Morgunblaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Gallerí i8 í Reykjavík, tekurnú í fyrsta sinn þátt ímyndlistarstefnunni ArtBasel í Sviss, en hún er
sú elsta og virtasta sinnar tegundar
í heiminum í dag. Áhrif Baselstefn-
unnar eru mikil og þangað sækja
allir helstu myndlistarfrömuðir sem
eitthvað kveður að. Á tveimur sýn-
ingum í tengslum við stefnuna verð-
ur annars vegar sýnt verk Finn-
boga Péturssonar, Sphere, en
Gjörningaklúbburinn sýnir á ann-
arri sýningu stefnunnar. Það þykir
afar sérstakt að gallerí skuli ná
þeim árangri að koma listamönnum
sínum að á tveimur sýningum hátíð-
arinnar í fyrsta sinn sem það tekur
þátt í henni. Stefnan hefst 16. júní,
en hinn 17. verður sérstakur Ís-
landsdagur, þar sem myndlistar-
safnarinn Simon de Pury, eigandi
alþjóðlega uppboðsfyrirtækisins
Phillips de Pury í New York og
safnarinn Francesca von Habsburg
hafa boðið til kvöldverðar um sextíu
áhrifamanneskjum úr alþjóðlegu
myndlistarlífi, til heiðurs Finnboga
Péturssyni og Gjörningaklúbbnum.
Sama kvöld verður íslensk dagskrá
í garði Listasafnsins í Basel, þar
sem hljómsveitin Trabant leikur,
auk þess sem plötusnúðarnir Gísli
Galdur og Kári koma fram og verk
eftir Ásdísi Sif Gunnarsdóttur
verða sýnd. Gestgjafar á íslenska
kvöldinu í Basel verða, auk Franc-
escu von Habsburg, Samuel Keller
stjórnandi Listastefnunnar í Basel,
Sigurjón Sighvatsson kvikmynda-
framleiðandi og Edda Jónsdóttir
galleristi og eigandi i8.
Ólympíuleikar
myndlistarinnar
Verk Gjörningaklúbbsins verður
á sýningu sem er helguð yngri lista-
mönnum og kallast Art Statement,
en verk Finnboga Péturssonar
verður sýnt á sýningu sem kallast
Art Unlimited. Þetta er verkið
„Spheres“ sem Finnbogi bjó sér-
staklega til fyrir kúluna í Ásmund-
arsafni, og var sýnt þar í fyrravor.
„Þetta er risastór alþjóðleg sýn-
ing á vegum Art Basel, og þar verða
saman komnar fallbyssurnar í
myndlistinni í heiminum í dag,“
segir Finnbogi. „Það þykir heiður
að vera valinn til að sýna þarna, og
erfitt að komast inn, og galleríin
sækja það stíft að koma sínum lista-
mönnum á þessa sýningu. Þetta er
því talsverður áfangi, bæði fyrir
listamanninn og galleríin. Basel-
stefnan er listastefnan með stóra
ellinu og eins og ólympíuleikar
greinarinnar.“ Finnbogi segir að
það megi kalla það að ná fullu húsi
hjá i8 að koma sínum listamönnum
að, og Edda Jónsdóttir galleristi
segir það afar sjaldgæft að gallerí
nái þeim árangri í fyrsta sinn sem
þau taka þátt í stefnunni að koma
verkum á sýningarnar og vafasamt
að nokkurt gallerí hafi komið sínu
fólki að á báðar sýningarnar sam-
tímis.
Finnbogi segir að allar listastefn-
ur hvar sem er í heiminum taki sitt
mið af Baselstefnunni, og þangað
sæki allir þeir sem hafi eitthvað að
segja í myndlist og vilji hafa eitt-
hvað að segja. Hann kveðst þó
passa sig á því að hafa ekki of mikl-
ar væntingar um árangur. „Ég tók
þátt í Feneyjatvíæringnum 2001, og
hafði engar brjálæðislegar vænt-
ingar aðrar en þær að standa mig.
Verkin mín eru þess eðlis að vænt-
ingarnar snúast mest um að fá
verkin til að virka eins og þau eiga
að gera. Þá er ég ánægður og glað-
ur. Þó getur þetta auðvitað haft
gríðarlega þýðingu fyrir mig, eins
og tvíæringurinn gerði. Ég fékk
ekkert rosalega mörg tilboð vikur
og mánuði á eftir. Helsta breytingin
var hins vegar virðingin sem ég hef
fengið sem myndlistarmaður, sem
fylgir því að hafa tekið þátt í honum
sem fulltrúi minnar þjóðar. Það er
gott veganesti fyrir myndlistar-
mann að hafa, og hefur klárlega
hjálpað Eddu við að koma mér inn á
sýninguna í Basel. Það er þó margt
fleira sem spilar inn í og kannski
erfitt að segja nákvæmlega til um
það hvaða þýðingu þátttaka í svona
viðburðum hefur.“
Verk Finnboga Péturssonar er
hljóðskúlptúr í hálfkúlu, byggt upp
á tíu sínustónum, sem eru reiknaðir
út frá eigin ómun kúlunnar. Eigin
tíðni kúlunnar eru 55 sveiflur á sek-
úndu, en Finnbogi notar tóna sem
eru í kringum þessi fimm rið, frá 50
til 60. „Ég vinn með þessa 10
sínustóna, bý þá til með generator
og spila þá úr fjórum lágtíðnihátöl-
urum, sem er komið fyrir við vegg
kúlunnar. Í miðju rýminu er súla
1,80 m á hæð, og ofan á henni stór
glær skál með vatni. Undir skálinni
er halogenljós, og þegar ég kveiki á
því, fæ ég lýsinguna í gegnum skál-
ina, í gegnum vatnið og upp í loftið.
Þegar ég spila svo tónana tíu, læt ég
þá hittast tilviljanakennt, stundum
tveir, stundum þrír og stundum
fjórir. Þegar þeir hittast í miðju
rýminu, hittast þeir í skálinni, gára
yfirborðið á vatninu sem er í skál-
inni, og brjóta þar af leiðandi upp
ljósgeislana sem koma undan henni
og er varpað í loftið. Umbreyttar
hljóðbylgjur á yfirborði vatnsins
búa til það munstur sem myndast í
kúlunni. Munstrið er svo sífellt að
breytast eftir því hvernig tónarnir
hegða sér yfir yfirborðinu á skál-
inni.“
Hefur verið fylgst
með okkur
Dorothée Kirch starfsmaður i8
hefur unnið að skipulagi þátttöku
gallerísins í Baselstefnunni. Hún
segir að langur undirbúningur og
mikil vinna liggi að baki þátttöku
gallerísins í stefnunni nú, og tveim
sýningum hennar.
„Til að komast inn á svona stefnu,
þarf gallerí þegar að hafa skapað
sér stórt nafn, og því má segja að
undirbúningurinn hafi tekið þau níu
ár sem Edda hefur starfrækt gall-
eríið. Við sendum inn umsóknir sem
við undirbjuggum mjög ve
íið sækir um að sýna ákve
og því þarf að senda með
myndir og texta um verkin
sóknin þarf að vera það v
hún komi yfir höfuð til grei
Edda segir að fulltrúar m
og reyndari gallería en he
verið alveg gáttaðir á því h
hafi tekist að komast svon
fyrstu atrennu. „Það hef
fylgst með okkur gegnum
atriði númer eitt er auðvita
góða listamenn á sínum
Þarna verða
byssurnar sam
Dorothée Kirch skipulegg
Edda Jónsdóttir, gallerist
Gallerí i8 sýnir verk íslenskra myndlistarmanna á
Í fyrsta sinn sem Gallerí i8 tekur þátt í
elstu og virtustu myndlistarstefnu heims,
þeirri í Basel í Sviss, nær það þeim árangri
að sýna verk íslenskra myndlistarmanna
á báðum sýningum stefnunnar. Bergþóra
Jónsdóttir ræddi við einn þessara
myndlistarmanna, Finnboga Pétursson,
Eddu Jónsdóttur, eiganda i8, og starfs-
mann gallerísins, Dorothée Kirch.
’Það þykir heiðuþarna, og erfitt a
sækja það stíft a
þessa sýningu. Þ
bæði fyrir listam
stefnan er listas
eins og ólympíul
GENFARSAMNINGARNIR
Genfarsamningarnir eru lokskomnir út á íslensku. Genfar-samningar fjalla um mannúð-
lega meðferð fanga og vernd fórnar-
lamba stríðs. Bókin var afhent
formlega með viðhöfn við Espihól í
Eyjafjarðarsveit í fyrradag. Eins og
fram kemur í grein í Morgunblaðinu í
gær var athöfnin í tilefni af útkomu
bókarinnar haldin á Espihóli til að
minna á það þegar Halldóra kona Víga-
Glúms gengur út á vígvöll þar með grið-
konum sínum og gerir að sárum bæði
vina og óvina án þess að fara í mann-
greinarálit eins og lýst er í Víga-Glúms
sögu. Þykir þessi frásögn minna á orr-
ustuna við Solferino árið 1859, sem varð
kveikjan að því að Henry Dunant,
stofnandi Rauða krossins, efndi til al-
þjóðlegra samningaviðræðna, sem árið
1864 gátu af sér fyrsta Genfarsamning-
inn um að lina þjáningar særðra í stríði.
Alls eru samningarnir fjórir og var sá
fjórði samþykktur 1949. Árið 1977 voru
samþykktar við þá tvær viðbótarbók-
anir.
Genfarsamningarnir hafa verið
nokkuð til umræðu undanfarnar vikur
vegna uppljóstrana um pyntingar
Bandaríkjamanna á íröskum föngum í
Abu Ghraib-fangelsinu í Írak. Þar hef-
ur Genfarsamningurinn verið þver-
brotinn. Það er reyndar ekki eina til-
fellið í herferð Bandaríkjamanna gegn
hryðjuverkum, sem andi samningsins
er látinn í léttu rúmi liggja. Banda-
ríkjamenn hafa látið handtaka grunaða
hryðjuverkamenn víða um heim og látið
flytja þá til yfirheyrslu í löndum á borð
við Egyptaland og Indónesíu vegna
þess að þar gildir einu um kröfur um að
mannréttindi séu virt. Árið 2001 voru
settar upp fangabúðir í Guantanamo á
Kúbu þar sem föngum frá Afganistan
var komið fyrir án þess að þeir gætu
með nokkru móti leitað réttar síns á
þeirri forsendu að ekki væri um að
ræða stríðsfanga heldur ólöglega víga-
menn. Og hvað gerist í skjóli lagalegra
hártogana af þessu tagi? Frásagnir af
meðferð fanga þar þóttu kannski ekki
trúverðugar áður en myndirnar af
pyntingum og niðurlægingu fanganna í
Abu Ghraib voru birtar, en nú er erfitt
að bera á þær brigður.
Genfarsamningarnir hafa iðulega
verið brotnir á undanförnum árum og
áratugum og Bandaríkjamenn eru því
ekki einir á báti í þeim efnum, en þeir
eru ekki í eftirsóknarverðum fé-
lagsskap. Og síendurtekin brot draga
síður en svo úr mikilvægi þeirra, þvert
á móti. Þeir setja alþjóðasamfélaginu
leikreglur, eru mælistika á framferði
þjóða í átökum. Í fréttum hefur komið
fram að einhver þeirra, sem stóðu að
baki hryllingnum í Abu Ghraib, hefðu
ekki heyrt af Genfarsamningunum fyrr
en þau voru færð til yfirheyrslu. Ef til
vill hefði þekking á samningunum litlu
máli skipt í því andrúmslofti, sem ríkti í
fangelsinu, en það er grátlegt að kynn-
ing á þeim sé ekki hluti af þjálfun
þeirra, sem eiga að gæta stríðsfanga
þar sem reglur samninganna eiga að
vera í gildi. Rauði krossinn og utanrík-
isráðuneytið eiga heiður skilinn fyrir að
hafa látið þýða og gefið út Genfarsamn-
ingana á íslensku. Uppljóstranirnar í
Írak undirstrika það.
ERFITT AÐ RÉTTLÆTA LÍKHÚSGJALD
Í Morgunblaðinu í gær var greint fráþví að Kirkjugarðar Reykjavíkur-
prófastsdæma hafi hafið álagningu
gjalds fyrir þjónustu líkhúss. Fram
kemur að innheimt er tíu þúsund
króna gjald fyrir hvern látinn einstak-
ling sem þar er geymdur, en hlutagjald
að upphæð fjögur þúsund krónur verð-
ur innheimt þegar lík er innan við sól-
arhring í líkhúsi og síðan flutt annað.
Gjöld þessi verða innheimt hjá að-
standendum og auka þannig útfarar-
kostnað sem er ærinn fyrir.
Haft er eftir formanni Prestafélags
Íslands, sr. Ólafi Jóhannssyni, í Morg-
unblaðinu í dag að það sé „neikvætt að
verið sé að bæta við aukagjaldi eins og
líkhúsgjaldi við útfararkostnaðinn. Sá
kostnaður sé orðinn töluverður og fyr-
ir marga muni heilmikið um tíu þúsund
krónur til viðbótar“. Í fréttinni kemur
fram að lágmarkskostnaður við útför
sé í kringum hundrað og sextíu þúsund
krónur, en Ólafur segir dæmi um að út-
fararkostnaður nemi allt að fimm
hundruð þúsundum króna. Hann segir
ennfremur að „prestar [finni] fyrir
áhyggjum fólks af auknum útfarar-
kostnaði. Í vissum tilvikum er mögu-
leiki á styrkjum frá stéttarfélagi eða
jafnvel lífeyrissjóði, en það dugar
stundum ekki til. Í gamla daga vildi
fólk eiga fyrir sinni útför og það er ríkt
í fólki að vilja hafa þessa hluti á
hreinu“.
Fjárframlög ríkisins til kirkjugarða
eru fólgin í lögbundnu framlagi,
kirkjugarðsgjaldi. Það er greitt vegna
allra einstaklinga sextán ára og eldri
og nam fyrir hvern einstakling á síð-
asta ári tæpum þremur þúsundum
króna. Samkvæmt upplýsingum sem
teknar voru saman á síðasta ári vegna
tillögu til þingsályktunar um nýjan
grundvöll að ákvörðun kirkjugarðs-
gjalds og skiptingu þess, kemur fram
að ef „miðað er við meðalævilíkur sex-
tán ára einstaklinga hér á landi lætur
nærri að ríkið greiði hundrað og níutíu
þúsund krónur til kirkjugarða á ævi
hvers einstaklings“. Ólafur Jóhanns-
son bendir á að „það sé eðlilegra að
hækka það gjald frekar en að grípa til
sérstakra innheimtu af aðstandendum.
Til að standa straum af kostnaði við
rekstur líkhúsa þurfi afar litla hækkun
á kirkjugarðsgjaldinu“, eins og segir í
fréttinni.
Það gefur augaleið að nú til dags
þarf töluverða fjármuni til að standa
straum af útför. Ekki síst ef efnt er til
erfidrykkju eins og siður hefur verið
hér á landi, því eins og m.a. hefur verið
bent á í umfjöllun Neytendablaðsins
um útfararkostnað, þá þarf erfi-
drykkja „ekki að verða fjölmenn til að
kostnaður við hana slagi hátt upp í út-
fararkostnaðinn“. Það er því erfitt að
réttlæta aukakostnað á borð við sér-
stakt líkhúsgjald, sem auðvitað kemur
harðast niður á þeim er minnsta fjár-
muni hafa. Kirkjugarðsgjald á að duga
fyrir þessum kostnaði. Eins og Ólafur
segir er „[nægt álagið] sem fylgir því
að missa ástvin og ekki á það bætandi
að hafa áhyggjur af því fjárhagslega.
Það er óþægileg viðbót á viðkvæmum
stundum lífsins“.