Morgunblaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 22
DAGLEGT LÍF
22 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
0
9
1
3
8
Sláttuvél
Poulan Pro 4,75 Hö
Safnpoki
Sláttutraktor
Poulan Pro 18 Hö
Grassafnari
www.slattuvel.com
Faxafeni 14 : Sími 5172010
Tilboð
299.000.-
Tilboð
29.900.- Efnalaug og fataleiga
Garðabæjar
Garðatorgi 3 • 565 6680
www.fataleiga.is
ÚTSALA
á glæsilegum
samkvæmis
kjólum
Keyrum
Ísland
áfram!
Glæsilegir hópferðabílar
með öllum búnaði fyrir
minni og stærri hópa !
w w w . h o p f e r d i r . i s
1 4 4 4
w w w. g u l a l i n a n . i s
V
erkstæði og verslanir
með listmuni hafa skap-
að Skólavörðustígnum
ákveðna sérstöðu á
undanförnum árum og
skemmtilegt er að spássera um
Skólavörðustíginn til að skoða
myndlist og hönnun, gull og ker-
amik. En auk þess sem gleður aug-
að og andann er nú hægt að ganga
um Skólavörðustíginn og finna ým-
islegt sem gleður munn og maga.
Sælkerastígur er orðið sem kem-
ur upp í hugann þegar litast er um á
Skólavörðustíg þessa dagana. Á
gönguferð um neðanverðan Skóla-
vörðustíginn er hægt að grípa með
sér sælkerafiskrétti, heilsuvöru, líf-
ræna ávaxtasafa, osta, pylsur og
álegg og er það áreiðanlega kær-
komið fyrir íbúa í miðbænum, sem
og aðra sem leggja leið sína á þessa
götu sem sífellt verður líflegri.
Franskt bakarí bætist við
Frá Bankastræti og bráðlega allt
upp að horninu á Óðinsgötu hafa nú
raðað sér sælkeraverslanir af ýmsu
tagi. Fyrst er það sælkera skyndi-
bitastaðurinn The Deli, sem reynd-
ar tilheyrir Bankastræti, þá sæl-
kerafiskbúðin Fylgifiskar, en útibú
frá Suðurlandsbrautinni var opnað á
Skólavörðustíg fyrir rúmum mán-
uði, Ostabúðin sem verslar með
osta, pylsur, álegg og sælkeravöru
ýmiss konar og svo Heilsuhúsið sem
fyrst var opnað við Skólavörðustíg
fyrir tæpum aldarfjórðungi, löngu
áður en orðið sælkeraverslun varð
til, en Heilsuhúsið hefur verið flutt
tvisvar frá þeim tíma innan göt-
unnar.
Á næstunni verður svo opnað
bakarí á Skólavörðustíg 14, á
horninu á Óðinsgötu, þar
sem verslunin Man
var áður. Verið er
að innrétta hús-
næðið og stefnt
er að opnun í
þessum mánuði.
Áhersla verður
á franskt bakk-
elsi og við-
skiptavinir munu
geta tyllt sér með
kaffibolla og croissant
þótt ekki verði um eig-
inlegt kaffihús að ræða.
Eigandi er Frakkinn
Azis Mihoubi sem fluttist
hingað til lands fyrir átta ár-
um og lék handknattleik með
Val. Mihoubi bjó í París um árabil
og segist hafa verið vanur því að
fá sér croissant og kaffi á
morgnana og fannst vanta
slíkt hér á landi. Hann hef-
ur trú á að grundvöllur sé
fyrir rekstri bakarísins
við Skólavörðustíg sem að
hans mati er að verða sæl-
keragata. Bakaríið verður kallað
Moulin Rouge, Rauða myllan. Þang-
að hafa verið ráðnir tveir franskir
bakarar sem Mihoubi segir að séu
mjög ánægðir með íslenska hráefn-
ið. Aðeins nokkur skref eru á milli
þessara staða og gaman að
versla fyrir sælkeramáltíð
helgarinnar á göngu
um stíginn. Fyrst
eru það Fylgi-
fiskar þar sem
Sesambleikjan er
valin, en hún er
með vinsælustu
réttunum hjá
Fylgifiskum.
Útibúið á Skólavörðustíg hefur stað-
ið undir væntingum og greinilegt að
markaður er fyrir svona fiskbúð á
þessum stað.
Í Ostabúðinni er dvalið við osta-
borðið en áleggspylsur vekja líka at-
hygli. Geitaosturinn er til bæði
mjúkur og fastari og er góður í sal-
atið eða ofan á brauðið. Heilsuhúsið
er næst í röðinni og þar má finna
margt fleira en vítamín og spelt-
brauð. Sælkeravörur eins og ólífur,
ætiþistlar og tómatar í olíu eru
freistandi, sem og þurrkaðir ávextir
og hnetur.
Hliðargöturnar státa líka
af sælkerabúðum
Margt fleira er hægt að grípa
með sér á ferð um Skólavörðustíg-
inn í heild sinni og hans nánasta um-
hverfi. Þar eru fleiri verslanir eða
staðir sem selja eitthvað í
gogginn, eins og gamla
góða Mokka sem
breytist aldrei.
Á efri hlið-
argötum Skóla-
vörðustígs, eins og
Klapparstíg og Kára-
stíg, má líka bæta í sarpinn. Í Pip-
ar og salt fást alls konar sultur, kex
og sælkeravörur og í Yggdrasil við
Kárastíg eykst úrvalið stöðugt af
hvers konar heilsuvöru og lífrænum
MATUR| Á Skólavörðustíg er ýmislegt freistandi að finna sem gleður bæði munn og maga
Sælkerastígur í miðbænum
Morgunblaðið/Ásdís
Sælkerastígur: Samlokur, fiskur, ostur, álegg, lífrænt ræktað grænmeti, heilsuvörur og brátt franskt bakkelsi.
Morgunblaðið/Jim Smart
!
"
#
# $
% $
"
&
-%.
/001
2 '34
5
0/3
6
$7
6
8
9
%4
/
*/ :; /
3
<