Morgunblaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
„HÍFOPP æpti karlinn, inn með trollið, inn,“
samdi Jónas heitinn Árnason um árið og
spurning er hvort skipverjar um borð í
Snorra Sturlusyni VE, sem hér gera við tog-
víra, hafi verið með samnefnt lag á vörunum
þegar togvírar slitnuðu í miðri veiðiferð á
Reykjaneshrygg á dögunum og trollið fór í
sjóinn.
Tókst þeim að slægja trollið upp, flækt og
stórlega skemmt. Siglt var til Reykjavíkur og
aflanum landað þar, níu þúsund kössum af
karfa og ýsu, og skipt um veiðarfæri. Eftir
stutt stopp hélt Snorri Sturluson á ný til veiða
á hrygginn á mánudagskvöld og verður þar
fram að sjómannadegi í byrjun júní.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Tókst að slæða upp troll á Reykjaneshrygg
FJÓRIR fulltrúar frá Geimstofnun Evrópu
(European Space Agency eða ESA) eru staddir
hér á landi og verður opinn fundur með þeim á
Grand Hóteli á morgun fimmtudag kl. 13 sem
sérstaklega er ætlaður íslenskum fyrirtækjum
en Iðntæknistofnun Íslands hefur á undanförn-
um mánuðum unnið að könnun á mögulegum
ávinningi sem hlotist getur af samstarfi við ESA.
Stefán H. Ófeigsson, geimverkfræðingur og
verkefnisstjóri hjá Iðntæknistofnun og Evrópu-
miðstöð IMPRU, segir menn hafa verið að
kanna mögulega aðild Íslands að ESA og þá með
það að markmiði að reyna að nálgast hugbún-
aðar- og verkfræðiverkefni fyrir íslensk tækni-
fyrirtæki og þá sérstaklega rannsóknar- og þró-
unarverkefni. Fulltrúar Iðntæknistofnunar hafi
sótt ESA heim síðastliðið haust og fengið frekar
jákvæð viðbrögð. „Menn sýndu þessu bæði
áhuga og skilning og vilja greinilega kanna þetta
eitthvað frekar. Þess vegna ákváðum við að
bjóða ESA í heimsókn,“ segir Stefán. Hann segir
enn ekki hafa verið tekna ákvörðun um formlegt
samstarf eða aðild Íslands að ESA en líta megi á
fundinn sem lið í hugsanlegum undirbúningi
þess.
Spurður hvort Íslendingar hafi eitthvað fram
að færa á þessu sviði segir Stefán svo vera.
Öflug hugbúnaðar- og verkfræðihús
„Hér er töluverður fjöldi af mjög öflugum
hugbúnaðarhúsum og verkfræðihúsum. Það er
mikilvægt að átta sig á því að þótt stofnunin
heiti Geimstofnun Evrópu er þetta fyrst og
fremst tæknivinna, þ.e. vinna í hugbúnaði og
verkfræði. Hlutverk ESA er að stuðla að
tækniþróun, vísindum og hagnýtingu á hátækni
fyrir almenning. Við erum því fyrst og fremst að
horfa á hluti eins og landupplýsingakerfi í um-
hverfis- og öryggisvöktun, staðsetningarkerfi,
fjarskiptamál, margmiðlun, gervihnattakerfi
o.s.frv. Nú þegar eru nokkur fyrirtæki á Íslandi
sem sérhæfa sig í hugbúnaði sem notar staðsetn-
ingarkerfi eins og GPS. Það fer ekkert á milli
mála að hér eru nokkur fyrirtæki sem gætu tek-
ið að sér verkefni, kannski þjónustuverkefni
fyrst í stað,“ segir Stefán.
Stefán segir ESA bjóða verkefni út til verk-
töku á afmörkuðum sviðum en þau séu að fullu
greidd og skilgreind af henni. Að þessu leyti sé
þetta ólíkt öðrum Evrópusambandsverkefnum.
„Hugverkarétturinn situr eftir hjá verktakanum
jafnvel þótt það sé 100% fjármagnað af ESA og
hún fái eins konar notkunarrétt. Þetta býður því
upp á mikla möguleika og hugsanlega margföld-
unaráhrif fyrir fyrirtækin sem vinna fyrir ESA.
ESA leggur mikla áherslu á að sú geimtækni
sem verður til í kringum þeirra verkefni geti síð-
an nýst á öðrum sviðum. Í þessu sambandi má
heldur ekki gleyma óbeinu áhrifunum af slíkum
verkefnum, s.s. þekkingarsköpun auk þess sem
þau auka möguleika íslensks menntafólks til að
starfa og búa hér á landi. Þetta eru líka lyk-
ilatriði,“ segir Stefán.
Fjórir fulltrúar Geimstofnunar Evrópu eru staddir hérlendis
Möguleg aðild Íslands
að ESA til skoðunar
HÉRAÐSDÓMUR Reykja-
ness dæmdi í gær karlmann á
fimmtugsaldri í þriggja mán-
aða skilorðsbundið fangelsi fyr-
ir grófa og fólskulega árás á
konu í maí 2002. Í dóminum
segir að árásin hafi verið bæði
ógnvekjandi og hættuleg.
Ákærði bar því við að hann
hafi verið að bregðast við áreiti
af hálfu konunnar sem nánast
hafi lagt hann í einelti, en hann
var einnig sakfelldur fyrir árás
á kunningja konunnar. Að hluta
til tók dómari tillit til þeirra að-
stæðna og í ljósi þess að langt
var um liðið frá líkamsárásun-
um og ákærði verið á meðferð-
arheimili í rúmt ár var fullnustu
refsingarinnar frestað um 3 ár.
Sló með göngustaf
Ákærði var sakaður um að
hafa slegið konuna í höfuðið
með göngustaf og félaga henn-
ar með gormi ætluðum til lík-
amsræktaræfinga. Þá var
ákærði sakfelldur fyrir tvenn
fíkniefnabrot í byrjun ágúst
2002. Hann var dæmdur til að
borga konunni sem varð fyrir
árás hans samtals 262.630 kr. í
miskabætur og kostnað.
Málið dæmdi Guðmundur L.
Jóhannesson héraðsdómari.
Verjandi var Hilmar Ingi-
mundarson hrl. og sækjandi
Arnþrúður Þórarinsdóttir
fulltrúi sýslumannsins í Hafn-
arfirði.
Dæmd-
ur fyrir
líkams-
árásir
REIKNA má með því að um 80
manns greinist með sortuæxli á
þessu ári, að því er fram kemur í
skriflegu svari heilbrigðisráð-
herra, Jóns Kristjánssonar, við
fyrirspurn Þuríðar Backman,
þingmanns Vinstrihreyfingarinn-
ar – græns framboðs. Þar af er
gert ráð fyrir því að um 50 manns
greinist með svokölluð ífarandi
sortuæxli sem er, skv. svarinu, al-
varlegra form þessara æxla „en
staðbundin form þeirra,“ eins og
það er orðað.
„Tíðni húðæxla í heild hefur
tvöfaldast á síðustu tíu árum og
hefur sortuæxlunum fjölgað mest
en þau eru alvarlegasta tegund
húðkrabba og algengasta krabba-
mein hjá konum á aldrinum 15–34
ára,“ segir í svarinu. Þá segir að
hin síðari ár hafi orðið æ algeng-
ara að fermingarbörn, einkum
stúlkur, hafi stundað ljósabekki af
miklum móð fyrir fermingar eða
fengið slíka meðferð í ferming-
argjöf. Ekki eru þó uppi áform
um að setja lög eða reglur um
ljósabekkjanotkun ungs fólks.
Áfram verði þó fylgst af kost-
gæfni með þróun þessara mála.
Valdi hrukkum og æðaslitum
Um áhrif útfjólublárra geisla
segir síðan í svarinu: „Þekktar
hafa verið í rúman áratug vísinda-
legar rannsóknir um að út-
fjólubláir geislar yllu sortuæxlum
og fleiri gerðum af húðkrabba-
meini en útfjólubláa geisla er að
finna bæði í ljósabekkjum og í
sólargeislum. Geislar af þessum
toga geta einnig valdið hrukkum,
æðasliti og litabreytingum í húð
en áhyggjurnar beinast einkum
að því að sortuæxlum í húð hefur
fjölgað verulega á undanförnum
árum.“
Um 80 manns greinast með sortuæxli
ÞAÐ var ekki bara gróðurinn sem
var farinn að taka við sér fyrir
kuldakastið í byrjun maí á Norður-
landi. Fuglar voru byrjaðir að
verpa og áttu margir þeirra kalda
vist á hreiðrum sínum. Litli fuglinn
hér á myndinni fórnaði lífi sínu fyr-
ir eggin sín tvö er hann króknaði úr
kulda í snjónum. Fuglinn, sem
fréttaritari hefur aldrei séð áður og
þekkir ekki nafnið á, hafði búið til
vandað hreiður og orpið í það
tveimur eggjum áður en það og
fuglinn sjálfur hreinlega snjóuðu í
kaf í garði einum á Blönduósi. Það
er greinilegt að móðurástin er
sterk þó hjartað sé lítið eins og í
þessum litla fugli sem fórnaði öllu
fyrir afkvæmi sín.
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
Móður-
ástin er
sterk
Skagaströnd. Morgunblaðið.