Morgunblaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 41
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2004 41
Bridsmót með
ferðavinningum
Miðvikudaginn 12. maí verður
haldið enn eitt ferðavinningamótið.
Spilaður er barómeter með forgefn-
um spilum.
Vinningar eru gjafabréf frá Ice-
land Express og spilagjald aðeins
1.500 á mann.
Spilastaður er Ármúli 7, bakhús.
Spilamennska hefst klukkan 19:30.
Nánari upplýsingar í síma 551-
0009.
Bikarkeppni BSÍ
Bikarkeppnin verður með hefð-
bundum hætti í ár. Hægt er að skrá
sig í bikarinn til sunnudagsins 23.
maí kl. 14:00 og verður dregið í 1.
umferð sama dag. Fyrirliðum er
bent á, að við skráningu skal til-
kynna sérstaklega ef sveit á rétt á að
sitja yfir í fyrstu umferð.
Skráning í s. 587 9360 eða
www.bridge.is
Síðasti spiladagur hverrar um-
ferðar:
1. umf. sunnudagur 20. júní
2. umf. sunnudagur 18. júlí
3. umf. sunnudagur 15. ágúst
4. umf. sunnudagur 12. sept.
Undanúrslit og úrslit verða spiluð
25. og 26. sept.
Gullsmárabrids
Bridsdeild FEBK spilaði tvímenn-
ing mánudaginn 10. maí á ellefu
borðum. Miðlungur 220. Efst voru:
NS
Dóra Friðleifsdóttir – Jón Stefánsson 275
Kristinn Guðm. – Guðmundur Magn. 238
Jónas Jónsson – Unnur Jónsdóttir 233
Björn Björnsson – Heiðar Þórðarson 232
AV
Valdimar Láruss. – Einar Elíasson 258
Tómas Sigurðsson – Steindór Árnas. 254
Ásta Erlingsdóttir – Sigrún 250
Einar Markússon – Sverrir Gunnarss. 237
Frá eldri borgurum
í Hafnarfirði
Spilað var 4. maí 2004. Úrslit urðu
þessi.
N/S
Bragi Björnss. – Auðunn Guðmundss. 204
Sveinn Jensson – Jóna Kristinsdóttir 179
Bjarnar Ingimarsson – Friðrik Herm. 174
A/V
Filip Höskuldsson – Stefán Ólafsson 203
Jón Gunnarsson – Sigurður Jóhannss. 183
Sófus Berthels. – Haukur Guðmundss. 176
Úrslit 7. maí.
N/S
Sigurður Hallgr. – Sverrir Gunnarss. 133
Sveinn Jensson – Jóna Kristinsdóttir 122
Ásgeir Sölvason – Guðni Ólafsson 118
A/V
Ásmundur Þórarinsson – Stefán Ólafss. 138
Árni Guðmundsson – Hera Guðjónsd. 123
Jón Rafn Guðm. – Kristín Jóhannsd. 119
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Gæsalappir á
röngum stað
Í fjölmiðlapistli eftir Heiðu Jó-
hannsdóttur í Lesbók sl. laugar-
dag lokuðust gæsalappir á röngum
stað í titli bókar sem til umfjöll-
unar var. Rétt átti málsgreinin að
vera svona:
„Þegar franski félagsfræðingur-
inn Jean Baudrillard sendi frá sér
ritgerðasafn undir yfirskriftinni
„Persaflóastríðið átti sér ekki
stað“ árið 1991, þótti mörgum að
nú væri þessi forkólfur póstmód-
ernískrar samfélagsgreiningar
endanlega búinn að týna sér í eig-
in hjáveruleikapælingum.“ Beðist
er velvirðingar á þessum mistök-
um.
LEIÐRÉTT
FÉLAGSFUNDUR í Félagi kvik-
myndagerðarmanna (FK) haldinn í
Reykjavík 10. maí sl. lýsir andstöðu
við fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnar-
innar.
„Frumvarpið setur atvinnuöryggi
fjölda fólks í kvikmynda- og sjón-
varpsiðnaði í uppnám og mun líklega
leiða til samdráttar í framleiðslu á ís-
lensku dagskrárefni.
Fundurinn skorar á ríkisstjórnina
og Alþingi að fresta afgreiðslu frum-
varpsins svo fram geti farið víðtæk
og vönduð umræða um heildarend-
urskoðun útvarpslaga.
Félagið skorar jafnframt á ráða-
menn að hafa samráð við fagfélög
þeirra sem eiga hagsmuna að gæta
varðandi breytingar á útvarpslögum
með það fyrir augum að um slíka
endurskoðun geti skapast víðtæk
sátt og samstaða.“
Lýsa andstöðu
við fjölmiðla-
frumvarp
EFTIRFARANDI tilkynning
hefur borist frá stjórn Sam-
bands ungra sjálfstæðis-
manna:
„Samband ungra sjálfstæð-
ismanna leggur til að lækkun
skatta á einstaklinga verði
fest í lög nú strax á vorþingi.
Nokkrir þingmenn Sjálfstæð-
isflokksins hafa með athygl-
isverðum hætti lagt áherslu á
að þetta verði gert og er
frumkvæði þeirra fagnað.
Skattar hafa lækkað á Íslandi
á undanförnum árum, en bet-
ur má ef duga skal. SUS telur
ekkert að vanbúnaði að lög-
festa strax þær góðu skatta-
lækkunartillögur sem ríkis-
stjórn Davíðs Oddssonar lagði
upp með í byrjun kjörtíma-
bils.“
SUS vill
skattalækk-
anir á þessu
þingi
Útnesvegur
Gröf - Arnarstapi í
Snæfellsbæ
Mat á umhverfisáhrifum — úrskurður
Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun hefur úrskurðað samkvæmt
lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrif-
um. Fallist er á, með skilyrði, lagningu Útnes-
vegar frá Gröf að Arnarstapa í Snæfellsbæ.
Úrskurðurinn í heild liggur frammi hjá Skipu-
lagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík.
Úrskurðinn er einnig að finna á heimasíðu
Skipulagsstofnunar: www.skipulag.is.
Úrskurð Skipulagsstofnunar má kæra til
umhverfisráðherra og er kærufrestur til
11. júní 2004.
Skipulagsstofnun.
Í kvöld kl. 20.00
Hjálparflokkur í Herkastalanum.
Allar konur velkomnar.
I.O.O.F. 9 1855127½ I.O.O.F. 7 18551271/2 LF
Hörgshlíð 12.
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
TILKYNNINGAR
NEMENDUR í 9. EJ í Álftamýrar-
skóla færðu Barnaspítala Hringsins
38 þúsund krónur í heimsókn þang-
að með kennara sínum, Fannýju
Gunnarsdóttur, hinn 6. maí sl.
Þriðjudaginn 30. mars var haldið
íþróttaball fyrir nemendur í 5. til 7.
bekk í Álftamýrarskóla. Allur und-
irbúningur, skipulag og fram-
kvæmd var í höndum 9. EJ í skól-
anum. Verkefnið er hluti af
lífsleiknikennslu í Álftamýrarskóla.
Allur ágóði af skemmtuninni rann
til Barnaspítala Hringsins og tók
Magnús Ólafsson sviðsstjóri við
framlaginu. Nemendurnir kynntu
verkefnið og leikskólakennarar
barnasviðsins sögðu frá starfsemi
leik- og grunnskóla á barnaspítal-
anum. Peningunum verður varið til
kaupa á myndbandsspólum, tölvu-
leikjum og leikföngum.
Færðu Barnaspítalanum gjöf
AÐALFUNDUR Bandalags há-
skólamanna (BHM) telur meðferð
fjölmiðlafrumvarpsins svokallaða í
ríkisstjórn, fyrir Alþingi og með þess-
um skamma fresti til umsagnar um
málið ekki boðlega og ekki standast
leikreglur lýðræðisins.
Í umsögn BHM segir m.a. að vafi
leiki á því að frumvarpið standist
stjórnarskrána. Fundurinn mælir
eindregið gegn samþykkt frumvarps-
ins. Þrátt fyrir skamman og gagnrýn-
isverðan frest til þess að gefa umsögn
um málið telur aðalfundur BHM sér
fært að álykta eftirfarandi um málið
efnislega:
„Að því er hina pólitísku hlið máls-
ins varðar telur aðalfundur BHM
eðlilegt að rætt verði almennt um
hvort nauðsyn sé frekari löggjafar um
eignarhald og hringamyndun á Ís-
landi – en ekki aðeins á tilteknum
sviðum, svo sem á sviði fjölmiðlunar
eins og í þessu tilviki. Í þeirri umræðu
– hjá þingi og þjóð – þarf að fara fram
altæk umræða um það efni og fagleg
umræða um stöðu fjölmiðla og áhrif á
Íslandi,“ segir í ályktuninni.
„Varðandi lagalega hlið málsins tel-
ur aðalfundur BHM að verndarhags-
munir, er lúta að frelsi til fjölmiðlun-
ar, séu aðrir og meiri en þegar rætt er
um framboð á vöru og þjónustu al-
mennt; verndarhagsmunir almennt
lúta einkum að því að samkeppni
stuðli að fjölbreytni og góðu verði fyr-
ir neytendur. Verndarhagsmunir á
sviði fjölmiðlunar lúta hins vegar
fremur að frjálsri tjáningu, skoðana-
myndun og áhrifum á þjóðfélagsþró-
un. Að því sögðu telur aðalfundur
BHM vafa leika á því að frumvarp
það sem hér er til umsagnar standist
stjórnarskrána.“
BHM ályktar um fjölmiðlafrumvarpið
Meðferð stenst ekki
leikreglur lýðræðisins
SKÁKFÉLAGIÐ Hrókurinn og
Edda – útgáfa hafa lokið hringferð
sinni um landið, en allir grunnskólar
landsins, sem eru 190 talsins, voru
heimsóttir í vetur og fengu allir 3.
bekkingar landsins bókina Skák og
mát eftir Anatoly Karpov að gjöf.
Á síðustu tveimur árum hafa um
11.000 bækur verið gefnar og hafa
öll börn fædd árin 1994 og 1995
fengið bókina. Skólaheimsóknir
Hróksins eru því alls orðnar 450
talsins.
Í síðustu viku var hringnum lokað
í Grímsey. Þar var jafnframt til-
kynnt að Hrókurinn og Edda munu
halda þessu samstarfi áfram næstu
ár og fræða 3. bekkinga um listina
að tefla, þannig að næsta vetur verð-
ur komin röðin að börnum fædd árið
1996.
„Þessi bókagjöf og skólaheim-
sóknir Hróksins og Eddu hafa
myndað undirstöðuna að þessari
geysilegu skákvakningu sem er nú á
Íslandi. Þetta starf er tvímælalaust
orðið mikilvægasti þátturinn í starfi
Hróksins,“ segir Hrafn Jökulsson,
formaður félagsins. Hann segir að
um tuttugu stórmeistarar hafi tekið
þátt í þessum heimsóknum í vetur.
Margir af snjöllustu skákmönnum
heims hafa komið að þessu verkefni,
m.a. Regina Pokarna, stórmeistari
frá Slóvakíu, sem tók þátt í verkefn-
inu um tveggja mánaða skeið.
Morgunblaðið/Helga Mattína
Hrannar B. Arnarson frá Eddu – útgáfu og Hrafn Jökulsson á skákstað í
Grímsey þar sem hringferð Hróksins og Eddu í grunnskóla landsins lauk.
Hringferð Hróksins lokið í vetur
Heimsóttu alla
3. bekki landsins
STJÓRN félags ungra framsóknar-
manna í Reykjavík suður, FUF RS,
mótmælir frumvarpi um eignarhald
á fjölmiðlum eins og það liggur fyrir.
„Stjórn FUF RS telur að ákvæði
um að markaðsráðandi aðilum skuli
með öllu bannað að eiga hlut í ljós-
vakamiðlum gangi of langt. Nær
væri að tiltaka ákveðið hámark sem
slíkum fyrirtækjum væri gert að
takmarka eignarhlut sinn við. Al-
gjört bann við eignarhlut markaðs-
ráðandi fyrirtækja setur fjármögnun
á frjálsum ljósvakamiðlum í verulegt
uppnám sem gæti leitt til þess að
þeim muni fækka og að ríkisreknir
miðlar haldi um ókomna tíð yfir-
burðastöðu sinni. Nær væri að nýta
Samkeppnisstofnun til aðhalds á
fjölmiðlamarkaði, samhliða því að
auka fjárveitingar til stofnunarinnar
og auka veg þessarar mikilvægu
stofnunar.
Stjórn FUF RS lítur svo á að mjög
óeðlilegt sé að stytta starfsleyfi
starfandi fjölmiðla með bráðabirgða-
ákvæði um niðurfellingu leyfa að
tveimur árum liðnum. Það eina sem
af slíku hlýst er skaðabótaskylda rík-
issjóðs vegna ólöglegrar eignaupp-
töku. Skattborgarar eiga heimtingu
á að sameiginlegum fjármunum okk-
ar allra sé ekki sóað með slíkum vís-
vitandi hætti.
Stjórn FUF RS skorar á Alþingi
að samþykkja ekki þetta frumvarp
óbreytt, og skorar jafnframt á al-
þingsmenn að ræða málefni ljós-
vakamiðla á málefnalegan hátt í stað
upphlaupa og þess ómálefnalegs
málflutnings sem gætt hefur hjá
stjórnarandstöðunni.“
Ungir framsóknarmenn í Reykjavík
Mótmæla fjölmiðla-
frumvarpinu