi en segja má að vélar og hið vélræna séu aldrei langt undan. Morgunblaðið/Sverrir Kraftwerk í Kaplakrika FARSÍMANOTENDUR hér á landi geta í næstu viku greitt fyrir ýmiss konar vöru eða þjón- ustu eða sýslað með bankavið- skipti um farsíma með svoköll- uðum GSM-greiðslum. Um er að ræða nýja þjónustu þar sem not- endur geta greitt fyrir tónlist um Netið, fyllt á fyrirframgreidd símkort, skoðað yfirlit á banka- reikningum eða millifært. Þá er stefnt að því að gera farsímanot- endum mögulegt að greiða fyrir lottó, fyrir aðgang að bílastæðum eða tölvuleikjum með þessum hætti. Fyrst um sinn verður hægt að fá áfyllingu á fyrirfram- greidd símakort og kaupa lög um vefsvæðið Tónlist.is með GSM- greiðslum, sem byggjast á SMS- sendingum. Sífellt verður síðan bætt við nýjum þjónustuliðum að sögn Magnúsar Salberg Óskarssonar, framkvæmdastjóra Farsíma- greiðslna ehf., en Farsíma- greiðslur er fyrirtæki sem Sím- inn, Íslandsbanki og korta- fyrirtækin hafa í sameiningu stofnað um hina nýju þjónustu. Hægt að greiða fyrir vörur og þjónustu með farsímanum  Greitt/C1 ERLENDIR fjárfestar hafa fjárfest í innlendum skuldabréfum fyrir sam- tals um 125 milljarða króna, að sögn Heiðars Más Guðjónssonar hjá Ís- landsbanka í London. Alls segir hann að um 50 erlendir aðilar hafi fjárfest í innlendum skuldabréfum. Áhugi á verðtryggðum skulda- bréfum hefur aukist mikið á alþjóða- markaði á síðustu árum og umsvifin á markaði með þessi bréf hafa marg- faldast. Langstærstur hluti ís- lenskra skuldabréfa er verðtryggð- ur. Að sögn Heiðars Más hefur áhugi útlendinga á íslensku skuldabréfun- um aukist eftir að samningar náðust fyrir einum mánuði um að bréfin yrðu gjaldgeng hjá uppgjörs- og vörslufyrirtækinu Clearstream. Áhugi á íslenskum skuldabréfum  Markaðurinn/4C HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær tæplega þrítugan karl- mann, Guðjón Björgvin Guðmunds- son, í 2½ árs fangelsi fyrir fjölda þjófnaðarbrota, ávísanafals, fjársvik og hylmingu. Tvítug samverkakona hans var dæmd í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Ákærði var og dæmdur til að greiða Landsbankanum 575 þúsund krónur í bætur vegna ávísanafals og annarra fjársvika. Málið dæmdi Róbert Spanó, sett- ur héraðsdómari. Verjandi ákærða var Sigmundur Hannesson hrl. og meðákærðu Guðmundur Ágústsson hdl. Sækjandi var Dagmar Árna- dóttir, fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík. Dæmdur í 2½ árs fangelsi SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðis- ins vann í rúma tvo tíma að því í gær- kvöldi að ráða niðurlögum sinubruna við Hafravatn. Var slökkviliðið kom- ið á vettvang um klukkan 20 en mjög hvasst var á svæðinu og gróðurinn þurr sem gerði slökkvistarf erfitt. Að lokum tókst þó að ráða niðurlögum eldsins. Sinubruni við Hafravatn ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.