Morgunblaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 28
UMRÆÐAN
28 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
SÍÐASTLIÐINN miðvikudag
boðuðu Norðurljós til fundar í
salarkynnum hótels Nordica, þar
sem framsögu höfðu víðkunnir
lögspekingar á sviði Evrópurétt-
ar, amerísks réttar og alþjóð-
legra mannréttindasáttmála, þeir
Bandaríkjamaðurinn Floyd
Abrams og Belgíumaðurinn Phil-
ip van Elsen.
Þeir fluttu fróðleg framsöguer-
indi, þar sem sýnt var fram á að
hvergi í hinum vestræna heimi
hefði viðlíka frumvarp og það
sem nú liggur fyrir um eignarað-
ild að íslenskum fjölmiðlum náð
fram að ganga. Frumvarpsmönn-
um var að sjálfsögðu boðið að
mæta á fundinn og rífa niður
málflutning þessara manna en
treystu sér ekki til þess. Segir
það sitt um trú þeirra á málstað-
inn.
Er ekki að orðlengja, að sér-
fræðingar þessir röktu hvernig
fyrirhuguð löggjöf stangaðist á
við alþjóðlega sáttmála um
mannréttindi og friðhelgi eign-
arréttar. Floyd Abrams fullyrti
að ef viðlíka lög giltu í öðrum
löndum yrði að leggja niður allar
stærstu sjónvarpsstöðvar í Evr-
ópu og Bandaríkjunum. Jakob
Möller rakti svo hvernig frum-
varpið bryti bág við allar greinar
í mannréttindakafla íslensku
stjórnarskrárinnar, nema ákvæð-
ið um trúfrelsið. Floyd Abrams
nefndi þó tvö dæmi úr heima-
landi sínu um löggjöf, sem hefði
verið stefnt gegn einstökum fjöl-
miðlum. Hið nýrra varðaði lög,
sem m.a. senator Edward Kenn-
edy beitti sér fyrir og fékk sam-
þykkt og á yfirborðinu leit út
fyrir að vera almenn löggjöf, en
reyndist við nánari athugun ekki
snerta hagsmuni nema eins fyr-
irtækis, fjölmiðlasamsteypu Ru-
perts Murdochs. Það nægði til
þess að dómstólar ógiltu lögin.
Hitt dæmið er miklu eldra og
varðaði lög sem sett voru í fylk-
inu Louisiana í stjórnartíð Hueys
Long (1930–34). Í þann tíð var
eins flokks veldi demókrata-
flokksins ríkjandi í öllum Suð-
urríkjunum. Huey Long náði
tökum á flokksmaskínunni og
beitti henni óspart til þess að
koma á eins konar fasísku vel-
ferðarkerfi en valtaði í leiðinni
yfir allt og alla, sem reyndu að
standa í vegi hans eða gagnrýna
aðferðir hans, sem oftast áttu lít-
ið skylt við lýðræði.
Stærstu dagblöð ríkisins sner-
ust gegn honum og ákvað hann
þá að láta hart mæta hörðu.
Hann knúði í gegn á ríkisþinginu
lög um sérstakan 2% skatt – eins
konar aðstöðugjald, þ.e. brúttó
skatt á heildartekjur – á öll dag-
blöð, sem hefðu meira en 20.000
kaupendur. Í ljós kom að skatt-
lagningin snerti þrettán dagblöð,
þar af tólf, sem verið höfðu hon-
um andsnúin. Öll börðust þessi
blöð í bökkum og sýnt að skatt-
lagningin stefndi þeim í þrot.
Þá urðu Huey á mistök. Hann
lét ganga snepil milli manna á
ríkisþinginu, til að brýna menn
til dáða og samþykkja skattinn,
sem þar var nefndur „lygaskatt-
ur“; þessum fjölmiðlum væri
mátulega í rass rekið að þurfa að
borga skatt af allri þeirri lyga-
þvælu, sem þeir létu sér sæma
að birta um Huey Long og stjórn
hans. Andstæðingarnir komust
yfir þennan snepil og lögðu fram
í rétti, sem um skattheimtu
þessa fjallaði, og var það nóg til
þess að dómstóll ógilti lögin.
Huey Long kom upp um sig
með sneplinum til þingmann-
anna: Lögin voru ekki almenn
heldur beindust nær eingöngu
gegn andstæðingum hans, sem
áttu og stjórnuðu fjölmiðlum.
Eins koma formælendur fjöl-
miðlafrumvarpsins hér á landi
upp um sig með málflutningi sín-
um. Yfirlýst markmið frumvarps-
ins er að dreifa eignaraðild að
þeim fjölmiðlum, sem enn halda
velli í einkaeigu. Forsætisráð-
herra talar hins vegar um „mis-
notkun fjölmiðla Norðurljósa
hvern einasta dag“, og „árásir,
stríðsfyrirsagnaletur og gaura-
gang“. Þorgerður Katrín og Árni
Magnússon veifa DV í ræðustól á
þingi og segja að þarna sjái
menn að setja þurfi lög. Helsti
höfundur fjölmiðlaskýrslunnar
og aðalhöfundur frumvarpsins,
Davíð Þór Björgvinsson, segir að
hafi hann haft efasemdir áður
um þörfina á lögum um fjölmiðla
hafi umfjöllun DV um sjálfan
hann sannfært hann um þá nauð-
syn. Kim il Sung-opna DV í út-
varps Matthildarstíl, sem flestir
mundu flokka undir álíka grátt
gaman og forsætisráðherra
stundaði sem ungur maður og
ávann honum orðstír spaugarans,
var talin „sjúkleg“ af fjármála-
ráðherra, skoðun sem honum er
að sjálfsögðu heimil, en kemur
þessu máli bara ekkert við. Sem-
sagt engin rök varðandi eign-
arhald heldur beinast þau ein-
göngu að efnistökum og upp-
setningu.
Þetta er augljóslega hin raun-
verulega ástæða og þar með eru
forsendurnar fyrir þessari laga-
setningu brostnar. Það á ekki að
vera hægt hér fremur en í
Bandaríkjunum að setja lög á
fölskum forsendum, sem beinast
að því að knésetja einhver fyr-
irtæki bara af því að stjórnvöld
telja þau sér fjandsamleg.
Fyrirmyndin
er fundin
Höfundur er blaðamaður.
Ólafur Hannibalsson
ÞAÐ er nokkuð merkilegt að
fylgjast með ríkisstjórnarflokk-
unum verja frumvarp til laga um
eignarhald á fjölmiðlum. For-
ystumenn flokkana verja lagasetn-
ingu á þeim forsendum að fjöl-
breytni þurfi að ríkja
á íslenskum fjölmiðla-
markaði og tryggja
þurfi að ráðandi öfl í
landinu geti ekki beitt
kröftum sínum og
haft áhrif á umfjöllun
einstakra fjölmiðla.
Þetta er einkum at-
hyglisverð rök-
semdafærsla í ljósi
þeirrar staðreyndar
að sá flokkur sem nú
fer með forsæti í
ríkjandi stjórn hefur
um áratugaskeið haft
afgerandi áhrif í ís-
lenskum fjölmiðlum
og jafnvel beitt krafti
sínum svo að mönn-
um hefur þótt nóg
um.
Morgunblaðinu
hefur allt frá upphafi
verið ritstýrt undir
áhrifum frá Sjálf-
stæðisflokknum og
um langt skeið hefur
flokkurinn haft
ríkjandi áhrifastöðu innan Rík-
isútvarpsins. Í þessu samhengi er
vert að benda á að um er að ræða
stærstu fjölmiðla sinnar tegundar
á Íslandi, allavega allt þar til að
Fréttablaðið rétti úr kútnum eftir
erfiða lífsbaráttu og náði að
höggva skarð í markaðsráðandi
stöðu Morgunblaðsins á dag-
blaðamarkaðnum. Enginn er í vafa
um ritstjórnarstefnu Morg-
unblaðsins og undir hvaða póli-
tísku áhrifum hún er. Ef einhver
vafi ríkir, er rétt að benda á orð
núverandi menntamálaráðherra í
umræðuþættinum Kastljós á dög-
unum þar sem sá ágæti stjórn-
málamaður skýrði skilmerkilega
frá því að Sjálfstæðisflokkurinn
myndi aldrei sætta sig við að rit-
stjóri Morgunblaðsins hefði skoð-
anir sem ekki væru í samræmi við
stefnu flokksins. Ráðning hans
væri þar að segja alltaf bundin við
ákveðnar kröfur um pólitískan
rétttrúnað.
En það eru ekki þessi augljósu
bönd sem skipta mestu máli í
þessari umræðu. Þjóðin veit þó
allavega hvaða hagsmunatengsl
liggja á milli Sjálfstæðisflokksins
og þessara tveggja áðurnefndra
fjölmiðla. Sjálfstæðisflokkurinn
hefur alltaf borið ákveðna hags-
muni fyrir brjósti og verið dyggi-
lega studdur af flestum af stærstu
fyrirtækjum landsins. Það er ekki
við stuðningsmenn flokksins að
sakast í þeim efnum, enda ganga
þeir erinda mikilvægra hagsmuna
og byggja hugsjónir sínar á við-
urkenndri hugmyndafræði sem
rétt er að virða. Það sem skiptir
hinsvegar máli í þessari tilteknu
umræðu er hinsvegar sú stað-
reynd að á meðan Sjálfstæð-
isflokkurinn hefur haft sterk
tengsl og án efa mikil áhrif innan
íslenskra fjölmiðla hefur flokknum
verið haldið á lofti af ráðandi öfl-
um í íslensku viðskiptalífi. Þessi
ráðandi öfl, sem nú eru mörg hver
að brenna upp í virkara við-
skiptaumhverfi hafa lengst af ver-
ið í markaðsráðandi stöðu, hvert á
sínu sviði.
Ef rökstuðningur ríkisstjórn-
arinnar fyrir umræddu laga-
frumvarpi er gildur má að sama
skapi draga í efa að fjölmiðla-
umræða á Íslandi hafi um langt
árabil ekki verið lituð af hags-
munum þröngs hóps áhrifamanna
innan Sjálfstæðisflokksins og
markaðsráðandi fyrirtækja sem
hafa verið flokknum mjög náin í
gegnum tíðina.
Fyrir nokkrum árum tjáði Jón
Ólafsson, fyrrverandi eigandi
Norðurljósa, frá því í tímaritinu
Ský, hvernig afskiptum hans af
pólitík innan Sjálfstæðisflokksins
hefði lokið á sínum tíma. Hann var
um árabil virkur fé-
lagi í flokknum en á
ákveðnum tímapunkti
sagðist hann hafa
ákveðið að snúa baki
við flokksbræðrum
sínum, vegna þrýst-
ings sem hann varð
fyrir sem eigandi
annarra tveggja sjón-
varpsstöðva í landinu.
Ástæða þess að hann
ákvað að segja skilið
við flokkinn var sú að
við ráðningu á nýjum
fréttastjóra Stöðvar
tvö kröfðust æðstu
valdhafar flokksins
þess að fá að hafa
eitthvað um ráðn-
inguna að segja og til-
nefna hentugan ein-
stakling til starfsins.
Ekki ætla ég að
fullyrða um sann-
leiksgildi frásagnar
Jóns, en í raun hef ég
enga ástæðu til að
draga hana sér-
staklega í efa. Hún kom mér ekki
á óvart fyrir nokkrum árum þegar
ég las umrætt viðtal og hún er
mér ekkert fjarlægari heimspeki í
dag.
Í þessari umræðu sem nú fer
svo hátt í íslensku þjóðfélagi er
mikilvægt að horft sé til allra
þeirra þátta sem skipta máli. Fjöl-
miðlar verða ekki eingöngu fyrir
áhrifum í gegnum bein eigna-
tengsl. Í orðum nokkurra þing-
manna stjórnarflokkana hefur
jafnvel heyrst samanburður við
stöðu fjölmiðlamarkaðarins á Ítal-
íu í þessu samhengi. Þar er sú
staða uppi að einn maður ræður
yfir nær öllum fjölmiðlum lands-
ins. Ráðandi staða hans er þó
langt frá því að vera byggð á eign-
arhaldi, heldur samanlögðu valdi í
gegnum eignarhald og þá stað-
reynd að hann er forsætisráðherra
landsins og þar með valdhafi yfir
ítölskum ríkisfjölmiðlum. Valda-
staða hans sem pólitískt kjörins
leiðtoga er því lögð að jöfnu við
beint eignarhald og er ekki talin
skipta síður miklu máli í þessu
samhengi.
Það er vonandi að íslenskir
stjórnmálamenn átti sig áður en
þeir leggjast svo lágt að sam-
þykkja það frumvarp sem nú ligg-
ur fyrir þinginu. Það brýtur í bága
við heilbrigða skynsemi og er úr
takti við allt sem við þekkjum í
þeim löndum sem við berum okk-
ur saman við. Ísland er ekki svo
frábrugðið öðrum löndum, fá-
mennis vegna, að hér þurfi lög
sem ganga þvert á við það sem
gengur og gerist og mælt er með í
alþjóðasamþykktum. Ef svo er
þurfum við líka að endurskoða
löggjöf á öðrum sviðum. Vert væri
þá að byrja á samkeppnislöggjöf-
inni sem samin var að fyrirmynd
evrópskra laga á því sviði. Að auki
væri þá eðlilegt að ríkisstjórn-
arflokkarnir færu að tilmælum
Evrópusambandsins og op-
inberuðu fjárreiður flokkanna.
Markmið þeirra tillagna er það
sama, að auka gagnsæi og tryggja
að ráðandi peningaöfl geti ekki
haft óeðlileg áhrif á lýðræðislega
þróun í heimsálfunni.
Eignarhald
á fjölmiðlum
Gunnar Axel Axelsson skrifar
um fjölmiðlafrumvarpið
Gunnar Axel
Axelsson
’Það er vonandiað íslenskir
stjórnmála-
menn átti sig
áður en þeir
leggjast svo
lágt …‘
Höfundur er viðskiptafræðingur
og stundar meistaranám í
Evrópufræðum.
Í STARFI mínu
sem félagsráðgjafi í
þrjá áratugi og félags-
málastjóri í Reykjavík
síðustu 10 árin hef ég
kynnst ömurlegum af-
leiðingum vímu-
efnaneyslu. Ég hef séð
börn vanrækt vegna
vímuefnaneyslu for-
eldranna. Ég hef
kynnst fólki sem vegna
vímuefnafíknar er orð-
ið gjaldþrota áður en
það lýkur stúdents-
prófi og enn öðrum
sem hafa aldrei lokið neinu námi af
þessum sökum. Ég hef fylgst með
barnungu fólki leiðast út í afbrot til
þess að fjármagna fíkniefnaneyslu.
En ég hef líka orðið
þeirrar ánægju að-
njótandi að sjá unga
vímuefnaneytendur fá
stuðning til þess að
takast á við vanda
sinn og verða nýtir
þjóðfélagsþegnar á
ný. Þar gegnir ung-
lingadeild SÁÁ ómet-
anlegu hlutverki.
Flestir fíkniefna-
neytendur eiga það
sameiginlegt að hafa
leiðst út í neyslu mjög
ungir. Afleiðingar
þess eru skelfilegar fyrir sjúkling-
inn og fjölskyldu hans og dýrar
fyrir samfélagið. Eitt af mikilvæg-
ustu markmiðum SÁÁ er að efla
forvarnir gegn vímuefnaneyslu og
aðstoða þá sem lenda í vímuefna-
vanda til að ná tökum á lífi sínu áð-
ur en þeir eignast börn, skaða lík-
amlega og andlega heilsu sína,
eyðileggja möguleika sína á mennt-
un, verða gjaldþrota eða lenda í
fangelsi.
Okkur ber öllum skylda til þess
að efla forvarnir og sjá til þess að
börn og unglingar sem lenda í
vímuefnavanda fái viðeigandi að-
stoð strax. Með opnun unglinga-
deildar SÁÁ árið 2000 var vafalaust
stigið eitt stærsta skref í sögu sam-
takanna á Íslandi. Á síðasta ári
voru 500 unglingar á aldrinum 14–
19 lagðir inn á unglingadeildina og
ekkert bendir til þess að þörfin fyr-
ir rekstur slíkrar deildar sé á und-
anhaldi.
Álfasala SÁÁ, sem fer fram á
næstu dögum, er mikilvægasta
fjáröflunarleið unglingadeildarinnar
og forsenda þess að rekstur hennar
verði tryggður áfram.
Markmið SÁÁ er að selja 25.430
álfa, eða einn álf á hvern ungling í
landinu, og rennur ágóðinn óskipt-
ur til unglingastarfsins. Ég hvet
alla Íslendinga til að leggja þessu
verðuga málefni lið með því að
kaupa álfinn fyrir unga fólkið og
hafa það hugfast að hver og einn
skiptir máli.
Mikilvægasta
fjáröflunarleiðin
Lára Björnsdóttir skrifar
um álfasölu SÁÁ
’Eitt af mikilvægustumarkmiðum SÁÁ er að
efla forvarnir gegn
vímuefnaneyslu …‘
Lára Björnsdóttir
Höfundur er félagsmálastjóri
í Reykjavík.
mbl.isFRÉTTIR
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050