Morgunblaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 13
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2004 13 línuskautar fullorðins. Margar gerðir. H ön nu n: G un na r S te in þ ór ss on / M ar ki ð / 04 .2 00 4 Línuskautar hlífarog hjálmar Varahlutir og viðgerðaþjónusta ORLANDO stækkanlegir barna línuskautar. Skautinn stækkar með barninu. Mjúk dekk og APEC legur. Stærðir 25-29, 30-35 og 36-40 fyrirtæki í forystu í þróun betri og þægilegri línuskauta HRINGAMYNDUN, VIÐSKIPTABLOKKIR OG SAMÞJÖPPUN Umfjöllunarefni: • Hvernig á myndun viðskiptablokka sér stað? • Eru það stjórnmálaskoðanir - sameiginleg hagnaðarsjónarmið - völd? • Á samþjöppun sér stað hraðar en áður? • Skiptir máli hver stendur á bak við hringa- myndunina? • Með hvaða hætti geta lög um eignarhald í fyrirtækjum komið í veg fyrir viðskiptablokkir? • Framtíðarsýn, er Ísland of lítið? Fyrirlesarar: Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri verðbréfasviðs Landsbanka Íslands. Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar. Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands. Fundarstjóri: Kristinn Tryggvi Gunnarsson, ráðgjafi hjá IMG-Þekkingarsköpun. Hádegisverðarfundur FVH verður haldinn fimmtudaginn 13. maí nk. í Hvammi, Grand Hóteli Reykjavík kl. 12-13.30 Yngvi Ö. Kristinsson Jón G. Hauksson Kristinn T. Gunnarsson Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga FUNDURINN ER ÖLLUM OPINN! Vinsamlega skráið þátttöku á vef FVH, http://www.fvh.is/page/skraning, með tölvupósti fvh@fvh.is eða í síma 551 1317. Verð með hádegisverði er 3.000 kr. fyrir félagsmenn og 4.800 kr. fyrir aðra. Þór Sigfússon Þrílyft um 165 fm fallegt og vel staðsett hús með aukaíb. í kjallara. Á 1. hæð er forstofa, hol, eldhús, baðherbergi og tvær stofur. Á rishæðinni eru 3 herb. og sjónvarpshol. Í kjallara er 2ja herb. íbúð. Húsið hefur verið mjög mikið endurnýjað að utan sem innan. Verð 24 millj. 3939 GRUNDARSTÍGUR - M. AUKAÍBÚÐ Vorum að fá í einksölu 4ra 109 fm enda- íbúð á 4. hæð auk 33 fm bílskúrs. Íbúðin skiptist í 2 rúmgóð herb, stóra stofu, sjónvarpstofu, rúmgott eldhús og bað. Út af stofu eru stórar suðursvalir. Fallegt útsýni. Vönduð og snyrtileg sameign er í húsinu. Reykjavíkurborg rekur þjónustu- miðstöð við hlið hússins. Verð 25,9 millj. 4158 HÆÐARGARÐUR - ÞJÓNUSTUÍBÚÐ MEÐ BÍLSKÚR AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, átti á mánudag fund með Vincente Fox, forseta Mexíkó, þar sem rætt var meðal annars um aukna þátttöku Íslendinga í þróun sjávarútvegs í Mexíkó. Ásamt forseta Íslands tóku Róbert Guð- finnsson, stjórnarformaður Þormóðs ramma- Sæbergs og einn eigenda sjávarútvegsfyrir- tækjanna Pesquera Siglo og Nautico í Mexíkó og Vilhelm Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri hinna mexíkönsku fyrirtækja þátt í viðræðunum. Snerust þær um hvernig hægt sé að byggja á reynslu Íslendinga sem hafa starfað í sjávar- útvegi í Mexíkó og árangri Íslendinga í þróun sjávarútvegs á heimaslóðum til að ráða bót á margvíslegum vanda sem steðjar að sjávarútvegi í Mexíkó. Lýsti Vincente Fox, forseti Mexíkó, yfir eindregnum áhuga á að koma á viðræðum milli fulltrúa hinna íslenzku fyrirtækja og áhrifa- manna í stjórnkerfi og atvinnulífi Mexíkó. Forsetar Ólafur Ragnar Grímsson og Vincente Fox, forsetar Íslands og Mexíkó, ræða málin, meðal annars um sjávarútveg. Ræddu um sjávarútveg UMHVERFIS- og markaðsstarf verður þema 63. Fiskiþings og verður þar fjallað um breyttar kröfur neyt- enda til þeirra er vinna og versla með sjávarafurðir. „Það hefur færst í vöxt að neytend- ur vilji leggja náttúrunni lið með því að kaupa eingöngu vörur sem unnar eru úr hráefni sem aflað hefur verið á sjálfbæran hátt. Hvernig á að bregð- ast við breyttum aðstæðum? Þurfum við ekki að standa okkur vel í um- gengni um auðlindirnar og hvernig komum við þeim boðskap á fram- færi,“ segir meðal annars í frétt um þingið. Fiskiþingið verður haldið á Grand Hóteli, Reykjavík, föstudaginn 14. maí og stendur frá klukkan 13 til 17. Dagskrá Fiskiþings er svohljóð- andi:  „Umhverfis- og markaðsstarf“ Hvaða kröfur gera kaupendur sjáv- arafurða? Ávarp formanns Fiski- félagsins, Péturs Bjarnasonar.  Ávarp sjávarútvegsráðherra, Árna M. Mathiesen.  Hvað þurfa framleiðendur/útflytj- endur að hugsa um? Ron Bulmer, fyrrverandi framkvæmdastjóri Fish- ery Council of Canada  Umræður, fyrirspurnir og kaffihlé.  Rekjanleiki – ný forsenda mark- aðsstarfs, Sveinn Víkingur Árnason RF.  Kröfur til þeirra sem bjóða um- hverfismerki, Kristján Þórarinsson LÍÚ.  Hinn nýi viðskiptavinur, Þorgeir Pálsson, ráðgjafi Deloitte.  Pallborðsumræður undir stjórn Páls Magnússonar. Þátttakendur: Eyþór Ólafsson, forstjóri E. Ólafs- sonar hf., Indriði Ívarsson, sölustjóri Ögurvíkur hf., Kristján Þórarinsson, stofnvistfræðingur LÍÚ, Þorgeir Pálsson, ráðgjafi IMG Deloitte, Kristján Davíðsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri HB-Granda hf. Umhverfis- og markaðs- mál þema Fiskiþings „AFLINN er núna í kringum tonn á togtímann sem okkur þykir heldur rýrt,“ sagði Páll Rúnarsson, skip- stjóri á frystitogaranum Málmey SK, þegar Morgunblaðið sló á þráð- inn um borð í gær. Skipið er nú að karfaveiðum á Reykjaneshrygg og sagði Páll aflann hafa verið dræman allt frá byrjun. Fyrstu íslensku skipin hófu veiðar á karfamiðunum á Reykjaneshrygg í lok síðasta mánaðar. Páll segir að aldrei hafi komið neinn kraftur í veiðarnar og vertíðin fari mun verr af stað en í fyrra. „Þetta er mikið lak- ara en í fyrra. Það glæddist aðeins aflinn í tvo eða þrjá daga í síðustu viku en annars hefur þetta verið í kringum tonn á togtímann og rúm- lega það hjá sumum. Íslensku skipin eru búin að fara yfir mjög stórt svæði til að leita að karfa en nú eru flest skipin rétt innan við landhelg- islínuna. Útlensku skipin eru síðan rétt utan línunnar.“ Páll segist ekki kunna neinar sérstakar skýringar á því hvers vegna aflinn sé mun lakari en í fyrra en viðurkennir að menn hafi sett fram ýmsar tilgátur. Ekki farnir að örvænta „Það er auðvitað ekki hægt að segja til um hvað veldur. Sumir benda aftur á móti á að sjórinn sé núna mun hlýrri en á sama tíma í fyrra og það kunni að hafa eitthvað að segja. En það er hins vegar alls ekki svo að við séum farnir að ör- vænta. Það má rifja upp að árið 2001 hófust veiðarnar ekki fyrr en um miðjan maí, vegna sjómannaverk- fallsins. Fram að því hafði lítið feng- ist af karfa á svæðinu og afli var sáratregur fram í byrjun júní. Þá kom gott skot, flestir náðu að klára kvótann og vertíðin bjargaðist fyrir horn. Við erum því ennþá vongóðir,“ sagði Páll skipstjóri. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sáratregt Karfaafli íslenskra skipa á Reykjaneshrygg hefur verið undir væntingum það sem af er, en oft glæðist aflinn er lengra líður á vertíðina. Rýr aflabrögð á Reykjaneshrygg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.